Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
63
„Ég er ljós heimsins, hver, sem fylgir
mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur,
hafa ljós lífsins.“
Júhanncs 8.12.
Hallgrímskirkja — Saurbæ:
„Ég er ljós
heimsins“
mSaurbæjarkirkju á
Hvalfj arðarströnd
Vj er að finna fresk-
ómynd, hina einu í
/Vv| C íslenzkri kirkju, en
I JiHf hún er eftir
finnska lista-
manninn Lennart
Segerstrále. Með honum að
gerð myndarinnar og undir-
búningi vann Þórir Berg-
steinsson múrarameistari, en
hann hefur unnið að skreyt-
ingum í ýmsum byggingum.
Loftur Bjarnason forstjóri
Hvals hf. kostaði gerð mynd-
arinnar og lagði hann reyndar
ýmislegt annað til kirkjubygg-
ingarinnar. Sr. Jón Einarsson
sóknarprestur upplýsti
blaðamann Mbl. um að sr.
Sigurjón Guðjónsson, er var
prestur í Saurbæ á undan
honum, hefði haft veg og
vanda af því að fá þennan
finnska listamann til að vinna
að myndinni. Hafði hann verið
í Finnlandi og kynnst list hans
og fyrir milligöngu Maj Lis
Holmberg, er var finnskur
sendikennari við Háskóla
íslands, fékkst Lennart Seg-
erstrále til að taka að sér
þetta verk. Kom hann hingað
árið 1963 til að líta á kirkjuna
og kanna allar aðstæður og
ræddi mikið við sr. Sigurjón í
þeirri ferð svo og Þóri Berg-
steinsson um hvernig haga
mætti verkinu. Undirbjó Þórir
það um veturinn og kom Seg-
erstrále síðan hingað vorið
eftir og unnu þeir við myndina
nokkrar vikur í maí og júní
vorið 1964.
Sr. Jón Einarsson tjáði okk-
ur að yfirskrift verksins væri
tekin úr Jóhannesarguðspjalli,
8, 12, þar sem Jesús segir: Ég
er ljós heimsins, hver, sem
fylgir mér, mun ekki ganga í
myrkrinu heldur hafa lós
lífsins.
Kristur
í nútímanum
Sr. Jón sagði að listamaður-
inn hefði ekki viljað teikna
Krist með skegg, eins og oftast
væri, hann vildi reyna að færa
hann sem næst nútímanum, að
hann væri sem Kristur á
meðal okkar. Hjá honum
krjúpa tveir menn með dökku
yfirbragði og tekur Jesús við
synd þeirra og síðan eru þeir
teiknaðir uppréttir og er þá
orðið bjart yfir þeim og horfa
vonaraugum til framtíðarinn-
ar eftir að syndinni hefur
verið létt af þeim. Á hliðar-
veggnum er síðan mynd af sr.
Hallgrími Péturssyni þar sem
hann situr við skriftir og ber
hönd upp að eyra og leggur við
hlustir. Kemur ljós að ofan
niður yfir Hallgrím og bendir
síðan áfram í átt að prédikun-
arstólnum í kirkjunni. Lítur
listamaðurinn þannig á sr.
Hallgrím sem boðbera ljóssins
og hlutverk hans var að bera
það áfram, sem hann hevrði
Altaristaflan i Hallgritnskirkju i Saurbæ. Þórir Bergsteinsson til
vinstri og listamaðurinn Lennart Segerstr&ie til hægri.
Ljósm. Ól.K.M.
að honum var lagt í munn.
Fyrir ofan myndina af Hall-
grími eru síðan þrír hringir og
einn hálfur hringur og tákna
þeir þær þrjár og hálfu öld,
sem var liðin frá fæðingu hans
til 1964 er myndin var gerð. Á
veggnum gegnt eru síðan
nokkrar myndir er minna á
atvinnulíf þjóðarinnar o.fl. Sr.
Jón Einarsson sagði menn
yfirleitt hrífast af þessari
mynd Segerstrále og margir
erlendir ferðamenn er kæmu í
kirkjuna könnuðust við hand-
bragð hans, enda er það þekkt
um Norðurlönd og víðar.
Nákvæmnis- og
þolinmæðisvinna
— Segerstrále lagði mikla
Myndin af sr. Hall-
grimi Péturssyni á hlið-
arveggnum þar sem hann
hlustar og skrifar eftir
guðlegum innblæstri.
Ljósm. Kristján.
áherslu á að undirbúa verkið
vel og var lögð í það mikil
vinna, sagði Þórir er Mbl.
ræddi við hann á dögunum. —
Við vorum í sambandi um
veturinn og sr. Sigurjón einnig
og það var greinilegt að list-
amaðurinn hafði verið frædd-
ur um ýmislegt í sögu staðar-
ins, þátt sr. Hallgríms Pét-
urssonar o.fl., en hann var
trúaður maður og mikill per-
sónuleiki og fannst mér mjög
gott að vinna með honum.
Tókst með okkur vinátta og
höfðum við jafnan samband
eftir þetta, þótt við hefðum
ekki sést síðan, en hann dó
árið 1975.
— Þetta er freskómynd og
er hún í stórum dráttum
þannig unnin að litirnir eru
settir út í kalkið þegar síðasta
umferðin er sett á vegginn, en
áður hefur farið fram margs
konar undirbúningsvinna og
þurfti t.d. að verja vegginn vel
og ganga þannig frá honum að
ekki væri nein hætta á
skemmdum. Þetta var mikil
nákvæmnis- og þolinmæðis-
vinna og tókum við í einu
'/2—1 fermetra á dag og
stundum urðum við að taka
dagsverkið upp aftur og aftur,
en mestur vandinn var við öll
samskeyti og gæta varð þess
vel að hafa kalkið hæfilega
blautt.
— En það var mjög gaman
að starfa með honum þarna og
held ég að menn hafi verið
nokkuð ánægðir með hvernig
til tókst og þá hefur þessi
mynd náð tilgangi sínum.
FINNSK VORUKYNNING ’80
HÓTEL LOFTLEIDUM, Krisíalsal
DAGANA 9 -10 apríl.kl. 1700 -2000
TISKUSYNTNG!
VERID VELKOMIN !
SUOMEN ULKOMAANKAUPPALIITTO
FINLANDS UTRIKESHANŒLSFORBUND