Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 12

Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 12
92 Ættrækni hefur löngum ve'rið talin mikil með- al íslendinga, og oft hefur því verið haldið fram að hérlendis taki menn oft afstöðu með eða móti öðrum mönnum eftir því hvort þar eru á ferð skyldmenni eða ekki. Einkum mun þetta hafa átt við á öldum áður, er miklu máli gat skipt að eiga til frændsemi að telja við auðugar og valdamiklar fjölskyldur, og einnig gat verið nauðsynlegt að kunna vel skil á ætt sinni og uppruna er kom til erfða eða framfærslu skyldmenna og mála er gátu risið upp vegna sifjabrota. En eru þeir Islendingar sem nú eru uppi, á ofanverðri tuttugustu öldinni, eins ættræknir ogforfeð- ur þeirra voru? Skiptir það okkur einhverju máli af hvaða fólki við erum komin? Eða hvers vegna eru menn yfirleitt að fást við ættfræði nú á dögum jafnaðar og allsnægta, þar sem höfðingjar finnast varla eða þá að allur almenningur er orðinn að höfðingjum? Það liggur beint við að varpa spurningum af þessu tagi til Ólafs Þ. Kristjánssonar fyrrum skóla- stjóra í Hafnarfirði, en hann er mikill áhugamaður um ættfræði, mjög ættfróður og formaður Ætt- fræðifélagsins. Ættfræðiáhugi fer vaxandi „Eg er þeirrar skoðunar," sagði Ólafur, „að áhugi á ættfræði fari nú vaxandi, og sé mun meiri en hann var fyrr á þessari öld, líklega inun meiri en hann hefur verið í marga áratugi. Margar ástæður liggja vafa- laust til þess að fólk fær áhuga á ættfræði, en þó líklega fyrst og fremst forvitni um eigin uppruna og forfeður. Flestir þekkja það til dæmis, er þeir koma til staða þar sem forfeður þeirra bjuggu, að því fylgir allt önnur tilfinning en að koma til staða þar sem algjörlega óskyldir menn gengu um garða. Þannig finnst mönnum það sem snýr að ættmennum þeirra eða forfeðrum einnig koma þeim við.“ Kennir ættfræði í Námsflokkunum — Þú hefur fengist við að kenna ættfræði, er það eitt merkið um aukinn ættfræðiáhuga lands- manna að slík námsgrein skuli vera tekin upp hjá Námsflokkun- um? „Já, það er rétt, að ég hef í nokkur ár kennt ættfræði á nám- skeiðum hjá Námsflokkunum, og þátttaka þar hefur verið þó nokk- ur. Venjulega kemur fólk í þessi námskeið til að geta síðan áttað sig á eigin ættum. En ættir sínar getur fólk rakið tvær aldir aftur í tímann með hjálp kirkjubóka, en síðan taka önnur gögn við, og beinist kennslan því fyrst og fremst að því að hjálpa fólki að átta sig á þessum ritum, og kenna hvernig á að nota kirkjubækur og ýms önnur skjalagögn. Kennsla í ættfræði er semsagt fyrst og fremst það að kenna fólki hvernig það getur rakið ættir aftur í fortíðina og fundið ættartengsl núlifandi manna, hvort heldur er um að ræða ættir þess sjálfs eða annarra. Þá þarf að kenna fólki að gæta varúðar í þessum efnum, til að mynda að ruglast ekki á nöfnum, þar sem eru fleiri en einn einstaklingur sem heitir svipuðú nafni á sömu slóðum. En það gefur auga leið, að ekki má taka eitt einasta nafn skakkt upp, því þá et- fólk um leið komið inn í aðrar ættir þegar það ætlaði að rekja sína eigin.“ Ólafur segir þessa kennslu í ættfræði líklega einsdæmi í heim- inum, alla vega sé hér á ferðinni nýmæli hér á landi. Nemendurna segir hann vera á ýmsum aldri, margir um fimmtugt og þar um MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Rætt vió ÓlafÞ. Kristjánsson for- mann Ættfrœði- félagsins um œtt- fræði, Kennara- tal og fleira texti: ANDERS HANSEN bil, en einnig allt niður í sautján til átján ára. Þrjú ár eru síðan þessi námsgrein var tekin upp hjá Námsflokkunum, og hafa nemend- ur verið þetta sjö til átján í hverjum flokki, en tveir flokkar eru á hverjum vetri og einu sinni varð að skipta flokknum í tvo hópa, og tekur hvert námskeið ellefu kvöld. Ættfræðifélagið — En hvað með Ættfræðifélag- ið sem þú ert formaður fyrir, hvers konar félagsskapur er það? „Já, það er rétt að ég hef verið formaður Ættfræðifélagsins nú í nokkur ár. Þetta félag var upp- haflega