Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 30
110 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 Fór ekki í bíó, ef ákveðið sæti var ekki laust þeim sýningum, þó svo álit manna sé misjafnt á gæðum þeirra, þá hafa börnin alltaf gaman af þeim, bæði leiknum myndum og teikn- uðum. Fyrsta myndin frá Walt Disney var Mjallhvít sem við fengum 1937, hún var geysivin- sæl.“ — Hvað með aðrar myndir? Þá má nefna myndina „Á hverf- anda hveli" sem fyrst var sýnd árið 1943. Sú mynd verður páska- mynd okkar í ár, en hún er áreiðanlega vinsælasta myndin sem sýnd hefur verið. Þetta er ný filma af gömlu myndinni sem við höfum nú fengið. — Hefur smekkur fólks á kvik- myndum breyst í gegnum árin? Þeir voru sammála um að það væri staðreynd, að smekkurinn tæki örum breytingum. „Hér áður fyrr voru söngvamyndir og róm- antískar myndir vinsælastar, nú vill fólk myndir sem fullar eru af spennu, já og ofbeldi," sagði Olaf- ur. — Hvernig gengur kvikmynda- hússrekstur í dag? „Það gengur nú heldur erfið- lega, aðgöngumiðaverð á Islandi er með lægsta sem gerist í Evrópu, þá eru það skattarnir. Skemmt- anaskattur, sem er hér 15%, er fyrirbæri, sem lagt hefur verið niður í flestum löndum heims, í Danmörku eru greidd 10% í kvik- myndasjóð, sem rennur til kvik- myndagerðar og er raunhæfara að okkar mati. Þá er einnig sæta- gjald, 5%, sem rennur í borgarhít- ina. Reksturinn er einnig nokkuð markaður af því, hversu kvik- Ljósm. Mhl. Kmilía. myndahúsin eru orðin mörg í borginni, sem ætti að þýða meiri samkeppni og nýrri myndir, en fjárhagurinn leyfir ekki neinn munað." Við gengum í lok viðtalsins um húsið, sem hefur sérstakan við- kunnanlegan stíl, sem minnir á leikhús og óþarfi er að lýsa fyrir þeim fjölmenna hópi íslendinga, sem vermt hefur sæti bíósins. Sem dæmi um sérkenni og blæ hússins má geta þess, að auglýsendur hafa sótzt eftir að taka auglýsinga- myndir þar. Óteljandi milljónir í 40 ár Við gengum í lokin með Ólafi inn í hjarta hússins, þ.e. sýn- ingarklefann, þar sem óteljandi milljónir metra af filmum hafa runnið í gegnum vélar, sem verið hafa undir hans stjórn í 40 ár. Við spurðum hann í lokin, hvort aldrei hefðu orðið mistök í mötun vél- anna í öll þessi ár og væntum líklega uppljóstranna um, að ein- hvern tíma hefði Mjallhvít birtst á tjaldinu í stað Clark Gable eða ámóta. Ólafur sagðist ekki minn- ast þess, enda væru filmurnar vel merktar og auðvelt að átta sig á hvenær gangsetja ætti nýja filmu. „Þó man ég eftir einu tilviki," sagði hann. „Það var vinsæl Tarz- anmynd, sem ég var að sýna eftir að hún hafði verið úti á landi. Einhver ruglingur hafði orðið á merkingum þannig að þegar ég setti filmu þrjú í gang þá var allt í einu filma númer fimm eða sex á tjaldinu. Ég tók ekki eftir þessu strax og það sem meira var, ég held að enginn af áhorfendum hafi heldur tekið eftir þessu, alla vega komu engar kvartanir." Ólafur var með vélarnar undir- búnar fyrir sýningu á Walt Disney myndinni „Hundalíf" og var ekki laust við að blaðamaður hugsaði með eftirsjá til sunnudaga bernsk- unnar, sem voru engir sunnudagar ef þeim var ekki eytt í bíóferð. Þá voru Walt Disney myndirnar efst- ar á blaði og Gamla Bíó og Walt Disney eitt í barnshuganum. íslenzk börn hafa áreiðanlega notið margra ánægjustunda i Gamla bíó og hefur Walt Disney átt þar stóran hlut að máli. Þessi mynd er tekin sl. sunnudag á sýningu Disney-myndarinnar „Hundalíf" og sjá má að margir hinna fullorðnu skemmta sér ekki síður vel. Þessi mynd er tekin sumarið 1942 fyrir framan Gamla bió. Eins og sjá má hafa hermenn sett svip á bæjarlifið á þessum tima. Ljósm. Mbl. Ólafur K. Muanússmi. '1T Hlá'íbm '""tfp/S--"--' ÉBMá 's/tm Innrásinni i Ungverjaland var mótmælt i Gamla bíói 1956. Meðal ræðumanna var Tómas Guðmundsson. sem sést hér á þessari mynd. Fundarstjóri var dr. Alexander Jóhannsson. Ljósm. Mbl. Olafur K. Maxnússon. Hiiðarsvalirnar i bióinu hafa oft komið sér vel, þegar aðsókn hefur verið mikil, eins og á þessum þjóðfræga mótmælafundi 1956.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.