Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Athugasemd frá Áfengismálaráði: Fjöldi dreifingarstaða áfengis veld ur aukinni drykkju og meira tjóni Blaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Áfengisvarna- ráði: Vegna upplýsinga sem hafðar eru eftir forseta bæjarstjórnar Seltjarnarness í Morgunblaðinu 14. þ.m. vill Áfengisvarnaráð taka fram eftirfarandi: Þrátt fyrir það sem fram kemur í rannsóknum Tómasar Helgason- ar og samstarfsmanna hans, að ekki séu tengsl á milli fjölda þeirra, sem áfengis neyta á þétt- býlisstöðum og þess hvort þar sé áfengisútsala eða ekki, sýna rann- sóknirnar að í Reykjavík, þar sem flestir dreifingarstaðirnir eru, er drukkið oftar og þar eru fleiri stórdrykkjumenn og fleiri, sem eiga við áfengisvandamál að stríða. Rannsóknirnar sýna m.a. að í Reykjavík og nágrenni, þar sem flestar eru dreifingarstöðvarnar, neyta 48% karla áfengis tvisvar í mánuði eða oftar en í þéttbýli, þar sem ekki er áfengisútsala, 32%. I Reykjavík og nágrenni eru hlutfallslega helmingi fleiri karl- ar stórdrykkjumenn en á þeftbýl- isstöðum þar sem engin áfengis- útsala er. í Reykjavík neyta 13% fólks á aldrinum 20—49 ára ekki áfengis, en 20% á öðrum þéttbýlisstöðum og 29% í sveitum. Tölur þessar eru miðaðar við 1972 og 1974, þar eð niðurstöður rannsókna, sem framkvæmdar voru á árinu 1979, hafa enn ekki verið birtar. í ritgerðinni: Rannsóknir á áfengisneysluvenjum íslendinga, sem birtist í 1. tbl. Geðverndar 1977, ritar Tómas Helgason: Tafla 6 Áfengisneyslan sem persónulegt vandamál eftir búsetu. (í prósentum af þeim, sem neyta áfengis) Karlar Konur Reykajvík og nágrenni 12,5 1,8 Þéttbýli með áfengisútsölu 12,5 0,0 Þéttbýli án áfengisútsðlu 8,3 2.4 Dreifbýli 8,4 0,6 Landið allt 11.3 1.4 Tafla 6 sýnir, hve margir telji áfengisneyslu sína persónulegt vandamál, eftir því hvar þeir eru búsettir. Þarna kemur í ljós, að það eru hlutfallslega fleiri karlar á svæðum með áfengisútsölu, sem telja áfengisneyslu sína persónu- legt vandamál heldur en á svæð- um þar sem engin áfengisútsala er. Hins vegar eru konurnar svo fáar, að ekki verður lagt upp úr þeim tölum, sem þær varða. Tafla 7 Þeir, sem drekka áfram daginn eftir mikla drykkju í prósentum af fjölda þeirra, sem neyta áfeng- is eftir búsetu. Karlar Konur Reykajvík og nágrenni 5.0 0,4 béttbýli með áfengisútsölu 4,6 0,0 Þéttbýli án áfengisútsölu 2.1 0,0 Dreifbýli 2.3 0,6 Landið allt 4.1 0.3 Tafla 7 sýnir, hve mörg prósent þeirra, sem neyta áfengis halda áfram að drekka daginn eftir mikla drykku, einnig skipt eftir búsetu. Á þessari töflu kemur einnig í ljós, að það eru hlutfalls- lega fleiri karlar á svæðum, þar sem áfengisútsala er, sem halda áfram að drekka daginn eftir mikla drykkju heldur en á þeim svæðum, þar sem engin áfengis- útsala er. Þessar tvær siðast nefndu töflur benda eindregið til þess að máli skipti, hvort áfengis- útsala sé i næsta nágrenni eða ekki. Niðurstöður rannsókna í öðrum löndum benda í sömu átt eins og tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar um fækkun dreifingar- staða áfengis sýna. Stofnaður Klúbbur 25 SAMTÖK ungs fólks, sem hefur hug á að bæta skemmt- anahald og beita sér fyrir ódýrum en áhugaverðum og fjölbreyttum ferðalögum, eru þessa