Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 47 Pétur Guðmundsson var drjúffur í vörn sem sókn í leiknum í gærkvöldi og hér er knötturinn á leið í körfuna úr einu af skotum hans í leiknum, en Pétur gerði 21 stig í leiknum og var stigahæstur íslenzku leikmannanna. Emil(* Álafosshlaup á íþróttahátíð Á LOKADEGI Íþróttahátíðar Í.S.Í. nk. sumar, sunnudají- inn 29. júní 1980, fer fram almenningshlaup frá Alafossi í Mosfellssveit til Laugardals- vallar í Reykjavík. Vcga- lengdin er um það bil 13 kílómetrar. Lagt verður af stað frá Álafossi stundvíslega kl. 19:45 (7:45 e.h.). Álafosshlaup verður í senn kapphlaup íþróttamanna og heilsubótarskokk trimmara á öllum aldri. Aliir sem koma í mark fá vottorð um unnið afrek og ennfremur verða 1., 2. og 3. verðlaun (karla og kvenna) veitt í hverjum ald- ursflokki samkvæmt eftirfar- andi skiptingu: yngri en 16 ára, 16-19, 20-29, 30-39, 40—49, 50 ára og eldri. Sigur- vegari hlaupsins hlýtur veg- legan farandbikar sem gefinn er af Álafossi hf og er ætlunin, að keppt verði um hann ár- lega. Skorað er á alla, sem vettl- ingi geta valdið, að slást í hópinn og byrja að æfa undir Álafosshlaupið. Tilkynnið þátttöku með nafni, heimilis- fangi og aldri. Póstfang: Ála- fosshlaup, FRÍ, íþróttamið- stöðin, Laugardal, Pósthólf 1099,104 Reykjavík. Alafossnefnd FRÍ Knattþrautir og miniknattspyrna á námskeiöi KSÍ KYNNINGARFUNDUR fyrir miniknattspyrnu og knatt- þrautir á vegum KSI fer fram í Vogaskóla í dag klukkan 18.00. Er fundurinn ætlaður unglingaþjálfurum, ungl- ingaleiðtogum og íþrótta- kennurum. Dagskráin er þannig, að klukkan 18.00 fer fram kynn- ing á tilgangi námskeiðsins. Klukkan 18.15 knattþrautir og miniknattspyrna (íræði- legt), klukkan 19.30 hlé, klukkan 19,45 knattþrautir og miniknattspyrna (verk- legt). Síðan verða umræður um knattþrautir og mini- knattspyrnu og loks dag- skrárlok um klukkan 22.15. Námskeiðið er haldið á veg- um tækni- og unglinganefnd- ar KSÍ. Þróttur sigraði með yfirburðum ÞRÓTTUR sigraði Aftureldingu með miklum yfirburðum í gær- kvöldi að Varmá í Mosfellssveit með 28 mörkum gegn 16, eftir að staðan hafði verið 13—6 í hálf- leik. Leikurinn í heild var ekki tilþrifamikill og bauð ekki upp á burðugan handknattleik. Að vísu var vörn Þróttar mjög vel leikin en sóknarleikur liðsins var ekki burðugur. Lið UMFA var óvenjuslakt í leiknum og sýndi lítii tilþrif, enda árangur- inn eftir því. Mörk Þróttar skoruðu: Páll ólafsson 11, en hann var jafn- —tiMFA 28:18 framt besti maður liðsins. Sig- urður Sveinsson skoraði 8 mörk, Ólafur Jónsson 4 mörk, Lárus 2, Einar 2 og Magnús 1. Mörk UMFA skoruðu: Lárus 6, Steinar 6, Þórður 1, Þorvaldur 1, Pétur 1, Gústaf 1. Besti maður UMFA var Stcinar. SÁH/LB Kærkominn sigur i 100. landsleiknum MEÐ MJÖG góðum leik í byrjun síðari hálfleiks í landsleiknum í körfu- knattleik við Armena í gærkvöldi lagði íslenzka liðið grunninn að kær- komnum og verðskulduð- um sigri. Það hefur ekki verið alltof mikið af sig- rum í landsleikjum íslands í körfuknattleik til þessa og því var rík ástæða til að gleðjast að leikslokum þessa hundrað- asta landsleiks í íþrótt- inni. Þetta var fyrsti sigur íslenzka liðsins gegn Arm- enum og gott vegarnesti fyrir ferðina til Noregs á næstunni til þátttöku í Norðurlandamótinu eða Polar Cup. Úrslit leiksins urðu 77:67 fyrir ísland eftir að Armenía hafði leitt með 41 stigi gegn 33 í leikhléi. Það var Zastukov, fyrirliði armenska liðsins, sem lék fyrstu fiðlu í fyrri hálfleiknum og þessi fyrrum leik- maður sovézka landsliðsins á tvennum Ólympíuleikum var hreint út sagt óstöðvandi. Hann skoraði 24 stig í fyrri hluta leiksins og missti varla skot. í seinni hálfleiknum fataðist hon- um flugið nokkuð eða öllu heldur stöðvaði Torfi Magnússon „skipp- erinn garnla" svo vel að hann skoraði aðeins 8 stig í síðari hálfleiknum. Armenarnir lentu strax í villu- vandræðum og eftir aðeins 8 mínútna leik misstu þeir mann út ísland — Armenía 77:67 af með 5 villur. Fyrir