Morgunblaðið - 03.04.1980, Side 22
102
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
m
Fálkinn cr fuRla tígulcKastur. var hann scm dró viðmælanda okkar fyrst til Vestfjarða,
1973.
Vorboðarnir ljúíu eru að koma og komnir
sumir hverjir. Lóan farin að kveða burtu
snjóinn. Og hópar af tjaldi og sendlingi að
gæða sér á góðmetinu í Kópavogi á fjörunni.
Arstími þeirra. sem gefa fuglum himinsins
gaum og njóta þeirra, er genginn í garð. Með
meiri fróðleik má kannski hafa af þeim aukinn
unað. Og fróðleiksmolana sækjum við hér til
Ólafs Nielsen líffræðings, sem er mikill
fuglaskoðari. Ilann hefur m.a. allt frá 1973
sótt árlega til Vestfjarða, þess kjálka sem
lengst teygir sig mót hafísnum og virðist e.t.v.
ekki hlýlegastur móttökustaður fugla, með sín
háu fjöll og mjóa undirlendi. En fuglar eru
aðlagaðir öllum aðstæðum, eins og hann segir.
Og flestar tegundir, sem verpa hér sunnan-
lands, er þar að finna.
þar sem hann hefur fylgst með fálkahreiðrum síðan
• Fljúga 2000 km
í einum spretti
Annars verpa á Vestfjörðum
a.m.k. 9 tegundir vaðfugla, þeir
eru tjaldur, sandlóa, heiðlóa,
hrossagaukur, spói, jaðrakan,
stelkur, sendlingur, lóuþræll og
óðinshani. Þrjár tegundir vað-
fugla, sem ekki verpa á íslandi,
þ.e. rauðbrystingur, tildra og
sanderla, eru þar árlegir umferð-
arfarfuglar á leið sinni til og frá
varpstöðvum sínum í hánorræn-
um löndum. Þessar tegundir verpa
á austur- og norðurströnd Græn-
lands og kanadísku eyjunum, aðal-
lega á Ellesmereyju og Alex Hei-
bergeyju. Auk þess fara um Island
vor og haust sandlóur, sendlingar
og lóuþrælar áf hánorrænum upp-
runa.
— Stærsti hluti þessara vað-
fuglastofna dvelur í Vestur-
Evrópu og við norður- og vestur-
strönd Afríku yfir veturinn. Þeir
halda sig þar sem næga fæðu er að
fá og eru yfirleitt á frjósömum
leirum. — Það á þó ekki við um
heiðlóuna og hrossagaukinn, sem
halda sig meira inn til landsins á
þessum árstíma og óðinshanann,
sem er úthafsfugl. — Þegar fer að
vora, verður breyting á líkams-
starfssemi þeirra, og þeir taka að
safna miklum fituforða. Þegar
þeir eru tilbúnir, yfirgefa þeir
vetrarstöðvar sínar og fljúga í
einum sprett norður til íslands,
oft allt að 2000 km vegalengd.
Þegar þeir svo koma hingað til
lands, hafa þeir gengið mjög á
fituforða sinn. Þeir vaðfuglar, sem
verpa hér, endurnýja ekki fitu-
forðann. Þeir halda fyrst til við
sjávarsíðuna, en þegar líður á maí
dreifast þeir inn um landið á
varpstöðvarnar. Öðru máli gegnir
um hánorrænu vaðfuglana, sumir
þeirra eiga enn ólokið rúmlega
helmingi leiðar sinnar til varp-
stöðvanna. Þessir vaðfuglar koma
yfirleitt heldur seinna en íslensku
vaðfuglarnir. Þeir byrja ekki að
koma í miklu magni fyrr en síðast
í apríl og ná hámarki um miðjan
maí, þó eru þeir fyrr á ferðinni á
SV-landi en á Vestfjörðum. Þessir
fuglar eru yfirleitt í mjög stórum
hópum, oft þúsundir fugla saman,
og halda til á afmörkuðum
stöðum.
Hér á landi dvelja þeir 1 3 til 6
vikur, og á þessum tíma endurnýja
þeir fituforða sinn og nægir hann
til að knýja þá síðasta spölinn.
