Morgunblaðið - 13.04.1980, Blaðsíða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRIL 1980
M0R<£dK/-íp|
KtoFINU \\ j
Það má alveg reikna með þessu
hafi veturinn verið mildur!
Þér eigið sem sé 1/7 úr húsinu,
eitt prósent bíl og 0.8 prósent
útvarp- og sjónvarp?
o O o o O ° o
Þetta gerðist
Ekki segja alltaf:
„Drepa, drepa66
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Enski lávarðurinn Lever var í
tíma síðustu stjórnar verka-
mannaflokksins helsti ráðgjafi
hennar í fjármálum. Frú Thatcher
var ekki aldeilis sammála tillög-
um hans í efnahagsmáium en datt
ekki í hug að andmæla þegar
Lever var tilnefndur í bridgesveit
þingsins til keppni við þing Hol-
lendinga.
Lever lávarður segir, að rangt
sé að nota hindrunarsögn með
spil, sem möguleika hafi á slögum
í vörn. Það skýrir sumpart opnun
hans með spil suðurs í keppninni.
Suður gaf, austur-vestur á hættu.
Norður
S. D752
H. DG8
T. -
L D87532
Austur
S. G8643
H. K
T. D853
L. K104
Suður
S. 9
H. Á109754
T. KG10976
L. -
Lávarður Lever opnaði á einu
hjarta, sem norður hækkaði í tvö
eftir dobl vesturs. í sæti austurs
var hollenskur þingmaður, Kaiser
að nafni, sem íslenskir lands-
liðsmenn þekkja frá keppnum við
Holland í Evrópumótum, sagði 2
spaða en Lever stökk í 4 hjörtu,
sem vestur doblaði og varð það
lokasögnin.
Vestur tók fyrsta slaginn á
spaðakóng en skipti síðan í lauf.
Og spilið reyndist auðvelt. Lever
trompaði, spilaði tígulgosa og gaf
á drottninguna, trompaði spað-
ann, sem austur spilaði, píndi út
tígulásinn og trompaði í blindum
og hirti trompkónginn af austri.
Doblaður yfirslagur — takk fyrir.
Á hinu borðinu opnaði Hollend-
ingurinn með spil suðurs á 3
hjörtum. Síðan varð austur sagn-
hafi í fjórum spöðum, sem norður
þorði ekki að dobla, þar sem hann
bjóst ekki við bæði ás og kóng sem
slögum hjá makker sínum. Og þó
austur gerði vel og fengi 8 slagi
má telja fullyrðingu lávarðarins
sannaða og frú Thatcher eflaust
greitt henni atkvæði sitt.
1976 — 45 biðu bana í sprengingu í
finnskri skotfæraverksmiðju.
1968 — Stúdentaóeirðir í Vestur-
Berlín og Rudi Dutschke særist í
banatilræði.
1954 — Rússinn Vladimir Petrov
fær hæli í Ástralíu — Dr. Jagan
dæmdur í Brezku-Guiana.
1951 — Allsherjarþingið fordæmir
apartheid-stefnuna.
1948 — Stjórnarskrá Rúmeníu
breytt að sovézkri fyrirmynd.
1941 — Rússar gera hlutleysis-
samning við Japani — Þjóðverjar
taka Bardia, Norður-Afríku.
1939 — Bretar og Frakkar ábyrgj-
ast sjálfstæði Rúmeníu og Grikk-
lands.
1909 — Herinn gerir gagnbyltingu
gegn stjórn Ung-Tyrkja.
1868 — Herlið Robert Napier tekur
Magdala í Eþíópíu.
1848 — Sikiley lýsir yfir sjálfstæði.
1772 — Warren Hastings skipaður
landstjóri í Bengal á Indlandi.
1605 — Feodor II verður keisari
Rússlands.
1598 — Nantes-réttarbót Hinriks
VI af Frakklandi fyrir Húgenotta.
1589 — Sir Francis Drake og Sir
John Norris fara í víking til Portú-
gals með 18.000 manna liði á 150
skipum.
Afmæli. Thomas Percy, enskur rit-
höfundur (1729—1811) — Thomas
Jefferson, bandarískur forseti
(1743—1826) — Lily Pons, frönsk
óperusöngkona (1904—1976) —
Samuel Becket, franskur rithöfund-
ur (1906-).
Andlát. 1605 Boris Godunov Rússa-
keisari — 1743 Jean de La Fontaine,
rithöfund'ur.
Innlent. 1565 Stóridómur staðfest-
ur af konungi — 1203 Guðmundur
bp Arason vígður — 1252 Sæmundr
og Guðmundr Ormssynir vegnir af
Ögmundi Helgasyni — 1419 Minnst
25 ensk skip fórust hér við land —
1723 Jón bp Árnason gagnrýnir
vesti & parruk — 1773 Framfara-
sjóður íslands, mjölbótasjóður,
stofnaður — 1819 d. Vigfús Þórar-
insson sýsl. — 1329 d. Sturla
Ólafsson cum sociis — 1883 d.
Stefán Gunnlaugsson landfógeti —
1874 Auglýsing Halldórs Kr. Frið-
rikssonar um þjóðhátíð á Þingvöll-
um — 1974 Frumvarp um heimild
til útfærslu í 200 mílur samþykkt —
1972 d. Jóhannes Kjarval — 1881 f.
Jónas Tómasson tónskáld — 1978 d.
