Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 105 frá aldaöðli hefur orpið á Suður- landi, og byrjaði snemma á öldinni að breiðast út um ísland. Hann hefur nú hafið varp við Reykhóla og í Borgarlandi í Austur-Barða- strandarsýslu. Ég hefi líka séð hann á Rauðasandi og í Önundar- firði. Önnur tegund er grágæsin, sem var mjög sjaldgæfur varpfugl á Vestfjörðum snemma á öldinni. Var þá eingöngu við ísafjarðar- djúp, en nær óþekktur annars staðar. Hún hefur nú breiðst þar mikið út. Verpir t.d. norður allar Strandir, allt norður að Gjögri og einnig á vestanverðum kjálkanum. En aðalútbreiðslusvæðið er í inn- anverðu Djúpi, aðallega á Langa- dalsströndinni, við Nauteyri og Melgraseyri. Hettumáfurinn nam land á Is- landi skömmu eftir aldamót. Elsti varpstaður hans á Vestfjörðum, sem vitað er um, var á Rauðasandi rétt eftir 1960. Síðan hefur hann orpið í Strandasýslu og við Djúp, og eftir 1970 nam hann Dýrafjörð, Önundarfjörð og Arnarfjörð. Mest er um hettumáf á Vestfjörðum í Önundarfirði. Hettumáfurinn er fjörufugl, sem lifir á lífverum er þar finnast, aðallega marflóm. Aðrar tegundir eru stórmáfurinn, silfurmáfurinn og sílamáfurinn, sem byrjuðu að verpa á íslandi milli 1920 og 1930, en eru ekki enn þekktir á Vestfjörðum. Þeir eiga þó vafalaust eftir að láta að sér kveða þar á komandi árum og áratugum. Þótt fuglalíf sé æði fjölbreytt á Vestfjörðum, þá eru þar enn eitthvað færri tegundir fugla en annars staðar á landinu. En af orðum Ólafs að dæma, verður það eflaust ekki lengi. Að lokum spurðum við Ólaf hvort hann vissi hve margar fuglategundir hann hefði séð. Hann viðurkenndi að hann merkti við í fuglabókina sína, ef hann sæi tegund sem hann hefði ekki séð áður, en fannst of hégómlegt að vera að telja það saman og tíunda. Því getum við ekki birt þá tölu. En þær tegundir eru varla margar á Vestfjörðum, sem hann hefur ekki fest auga á. - E.Pá. Kalmar einingareldhus eru samsett ur stöðluð- um einingum, sem eru fáanlegar í 30 mismunandi gerðum og í 15 veröflokkum. Fagmenn mæla, skipuleggja og teikna ykkur aö kostnaöariausu og án allra skuldbindinga af ykkar hálfu. Kalmar! Kalmar innrettingar hf. bjoða eitt fjölbreyttasta úrval innréttinga, sem völ er á. Barstólarnir nú aftur fyrirliggjandi á lager i ýmsum litum. Kalmar imhíU <8h kalmar innréttingar hf iSfllfn A6ÍinÍU * TÁie nmxHMN amiNá SKEIFUNNI8, SIMI82645 Nú er rétti túninn að panta SUMARHÚS Þér getið valið um 4 stærðir. Þau eru afgreidd fokheld eða lengra komin. Auðveld I uppsetningu. Ef pantað er strax, getið þér fengið þau afhent í vor eða sumar. 43 m2 sýningarhús á staðnum. Hafið samband við sölumann og fáið nánari upplýsingar. Súðarvogi 3—5 sími 84599 HUSASMIÐJAN HF. SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK SÍMI: 84599

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.