Morgunblaðið - 03.04.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.04.1980, Qupperneq 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Þær eru ekki margar stórborgirnar í heimin- um sem bjóða upp á jafn iðandi mannlíf og and- stæður og Hong Kong. Strax í aðfluginu að borginni fær maður til- finningu fyrir því hversu margbreytilegur og spennandi staðurinn er. í aðfluginu er stefnt beint inn í hjarta borgarinnar og flugvélin smýgur yf- ir þökum 15 til 20 hæða skýjakljúfa og skyndilega rennir vélin sér niður á Kai Tak-flugvöllinn sem liggur beint út í sjóinn. Fjöll umlykja borgina á alla vegu og borgarstæð- ið er hið fegursta. Hong Kong er mikil miðstöd verslunar og iðnaðar. Á þessari götumynd frá borginni má sjá að ekkert er til sparað i auglýsingaskiltum við verzlanir og fyrirtæki. mælist það gamla og nýja á svo ótal mörgum sviðum. Aldagöm- ul hefð blasir við tækniþekk- ingu nútímans og oft er ekki gott að sjá hvort hefur betur. Hvarvetna í borginni er verið að höndla. Og það er hreint stórkostleg upplifun að rölta um endalausa markaðina og prútta og sjá hinn marg- breytilega varning sem er á boðstólum. Sér í lagi er skemmti- legt að fara á kvöldmarkaðina sem settir eru upp um leið og kvölda tekur í hverfum inn- fæddra. Ekki er undirritaður í nokkrum vafa um eftir að hafa gert verðsamanburð í versl- unum og á mörkuðunum að margt af því sem þar var til sölu var ekki vel fengið. Enda ábyggilega margur sem hafði aðstöðu og hag í því að ná hinum ótrúlegustu hlutum út úr hinum stóru verksmiðjum sem framleiða allt frá saumnálum upp í bíla. Þarna var ekkert sem Eftir að hafa komið hafur- taskinu í leigubíl fyrir utan flugstöðina hófst leit að hóteli. Ég komst fljótt að raun um að bílstjórinn skildi enga ensku og mér gekk ekki alltof vel að gera mig skiljanlegan. Umferðin og fólksmergðin var gífurleg. Það tók langan tíma að finna hótel, sem ekki var yfirfullt, en það tókst þó að lokum. Og ekki stóð á litla Kínverjanum, sem leigubílnum ók, að ætla sér að taka of mikið fyrir akstur- inn. En mér tókst að sjá við honum og hann hrökk í kút þegar við höfðum karpað góða stund um gjaldið og ég minntist á lögreglu. Ég komst að því seinna að öll löggæsla er til mikillar fyrirmyndar og lítið er um glæpi miðað við hinn gífurlega fólksfjölda sem þarna býr. Hong Kong er konungleg brezk nýlenda sem mun lúta stjórn Breta fram til 1997, en þá er ekki vitað hvort framlengdur verður samningur Breta og Kínverja um stjórn þessarar eiginlegu fríhafnar. Hong Kong samanstendur í raun af 237 eyjum, en flestar þeirra eru óbyggðar og hrjóstrug- ar. Þrjú stærstu svæðin sem eru í byggð eru Hong Kong-eyja, þar sem búa 1,5 milljónir manna á 30 fermílum lands; Kow- loon þar sem er 1 milljón íbúa á 3 fermílum, og New Territories, sem hefur 2,5 millj- ónir íbúa á 365 fermílum. Alls eru íbúarnir því um 5 milljónir. Og það er ekki laust við að maður verði vel var við hina gífurlegu fólksmergð sem er á ferðinni í borginni og í rauninni á afar litlu svæði. Kínverjar eru ákaflega ljúft og elskulegt fólk og áber- andi hvað þeir eru kurteisir. Hong Kong er mikil mið- stöð verzlunar og iðnaðar og þaðan berst um allan heim varn- ingur og viðskipti. Borgin breytist ákaflega ört enda er hún í örum vexti og sífellt verið að byggja stórhýsi og verksmiðj- ur. Yfirleitt býr fólk þarna mjög vel miðað við Asíu, en andstæðurnar eru miklar. Háhýsi og skýjakljúfar og svo hins vegar hrófatildur og blokkir, sem sumum þætti ekki híbýli fyrir fólk. En það er sama hvert litið er, allt er iðandi af mannlífi. Allir eru að koma eða fara. Þúsundir skipa og báta sigla þvers og kruss um hafnarsvæðið, allt frá kínversk- um junkum upp í stór og glæsileg skip. I Hong Kong Grein og myndir Þórarinn Ragnarsson Borg andstæöna og iðandi mannlífs Kínverskur útimatsölustaður í hverfi innfæddra. Þrátt fyrir að staðirnir séu margir hverjir ekki vistlegir er maturinn hreinasta lostæti. Ekki óalgcng sjón I íbúðarhverfum innfæddra í Hong Kong. Eldunaraðstaðan er ekki margslungin, en engu að siður er maturinn sem búinn er til góður. Faðirinn fylgdist vel með handbragði unga mannsins, aflinn hafði greinilega verið góður kvöldið áður og nú var lífinu tekið með ró.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.