Morgunblaðið - 03.04.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1980
85
mjer? Skyldu þeir vera málhressir.
Og hvað vilja þeir segja af högum
sínum? Sjómenn eru oft fámálugir.
Er það af því þeir finna til þess,
hve fátt þeir, sem í landi eru, skilja
hjá þeim til hlítar?
Við Sverrir Júlíusson símstöðv-
arstjóri í Keflavík komum heim í
Merkines til Hinriks ívarssonar.
Þar voru þeir Guðmundur Bær-
ingsson skipstjóri og Kjartan Guð-
jónsson vjelstjóri. Þar var okkur
vísað inn í rúmgott herbergi, þar
sem þeir voru hver 1 sínu rúmi.
Nokkrir menn úr hverfinu komu
með okkur til þess að hlýða á
frásögn þeirra. Þeir voru vakandi.
Og ekki varð sjeð á þeim, að neitt
væri að þeim, nema hvað Kjartan
hafði fengið ofurlitla rispu í
vinstra gagnauga.
Jeg bað þá afsökunar á því, að
jeg væri kominn til þess að ónáða
þá og raska hvíld þeirra. En þeir
tóku því glaðlega og risu fljótt upp
við dogg í rúmum sínum, er
samtalið byrjaði. Það var skip-
stjórinn, er hafði oftast orð fyrir
þeim.
Er hann hóf frásögn sína varð
mjer starsýnt á það, hve snareygur
hann er, og voru engin þreytumerki
í svipnum, er hann talaði.
i
Vjelarbilun
— Það er best við byrjum á
byrjuninni, segir Guðmundur skip-
stjóri, er við kl. 1 eftir miðnætti þ.
19. febrúar leggjum út frá Sand-
gerði. Veður var þá gott, austan-
kaldi. Við lögðum línunni um 8
sjómílur vestur af Sandgerði. Alt
gengur vel. Við erum búnir að
draga línuna kl. 3 e.h. Þá var
veður að hvessa af austri.
Þegar við erum að draga upp
síðasta bólfærið og við ætlum að
fara að setja á ferð til lands,
stöðvast vjelin. Hún hafði brætt úr
sjer krumtappalegur. Rjett í því
skall á svartabylur. Drögum við nú
upp neyðarmerki, flagg, og kúlu í
afturmastur, og setjum upp segl.
Eftir stuttan tíma sjáum við bát
framundan okkur. Bát þann þekt-
um við ekki. Voru þeir að enda við
að draga línu sína. Bjóst jeg
endilega við, að bátur þessi myndi
koma til okkar. En hjelt að þeir þar
mjer það of djúpt til þess að láta
falla og held áfram á sama striki í
áttina til lands.
Kl. 1 um nóttina höfum við
snöggvast landkenning af Reykja-
nesvita. Þá lóða ég. Þá erum við
komnir á mikið meira dýpi. Þá
erum við komnir suður undir Röst.
Bátinn rak meira undan straumi
og vindi, en það sem við unnum á
með seglunum.
Þegar jeg sjá Reykjanesvita
„legg ég yfir“ og austur um með
stjórborðshálsi, til þess enn að
reyna að komast nálægt landi og fá
legubotn. Var nú hvassviðri með
miklum hryðjum. Læt jeg þannig
slag standa í 2 klst., lóða síðan og
er kominn á dýpra vatn.
Legg ég nú enn yfir með bak-
borðshálsi, til þess að reyna að
komast nær landi. Sá aftur snöggv-
ast Reykjanesvita, en er þá kominn
sunnar og dýpra en áður. Legg enn
yfir í norður og læt slag standa
fram á dag. Við næstu lóðun er
engan botn að finna. Er nú ekki
annað en að reyna að halda sjer
við, svo að bátinn reki beint í
vestur undan vindi, en sem styst
frá landinu.
Þannig leið miðvikudagur og
fimmtudagur og hver dagurinn af
öðrum. Altaf hjelst austanáttin og
gekk á með byljum. Ljet jeg slag
standa til norðausturs.
Og svona hjelt það áfram þangað
til á þriðjudaginn í þessari viku. Þá
komu fyrst á okkur vestankæla, svo
seglin aðeins stóðu. Þú getur
ímyndað þjer hvað við hugsuðum
þá, hvort þetta hjeldist ekki nema
stundarkorn, eða úr þessu yrði byr,
sem gæti fleytt okkur til lands.
120 mílur frá landi
— Hve langt rak ykkur frá
landinu?
