Morgunblaðið - 13.04.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 13.04.1980, Síða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1980 Skottið er óvenjustórt miðað við MiplnhnrAiA cr stærð bílsins og er það áreiðanlega hefðbundið og mikiU kostur fyrir mar^a' gírskiptingin í gólfi mjög lipur. Myndir Kristján. Bílar — nýr bfll frá Volkswagen Hekla hf. er um þessar mundir að hefja innflutning á nýjum bíl frá Volkswagen-verksmiðjunum þýzku, VW Jetta. Bíll þessi kom fyrst á markað ytra í október, en fyrsti híllinn er nú kominn hingað til lands. Jetta er 5 manna bíll og má telja hann í stærðarflokki mitt á milli Golf og Passat. Hann er framdrifinn og fáanlegur með 60 eða 70’ hestafla vél, tveggja eða fjögurra dyra og er verðið frá rúmum 6 milljónum og allt að 8 milljónum króna eftir því hvað lagt er mikið í hann. Sem fyrr segir er þetta fram- drifsbíll og við fyrstu kynni má segja að hann sé alllipur og skemmtilegur bæjarbíli og er hann t.d. sérlega hljóðlátur. Bíllinn, sem kominn er á götur hér, er með 70 hestafla vél og hefur allgott viðbragð og gert er ráð fyrir að hann eyði kringum 10 lítrum í akstri, u.þ.b. 6 lítrum úti á vegum en 9 lítrum í blönduðum akstri. Vegur bíllinn aðeins rúm- lega 800 kg og á það sinn þátt í hve létt er yfir honum. Hann er á 13 þumlunga felgum og er ekki hægt að finna galla í fjöðrun við lítillega prófun, en hér er ekki um akstur úti á vegum að ræða. Mælaborðið er ósköp venjulegt og svipað má segja um innréttingu og Umsjón Jóhannes Tómasson og Sighvatur Blöndahl hafa verður í huga að hér er um að ræða bíl af ódýrari gerðinni, en vissulega lofar hann góðu við fyrstu kynni. Ætti hann að geta keppt nokkuð við japanska bíla, en þar gerir hið háa verð þýzka marksins erfitt fyrir, því þessi stendur þeim japönsku áreiðan- lega snúning. Aðalsteinn Aðal- geirsson Lauga-. völlum — Minning Fæddur 18. maí 1899. Dáinn 12. desember 1979. I Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu — þar sem ég ólst upp, kynntist ég óneitanlega mörgu góðu fólki. Fólki sem var glað- sinna og hispurslaust, og átti sér vonir um betra samfélag, meiri félagshyggju og bættan efnahag og barðist ótrautt fyrir slíku. Og þó það yrði fyrir skakkaföllum, er ávallt fylgir lífinu, átti það sér þessa eðlislægu lífsstefnu, sem alltaf sigraði. Hér á ég við fólkið á æskuheimili mínu á Litlulaugum og nágrannabæjum. Það var mesta furða hvað rúm- ast gat í baðstofu fósturforeldra minna, þeirra Kristínar Jónsdótt- ur og Sigurjóns Friðjónssonar, með öll sín börn tíu að tölu og flest uppkomin — og hún virtist á stundum rúma gesti líka. Svo var einnig um baðstofu mótbýlisfólks okkar — eða Bergs-baðstofu, eins og hún var stundum köiluð eftir húsbóndanum þar, Þorbergi Dav- íðssyni, er kom stundum syngj- andi úr fjárhúsunum sínum. Enda það raddsterkur, að hann gat kallað orðsendingu til næstu bæja, svo að skildist. Kona Þorbergs var Sigurveig Jónatansdóttir og var ljósmóðir í sveitinni. Hún var mikil artarkona — þó hinn ytri hjúpur væri dálítið grófur, var það gott hjarta sem sló inni fyrir. Börn þeirra þrjú voru enn heima, Guðrún, Ásvaldur og Jörgen. Þeir Þorbergssynir