leikhlé bættist annar við og þar sem þeir voru tveir af hávaxnari mönnum liðsins áttu Sovétmennirnir í erf-_ iðleikum í seinni hálfleiknum. Einar Bollason hefur örugglega messað yfir sínum mönnum i leikhléi og eftir rétt miðlungs fyrri hálfleik kom baráttuglatt íslenzkt landslið til leiks í seinni hálfleik. Torfi gætti Zastukov mjög vel, pressan tókst og eftir skamma stund var landinn kom- inn yfir, hafði skorað 10 stig gegn engu og staðan 43:41. Baráttan hélt áfram og munurinn jókst upp í 10 stig. Lokatölur urðu 77:67, verðskuldaður sigur. Lið Armenanna leikur nokkuð einhæfan körfuknattleik, mikið er um klippingar fyrir framan vörn- ina og síðan skot af löngu færi, það er líka í góðu lagi hjá þeim, þar sem hittni margra leikmanna liðsins er mjög góð. Liðið skortir þó hæð og ekki bættu villuvand- ræði og meiðsli úr skák í þessum leik. Pétur Guðmundsson var hinn sterki í íslenzka liðinu í þessum leik, en margir aðrir stóðu fyrir sínu og kannski rúmlega það. Símon og Torfi voru góðir í leiknum og varnarleikur þess síðarnefnda í seinni hálfleik var sérlega góður. Jón Sigurðsson var seinn í gang og skoraði ekki stig í fyrri hálfleik, en bætti það upp í þeim síðari. Jónas Jóhannesson gerði margt gott í leiknum, og þá átti Kristinn Jörunds'son góðan leik. Dómgæzlan að þessu sinni var alls ekki afleit og frammistaða Sovétmannsins, sem dæmdi á móti Guðbrandi Sigurðssyni, ekkert í samræmi við umsagnir um rússn- esku dómarana i hinum leikjun- um. Stig íslands: Pétur Guðmunds- son 21, Símon Ólafsson 14, Torfi Magnússon 12, Kristinn Jörunds- son 9, Jón Sigurðsson 8, Flosi Sigurðsson 5, Jónas Jóhannesson 4, Kristján Ágústsson 2, Gunnar Þorvarðarson 2. —áij. Villa lagði Norwich NOKKRIR leikir fóru fram í ensku deildarkeppninni í gær- kvöldi og urðu úrslit þeirra sem hér segir: 1. deild: Aston Villa — Norwich 2—0 3. deild: Chester — Exeter 1—3 Reading — Oxford 2—0 4. deild: Wigan — PortVale 3—1 Áuk þess sigruðu Englend- ingar Dani 4—0 í unglinga- landsleik, auk þess sem Frakk- ar og írar gerðu jafntefli í sams konar leik, 1—1. 1 ' X j í ; I 2 í ***** Mvc , . ! j r « l/r,*> i • ! «• únr tt U í • ám, [.. i n ? i • Tony Woodcock (sem skallar) skoraði glæsilegt mark gegn Spánverjum í gærkvöldi. Spænski markvörðurinn bjargaði frá stórtapi ENGLENDINGAR sigruðu Spán- verja með tveimur mörkum gegn engu í vináttulandsleik í knatt- spyrnu í Barcelona í gærkvöldi. Undirstrikaði sigur enska liðsins þær framfarir sem orðið hafa hjá Englcndingum síðustu mánuð- ina. Aðeins markvörður Spánar Arconada, bjargaði liði sínu frá enn stærra tapi. Ilann varði t.d. meistaralega skot Trevor Franc- is, tvívegis, annað frá Tony Woodcock og það fjórða frá Steve Coppel. Tony Woodcock skoraði fyrra mark Englands á 15. mínútu, einlék hann frá miðju, lék á hvern varnarmanninn af öðrum áður en hann renndi knettinum í netið af öryggi- Á 54. mínútu bætti Trevor Francis siðara markinu við með þrumuskoti af 10 metra færi. Spánverjar áttu lítið í leiknum, einna næst því að skora komst Enrique Saura frá Valencia, en Peter Shilton í marki Englands var vel á verði. O O O írar sigruðu Kýpur 3—2 í undankeppni HM í Nikósíu í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 3—1 fyrir Ira, en eigi að síður kom góð frammistaða Kýpurbúa á 6vart' o o o Svisslendingar unnu sannar- lega óvæntan sigur á Evrópu- meisturum Tékka í vináttulands- leik í knattspyrnu sem fram fór í Basel í Sviss í gærkvöldi. 12000 manns í ausandi rigningu trúðu varla sínum eigin augum þegar að heimaliðið lék hina' tignu gesti sína sundur og saman. Claudio Sulser skoraði fyrra mark Sviss úr víti á 40. mínútu. Barberis bætti öðru við á 61. mínútu. 000 Uruguay vann nauman og o- sannfærandi sigur á Luxemborg, 1—0, í landsleik í Luxemborg í gærkvöldi. Var það fyrsti sigur Suður-Ameríkumannanna í fjór- um leikjum gegn evrópskum lið- um. Victorino skoraði sigurmark Uruguay á 69. mínútu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.