Morgunblaðið - 17.04.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
3
Skynsemin réð
í Bolungarvík
Frá Halli Hallssyni. blaðamanni Mbl. á ísafirði
„SKYNSEMIN réð 1 Bolungarvík, höggvið var á þann
hnút, sem hafði myndazt,“ sagði Birgir Valdimars-
son, framkvæmdastjóri Gunnvarar hf., sem gerir út
togarann Júlíus Geirmundsson. Togarinn kom til
landsins á síðasta ári frá Noregi og hefur aflað 1.707
tonna frá áramótum eða á þremur mánuðum.
Hvert er aflaverðmæti togar-
ans þessa þrjá mánuði?
„Aflaverðmætið nemur 370
milljónum króna, þar af er
hásetahlutur þessa 3 mánuði 7,8
milljónir króna með orlofi, en
þess ber að geta, að enginn, sem
hefur verið á Júlíusi Geir-
mundssyni, hefur verið til sjós í
öllum túrum. Til að mynda eru
vélstjórarnir þrír, einn er alltaf í
landi og þeir skipta jafnt á milli
sín. Það er rétt að það komi
fram, að bara laun og launa-
tengd gjöld nema um 50% af
aflaverðmæti. Eftir eru 185
milljónir í rekstur, afborganir og
vexti."
Sjómenn segja að ofsagróði sé -
á útgerðinni. Hvað er hæft í því?
„Fullyrðingar sjómanna um
ofsagróða eru ekki á rökum
reistar. Hagur útgerðarinnar í
ár er verri en áður, allur til-
kostnaður hefur hækkað. Má þar
nefna olíuverðshækkanir og eins
hafa veiðarfæri hækkað mikið.
Þá ber að hafa í huga, að Júlíus
Geirmundsson er nýtt skip, kost-
aði 24 milljónir norskra króna,
sem eru gengistryggðar. Afborg-
anir og vextir eru ákaflega
miklar. Það segir sig sjálft að
ekki er gróði af slíkri útgerð.
Hins vegar gildir annað um skip,
sem búið er að greiða niður. Af
Birgir Valdimarsson
þeim er gróði, enda væri annað
hvort á meðan jafnvel hefur
gengið og síðustu mánuðina.
Aflabrögð hafa verið með ein-
dæmum góð og veðrið óvenju-
hagstætt, aldrei fallið dagur
niður vegna veðurs. Þá hefur
aflinn verið mjög góður, óvenju
stór fiskur," sagði Birgir Valdi-
marsson að lokum.
Sjómenn í verkfalli
gera klárt á grásleppu
Frá Halli Hallssyni,
blaðamanni Mbl. á ísafirði.
SMÁBÁTAEIGENDUR á
ísafirði eru nú sem óðast að
búa báta sína undir hrogn-
kelsavertíðina, sem hefst 18.
apríl. Sumir þeirra eru í
verkfalli. Því má segja að
þeir séu hvort tveggja í senn
útgerðarmenn og sjómenn í
verkfalli. Blaðamaður Mbl.
brá sér niður að smábáta-
höfninni á ísafirði og ræddi
við sjómenn, sem voru að
dytta að bátum sínum og
gera þá klára.
Algjörlega á móti
þessu verkfalli
„Ég er algjörlega á móti þessu
verkfalli og hef verið svo frá
byrjun," sagði Salómon Sigurðs-
son, en hann er landmaður á
línubátnum Víkingi III.
„Togarasjómenn hafa allt
önnur og betri kjör en yið á
línubátunum og við eigum því
ekki samleið með þeim. Mér
finnst ekki rétt af tekjuhæstu
mönnum þjóðfélagsins að fara í
verkfall. Mér finnst það ótíma-
bært og það eina, sem hefði
réttlætt verkfall, væri algjör
samstaða allra sjómanna á Vest-
fjörðum. Hitt er svo, að við á
línubátunum hér á ísafirði, höf-
um ekki eins góð kjör og félagar
okkar á hinum fjörðunum, þar
sem þeir eru yfirborgaðir.
Skiptaprósenta þeirra er hag-
stæðari, en ég veit að margir
sjómenn eru óánægðir nú með
þetta verkfall, þó svo hafi ekki
verið í byrjun," sagði Salómön
að lokum.