dagana að hrinda af stað klúbbstofnun í þessu skyni, að því er segir í fréttatilkynningu undirbún- ingsnefndar klúbbsins. Sam- tökin munu heita Klúbbur-25 og starfa í nánum tengslum við Ferðaskrifstofuna Utsýn og veitir hún félögum 25 ára og yngri 25 þús. kr. afslátt í ferðum sumarsins. Þá er tekið fram að félagar muni njóta hlunninda erlendis, t.d. með lækkuðum aðgangseyri á skemmtistöðum, afslætti í verzlunum og veitinga- stöðum og kynnisferðum gegn framvísun skírteinis síns. Þá mun klúbburinn gangast fyrir sérstökum ferðum, auk afsláttar í Út- sýnarferðum, t.d. ferð til Korsíku, um grísku eyjarnar og leikhúsferð til Las Vegas, New York, Hollywood. Klúbbur-25 efnir n.k. sunnudagskvöld til skemmt- unar og kynningar á væntan- legu starfi á Hótel Sögu. Verður þar fram reiddur veizluréttur, tízkusýningar, skemmtiatriði mörg og fjöl- breytt, bingó og hljómsveit og diskótek. Klúbbur 25 hefur skrif- stofuaðstöðu í húsnæði Út- sýnar og eru þar gefnar allar upplýsingar. Félagar geta einnig skráð sig í hann á skemmtuninni á Sögu á Sunnudagskvöldið. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMOTA Aðalstræti 6 sími 25810 VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendíngum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. ^ Laugardaginn 29. marz verður Ragnar Júlíusson til h viðtals. Ragnar er í stjórn Borgarbókasafns, Fræösluráði, Útgerðarráði, og Veiði- og fiskirætkarráði. Xmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Cybernet Frábært hljómtæki á hagstæöu veröi •.rtourro s'fwo w»«o ( CRD 15 Hljómstúdío. 5 einingar í einni. Samanstend- ur af formagnara — aðalmagnara — Hljóöblöndun- arborði — útvarpi FM-MW-LW og segulbandi (Metal) Electronisk takkastýring, 2x46 W DIN. 0.09% THD. Aöskilnaður aöalmagnara og formagnara gefur möguleika á aö nota 200W kraft magnara við þetta tæki. Verö kr. 451.440.- Benco, Bolholti 4, símar 21945 — 84077. Nýju ANDREWSæ gas- lofthitararnir hafa leyst gömlu olíubrennarana af hólmi! AKDRfWS [J Andrews G-250 lofthitarar eru ætlaðir til fljótlegrar upphitunar á skipalestum, vinnustöðum; iðnaðarhúsnæði, byggingarstöðum, vörugeymslum, íþróttahúsum og hvers konar stærri mannvirkjum. Andrews G-250 lofthitarar eru mjög liprir viðfangs. Þeir mega snúa hvernig sem vill, - upp, niður, til hliðar, hangandi eða stand- andi. Andrews G-250 brennir Propane gasi og er því algjörlega laus við þungt loft og mengun, sem yfirleitt fylgir annars konar lofthiturum. Andrews G-250 lofthitarinn vegur aðeins 44 kg, en hefur möguleika til hitunar á 64.500 cu. feta svæði, (1832 m3). Andrews G-250 lofthitarar þurfa ekki neinn upphitunartíma. Þeir eyða aðeins gasi þegar þeir eru raunverulega að hita upp. Auk hitunar má nýta Andrews G-250 til loftræstingar á einfaldan hátt. Skeljungsbúðin Suðurtandsbraut 4 sini 38125 ÚRVALS HEIMILISTÆKI FRAlMi Frá KPS, Noregi bjóðum við úrvals heimilislæki á hagstæðu verði: Eldavélar 3ja og 4ra hellna, kæliskápa, frystiskápa, frysti og kæliskápa, uppþvottavélar, frystikistur og gufugleypa. Litir: Svartur, hvítur, karrygulur, avocdogrænn og Inkarauður. Komið og skoðið þessi glæsilegu tæki eöa skrifiö eftir myndalista. SENDUfl GEGN POSTKROFU EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.