Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 2
82 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 DAGLEGT LIF F ædingarorlof Þcssa dauana eru sem áður töluverðar umræður uppi um fæðintiarorlof mæðra og jafn- framt feðra, en nú liggur fyrir Alþintii frumvarp sem jafnar aðstöðu þessara aðila á vinnu- markaðnum, en mismunandi reglur hafa gilt t.d. eftir því í hvaða stéttarfélagi konur hafa verið. Þær breytingar sem nú eru í uppsittlintiu eru tenttdar auk- inni sókn kvenna út á vinnu- markaðinn ott jafnréttishugsjón- inni, en þó fyrst ott fremst huttsuninni um hvernitt foreldr- arnir ott börnin ffeta haft það bczt í samvistum við hvert ann- að. Núgildandi regur um fæðingar- orlof eru mismunandi sérstaklega hvað varðar laun orlofsþega þann tíma sem orlofið stendur yfir. Til að mynda halda konur í opinberum störfum fullum launum, þ.e. einnig yfirvinnu og álagsgreiðslum í fæð- ingarorlofi en verkakonur fá 70% (80% ef aðalfyrirvinna heimilis) af launum samkvæmt næst lægsta launataxta Dagsbrúnar miðað við 8 stunda vinnudag, hver svo sem laun viðkomandi eru í starfi (orlof greitt atvinnuleysistrygginga- sjóði). I því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir því að fæðingarorlofsþegi haldi fullum dagvinnulaunum í orlofinu. Jafnréttisráð meðal annarra að- ila hefur gagnrýnt þá greiðslutil- högun sem ráð er gert fyrir í frumvarpinu og telur að hún geti haft veruleg neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaðnum. En samkvæmt frumvarpinu eru það vinnuveitendur sem greiða orlofið og eiga þeir endurkröfurétt á lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins, en þó aldrei meira en sem nemur 3/4 hlutum launanna. Jafn- réttisráð hefur bent á þá lausn, að ef atvinnurekendum er ætlað að bera þennan kostnað þá sé raun- hæfara að allir atvinnurekendur greiði ákveðið iðgjald af launum allra starfsmanna til greiðslu launa í fæðingarorlofi. Samkvæmt frumvarpinu verður föður mögulegt að taka fæðingar- orlof í stað móðurinnar eftir fyrsta mánuðinn af þrem, — foreldrar eiga val um það hvort þeir notfæri sér þann möguleika. Það foreldrið sem hæfara reynist að annast barnið eða það sem hefur betur launað starf getur tekið orlofið. Án efa getur það verið föður mikils virði að kynnast barni sínu strax sem ungabarni, — valfrelsið er fyrir öllu. í þessu frumvarpi er ennfremur það nýnæmi að ættleiðandi for- eldri og uppeldisforeldri eiga kost á allt að tveggja mánaða fæðingar- orlofi frá fæðingu barns eða ætt- leiðingar- eða viðtökudegi þess. Þessu ber að fagna því það er ekki aðeins fyrir kynforeldrið sem kost- ur er gefinn á orlofi heldur er það fyrst og fremst barnið sem á rétt á umönnun og foreldrahlutverkið er ekki síður nýtt fyrir kjörforeldrið en kynforeldrið. Eðlilegt væri að afgreiðslu frum- varps um þetta efni væri flýtt með hugsanlegum breytingum vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á efni þess í núverandi mynd. En í tengslum við umræður um fæðingarorlof væri einnig eðli- legt að fjalla ítarlega um vinnu- stundir foreldra á vinnumarkaðn- um, — möguleika á hlutastarfi og sveigjanlegan vinnutíma. Þá verð- ur að kanna stöðu einstæðra for- eldra í þessu sambandi, — þeir hagsmunir mega ekki verða fyrir borð bornir. I ofangreindu frumvarpi um fæðingarorlof er rætt um fæð- ingarorlof kvenna utan vinnu- markaðarins, — fer foreldri sem hefur heimilisstörf og barnaupp- eldi að aðalstarfi í orlof á þessum tíma? Gættu þín á eftirlíkingum - þegar þú verzlar „ódýrt“ erlendis Erlendis hvetja auglýsendur fjölda vörutegunda neytendur til til þess að varast eftirlíkingar bæði vörumerkja t.d. ýmissa tízkuhönnuða handtaska og svo t.d. ilmvatnaframleiðendur. Það eru ekki sízt ferðamenn sem verða fyrir barðinu á „vörufölsur- um“ og íslendingar sem eins og aðrir vilja gjarnan gera hagstæð innkaup í útlandinu ættu að taka slíkar aðvaranir alvarlega. Fá- kunnátta ferðamanns í tungumáli þess lands sem hann heimsækir gera honum oft örðugt fyrir við að meta „rétt“ verð og gæði á þeirri vöru sem hann vill kaupa, ekki sízt t.d. af götusölum sem oft hefur tekist að plata ferðamann- inn. Á flestum ferðamannastöðum keppast götusalar við að bjóða Neytandi sýnir fram á hversu erfitt það er að meta L.V. leðurvör- ur ekta eða óekta. Undir ekta regnhlíf er frá vinstri fölsuð hlið- artaska, ekta skrif borðsmappa, ekta myndaalbúm, falsað smá- veski, ekta handtaska, fölsuð snyrtitaska, ekta vegabréfsveski, ekta ávisanaheftisveski, fölsuð hliðartaska, tvær ekta handtöskur og fölsuð