Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1980 Verðlækkun í Bandaríkjunum: •- 1 " • *................ Sama verðlækkun tók gildi á sama tíma hjá Coldwater og Iceland Seafood „Mér er ekki kunnugt um annað en að þessi verðlækkun hafi komið til samtimis hjá báðum fyrirtækjunum,“ sagði Guðfinnur Einarsson, stjórn- arformaður Coldwater, er Mbl. ieitaði i gær álits hans á þeim ummælum Gunnars Thorodd- sens forsætisráðherra á Alþingi i fyrradag, að það væri kunn- ugt varðandi verðlækkun Coldwaters á nokkrum fiskteg- undum á Bandarikjamarkaði, m.a. þorskblokkinni. „að ekki hafði verið haft samráð við annan aðalsöluaðilann á fryst- um fiski þar af íslendinga hálfu né að því er virðist við ýmsa aðra, sem eiga þar mikilla hagsmuna að gæta á þessum markaði“. „Menn geta svo dreg- ið sínar ályktanir af þvi að verðlækkun kom til samtímis hjá báðum, en hins vegar skil ég ekki í fljótu bragði hvað forsætisráðherra á við með þessum öðrum aðila,“ sagði Guðfinnur. Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóri Iceland Sea- food í Bandaríkjunum staðfesti í samtali við Mbl., að hjá þeim hefði orðið sama verðlækkun og hjá Coldwater og á sama tíma. Að öðru leyti kvaðst hann ekki vilja ræða þetta mál opinber- lega að svo stöddu. Þess skal getið að í Bandarikjunum eru i gildi ströng lög gegn hringa- myndunum og samráðum fyrir- tækja um verðmyndun á vöru og fellur starfsemi Coldwater og Iceland Seafood undir þau lög. Mbl. spurði Guðfinn Einars- son, hvort hann teldi rétt, að verðlækkunin í Bandaríkjunum hefði haft skaðleg áhrif á samn- inga okkar í Sovétríkjunum, en í ræðu sinni sagði forsætisráð- herra, að það væri fullyrt „af þeim sem stóðu að þeim samn- ingum“, að verðlækkunin í Bandaríkjunum á þessum tíma hefði haft „skaðleg áhrif fyrir okkur á þá samninga". „Það er alltaf eitthvert sam- band milli markaða, ef um sambærilega vöru er að ræða,“ sagði Guðfinnur. „En til Sov- étríkjanna voru seldar aðrar fisktegundir en um var að ræða í Bandaríkjunum og í samningun- um í Sovétríkjunum fékkst hærra verð en áður var.“ Mbl. spurði Guðfinn, hvort ekki hefði komið til greina að draga verðlækkunina á Banda- ríkjamarkaði. „Það var búið aða draga hana í lengstu lög,“ svaraði Guðfinn- ur. „Við ráðum ekki markaðs- verði á blokk í Bandaríkjunum og ég vil benda á að við höfum verið að greiða hærra verð fyrir blokk frá Islandi en er á blokk frá Kanada. Þá finnst mér rétt að það komi fram, að blokkin er aðeins lítill hluti af Bandaríkjamarkaðnum og þorskur í öðrum pakkningum miklu stærri hluti en blokkin og að verð þorsks í öðrum pakkn- ingum hélzt óbreytt.“ „Forsætisráðherra getur eng- in slík ummæli haft frá mér,“ sagði Árni Finnbjörnsson, sölu- stjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, er Mbl. spurði hann, hvort hann hefði sagt það sína skoðun að verðlækkun í Bandaríkjunum hefði haft skað- leg áhrif á samninga í Moskvu, sem Árni tók þátt í. Mbl. spurði Árna þá, hver væri hans skoðun á þessu atriði: „Ég tel ekki neitt beint samband þarna á milli og ekki kom neitt slíkt fram hjá Rússunum. Við vorum að selja allt annan fisk í Sovétríkjunum en þorskblokk. Og við fengum verðhækkun. Mbl. tókst ekki í fyrrakvöld né í gær að ná sambandi við Sigurð Markússon framkvæmdastjóra sjávarafurðadeildar SÍS, sem ásamt Árna Finnbjörnssyni annaðist samningagerðina í Moskvu. Við opnun tilboða i Hjúkrunarheimili DAS í Ilafnarfirði: Pétur Sigurðsson formaður Sjómannadagsráðs fyrir miðju, en aðrir á myndinni eru aðrir stjórnarmenn, hönnuðir og þeir sem i verkið buðu. Tilboð opnuð í Hjúkrunarheim- ili Hrafnistu í Hafnarfirði ÞRIÐJUDAGINN 26. marz voru opnuð í fundarsal Sjó- mannadagsráðs að Hrafn- istu í Reykjavík tilboð í þá jarðvegsvinnu sem ólokið er við hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Fimm tilboð bárust og voru opnuð að viðstaddri stjórn Sjómannadagsráðs, hönnuðum og tilbjóðend- um. Lægsta tilboð sem barst var frá Sveinbirni Run- ólfssyni að upphæð kr. 43.675.000.- og næst lægsta frá Hlaðbæ h/f, kr. 46.544.500.