Morgunblaðið - 03.04.1980, Qupperneq 4
84
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
Skipshöfnin á Kristjáni, talið
frá vinstri: Haraldur Jónsson,
Kjartan Guðjónsson, Sigurður
Guðmundsson, Guðmundur Bær-
ingsson og Sigurjón Viktor
Finnbogason.
Hröktust 12 daga á
hafi og voru taldir af:
Þeir
gáfu
aldrei
upp vonina heldur
treystu á
skapara sinn
í febrúar sl. voru liðin rétt 40 ár frá hrakningum
sjómannanna fimm á vélbátnum Kristjáni. Þessi
einstæða hrakningasaga hefur lifað í minni þeirra
íslendinga, sem komnir voru til vits og ára um 1940 en
vissulega er full ástæða til þess að rif ja hana upp
fyrir yngri kynslóðirnar sem í landinu búa. Saga
skipverjanna fimm er nefnilega einstakt dæmi um
hreysti og kjark íslenzkra sjómanna, sem aldrei létu
bugast í 12 daga volki á rúmsjó, matarlausir og
vatnslitlir. Þeir gáfu aldrei upp vonina heldur treystu
á skapara sinn en höfðu jafnframt búið sig undir
dauðann með bænum. Og þeir voru bænheyrðir. Á 12.
degi skiluðu vestanvindarnir Kristjáni upp að
landinu aftur. Báturinn brimlenti í Höfnum á
Reykjanesi en björgun tókst giftusamlega þótt munað
hafi mjóu. Gleðibylgja fór um landið þegar fréttist af
björgun mannanna, þeir höfðu verið taldir af fyrir
mörgum dögum. Leit hafði engan árangur borið enda
aðstæður til leitar allt aðrar en í dag og tækniþróun
skammt á veg komin.
Vélbáturinn Kristján var fimm-
tán lesta bátur, smíðaður úr eik og
furu. Hann bar einkennisstafina
RE 90 en á vetrarvertíðinni 1940
gerði Lúðvík Guðmundsson bátinn
út frá Sandgerði. Aðfaranótt 19.
febrúar um klukkan eitt lét bátur-
inn úr höfn í Sandgerði í róður.
Veður var heldur drungalegt, aust-
an kaldi og loft aiskýjað og þung-
búið. Gæftir höfðu verið stopular
og því var kapp í mönnum.
Fimm manna áhöfn var á Krist-
jáni. Skipstjóri var Guðmundur
Bæringsson frá Kolluvík í Rauða-
40
sandshreppi, 34 ára gamall, vél-
stjóri Kjartan Guðjónsson frá Hlíð
undir Eyjafjöllum, 32 ára gamall
og hásetar voru Haraldur Jónsson
frá Borgarfirði eystra, 32 ára
gamall, Sigurður Baldur Guð-
mundsson frá Búðum í Staðarsveit,
20 ára gamall og Sigurjón Viktor
Finnbogason frá Hnífsdal í Eyrar-
hreppi, 32 ára gamall. Það var létt
yfir þeim félögunum á leiðinni
jafnvel þótt Guðmundi formanni
hefði dreymt illa um nóttina en það
hafði jafnan vitað á slæmt.
Veður hélst svipað fram undir
hádegi en þá skall á austan hvass-
viðri og mikil fannkoma. Bátarnir
komu nú til hafnar hver af öðrum
og gekk allt vel þótt þeir hrepptu
slæmt veður. Og um kvöldið höfðu
allir bátar frá höfnum við Reykja-
nes skilað sér til hafnar nema einn,
vélbáturinn Kristján. Vélarbilun
var talin sennilegasta skýringin en
ekki var hægt að hafa samband við
bátinn né gat hann haft samband
við land því talstöðin hafði bilað
nokkru áður og verið send til
Reykjavíkur í viðgerð.
Strax daginn eftir var hafin leit
og sigldu Sæbjörg, Ægir og Óðinn
vítt og breytt undan Reykjanesi á
því svæði, sem talið var líklegast að
báturinn væri á reki. Fjölmargir
bátar tóku þátt í leitinni, m.a. fóru
23 bátar frá Sandgerði til leitar.
Héldu þeir flestir 20—30 mílur frá
landi en varðskipið Ægir fór lengst
út eða 95 mílur frá landi. Að kvöldi
föstudagsins 23. febrúar hafði leit-
in engan árangur borið. Var þá leit
hætt, því talið var vonlaust að
báturinn væri enn ofansjávar. Og
sunnudaginn 25. febrúar var bátur-
inn talinn af með allri áhöfn.