ljósmóðurtaska. útlendingum vörur fyrir aðeins brot af því verði sem þeir þekkja í eigin heimalandi eða í verzlunum. Reyndar getur verðið þá verið svo lágt að það borgar sig að verzla þó að spurning sé um það hvort varan er ekta eða ekki. En markaðurinn með eftir- iíkingar blómstrar nú betur en nokkru sinni þó að tízkuhúsin í Evrópu og upprunalegir framleið- endur vörutegunda hafi m.a. lög- fræðinga í dýrari klassanum til að gæta vörumerkjaréttar síns á al- þjóðlegum vettvangi. I leðurverzlun Louis Vuitton í Parísarborg getur það hent kaup- endur að þeir þurfi að standa í biðröðum til þess að nálgast hand- tösku sem kostar kannski um 70 þúsund ísl. kr. En götusali í Rómarborg getur aftur boðið „sömu“ vöruna fyrir 14 þúsund kr. á sama tíma, en það er ekki hvers og eins að afhjúpa það að varan er ekki komin frá Louis Vuitton þrátt Varist eftir- vi. Ull líkingar fyrir prentun upphafsstafa L.V. á vöruna. Málið í slíkum tilvikum er því ekki aðeins það, að gerfivefni sé notað í stað leðurs, heldur er leður notað en framleiðandinn falsaður, — og fyrir bragðið er varan talin vera í ákveðnum gæða- flokki. Vuitton í París og fleiri fyrir- tæki hafa því m.a. lögfræðinga og leynilögreglumenn í fullu starfi á ferð um stórborgirnar í stríðinu við falsara. Gallabuxur, — Levi, — stórsvindl Bandaríska framleiðslufyrir- tækið Levi uppgötvaði fyrir einu ári síðan, að gallabuxur með föls- uðu vörumerki þeirra flæddu yfir markaðinn í Evrópu, — en við fyrsta þvott á þeirri vöru voru það varla lengur buxur. Fyrrverandi samstarfsaðili fyrirtækisins á Formósu (Taiwan) reyndist söku- dólgurinn, en þegar hann var handtekinn fundust 30 þúsund stykki af gallabuxum í farmi á leið á Evrópumarkað. Framleiðendur Wranglergalla- buxna uppgötvuðu eitt sinn aðra eins fjöldaframleiðslu á skyrtum með þeirra merki í hálsmálinu. í Tokyo lifir maður nokkur í vellystingum þar sem hann fram- leiðir rauðvín, framleitt úr gerf- iefnum, en það ber heitið „Vin Bordeaux et fils“, — og ef beðið er um Bordaus-rauðvín á veitinga- húsi er það varla trúnaðarbrot að framleiða hans framleiðslu! Ilmvötn o.fl. Á evrópskum ferðamanna- stöðum verða menn helzt fyrir svikum hvað varðar kaup á úrum og t.d. ilmvötnum. Ef maður fær tilboð um Cartier-úr fyrir um 14 þúsund krónur íslenzkar er ástæða til þess að hugsa sig um tvisvar. Venjulegt verð á þeim úrum er Fæðingar- orlof fimmtíu sinnum hærra, — og þó að þetta ódýra úr líti vel út er það lítil sárabót ef það gengur aðeins í mánaðartíma. Frönsk ilmvötn á hálfvirði, — lyktarskynið bregst oft, en svindlið er í því fólgið að upphaflega vörumerkinu er smá- vægilega breytt. T.d. Empreinte de Courreges verður Empereur de Courage, — flöskurnar líta eins út og umbúðirnar einnig. í París hafa ilmvatnaframleið- endur komið sér upp safni af lélegum eftirlíkingum af frönskum eðalilmvötnum. Margar þeirra eft- irlíkinga hafa verið framleiddar í Bandaríkjunum og í Austurlönd- Glit hf. auglýsir það sem fyrir- tækið kallar Sælkeraboð þessa dagana og gildir til 10 maí n.k., en það er sala á handunnu, ofnföstu matarsetti, kaffisetti og tesetti með sérstökum greiðslukjörum. Tilboðið er um greiðslu á krónum Hagstæð Greiðslu- kjör um. Það hefur verið reynsla þess- ara frumfyrirtækja að samstarfs- vilji lögregluyfirvalda sérstaklega í Austurlöndum er lítill og því hefur verið erfiðleikum bundið að hafa hendur í hári sökudólganna. Lönd innan Efnahagsbandalags- ins sjá þó fram á betri tíma, þar sem verið er að semja samskonar reglur fyrir þau viðskiptalönd þar sem sérstaklega er ætlað að vernda framleiðendur vara, vörumerki og neytendur gegn lélegum eftir- líkingum á vöru. En þær reglur ná ekki út fyrir mörk Evrópu og á ferðamannastöðum er mikil gróska í sölu falsara á eftirlíkingum svo ferðamenn verða sjálfir að gæta að sér um það, að það sem þeir kaupa ódýrt er jafnframt oft ódýr eftir- liking af þvi sem þeir héldu sig vera að kaupa á hagstæðu verði. 25 þúsundum við kaupin og síðan greiðslur á sömu upphæð mánað- arlega þar til verðið er greitt að fullu. 6 manna kaffistell / testell kostar 61. 425, stell fyrir 8 kostar 78.575 og 12. kr. 112.875. Matarstell fyrir 6 kostar 92.225 krónur, fyrir 8 krónur 112.175, fyrir 12 kostar 152.075 krónur. Matar- og kaffi- stell saman kostar fyrir 6 manns 153.650, fyrir 8 krónur 190.750 og fyrir 12 manns kr. 264.950. Þá hefur Glit hf. furuhúsgögn á sínum snærum og gilda ofangreind greiðslukjör jafnframt hvað þau varðar. Hagstæð greiðslu- kjör til 10. maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.