— Við sáum ekki máf í fjóra
daga, skaut Kjartan fram í úr sínu
rúmi.
— Við giskum á að við höfum
verið 120 mílur frá landi, er
vindáttin breyttist. Við mörkuðum
það á því, hve siglingin var löng til
landsins. Við sigldum allan mið-
vikudaginn og allan fimmtudaginn.
Og á föstudagsnóttina komumst
við inn í ljósadýrð togaranna. Þá
ætluðu fyrst að ljúka við að draga
línuna, áður en þeir kæmu okkur til
hjálpar. En bátur þessi hvarf
okkur brátt í bylnum.
Reynt að nálgast land
Nú læt jeg slag standa í bak-
borðsháls og tek stefnu í suðaustur
til þess að reyna að komast upp á
Hafnaleir. Höfðum við siglt stutta
stund, er við sjáum til togara.
Fylgdist hann með okkur nokkuð á
2. klukkustund á hægri ferð. Var
nú farið að dimma, svo við kyntum
bál til þess að draga athygli
togaramanna að okkur. Þóttumst
við alveg vissir um, að þeir hlytu að
hafa sjeð okkur. En það fer á sömu
leið með hann eins og bátinn.
Togarinn hverfur í náttmyrkrið.
Við höldum sömu stefnu.
Um kvöldið lóðum við og finnum,
að við erum á 40 faðma dýpi. Þykir
Flakið af Kristjáni i fjörunni í
Skiptivik i Höfnum.
vissum við, að við vorum ekki langt
undan landi, ef marka má af því,
hvar þeir venjulega halda sig hjer
út af Garðskaga.
Um það leyti fór vindur að verða
breytilegur. Hafði verið suðvestan,
en var nú að koma á norðvestan.
í „ljósadýrð“
Við urðum varir við 10—20
togara um nóttina, sagði skipstjóri,
og lækk&ði róminn er hann kom í
þann kapítula. Við kyntum bál
meira en nokkru sinni áður. Við
brendum stömpum og lóðabelgjum
og óhemju af olíu. Svo varð eldur-
inn mikill, að kviknaði í þilfarinu.
En alt kom fyrir ekki. Enginn
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Kristjáni
TAKIÐ
Um leiö og viö óskum öllum
landsmönnum gleöilegra
páska viljum viö benda á aö
strax eftir páskahelgina tökum
viö upp nýja sendingu af hinni
frábæru plötu Billy Joels,
„Glass Houses“. Nú eru liönar
4 vikur frá þvf aö „Glass
Houses“ kom út og hefur hún
hlotiö fádæma undirtektir al-
mennings hér sem annars-
staöar og er hún búin aö
seljast í 2000 eintökum hér á
landi á þessum stutta tíma.
Viö vekjum sérstaka athygli á
aö viö tökum einnig upp nýja
sendingu af plötu Billy Joels
„52nd Street", en hún hlaut
Grammy verölaun ársins 1979.
Viö bjóöum þér aö eignast
þessa stórgóöu plötu á aöeins
kr. 7.950, en þar sem upplagið
er takmarkaö er eins gott aö
hafa hraöann á og tryggja sér
eintak strax eftir páska. Líttu
viö í einhverri af verslunum
okkar eöa sláöu á þráöinn og
pantaöu í póstkröfu.
Þú sérö ekki eftir því.
Nafn .......................................
Heimilisfang ...............................
Hpildsöludreifing ||£
S. 85742 og 85055.
Við bjóðum góöa
greiösluskilmála og gér-
um tilboð ef óskaö er.
Lánum stórar prufur til
skoöunar.
13 ára reynsla tryggir góö
teppi og góöa þjónustu.
13 ára reynsla
í sölu gólfteppa á stigahús hefur
sannaö slitþol hinna níösterku 100%
nylonteppa. Lykkjuofin og þétt teppi
henta bezt á siíka fleti. Enn hefur ekki
þurft að endurnýja fyrstu teppin sem
lögð voru á fyrir 13 árum. Teppin í dag
eru jafnvel enn betri, því þau eru varin
gegn óhreinindum með Scotchguard-
húð.
Reyndir fagmenn skila 1. flokks vinnul
Tepprlrnd
Grensásvegi 13. Símar 83577 og 83430.
Við teppaleggjum stigahúsið!
■ \ NIÐSTERK GOLF-
TEPPI í 5 GERÐUM
OG 15 LITUM