Snorri Sigfússon.
Orð dagsins. Það að Jón dýrki guð í
sér snýst upp í það að lokum að Jón
mun dýrka Jón. - G.K.Chesterton,
enskur rithöfundur (1874—1936).
Kæri Velvakandi.
Ég las í Velvakanda „Hunda-
líf“ 25. marz og „Hundaæði og
gáleysi" 26. marz og mig langar af
því tilefni að leggja orð í belg.
Hundurinn er og verður ætíð
bezti vinur manna og barna.
Hundurinn er einnig mikil hjálp
fyrir blinda, hann hefur ekki
fundið ófáa týnda menn, lögreglan
notar hunda í starfi sínu og þeir
eru ómetanlegir fyrir einmana
fólk. En af hverju er þá ekki hægt
að eiga hund í friði á íslandi? —
Það er eitt stórt vandamál sem
slíku fylgir.
Ég veit mjög vel um þennan
hættulega sjúkdóm, sem berst
með dýrum sem ekki eru sprautuð
(hundar, kettir, refir) og að sjúk-
dómnum fylgir dauði. Það er alveg
rétt. En ef hverju eru hundar og
kettir á íslandi ekki sprautaðir
móteitri, eins og gert er í Englandi
og Póllandi og öðrum löndum? Þar
er það skylda árlega og fólk er
ekki í mikilli hættu og það er mjög
ánægt og heyrir ekki allt í kring-
1972 — Sprengjuherferð á Norð-
ur-írlandi.
1971 — Richard Nixon forseti
slakar á viðskiptabanni Bandaríkj-
anna á Kína.
1955 — Chou En-lai, forsætisráð-
herra Kína, heimsækir Rangoon,
Burma.
1945 — Bandarískar loftárásir á
Tokyo og japönsku keisarahöllina.
1935 — Stresa-ráðstefnunni lýkur.
1931 — Alfonso XIII Spánarkon-
ungur leggur niður völd.
1912 — S.S.„Titanic“ siglir á ísjaka
á Norður-Atlantshafi og sekkur
(aðfaranótt 15.) og rúmlega 1.500
fórust.
1890 — Bandalag Amerikuríkja
stofnað á fyrstu ráðstefnu ríkjanna.
1865 — Leikarinn John Wilkes
Booth skýtur að Abraham Lincoln
forseta í Ford-leikhúsinu í Wash-
ington og hann andast daginn eftir.
1861 — Orrustunni um Fort Sumt-
er lýkur.
1828 — Orðabók Webster fyrst
gefin út.
1784 — Friðrik krónprins tekur
völdin í Danmörku.
1672 — Bandalag Frakka og Svía
gegn Hollendingum stofnað.
1629 — Susa-friðurinn bindur endi
á ófrið Englendinga og Frakka.
1544 — Danir segja upp bandalag-
inu við Frakka.
um sig „drepum, drepum, hund-
ana“.
Ég á hund, Bangsa, sem varð
eins árs 1. apríl, en hversu mikil
vandræði ég hef gengið í gegnum
út af honum, veit ég ein um.
Maðurinn minn kom með hann af
togara u.þ.b. fjögurra vikna gamla
og við tókum hann inn í fjölskyld-
una. Við gleymdum að taka inn í
dæmið að við bjuggum á sjöundu
hæð og að Bangsi myndi stækka.
Móðir mín og systir búa í Warsaw
í Póllandi á 6. og 8. hæð og þær
eiga hunda, án þess að eiga við
þessi vandamái að etja.
Meðan Bangsi var mjög lítill tók
ég hann með mér út í ferðatösku.
Þegar hann stækkaði hoppaði
hann alltaf upp í fang mér, þegar
við fórum inn og út þar sem hann
skilur að mörgu fólki er illa við
hann. Hann geltir ekki, en þó
gerðist það á gamlárskvöld að
hann gelti vegna hræðslu við
raketturnar og sprengjuhljóðin og
nábúar okkar kölluðu á lögregl-
una. Hún var mjög alúðleg því ég
Afmæli. Vilhjálmur þögli, prins af
Óraníu (1533—1584) — Christian
Huygens, hollenzkur eðlisfræðingur
(1629—1695) — Arnold Toynbee,
brezkur sagnfræðingur (1889—
1975) — John Gielgud, brezkur
leikari (1904—) — Julie Christie,
brezk leikkona (1941 — ) — Rod
Steiger, bandarískur leikari
(1925-).
Andlát. 1759 George Frederick
Hándel, tónskáld — 1900 Osman
Pasha, hermaður — 1951 Ernest
Bevin, stjórnmálaleiðtogi.
Innlent. 1931 Þingrofið — 1852
Konungsleyfi fyrir prentsmiðju á
Akureyri — 1911 Björn Jónsson
hverfur úr ráðherrastóli — 1942
Flugvélin „Smyrill" hrapar — 1963
„Hrímfaxi" fórst við Fornebu í Ósló
og 12 með honum — 1872 d. Ólafur
sekr. Stephensen — 1957 d. Ari
Arnalds — 1963 d. Anna Borg —
1956 d. Pétur Á. Jónsson söngvari.
Orð dagsins. Kostgæfni er móðir
góðrar gæfu — Miguel de Cervant-
es, spænskur rithöfundur (1547—
1616).
Vestur
S. ÁklO
H. 632
T. Á42
L. ÁG96