Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 25

Morgunblaðið - 03.04.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 73 UPPELDISMÁL Foreldrar láta fleng- ingarlögin land og leið Lögin sem banna sænskum foreldrum að berja börnin sín virðast ekki hafa haft tilætluð áhrif, segir í nýútkom- inni skýrslu Stokk- hólmslögreglunnar. t Fram kemur í skýrsl- unni, að í fyrra, á því ári sem lögin tóku gildi, hafi foreldrar 70% allra barna á aldrinum 1—3 ára hýtt þau einhvern tíma og að for- eldrar a.m.k. 58% barna á þessum aldri hafi hýtt þau einu sinni í viku eða oftar. Gallinn við hýðinga- bannið er nefnilega sá, að það er ekki hægt að fram- fylgja því. Bo Carlsson, umboðsmaður eða ármaður barnanna (sá eini um víða veröld), bendir líka á, að lögin séu eins konar til- mæli til foreldra og teljist ekki til refsilaganna. „Við erum ekki dæmd til fang- elsisvistar þó að við berjum börnin okkar — nema við göngum of langt, að sjálf- sögðu, en ýmsum félagsleg- um aðgerðum má þó beita til að koma í veg fyrir að börnin séu barin. Þar er nokkurs konar meðferð eða lækning efst á blaði en þegar allt um þrýtur verður að taka börnin frá foreldr- unum.“ Carlsson, sem er mál- svari 1,7 milljón sænskra barna, er 34 ára gamall og tveggja barna faðir. Hann er mjög ánægður með öll nýju lögin sem hafa verið sett til að gæta hagsmuna barna og í því sambandi má nefna, að fyrir sænska þinginu liggur tillaga um að börn hafi rétt til að yfirgefa foreldra sína við sérstakar kringumstæður — þ.e. skilja við foreldrana. Fagnaöarfundir New York. AP. FLÓTTAMENN og inn- flytjendur frá pólsku borginni Kielce, sem setzt hafa að í Bandaríkj- unum, koma saman ár- lega í New York til að rifja upp gamlar minn- ingar og spjalla saman. Nýlega var þessi árshátíð haldin í 75. sinn. og þar rif jaði Pinkus Rosenwald ekki eingöngu upp gaml- eftir 41 ár ar minningar, heldur fann hann týnda fjöl- skyldu sína. Rosenwald hélt sig hafa misst fjölskylduna þegar hún var flutt í fangabúðir nasista fyrir 41 ári. Sjálf- ur hafði Pinkus flúið úr fangabúðunum og farið gangandi alla leið til Sov- étríkjanna, eða um 800 kílómetra vegalengd, þar sem hann gekk í Rauða herinn og barðist gegn hersveitum Hitlers. Hann fluttist svo til Bandaríkj- anna fyrir fjórum mánuð- um, og ákvað að leita gamalla vina á árshátíð Kielce-félagsins. Þar gaf hann sig á tal við tvær konur, og þær komust fljótt að því að Pinkus var bróðir vinkonu þeirra, sem búsett er í Kanada. Hafði henni og öðrum bróður hennar tekizt að komast til Kanada að styrjöldinni lokinni, og búa þar enn. Þau héldu bæði að Pinkus væri löngu látinn, svo þar urðu miklir fagnaðarfund- ir. Ef þú velur hlut á heimiliö vilt þú vera viss um aö þú sért aö velja þaö besta. Hvort um er aö ræöa uppþvottavél, kæliskáp, frystikistu, eldavél eöa þvottavél, þá gerir þú samanburö á veröi, útliti, tækni- legum eiginleikum og þjónustu. En síöan .. .snýrö þú þér beint aö Philips. Nýja línan frá Philips er sérstaklega hönnuö fyrir nútíma eldhús. Þar fara saman fallegt útlit, gæöi, góö þjónusta og síöast en ekki síst verö, sem þú ræöur viö. Þess vegna segjum við, að þú kaupir fyrir framtíðina þegar þú kaupir Philips. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 - CHRIS MORGENSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.