áttu það til að sveifla mér í loft upp, yfir höfuð sér út á bæjarhlaði og sögðust senda mig til karlsins í „Tungl- inu“. Og þetta varð til þess, að ekki ósjaldan bankaði ég á hurð- ina á „Bergsbaðstofu". Þegar Bergsfólkið flutti burt, fannst mér fækka mjög í bænum. En þá var það fólkið á nágranna- bæjunum sem hýrgaði líka upp á heimilið, m.a. frá Hólum og Stóru- laugum. Það var mennilegt fólk og svo glatt og hlýtt, að það gleymist mér seint. Þó var það einn maður í þessum hópi, sem mér fannst alltaf koma með sólskinið með sér. Hann var bjartur yfirlitum og svo frjálslegur og átti sérlega gott með að tala við fólk. Enda öll hans gerð slík, að auðséð var, að þar var góður maður á ferð. Og þessi ljósbjarti maður var Aðalsteinn Aðalgeirsson á Stórulaugum — eða Alli, eins og hann var stund- um kallaður á sinni heimaslóð — og var mér hinn besti nágranni yfir tuttugu ár og alla tíð mikils- verður vinur. En nú er þessi ljósbjarti nágranni minn frá æskuárum mínum farinn. Farinn á þann veg, sem við förum öll að lokum. — Og meining mín er því að minnast þessa gamla nágranna míns að nokkru, þó að seínt sé. Og ég raunar hef vænst þess, að einhver stéttarbróðir hans mundi minnast hans, en svo hefur ekki orðið. Foreldrar Aðalsteins voru þau Aðalgeir Davíðsson og Kristjana Jónsdóttir á Stórulaugum. Krist- jana var frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði, dóttir Jóns Ólafssonar bónda þar og á Laugalandi um skeið. En móðir hennar var Hall- dóra Ásmundsdóttir, systir hins þekkta manns Einars Ásmunds- sonar í Nesi í Höfðahverfi í S-Þing. Aðalgeir var sonur Davíðs Jónssonar frá Mjóadal og Hall- fríðar Óláfsdóttur frá Narfa- stöðum. Að Aðalsteini lágu því mjög traustar bændaættir. Aðalgeir Davíðsson tók við Stórulaugum af móður sinni um 1880, sem að sögn hafði búið þar vel. En þó tók hið forna sýslu- mannssetur miklum breytingum í höndum foreldra Aðalsteins, er byggðu glæsilegasta íbúðarhús sem um gat á þessum tíma rétt fyrir síðustu aldamót árið 1897, og stendur enn í dag. í þessu húsi fæddist Aðalsteinn, sem var yngsta barn foreldra sinna af fimm, sem nú eru öll látin. Án efa hefur hið reglusama heimili, haft mikil og góð áhrif á Aðalstein, jafn félagslyndur og hann var. Því mannmargt var jafnan á heimili foreldra hans. Þar var skyldfólk og gestir um lengri og skemmri tíma, húsmennskufólk, kaupafólk og einstaklingar, sem hvergi höfðu höfði sínu að halla. Þetta marg- menna rausnarheimili hefur á sinn hátt verið Aðalsteini góður skóli, og það manni með jafn frjóan hug og þá andlegu snyrti- mennsku sem hann hafði til að bera. En þó að þetta heimili foreldranna hefði mikið upp á að bjóða, fór-ekki svo að Aðalsteinn vildi ekki fræðast meira en heimili hans og heimahringur bauð. Hann fór því á Búnaðarskólann að Hvanneyri aðeins 18 ára gamall, árið 1917, og var þar í tvo vetur. Ekkert efamál er það að þessi skólavera varð Aðalsteini mikils virði og líka ferðirnar á milli og það tvisvar sinnum. Á þeim árum hikuðu ekki skólasveinar, að leggja á sig fjögra til fimm daga göngu og þótti sjálfsagt. Enda vélknúin farartæki ekki orðin landlæg. En ég minnist þess, að einhvern tíma