Annað hvort losnar
um hnútinn
eða rembihnútur
hefur myndazt
„Við viljum fá í samninga
hlutaskipti eins og þau hafa
tíðkazt á hinum fjörðunum, þ.e.
að skipt verði í 9 hluta á 10
manna áhöfn. Við erum því ekki
ánægðir með samningana í Boi-
ungarvík. Karvel vék frá þessari
kröfu og þar með fuku fínustu
fjaðrir Karvels Pálmasonar.
Annað hvort losnar nú um hnút-
inn eða rembihnútur hefur
myndazt við samnigana í Bol-
Sigurður Finnbogason og Ágúst Ingi Ágústsson.
Salómon Sigurðsson
ungarvík,“ sögðu þeir Sigurður
Finnbogason og Ágúst Ingi Ág-
ústsson, þar sem þeir voru að
dytta að bát sínum og gera hann
kláran fyrir grásleppu. Það var
harður verkfallstónn í þeim fé-
lögum og „útgerðarmönnum".
„Við erum á línubátnum Guð-
nýju og þó segja megi sem svo,
að togaramenn annars vegar og
línumenn hins vegar séu nokkuð
aðskildir hópar innan Sjó-
mannafélags Isfirðinga,J)á erum
við fyllilega sammála þessu
verkfalli. Samstöðuleysið á
fjörðunum er ákaflega slæmt, en
það er vegna yfirborgana. Það
eina, sem mæla má samkomu-
lagi Karvels til bóta, er að
Bolvíkingar fá nú tvo vettlinga á
hendurnar við beitingu í stað
eins áður. Hvað uppgjör snertir,
þá hefur það aldrei verið vanda-
mál hér. Við höfum ávallt í þau
10 til 14 ár fengið greitt í byrjun
hvers mánaðar. Stóra málið hjá
okkur var að fá hlutaskiptin inn
í samningana, en það fékkst
ekki. Því er ekki hægt að mæla
þessu samkomulagi bót.
Hvað hátekjugrýluna snertir
þá getum við nefnt dæmi um
háseta á Guðbjarti. Hann fékk
rúmar 8 milljónir í tekjur á
síðasta ári fyrir 220 daga úthald.
Það köllum við ekki mikið.
Gífurleg vinna liggur að baki
þessu. Togarasjómenn fá margar
krónur að því er virðist, en þeir
þurfa að leggja fram mikla
vinnu," sögðu þeir félagar að
lokum.
Borgarráð:
20 Volvogrindur
— og 3—5 Ikarusvagnar til reynslu
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi á þriðjudag kaup á 20 Volvo-strætis-
vagnagrindum og að leitað yrði samninga við Nýju bíiasmiðjuna um
yfirbyggingar þeirra og einnig að keyptir yrðu 3—5 stra'tisvagnar af
Ikarusgerð til reynslu. Strætisvagnakaupin eru á dagskrá borgar-
stjórnarfundar í dag.
Á borgarráðsfundinum bar Sig-
urjón Pétursson fyrst upp tillögu
um kaup á 20 Ikarusvögnum og
var hún telld með 4 atkvæðum
fulltrúa sjálfstæðismanna, al-
þýðuflokksmanna og framsókn-
armanna gegn einu atkvæði Sigur-
jóns. Þá var tekin fyrir tillaga
stjórnar Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar um kaupin á
20 Volvogrindum og var hún
samþykkt með 4 atkvæðum, en
Sigurjón Pétursson sat hjá. Loks
var borin fram tillaga Sigurjóns,
Björgvins Guðmundssonar og
Kristjáns Benediktssonar um
kaup á 3—5 Ikarusvögnum til
reynslu og var hún samþykkt með
3 atkvæðum, en fulltrúar sjálf-
stæðismanna sátu hjá.
5
oc
30
Sértilboð
í apríl
ódýrasta
Lundúnaferðin
Brottför: 24. apríl — 5 nætur
INNIFALIÐ:
Flug, gisting m/enskum morgunverði og
flutningur til og frá hóteli.
Verð frá 168.300 - krónum
Útvegum miða í leikhús,
tónleika, knattspyrnuleiki helgarinnar,
kynnisferðir um London og nágrenni.
Takmarkað sætamagn - pantið tímanlega
Feröaskrifstofan
ÚTSÝN
f Austurstræti 17 — sími 26611
FERDASKR/FSTOFAN ^LL^f I—^
URVAL^MT
usturvöll. — Sími 26900
[\ 0
1^.0,
Austurvöll. — Sími 26900
OC
30
'A