Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 35 Sigurður Herlufsen: Opið bréf til landlæknis vegna fluorherferðar Það sem fyrst og fremst knýr mig til að ávarpa landlækni sér- staklega, er sú viðleitni hans að gera lítið úr okkur fluorandstæð- ingum. Hann segir okkur vera lítinn hóp ofsatrúarmanna og í fangelsið í fallhlíf Sydney, 25. marz. AP. KUNNÁTTA í fallhlífarstökki kom fanga einum i Bathurst- fangelsinu til góða í gær, er hann þurfti að skila sér í fangelsið, sem er í um 150 km fjarlægð frá Sydney. Þegar hann sá fram á að hann yrði of seinn að skila sér úr helgarleyfinu, leigði hann sér flugvél og fallhlíf, stökk út yfir fangelsinu og sveif niður í fang- elsisgarðinn við mikinn fögnuð vistmanna. Vinkona hans stökk einnig út í fallhlíf, því hún var ábyrg fyrir leyfi fangans og skyldug til að skila honum í fangelsið. Lentu þau í fangelsisgarðinum rétt áður en leyfið rann út, en hefðu orðið of sein með því að aka til fangelsis- „náttúruverndarmanna" sem reki magnaðan villuáróður. Þessum staðhæfingum leyfi ég mér að mótmæla harðlega. Þær upplýsingar og rannsóknir sem fluorandstæðingar byggja mál sitt á, eru komnar frá hálærðum háskólaborgurum og vísinda- mönnum í hinum margvíslegustu greinum. Fjöldi bóka, um hættur fluor- inngjafa, hafa verið ritaðar af læknum og prófessorum. Ég leyfi mér að nefna aðeins örfáar, til staðfestu máli mínu: 1. Fluoridation and truth decay, eftir Gladys Caldwell og Philip E. Zanfagna M.D. 2. Scientists and Fluoridation ásamt Dental and Medical As- pects of Fluoridated Drinking water, báðar eftir Prófessor í efnafræði, Albert W. Burg- stahler Ph.D., við háskólann í Kansas. 3. Are We Safe? eftir John Polya lögfræðing. 4. Increased Deate Rates in Chile Associated with Artificial Fluoridation of drinking Wat- er, with. Implieations for Other Countries, eftir Albert Schatz Ph.D. 5. Fluoridation: The Great Dil- emma eftir Dr. George L. Waldbott ofnæmissérfræðing, ásamt tveim prófessorum í éfnafræði, Albert W. Burg- stahler, og H. Lewis McKinney. í framhaldi af þessari upptaln- ingu, sem auðvitað er aðeins brotabrot af því sem út hefur verið gefið gegn fluorinngjöfúm, vil ég nefna blað sem gefið er út í Bandaríkjunum, og heitir Nation- al Fluoridation News. Því ritstýra 3 ráðgefandi læknar, 4 ráðgefandi tannlæknar, 3 ráðgefandi lögfræð- ingar og að auki margir prófessor- ar og vísindamenn í öðrum raun- greinum. Hættuleysi fluorblöndunar drykkjarvatns er ekki visindalega sannað, og enn er í fullu gildi $100.000 verðlaun (um 40.000.000 ísl. kr.) til hvers manns sem getur sannað slíkt. Þetta tilboð var upphaflega gefið af Dr. Robert J.H. Mick, sem þó hafði verið trúaður á fluor, frá 1944 til 1948, er hann snérist gegn honum, eftir eigin rannsóknir. Undir þetta til- boð Dr. Micks rita í dag 45 vísindamenn frá mörgum löndum. Fluortöflur eru heldur ekki hættulausar, reyndar svo vara- samar, að árið 1976 dó barn í Austurríki, eftir að hafa gleypt of margar fluortöflur (Fluoridation News des. 1977). Hlédrægni ís- lenzkra lækna, þeirra sem hafa athugasemdir gagnvart fluor- inngjöfum, virðist mega rekja til hinna sterku tengsla sem skapast meðal fagfélaga í fámennu landi. Þær upplýsingar sem við fluor- andstæðingar höfum komið á framfæri, eru allar með tölu frá læknum og vísindamönnum, þar sem vandamálið hefur komist í brennidepil umræðu og athugana. Það er komin tími til að íslenzkir læknar, og reyndar allir ráðandi menn á Islandi, fari að kynna sér af alvöru, þau rök fluorandstæð- inga sem fyrir hendi eru. Geri þeir það, mun okkar rómaða íslenzka bergvatn aldrei verða fluorbland- að. arcodan lof tnetskerf i ■ arcodan loftnetskerfi ■ llt efni til loftnetsuppsetninga AUGLYSINGASTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810 hvort sem er fyrir: — Einbýlishús — Raöhús — Stór sambýlishús — — Kaplakerfi fyrir heil íbúðahverfi eða bæí. Loftnet TV—FM—AM Loftnetsfestingar Kaplar Filter Deilibox— Magnarar— Tengidósir— Loftnetsplöggar. Getum innan skamms útvegað íslenska útgáfu af vöru og verðlistum yfir efnisúrval okkar. — Hringið eða heimsaakið okkur til nánari upplýsinga. Aðstoðum við val efnis fyrir hvert einstakt kerfi — Kerfisuppbygging, sem byggð er á áratuga reynslu loftnetssérfræðinga Arcodan. Danska fyrirtækið Arcodan er stærsti aðili Norðurlanda í framleiðslu og uppsetningum á loftnetskerfum. Þeir hafa meðal annars leyst baö verkefni aö tengja 25.000 notendur við sama loftnetið og þá að sjálfsögðu með möguleika á að tengjast sameiginlegu myndsegulbandi og FM-músik-útsendingum. Dönsk lög um loftnetskerfi eru þau ströngustu í heiminum í dag, og að sjálfsögðu fullnægir Arcodan þeim gæðakröfum í einu og öllu. Kjörorö okkar er „Gæöin fyrir öllu“. heimilistæki hf S/ETÚNI8.SÍMI 24000. The GLOBE STUDY CENTRE For ENGLISH EXETER á suðurströnd Englands Gefðu enskunni færi á að festast Nýttu sumariö til enskunáms í Englandi 4ra—8 vikna námskeið fyrir ungmenni 14—21 árs. Brottfarardagar 5. júlí og 2. ágúst. ★ 14 klst. kennsluvika. ★ Dvöl á enskum heimilum. ★ (Fullt fæöi og húsnæði). ★ Skemmti- og kynnisferðir. ★ íslenskur fararstjóri. Allar nánari uppl. um tilhögun og verö veitir Böðvar Friðriksson, í síma 30170, milli kl. 18 og 21. Verksmiðjusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Gerið góö kaup í úrvalsvöru. Opið virka daga kl. 10—18. Föstudaga kl. 10—19. Laugardaga kl. 9—12. Skipholti 7. Sími 28720. Garðar Ólafsson Ursmiður Lækjartorgi H#fur þú «óó nýju Quartx úrfn? Eitt m««ta úrval l«nd«ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.