Síðustu dagana í maí og fyrstu
dagana í júní fara þessir fuglar
mjög skyndilega. I Danmarkshavn
á austurströnd Grænlands byrja
þessir fuglar að koma í lok maí.
Þegar á varpstöðvarnar er komið,
eiga þeir einatt eftir nægan forða
til að hefja undirbúning á varpi.
En undirbúning fyrir varp hefja
þeir um leið og þeir koma á
varpstöðvarnar. Nú þurfa þeir að
verpa, koma upp ungum og síðan
Elín Pálmadóttir
Upphaflegt erindi Ólafs vestur
var að huga að fálkahreiðrum,
safna fæðuleifum í þeim og
merkja unga. Hann fór gangandi
um Vestfjarðakjálkann, allt norð-
ur til Hornbjargs. Og fuglaskoðari
sleppir því auðvitað ekki að horfa
eftir hverskyns fuglum. A síðast-
liðnu sumri var hann ráðinn hjá
Líffræðistofnun Háskólans til að
vinna að verkefni fyrir Vegagerð-
ina og dvaldi við athuganir á
fuglum í Önundarfirði og annars
staðar á Vestfjörðum í þrjá mán-
uði.
— í innsta hluta Önundarfjarð-
ar eru miklar leirur, og eru áform
um að leggja veg yfir fjarðarbotn-
in með tilheyrandi uppfyllingum
og brú, útskýrir Ólafur. Mitt
verkefni var að telja fugla. Athug-
anatíminn var um vorið, í apríl og
maí, og aftur síðsumars, í júlí og
ágúst. Athugað var hvaða tegund-
ir fugla, og í hve miklu magni,
nýta innsta hluta Önundarfjarðar.
Einnig var talið á sama tímabili
mjög víða á Vestfjörðum, til að
gera sér grein fyrir þýðingu Ön-
undarfjarðar. Einkennisfuglar í
:nnsta hluta Önundarfjarðar voru
,idur, aðallega æðarfugl og stokk-
önd, vaðfuglar, aðallega stelkur,
og máfar, aðallega svartbakur,
hvítmáfur og hettumáfur.
rœöir viö Ólaf Nielsen líffrœöing
PK
Æðarkollurnar ráða hvar orpið er. Þær leita á æskustöðvarnar . Æðarkóngurinn, sem er m.a. varpfugl
Grænlandi. kemur hér alltaf í einhverju magni á haustin og fer á vorin, nema þeir blikar, sem parast hafa
íslenzkum æðarkollum. eins og þessi á miðri mynd. Þeir fylgja sinni kollu.
að endurnýja fituforða sinn, en
þarna eru hagstæð skilyrði þegar
líður á sumarið. Það er ástæðan
fyrir því að þeir sækja svo langt.
Þeir hafa næga fæðu. Síðan er
lagt upp aftur. Fartíminn hjá
þeim byrjar strax í júlí.
Fullorðnir fuglar fara fyrst.
Kvenfuglarnir gjarnan fyrst. Um
miðjan júlí eru t.d. fyrstu rauð-
brystingarnir komnir til íslands
aftur. En haustfartíminn nær yfir
lengra tímabil en vorfartíminn.
Fuglarnir fara hraðar um ísland
og hóparnir eru smærri. Og til
Bretlands byrja þeir að koma í lok
júlí. Þegar líður á haustið eru
ungfuglar í meirihluta í hópunum,
sem eftir eru hér. En það er þekkt
hjá mörgum tegundum að full-
orðnu fuglarnir fari á undan og
ungarnir síðar.
Eins og ég sagði áðan, segir
Ólafur, hafa þessir fuglar gengið
mjög á orkuforða sinn er þeir
koma hér á vorin. Dvöl þeirra hér
er þeim lífsnauðsynleg, ef þeir
eiga að ná til varpstöðva sinna í
sæmilegu líkamsástandi. Á vorin
eru tiltölulega fáir staðir hér á
landi, sem geta staðið undir þess-
um fuglaskara, því einstaklings-
fjöldinn skiptir hundruðum þús-