Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 13. apríl Bls. 33—64 - Skálað í góðu, gömlu dönsku ákaviti eftir að tölvuborinn hafði verið settur saman i fyrsta skipti á jöklinum. Þetta var sumarið 1978, en allt það sumar var einstök veðurbliða á jöklinum og hitastigið fór jafnvel upp i fimm gráður. Frá vinstri: Steff, Niels, Jan, Carsten og Ivar Silis, blaðamaður og ljósmyndari frá Julianeháb í Grænlandi. gosi í kjarnanum, en hann taldi að gosið hefði i Eldgjá annað hvort árið 894 eða 934 samkvæmt heimildum. Heimildir þessar láta gosið hafa verið í Kötlu. Þáttur Sigfúsar í þessum rannsóknum hefur verið fjölþættur og má nefna fræðilegar athuganir á hegðun jökulsins, aldursgreiningar með svoköll- uðum „ísótópa-mælingum**, framkvæmd á borun- um og hönnun nýs útbúnaðar. Síðustu þrjú árin hefur Sigfús eytt miklu af tíma sinum í hönnun á nýjum og fullkomnum, tölvustýrðum bor, sem prófaður var á jöklinum í fyrra, en verður siðan notaður af fullum krafti i sumar og reynt að bora með honum 2 búsund metra niður í jökulinn. Með greiningum á ískjarnanum má lesa mikla sögu um veðurfar síðustu árþúsundin og hugsan- legt að nota niðurstöðurnar við spá um veðurfar næstu árþúsundir. Margt fleira mætti nefna, sem vinnst með þessum rannsóknum og margt í þeim varpar skýrara ljósi á veðurfar á Islandi, mótun landsins og margt fleira, eða eins og Sigfús segir sjálfur: „Mér hafa fundizt þessar rannsóknir á Grænlandsjökli geta kennt okkur mikið um land okkar og eigin sögu og m.a. þess vegna hef ég haft mikinn áhuga á þessu starfi. Ég ætlaði að vera löngu kominn heim en við frestuðum því ævinlega vegna þessa verkefnis þar til í haust“. I spjalli við Sigfús i vikunni einskorðuðum við okkur við veðurfarið, þetta sívinsæla umræðuefni, og borinn, sem Sigfús hannaði sérstaklega fyrir þctta rannsóknarverkefni og hefur vakið mikla athygli. í iðrum Grænlandsjökuls er að finna svör við mörgum spurningum vísindamanna „Ég er búinn að vera viðloðandi þessar rann- sóknir síðan 1969 og flest árin dvalið i um 2 mánuði á sumri á hájökli Grænlands, þannig að það er orðinn ærinn tími, sem ég hef eytt þarna á jöklinumu, segir Sigfús Jóhann Johnsen eðlisfræð- ingur í samtali við Morgunblaðið. Hann kom heim frá Danmörku síðastliðið haust eftir um 20 ára dvöl þar i landi. Sigfús er nú dósent i jarðeðlisfræði við Háskóla íslands, en hafði áður verið lektor við Hafnarháskóla. Hafnarháskóli hefur undanfarin ár tekið þátt i umfangsmiklum rannsóknum á Grænlandsjökli ásamt Háskólanum í Bern og Vísindasjóði Banda- ríkjanna. Rannsóknir þessar eru nefndar einu nafni „GISP-prógrammið“ (Greenland Ice Sheet Program) en þátt í þeim taka vísindamenn frá fleiri löndum, en þeim þremur, sem hér hafa verið nefnd. ísland á ekki aðild að þessum rannsóknum, en Sigfús komst upphaflega inn í þær sem vísindamaður við Hafnarháskóla. Rannsóknir þessar eru margþættar. í Morgun- blaðinu fyrir nokkru var greint nokkuð frá niðurstöðum á athugunum á iskjarna, sem tekinn var úr jöklinum, en þær benda mjög sterklega til þess að gosið í Eldgjá hafi orðið árið 935 og ef marka má mælingar á kjarnanum gæti það gos hafa verið meira heldur en Skaftáreldar 1783. Það var samkvæmt ábendinum Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, að sérstaklega var leitað að þessu Þessar rannsóknir geta kennt okkur mikiö um land okkar og eigin sögu, segir Sigfús Jóhann Johnsen, eðlisfræðingur SJÁ MIÐOPNU |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.