- Allri jarðvegs- vinnu á að vera lokið þann 16. maí n.k. og verður þá fljótlega hafist handa um fyrirhugaðar byggingar- framkvæmdir þessa árs. Fjalakötturinn: Mynd um uppvöxt Stephen Dedalus í KVÖLD, fimmtudag, kl. 21, á laugardaginn ki. 17 og á sunnudag- inn kl. 17, 19.30 og 22 sýnir Fjalakötturinn i Tjarnarbíói kvik- myndina „A Portrait of the Artist as a Young Man“ (Nærmynd af listamanninum á yngri árum) eftir Joseph Strick. Mynd þessi er gerð eftir sam- nefndri sögu James Joyce. Hún fjailar um uppvöxt Stephen Dedal- us í Dublin rétt fyrir síðustu aldamót og þau áhrif sem hann verður fyrir vegna vaxandi sjálf- stæðisbaráttu Ira Aðalhlutverkin í myndinni leika Atriði úr myndinni „A Portrait Bosco Hogan og Sir John Gielgud. of the Artist as a Young Man“. Gyða Björk Atladóttir og Brynjar Eymundsson, eigendur Sæluhúss- ins, ásamt bakaranum Marinó Birgissyni. Nýtt kaffihús OPNAÐ hefur verið nýtt kaffihús í Bankastræti 11 í Reykjavík, Sæluhúsið. Verður þar borið fram heitt kaffi, bakkelsi og brauð auk þess sem heitur matur verður framreiddur í hádeginu. Fyrst um sinn verður Sæluhúsið opið kl. 8.30 til 19 alla daga nema sunnudaga. í Reykjavík En með vorinu verður kaffihúsið opið til kl. 23.30 alla daga vikunn- ar. Eigendur og umsjónarmenn Sæluhússins eru hjónin Gyða Björk Atladóttir og Brynjar Ey- mundsson. Bakari er Marinó Birg- isson. Lög Skúla Halldórssonar tónskálds: Gefin út á hljóm- plötu í Finnlandi Hinn 13. marz s.l. undirritaði Skúli Halldórsson samning við finnskt plötuútgáfufyrirtæki og nótnaútgáfufyrirtæki um útgáfu verka sinna á LP-plötu og nótur i Finnlandi. Þessi útgáfufyrirtæki hafa þar með öðlast réttindi á 20 verkum Skúla til útgáfu hvar sem er i heiminum að íslandi undanskildu. Finnska tónskáldið Rauno Leht- inen og kona hans Anja eru eigendur þessara tveggja útgáfu- fyrirtækja, sem Skúli samdi við. Rauno Lehtinen er heimsþekktur fyrir lagið sitt „Jenka“, sem allir þekkja. Einnig er hann þekktur fyrir kvikmynda-tónlist og létta tónlist. Síðast liðið sumar var Skúli á fundum norrænu stefianna, sem haldnir voru í Noregi. Þarna hittust þeir Rauno og Skúli. Eftir að Rauno hafði heyrt Skúla spila nokkur af lögum sínum ákvað hann að gefa þessa tónlist út bæði á plötum og nótum, og gera fljótlega samninga þar um. Skúli hófst því handa s.l. sumar að umskrifa lög sín fyrir píanósóló. Að því verki loknu spilaði hann 20 lög sín á band í sterió að tíma- lengd 40 mínútur. Sólóplata Skúla er væntanleg fljótlega á þessu ári, og verður hún til sölu um alla Skandinavíu og víðar. Prófessor Alan Boucher hefur þýtt 19 ljóð við lög Skúla á ensku. Verða þær þýðingar notaðar við nótnaútgáfuna. Ráðstefna um atvinnumál og endurhæfingu blindra SAMTÖK blindra og sjónskertra á íslandi efna til ráðstefnu um endurhæfingu og atvinnumál blindra á laugardaginn, þann 29. mars, í húsakynnum sínum að Hamrahlíð 17 í Reykjavik. Á ráðstefnunni verða flutt er- indi um reglugerð um öryrkja- vinnu, endurhæfingu, atvinnumál, skipulagningu umhverfis og fleira. Ráðstefnan hefst klukkan hálf tíu árdegis og lýkur væntanlega um fjögurleytið. Öllum er heimill að- gangur en þátttöku ber að til- kynna til Blindrafélagsins fyrir hádegi á föstudag, á morgun. I frétt fra ráðstefnuboðendum segir, að nú sé ástandið þannig í endurhæfingarmálum blindra hér á landi, að alla þá, sem missi sjón, verði að senda utan til endurhæf- ingar. En vegna skorts á leiðbein- endum hér á landi nýtist sú endurhæfing ekki að fullu þegar komið er heim á ný. Ekki sé til dæmis gagn að því fyrir blindan Reykvíking að læra inn á járn- brautastöðvar í Ósló eða Lundún- um, og einnig sé oft um að ræða tungumálaerfiðleika. Tónleikar á Akur- eyri og í Reykjavik Akureyri 26. mars 1980. JONATHAN Bager flautuleikari og Philip Jenkins píanóleikari halda fjölbreytta tónieika á Akureyri og í Reykjavik á næstunni. Tónleikarnir á Akureyri verða i Borgarbiói í kvöld, fimmtudagskvöld. og hefjast klukkan 19.15 en i Reykjavik leika þeir á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 30. mars klukkan 20.30. Á efnisskránni eru sónötur eftir Le Claire, Poulenc og Prokofiev og einnig ballaða eftir Frank Martin. Jonathan Bager lauk einleikaraprófi frá Royal Academy of Music í London á síðasta ári, og starfar nú sem kennari í flautuleik við Tónlistarskólann á Ak- ureyri. Þessir tónleikar hans verða fyrstu sjálfstæðu tónleikar hans hér á landi. Jenkins hefur leikið á mörg- um tónleikum hérlendis og erlendis, svo sem með Sinfóníuhljómsveit íslands og inn á hljómplötur. Hann er prófessor í píanóleik við Royal Aca- demy of Music í London, en er nú í vetrarleyfi og kennir við Tónlistar- skólann á Akureyri. - SvP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.