Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 24
104
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
Um fugla-
líf á Vest-
fjörðum
Uppi á landi eru öll vörpin á
þannig stöðum að tófan kemst
ekki að þeim. Yfirleitt eru þau við
mannabústaði og oftast vel varin
af mönnum.
• Afkoma fálkans
byggist á rjúpunni
Á hverju sumri síðan 1973 hefur
Ólafur Nielsen haldið vestur til að
fylgjast með fálkavarpinu, og því
tími til kominn að spyrja hann um
þann eðla fugl. Fálkinn er strjáll
varpfugl um allt ísland. Verpir
m.a. á Vestfjörðum. Hann lifir
fyrst og fremst á rjúpu og lunda.
Og aðallundasvæðin á Vestfjörð-
um eru Isafjarðardjúp, Stranda-
sýsla, og út af Barðaströndinni. Á
þessar slóðir hefur Ólafur farið til
að leita að hreiðrum, safna fæðu-
leifum við hreiðrin og merkja
unga. Þótt hann geri það fyrst og
fremst af áhuga, þá er hann um
það í samvinnu við Náttúrufræði-
stofnun.
Fálkinn kemur mjög snemma á
varpstöðvarnar á vorin. Rjúpu-
karrarnir eru þá komnir á óðul
sín. Rjúpukarrarnir eru mjög
áberandi á þessum árstíma. Þar
sem þeir eru hvítir á nær auðri
jörð, auk þess sem þeir þurfa að
auglýsa sig til að verja óðul sín
fyrir öðrum körrum. Og fálkar,
jafnt við sjávarsíðuna sem inn til
landsins, lifa þá að mestu á rjúpu.
En þegar rjúpan er orpin og
byrjuð að liggja á í júní, rennur
mesti móðurinn af körrunum. Þeir
fara að fella fjaðrir, verða samlit-
ari umhverfinu og hætta að verja
óðul sín. Á tímabilinu frá því um
miðjan júní fram í ágúst á fálkinn
erfitt með að finna rjúpur. Hann
verður þá að snúa sér að öðrum
tegundum og á Vestfjörðum fer
hann að veiða lunda, jafnvel
fálkar, sem verpa þó nokkuð langt
frá sjó. Þar sem lunda er ekki að
fá, veiðir hann ýmsa aðra sjófugla
eða mófugla. Rjúpnaveiðar fál-
kans hefjast aftur í ágúst, er
rjúpnaungarnir eru orðnir fleygir.
Fálkar verpa yfirleitt í þverhnípt-
um hömrum eða snarbröttum
gljúfrum og giljum. Stofnstærð
fálkans ræðst af stofnstærð rjúp-
unnar. Þegar mikið er um rjúpu,
vegnar honum vel. En í rjúpna-
leysisárum verpir hann ekki eða
kemur ekki upp ungum.
• Fann hafarnarhreiður
Fleiri höfðingsfuglar eru á
Vestfjörðum. Islenzki hafarna-
stofninn þraukaði þar og við
Breiðafjörð, þegar honum hafði
nærri verið útrýmt snemma á
þessari öld. En stofninn hefur sem
betur fer verið í. aukningu síðustu
tvo áratugina, segir Ólafur, og
breiðst út frá þessum stöðum.
— Jú, ég hefi séð þá. Fann
meira að segja hreiður, sem ekki
var vitað um. Það var að vísu
gamall varpstaður, sem ekki hafði
í manna minnum verið orpið í.
Hreiðrið var í ókleifum hömrum
við fjarðarbotn. Þetta er ákaflega
Einkennisfuglar í Önundar-
firði reyndust vera stelkur, æð-
arfugl og stokkönd. Ilér er stokk-
önd með unga sina.
tígullegur fugl. Fullorðnir ernir
eru veiðifuglar, taka fugl og fisk.
En ungfuglarnir lifa mikið á
hræjum. Þeir hafa ekki strax yfir
þeirri tækni að ráða, sem þarf til
veiðanna.
Varla er hér rúm til að gera
sjófuglunum skil, sem mikið er af
í björgunum stóru, Látravíkur-
bjargi, Hælavíkurbjargi, Horn-
bjargi. Þar eru fýll, rita og
svartfuglarnir, langvían, stutt-
nefjan og álkan. Lundinn telst líka
til svartfugla, segir Ólafur. Hann
verpir í eyjum á ísafjarðardjúpi,
Breiðafirði og í Strandasýslu, en
er ekki mikið í fuglabjörgunum.
Fimmti svartfuglinn er teistan.
Hún verpir í annesjum allt í kring
um Vestfjarðakjálkann. Af öðrum
sjófuglum er hvítmáfurinn og
svartbakurinn mest áberandi,
verpir á annesjum líkt og teistan.
Það er ákaflega gaman að horfa á
sjófuglana, þótt oft geti verið
erfitt að komast að þeim á þessum
slóðum segir Ólafur. Vegakerfið á
Vestfjörðum byggist á því að aka
úr fjarðarbotni yfir fjall og í
næsta fjarðarbotn, en út með
fjörðunum liggja vegir tiltölulega
skammt. Sjófuglarnir eru því ekki
í alfaraleið.
• Nýjar fuglateg-
undir nema land
— Vestfirðir eru svo afskekktir,
segir Ólafur, að margar gamal-
grónar varptegundir á íslandi og
tegundir, sem hér byrjuðu að
verpa snemma á þessari öld, eru
nú fyrst að ná til Vestfjarða.
Dæmi um það er jaðrakaninn, sem
frá JAPAN
79
500
frábær hljómgæöi
fyrir alla
m
Feröakassettuutvarp
með 3 bylgjum
BORGARTUNI 18
REYKJAVÍK SlMI 27099
SJONVARPSBUÐIN
4»
m/s Esja
fer frá Reykjavík fimmtudaginn
10. þ.m. austur um land til
Seyðisfjarðar og tekur vörur á
eftirtaldar hafnir: Vest-
mannaeyjar, Hornafjörð, Djúpa-
vog, Breiðdalsvík, Stöövarfjörð,
Fáskrúðsfjörö, Reyöarfjörð,
Eskifjörð, Neskaupstað og
Seyöisfjörö.
Vörumóttaka alla virka daga til
9. þ.m.
±
J5KIPAUTGCRP RIKISINS
m/s Hekla
fer frá Reykjavík föstudaginn
11. þ.m. vestur um land í
hringferð og tekur vörur á
eftirtaldar hafnir: Patreksfjörö,
(Tálknafjörð og Bíldudal um
Patreksfjörð), Þingeyri, ísafjörö,
(Flateyri, Súgandafjörö og Bol-
ungarvík um ísafjörö), Noröur-
fjörð, Siglufjörö, Ólafsfjörð,
Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn,
Þórshöfn, Bakkafjörö, Vopna-
fjörð og Borgarfjörö eystri.
Vörumóttaka alla virka daga til
10. þ.m.