Morgunblaðið - 17.04.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
5
Keppnin um titilinn ung-
frú ísland 1980:
KRISTÍN H. Davíðsdóttir 17 ára hvorki hlakkaði til né kviði fyrir
nemi úr Keflavík var kosin ungfrú keppninni á Hótel Sögu. „Mér er
Suðurnes. Kristín stundar nám við svona nokkurn veginn sama hvort
uppeldisbraut Fjölbrautaskólans á ég verð framarlega eða ekki. Ég
Suðurnesjum. Hún sagði að hún hef lítið hugsað út í það.“
Forkeppnin um ungfrú Reykjavík 1980:
Önnur ákveðin í að
hætta hin óákveðin
um áframhald
UNDANKEPPNIN um titilinn
ungfrú Reykjavík var haldin á
Hótel Sögu 13. apríl s.l. Hlut-
skarpastar þar urðu Elísabet
Traustadóttir sem varð í 1. sæti og
Ásdís Magnúsdóttir sem varð í
öðru sæti. Keppnin um titilinn i
ungfrú Reykjavík fer fram á Hótel
SögU 4. maí.
Elísabet Traustadóttir er 17 ára
nemi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
„Ég varð afskaplega undrandi er
úrslitin voru tilkynnt," sagði Elísa-
bet í samtali við Mbl.
„Ég hef ekki enn ákveðið hvort ég
tek þátt í aðalkeppninni en þó er
það líklegt þar sem svo margir hafa
skorað á mig. En ég varð ungfrú
Útsýn á s.l. ári og það myndast alls
konar sögusagnir þegar maður tek-
ur þátt í fegurðarsamkeppnum
oftar en einu sinni," sagði Elísabet
að lokum.
„Vildi sýna það að 25 ára
stúlkur eru ekki úr leik“
„Ég ætla ekki að halda áfram í
keppninni," sagði Ásdís Magnús-
dóttir 25 ára dansari í íslenska
dansflokknum. „Ég tók þátt í þess-
ari forkeppni einungis til að sýna
það að 25 ára, ógiftar og barnlausar
stúlkur eru alls ekki úr leik. Þær
eiga alveg eins möguleika í fegurð-
arsamkeppnum og þær sem eru
barnungar," sagði Ásdís að lokum.
Ungfrú Suðurnes, Kristín H. Davíðsdóttir ásamt ungfrú Island
1979, Kristinu Bernharðsdóttur. Ljósm. db.
„Nokkurn veginn sama hvemig
mér gengur í aðalkeppninni“
—Segir Kristín H. Davíðsdóttir,
37 stúlkur
taka þátt í
keppninm
um Ungfrú
Útsýn 1980
Á 25 ÁRA afmælishátíð Útsýnar á
Hótel Sögu sl. sunnudag. sem sótt
var af um 800 gestum, fór fram
kynning þátttakenda í ljósmynda-
fyrirsætukeppni Útsýnar. Hér er
mynd af þessum föngulega hópi 37
stúlkna, en 10—15 þeirra verða
fyrirsætur Útsýnar og fá að launum
ókeypis Útsýnarferð í sumar. Ein úr
þeirra hópi verður kjörin Ungfrú
IJtsýn í lokahófi Útsýnar í vor.
Nöfn stúlknanna eru:
Fremri röð frá vinstri:
Sólrún Jónsdóttir, Katrín Björg-
vinsdóttir, Svava Johansen, Guðrún
M. Sólonsdóttir, Helga B. Her-
mannsdóttir, Guðrún H. Baldvins-
dóttir, Björg Guðmundsdóttir, Þórdís
Óladóttir, Hafdís Jónsdóttir, Hall-
dóra Kristjánsdóttir, Inga Lára
Hauksdóttir, Margrét A. Birgisdótt-
ir, Ingibjörg Sandholt, Kristín
Sandholt, Herborg Berndsen, Ingunn
Ericsdóttir.
Aftari röð frá vinstri:
Lóa S. Hjaltested, Berglind Gylfa-
dóttir, Hildur Þórðardóttir, Ásthild-
ur Þorvaldsdóttir, Hildur Hilmars-
dóttir, Draumey Aradóttir, Birgitta
Baldursdóttir, Rannveig Björnsdótt-
ir, Kristín Gísladóttir, Guðrún
Gunnarsdóttir, Ástríður Ástvalds-
dóttir, Linda H. Haraldsdóttir, íris
Bender, Matthildur Guðmundsdóttir,
Fjóla K. Ásgeirsdóttir, Kristín Berg
Pétursdóttir, Kristín Ingvadóttir,
Karolína S. Hróðmarsdóttir, Ásta S.
Helgadóttir, Jóhanna Hilmarsdöttir,
Unnur Pétursdóttir.
bær tvær urðu hlutskarpastar í forkeppninni um titilinn ungfrú
Reykjavík 1980. Til hægri er Ásdís Magnúsdóttir og Elisabet
Traustadóttir er til vinstri. Uðgm. DB.
Pétur var bundinn
við forsetastarf
„ÉG fékk engin boð um þennan
þingflokksfund. en þetta kvöld
var ég bundinn af þingstörfum.
þar sem ég stjórnaði fundi i
sameinuðu þingi allt kvöldið,“
sagði Pétur Sigurðsson alþingis-
maður. er hann gerði athuga-
semd við frétt Mbl. í gær af
þingflokksfundi sjálfstæð-
ismanna á mánudagskvöld, en i
fréttinni var þess getið að Pétur
hefði ekki getað sótt fundinn.
„Ég hefði svo sannarlega viljað
ræða skattamálin og freista þess
að fá menn til að finna aðra og
heppilegri niðurstöðu fyrir skatt-
greiðendurna í landinu,“ sagði
Pétur.
Sigluvík seldi í Grimsby
SIGLUVÍK frá Siglufirði seldi aflann og er meðalverð 532 krón-
119 tonn af fiski í Grimsby á ur fyrir hvert kíló. Uppistaðan í
mánudaginn. Fékk togarinn 63,3 aflanum var þorskur.
milljónir íslenzkra króna fyrir
FAG
Kúlu- og rúllulegur
TIMKEN
Keilulegur
H9M precision
“ Hjöruliðir
@nlinenlal
9
Viftureimar
Einnig eru tímareimar og tímakeðjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla. I
Stærsta sérverzlun landsins með legur, ásþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum urru
land allt.
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670