stofnað árið 1945, en lagðist síðar niður um nokkurra ára skeið. Fyrir nokkrum árum var það síðan endurvakið á ný, aðallega fyrir forgöngu Einars Bjarnason- ar prófessors, sem vildi að félags- skapur af þessu tagi starfaði hér á landi. Ættfræðifélagið er félagsskap- ur manna sem hafa áhuga á ættfræði og gaman af því að fást við slík fræði. Er félagið meðal annars starfrækt í þeim tilgangi að vera mönnum að liði er áhuga hafa á þessum málum, og til að gefa út bækur er komið geta að gagni við ættfræðistörf. Ætt- fræðifélagið hefur gefið út mann- tal frá 1816 og er að gefa út manntalið 1801, tvær bækur af þremur komnar út. Mjög hefur verið vandað til þeirrar útgáfu, og hafa hrósyrði jafnvel borist um þær bækur alla leið frá Suður- Afríku. Nú, þá má nefna að félagið heldur fundi þetta einu sinni til þrisvar á ári, þar sem félagsmenn hittast, drekka kaffi og bera saman bækur sínar. Núna eru um það bil 150 manns í Ættfræðifé- laginu, og er árgjaldið eitt þúsund krónur. Bókaútgáfan hefur hins vegar verið látin standa undir sér með sölu, en einnig hafa fengist opinberir styrkir til útgáfunnar. Og um manntalið 1801 má segja, svo aftur sé vikið að því, að þar má fá margvíslegar aðrar upplýsingar en nöfn fólks og búsetu. Þar er til dæmis að finna upplýsingar um aldur manna og stöðu á heimili og af hverju menn hafa lífsuppeldi sitt, um hjúskaparstöðu, hvort menn eru í 1., 2. eða 3. hjónabandi eða ekkjumenn eftir það — sama um ekkjur, um fjölda barna, og ennfremur fæst þar fróðleikur um mannanöfn og tíðni þeirra og fleira og fleira, hagfræðilegs og félagslegs eðlis. Þetta er fróðleiks- brunnur fyrir margra hluta sak- ir.“ Enn um áhugann á ættfræðinni — En svo við víkjum aftur að ættfræðiáhuganum. — Óttast þú ekki að aukin borgarmenning verði til þess að drepa ættfræði- áhuga landsmanna. Skiptir það nokkru máli hvaðan fólk er, ef það er nánast allt af sama landshluta, og menn hætta að vera Eyfirð- ingar, Þingeyingar eða Arnes- fer ingar, heldur úr Breiðholti eða Hlíðunum í Reykjavík? „Um þetta get ég að sjálfsögðu engu spáð. Ég efast þó um þetta. Búseta í borg, innan um marg- menni, þar sem menn eru hvorki í snertingu við frændfólk sitt í 3. og 4. lið né vita um skyldleikann, öfugt við það sem víða var í sveitum, gæti allt eins ýtt undir löngunina að vita eitthvað um ætt sína, og allur þorri Reykvíkinga heldur áfram að eiga ættir að rekja til nánast allra landshluta, og fólk mun væntanlega hér eftir sem hingað til leita uppruna síns og ætternis af ýmsum ástæðum. En jafnvel þótt fólk sé upprunnið í Reykjavík aftur í aldir, þá þarf það alls ekki að minnka ættfræði- áhugann, né heldur stolt fólks yfir því hvaðan það sé. Það má til dæmis minna á, að fáir eru núorðið eins stoltir af uppruna sínum eins og þeir sem fæddir eru og uppaldir í Vesturbænum í Reykjavík! Því held ég, að þegar að er gáð, að ættfræðiáhugi meðal lands- manna eigi eftir að lifa og dafna um ókomna tíð, eins og hann hefur gert um aldir, með mismunandi hætti þó. Ættfræði og vitneskja fólks um eigin ættir opnar oft nýja heima fyrir fólki, það fær oft eins og nýjan þátt í tilveruna, þeim opnast nýtt lífssvið. Sumir segja þetta flótta frá raunveru- leikanum. Þeir um það.“ Misjafnlega auðvelt að rekja ættir Ólafur segir það mjög misjafnt, hvernig gangi að rekja ættir fólks, og að sumar ættir séu auðraktari en aðrar. Tiltölulega auðvelt sé að rekja ættir þeírra manna sem komnir eru út af niðjum Jóns Arasonar Hólabiskups, Guð- brands biskups Þorlákssonar, Björns í Ögri og Björns ríka, og sé það vegna þess að þegar menn fóru að skrifa ættartölur á 16. öld hafi einkum verið raktar og skráð- ar ættir fyrirmanna, auk þess sem nöfn ýmissa fyrirmanna og auð- Ólafur sýnir blaðamanni gögn varoandi Kennaratal, sem hann vinnur nú að. en það mun ná til allra þeirra er útskrifast hafa með kennarapróf eða stundað kennslu í lengri eða skemmri tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.