Brimlending
Fyrstu dagana eftir að Kristjáns
var saknað var stöðugt suðaustan
og austan hvassviðri en 28. febrúar
breyttist loks vindáttin og hvessti
af suðvestri. Fimmtudaginn 1.
marz var suðvestan rok og gekk á
með slydduéljum. Sjólag var slæmt
og haugabrim við Reykjanes.
Snemma þennan morgun vöknuðu
menn í Höfnum og urðu þeir varir
við bát undir seglum og var ljóst að
hann ætti í erfiðleikum. Engan
grunaði að þarna væri vélbáturinn
Kristján á ferð, því hann hafði
verið talinn af nokkrum dögum
áður. En þegar báturinn kom nær
fór ekki milli mála að þetta var
Kristján og varð að vonum uppi
fótur og fit. Björgunarsveit SVFÍ
Eldey var kölluð út í skyndi og
björgun undirbúin, því báturinn
stefndi beint upp í brimið. í fyrstu
virtist báturinn stefna upp í Hafn-
arbergið en síðan breytti hann
stefnu og hélt undir fullum seglum
inn í svokallaða Skiptivík, en þar
var haugabrim. En Guðmundi for-
manni tókst með lagni að sigla
framhjá stærstu boðunum án þess
að báturinn yrði fyrir áföllum. En
60—70 faðma frá landi tók Krist-
ján niðri og sló þá flötum með
bakborðshliðina að landi. Gerðist
það í senn að línu var skotið út í
bátinn og að skipverjarnir steyptu
sér í sjóinn. Björgunarmenn fóru
þá út á yztu kletta, viðbúnir að
grípa mennina þegar þá bæri að
landi. Allir náðust þeir í land heilir
á húfi þótt teflt væri á tæpasta vað
og þótti björgunin hin fræki-
legasta. Voru skipbrotsmennirnir
drifnir í skyndi heim að Merkinesi
í Höfnum og voru þeir þegar
dirfnir niður í rúm og hlúð að þeim
á allan hátt. Sagði læknir fyrir um
aðhlynningu og mataræði. Allir
voru þeir ómeiddir að kalla og má
það kraftaverk heita. Hins vegar
voru þeir illa haldnir eftir langvar-
andi sult, þorsta og vosbúð og var
það að vonum.
Eins og nærri má geta breiddist
sú frétt út um landsbyggðina eins
og eldur um sinu að skipverjarnir á
Kristjáni væru heimtir úr helju og
allir dáðust að hreysti þeirra og
karlmennsku og lofuðu hina giftu-
samlegu björgun.
Frásögn
Morgunblaðsins
Blaðamenn Morgunblaðsins
brugðu skjótt við þegar fréttin
barst og Valtýr heitinn Stefánsson
ritstjóri hélt til Hafna til að eiga
viðtöl við skipbrotsmennina. Ritaði
Valtýr áhrifamikla frásögn í Morg-
unblaðið daginn eftir, 2. marz og
verður hér á eftir gripið niður í
frásögn Valtýs.
Þegar jeg um hádegisbilið í gær
ók út eftir Reykjanesskaga áleiðis
til Hafna til þess að hafa tal af
skipbrotsmönnunum, gekk á með
útsýnings jeljagangi, með sól-
skinsstundum á milli. Mjer flaug í
hug, að það veðráttufar væri tákn-
rænt fyrir líf íslensku sjómann-
anna. Þau eru svört jelin, sem þeir
verða oftast að ganga gengum í
lífsbaráttu sinni. En sólskinsstund-
ir fá þeir sem betur fer á milli. Og
hvað vitum við landkrabbarnir,
sem mestan hluta ársins sitjum í
stofuhita, hvernir jel þeirra eru.
Við fáum af þeim yfirborðsfrjettir,
en vantar á það skilning þann, sem
reynslan gefur.
Þarna var jeg á leiðinni til þess
að fá frásögn þessara manna á því,
hvað fyrir þá hefði borið í 12
sólarhringa, frá því þeir fóru frá
Sandgerði skömmu eftir miðnætti
aðfaranótt 19. febrúar. Nú var 1.
mars. Hvað myndu þeir segja
ár Kðin frá hrakningum skipverjanna á vélbátnmn