Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Hörður Ólafsson hrl. Ríkisfjölmiðlar Alla tíð frá því, að Islendingar urðu frjálsir menn í landi sínu, hafa þeir verið svo önnum kafnir í amstri lífsbaráttunnar, að þeir hafa ekki mátt vera að því að tendra sér leiðarljós eða stinga út rétta stefnu til að fara eftir. Það er því hætt við, að menn fari villur, viti ógjörla hvaðan þeir koma eða hvert þeir ætla, eða við hvað eigi að miða. Stjórnarskrá landsins er ætlað að vera þess konar viðmiðun, þess konar boð- orð, er allir geti miðað við alla sína hegðun. Verður siðferðið þá gott eða slæmt eftir því, hvort eftir henni er farið eða ekki. Jafn kosningaréttur ætti að vera fyrsta boðorðið. Annað boðorð ætti að vera prentfrelsi og tjáningarfrelsi, réttur til að láta skoðanir sínar opinberlega i ljósi. ísland fékk sína fyrstu stjórn- arskrá 1874, og var prentfrelsi þá strax tekið í tölu boðorðanna (54. gr.). Utvarp og sjónvarp var þá ekki til, en það eru fjölmiðlar ekki síður en bækur, blöð og tímarit. Mundu margir á því máli, að útvarp og sjónvarp væru mun áhrifameiri fjölmiðlar en hinir. Enn var prentfrelsið verndað með stjórnarskránni 1920 eftir sambandsslitin við Danmörku og útvarp og sjónvarp þá heldur ekki til. Og enn var það verndað í stjórnarskránni 1944, þegar slitið var konungssambandinu við Dan- mörku. En þá var útvarpið komið til og sjónvarpið á næsta leiti. Allt að einu var ekki á þessa fjölmiðla minnst í 72. gr. stjórnarskrárinn- ar, — hún var hreinlega prentuð upp óbreytt eftir stjórnarskránni frá 1920. Ferðin inn í framtíðina var hafin, að þessu leyti eins og sumu öðru, án þess að stefnan væri stungin út. Menn voru óþreyjufullir að leggja af stað. Sumir segja, að hér mundi ekki vera 60% verðbólga ef kosninga- réttur væri jafn. Og aðrir bæta við, að kosningaréttur mundi vera orðinn jafn, ef allir hefðu ævin- lega haft jafna aðstöðu til að koma skoðunum sínum á fram- færi. Ríkisstjórninni var þegar með lögum frá 1930 veitt heimild til einkasölu á útvarpstækjum — á líkan hátt og henni hafði verið veitt heimild til einkasölu á pappír til dagblaða og prent- smiðjuvélum. Enginn sagði neitt. Allt fram til 22. ágúst sl. (sam- kvæmt því, sem ég held fram, sbr. á eftir) var ástandið þannig, að ríkisútvarpið hafði „einkarétt á útvarpi, það er útsendingu til viðtöku almennings á tali, tónum, myndum eða öðru efni, hvort sem er þráðlaust, með þræði, eða á annan hátt.“ — sbr. 2. gr. Ut- varpslaga nr. 19/1971. Mundu margir telja, að ákvæði stjórn- arskrárinnar um tjáningarfrelsi hafi þannig verið brotið frá upp- hafi: Höfundar gamla ákvæðisins þekktu ekki aðrar leiðir til dreif- ingar skoðana en prentlistina. En það var tjáningarfrelsið, sem þeir vildu vernda, — ekki aðferðina. Þegar því tækni og framfarir bættu við fleiri aðferðum, áttu þær sjálfkrafa að hljóta vernd ákvæðisins. Ekki nóg með það. Hverjir voru það, sem áttu að ráða því, hvernig einkaréttinum væri beitt? Forseti íslands skipar útvarps- stjóra samkvæmt tilnefningu menntamálaráðherra. Ef danski kannsellístíllinn er látinn lönd og leið, þýðir þetta, að pólitískur ráðherra skipar útvarpstjóra; Hann annast daglegan rekstur. í æðstu stjórn þessa einokunarfyr- irtækis, útvarpsráði, sitja sjö menn og sjö til vara, 14 embætti alls, og allir kosnir hlutfallskosn- ingu af Alþingi í upphafi kjör- tímabils þess. Kjörtímabil útvarpsráðsmanna er jafn langt og alþingismanna og er það engin tilviljun! Pólitískt Alþingi ræður þannig stjórn út- varps og sjónvarps. Það ræður yfir „ríkisfjölmiðlunum" og getur beitt þeim til að tryggja áframhaldandi völd þeirra, sem með völdin fara hverju sinni. Boðorðin eru brotin- og siðferðið farið forgörðum. Þann 8. maí 1979 samþykkti Alþingi hins vegar þingsályktun um aðild íslands að Alþjóðasamn- ingi um mannréttindi. Var hún fullgilt úti í New York 22. ágúst sl. með afhendingu staðfestingar- skjala Kurt nokkrum Waldheim. Þar segir svo í fylgiskjali Il-a, 19. gr.: 1. Allir skulu eiga rétt á að ráða skoðunum sínum afskiptalaust. 2. Allir skulu eiga rétt til að láta í ljós skoðanir sínar; í þessum rétti felst frelsi til þess að leita, taka við og miðla alls konar vitneskju og hugmyndum án tillits til landamæra, annað hvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista, eða eftir hverjum öðrum leiðum að þeirra vali. (Greinarhöfundur strikaði undir). 3. Sérstakar skyldur og ábyrgð felast í því að nota sér réttindi þau, sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar. Því má tak- marka þessi réttindi að vissu marki, en þó aðeins að því marki, sem mælt er í lögum og er nauðsynlegt: (a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, (b) til þess að vernda þjóðarör- yggi eða allsherjarreglu (ordre public), eða heil- brigði almennings eða sið- gæði. Það er þannig takmarkað með greinum í (a) og (b), hvernig þessi réttur verði takmarkaður með lögum. Alþingi og ríkisstjórnin hefur gert þennan samning fyrir okkar hönd, og við, Alþingi og ríkis- stjórnin efnum gerða samninga. Alþingi og ríkisstjórnin hafa því að mínum dómi fellt úr gildi einokunarákvæði Útvarpslaganna og samþykkt þannig rökrétta túlk- un á gamla stjórnarskrárákvæð- inu um prentfrelsi. Á þessum málum verður að gera skynsamlegar, réttlátar og nauð- synlegar berytingar — með það í huga, að fólkið í landinu geti haft af tækniframförum á þessum sviðum sem öðrum allt það gagn og hagræði, sem hugsast getur, á sem ódýrastan hátt. Skemmtun í heimabyggð eða vöru í sölubúð á t.d. ekki að þurfa að auglýsa fyrir alþjóð með rándýrum auglýsing- um. 23. mars 1980, Hörður ólafsson. Komdu og skoöaöu — þaö er alltaf eitthvaö nýtt aö sjá. Vörumarkaðurinn hf. sími 86112. Opið föstudag til kl. 8 — Opið laugardag kl. 9—12. Frá húsgagnadeild Vinstri stjórn? Heimdallur heldur almennan fund um stefnu ríkisstjórnarinnar. Fundurinn verö- ur haldin í Valhöll 27. marz kl. 20.30. Gestur fundarins veröur Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra. Fundarstjóri, Pétur Rafnsson formaöur Heimdallar. Heimdallur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.