Morgunblaðið - 03.04.1980, Side 12

Morgunblaðið - 03.04.1980, Side 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Sjálfsmorða- faraldur meðal skólaæskunnar 1 auðstéttarhverfi einu skammt frá Los Angeles vildi það til fyrir skömmu, að 15 ára gamall piltur settist inn í bíl og ók honum beint á hraðbraut- arstöpul. Hann lét lífið sam- stundis. Síðar fundu foreldrar hans bréf frá honum, þar sem hann kvaðst mundu fyrirfara sér. Við útskriftarhátíð fram- haldsskóla sté 17 ára gamall drengur í pontu, hrópaði: — Þetta er bandaríski hátturinn: og skaut sig að foreldrum sínum ásjáandi — Það þykir engum vænt um mig, hrópaði 8 ára gömul telpa. Síðan skar hún sig á úlnlið, gleypti pillurnar úr meðalaskáp fjölskyldunnar og reyndi loks að hengja sig. — Þetta er eins og faraldur, — segir starfsmaður stofnunar sem sér um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sjálfsvígum í Los Angeles. — Skólafólk í Bandaríkjunum, börn, unglingar og framhalds- skólanemar stytta sér aldur í sífellt auknum mæli. Tilvikin eru allt að 5 þúsund á ári hverju, en flest eru þau og alvarlegust í Kaliforníu. Fyrir skömmu voru birtar í Kaliforníu tölur, sem gefa til kynna, að hneigð manna til sjálfsmorða fer stöðugt vaxandi. Sérfræðingar í geðsjúkdómum standa ráðþrota gagnvart þess- ari þróun. Á síðasta ári styttu 109 ungmenni sér aldur í Los Angeles og þéttbýlinu þar í grennd, en það eru 15 fleiri en árið þar á undan. Þjóðfélags- fræðingar segja, að þessar tölur segi líklega ekki alla söguna, af því að foreldrar láti oft líta svo út sem slys hafi borið að hönd- um. Sjálfsmorð eru önnur algeng- asta dánarorsök bandarískra unglinga. Aðeins slys eru algeng- ari orsök. Á síðasta áratug hafa sjálfsmorðstilvikin tvöfaldast. Á síðustu 5 árum hefur orðið 30% aukning á sjálfsmorðum barna á aldrinum 10—13 ára. Sjaldan er kveðið svo að orði, að börn innan 10 ára aldurs hafi svipt sig lífi, heldur eru þau sögð hafa látizt af slysförum. Ástæðan er sú, að börn eru ekki talin gera sér fulla grein fyrir Jm, hvað dauðinn felur í sér. Á hinn bóginn hafa hundruð bandarískra barna, sem gert hafa tilraun til að svipta sig lífi, verði flutt á sjúkrahús. Þessi börn eru allt niður í fimm ára gömul. Hvað veldur því, að svo mörg börn, sem búa við velsæld og allsnægtir, eru gripin þvílíkri örvæntingu? Sálfræðingar skella umfram allt skuldinni á sífjölg- andi hjónaskilnaði og „upplausn kjarnafjölskyldunnar". Dr. Don- Allt að 5,000 á ári ald Summers, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla segir: — Flest þeirra barna, sem við höfum fengið til meðhöndlunar, eftir að þau hafa gert tilraunir til sjálfsmorða, eru börn fráskilinna foreldra. Fyrir börn á öllum aldri er skilnaður foreldra þungbærari en dauði þeirrat — segir hann. Sumir sérfræðingar leita ann- arra skýringa. Fram hefur m.a. komið sú hugmynd, að stóraukin fæðingatíðni eftir síðari heims- styrjöld hafi leitt til eins konar offjölgun á þessari kynslóð. Af- leiðingarnar séu sjúkleg sam- keppni, minnimáttarkennd og firring, þegar börnin komist inn í skólakerfið, sem sífellt verður viðameira og flóknara. 30.000 Bandaríkjamenn sviptu sig lífi á síðasta ári eða 12 af hverjum 100.000. Hlutfallið var 50% hærra í Los Angeles og San Francisco. Ruth Doughton, sem starfar við stofnunina í Los Angeles, er sér um fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn sjálfsvígum, telur að skýringuna á því sé m.a. að finna í landlægu rótleysi í Kaliforníu. Hún segir: — Flestir, sem hingað koma eru annars staðar frá. Ef allt um þrýtur, fer fólk til Kaliforníu. í Suður-Kali- forníu eru fleiri rótlaus ung- menni, fleiri einstæð foreldri, meiri þrengsli í skólum, meiri fíkniefnavandamál og mesta áfengisvandamál á meðal ungl- inga, er þekkist í Bandaríkjun- um. Það fer nokkuð eftir félagsleg- um og efnahagslegum aðstæðum manna, svo og kynþætti þeirra, hvar þessi skelfilegi faraldur nær fótfestu. Barátta þeldökkra Kaliforníubúa fyrir efnahagsleg- um og félagslegum umbótum virðist hafa leitt til þess að sjálfsmorðum þeldökkrá. ungl- inga fjölgar óðfluga. Ómenutað fólk virðist síður falla fyrir eigin hendi en menntað fólk. Viðbrögð við þessari háskalegu þróun eru m.a. þau, að komið hefur verið á fót hundruðum stofnana til þess að vinna gegn sjálfsvígum. Stofnunin í Los Angeles starfar allan sólarhring- inn og þangað er hringt a.m.k. 50 sinnum á degi hverjum vegna tilvika er snerta á einhvern hátt sjálfsmorð eða tilraunir til þeirra. Sumar éldavélar frá ELECTROLUX eru auðvitað með blásturscíni, tölvustÝiingu, tesrmospJötu, sjálívirlcum steilcarmoeli og hitaskáp.,______________. Aðuarekki. Kyrrningarbæklingur ókeypis. Það er óráðlegt, að kaup eldavél án þess að kynna sér vandlega hvaða möguleikar standa til boða. Vörumarkaðurinn sendir þér í pósti ókeypis, litprentaðan mynda- og upplýsingabækling. Sendu okkur nafn þitt og heimilisfang, eða hringdu í Electrolux deildina, sími: 86117 og við sendum þér bækling um hæl. ARMULA 1a reiknaóu með IACIT 'iQ 3L8 FTÖTJin) Facit reiknivélarnar fullnægja ströng- ustu gæðakröfum, bæði hvað varðar tæknilega getu og hraðvirkni. Fjöl- breytt úrval tryggir þér nákvæmlega þá vél sem hentar best. HEZHEa Frábær fjárfesting Við kynnum sérstaklega Facit 2251 Eldhröð pappírsfærsla og prentun, þægilegt valborð, stór Ijósagluggi og siðast en ekki sist - bráðfalleg. Ekki sú vinsælasta að ástæðulausu. GÍSLI J. JOHNSEN HF. IfoM Smiðjiivegi 8 - Slmi 73111 Electrolux eldavélarnar eru meðal þeirra þekktustu í heimi. Fyrst og fremst vegna gæða- og svo auðvitað vegna tækni- nýjunga. Electrolux hefur oftast verið á undan samtíðinni í eld- hústækni. Þegar þú velur Electrolux eldavél geturðu valið eldavélagerð, sem hentar plássi og pyngju. Úrvalið og möguleikarnir eru margvís- legir. Electrolux - WILLIAM SCOBIE.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.