á nágrannaárum okkar sagði Aðalsteinn mér frá ferðum sínum til Hvanneyrar. En satt að segja man ég lítið úr frásögn hans í dag, enda fjórir áratugir síðan, nema það að hann nefndi mér eina fjóra bæi, sem hann hafði gist og taldi að þar hefði verið búið af miklum mynd- arbrag. Og man ég nöfn tveggja þeirra en það voru Silfrastaðir í Skagafirði og Hnausar í Húna- vatnssýslu. Þetta sannaði mér það, hvert hugur hans hefur staðið frá upphafi. Og fyrstu árin eftir skólaveru sína vann Aðalsteinn á búi foreldra sinna og búskapurinn blómgaðist sem fyrr. Hann fór líka að láta að sér kveða í búnaðarmálum sem og hans stétt- armeðvitund sagði til um. Hann var því dæmigerður fulltrúi þess fólks í Þingeyjarsýslum, sem fæddist rétt fyrir síðustu aldamót og vildi rækta landið og lyfta þjóðinni upp í menningar og efnalegu tilliti. Það fór líka svo að sveitungarnir sýndu Aðalsteini trúnað sinn. Þeir stofnuðu ásamt honum Fóðurbyrgðafélag Reyk- dæla, einnig Nautgriparæktunar- félag og var Aðalsteinn formaður beggja þessara félaga um árabil. Auk búfræðinnar hafði Aðal- steinn kynnt sér að nokkru ein kenni sjúkdóma sem oft á tíðum gat herjað á bústofn bænda. Hann kom því oft í stað dýralækna sem var erfitt og kostnaðarsamt að ná í. Og vissulega varð Aðalsteinn fyrir töfum af þessum sökum, einkum þó eftir að hann fór sjálfur að búa. En um greiðslu fyrir tafir og lyf talaði hann aldrei, að ég best veit. En svo kom allt í einu mikil hamingja til Aðalsteins, um það leyti sem vorblærinn þíddi síðustu snjófannir frá vetrinum. Hann kvæntist einni heimasætunni á nágrannabæjunum, Helgu Jakobs- dóttur í Hólum, vordaginn 13. maí Alþingishátíðarárið 1930. Og eitt er víst, að ekki minnkaði hátíða- bragur ársins þar í sveit við það. Enda fengu þau margar hlýjar hamingjuóskir inn í ár framtíðar- innar. Og víst er það, að þau tóku tengdadótturinni afburða vel, Kristjana og Aðalgeir. Aðalsteinn flutti með fjölskyldu sína, eftir átta ára búskap á Stórulaugum í nýbýli sitt Lauga- velli, sem hann byggði í syðrihluta hinnar gömlu Stórulaugajarðar á lágu vallendisholti og mýri, sem hann var þá þegar búinn að ræsa fram og gera að túni. Nú var Aðalsteinn búinn að hasla sér völl sem sjálfseignarbóndi í sveit sinni og föðurleifð. Og þó að íbúðarhús- ið sjálft væri hvorki háreist né vítt til veggja, fremur en önnur slík, sem byggð voru undir ströng- um reglum þáverandi nýbýlasjóðs, í þann tíð. Þó var húsið hans Aðalsteins stórt þegar allir voru sestir við kaffiborðið í eldhúsinu á Laugavöllum. Það gerði hið góða andrúmsloft sem þar ríkti alla tíð, og mætti öllum þeim, sem þar kvöddu dyra. Það var eins og stundirnar þar væru svo fljótar að líða. Enda húsbóndanum sú list gefin, að segja frá mönnum og málefnum með sínum létta húmor og draga fram það spaugilega, án þess þó, að fella rýrð á nokkurn mann. Aðalsteinn var líka marg- fróður og víðlesinn. Hann hafði m.a. notið hinna mörgu bóka, sem til voru á heimili foreldra hans, þegar í æsku. Aðalsteinn var maður hvikur á fæti, líka göngumaður góður og auðséð var að allar hreyfingar mótuðust af hugdettum hins góða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.