Morgunblaðið - 17.04.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 1 1
Kór Langholtskirkju
Á sama hátt og þróun tónlist-
ar í Evrópu, frá stofnun krist-
innar kirkiu á_4. öld og til loka
16. aldar, var nær eingöngu
byggð á kórsöng, eru fyrstu spor
íslendinga á sviði tónsmíði og
tónflutnings að mestu bundin
við kórsöng. Allveruleg kunnátta
í meðferð hljóðfæra er forsenda
góðs flutnings hljóðfæratónlist-
ar, en möguleikinn til flutnings
söngtónlistar er fyrir hendi ef
stjórnandinn er nægilega þolin-
móður, þó hver einstaklingur í
kórnum kunni lítið sem ekkert í
söng eða tónmennt. Nú hefur
tónmennt fleygt svo fram að til
er stór hópur söngmanna er
kunna vel til verka, enda eru
starfandi í landinu nokkrir kór-
ar, sem vel geta kallast fram-
bærilegir hvar sem er. Kór
Langholtskirkju, undir stjórn
Jóns Stefánssonar, hefur undan-
farið fengist við flutning stærri
tónverka, en það er einmitt í
átökum við erfið verkefni, sem
söngfólki vex áræði og hæfni,
auk þess sem góð tónlist veitir
dýpri ánægju, þegar til lengdar
lætur, en vinsæl skemmtitónlist,
sem öllum er tiltæk án nokkurr-
ar áreynslu í vinnu eða einbeitni.
Þessi skil eru mjög greinileg
hvað snertir mismun á kórum og
er ljóst að gott söngfólk dæmir
söngstjórana eftir viðfangsefn-
um, sem vissulega er að nokkru
rétt, því í markmiði stjórnand-
ans eru fólgin mörk kunnáttu
hans og hverjar kröfur hann
gerir til samstarfsmanna sinna
og því líklegt að nokkur sæmd sé
af samstarfi við slíkan mann.
Það er sem sagt ekki tilviljun
að kór Langholtskirkju er góður.
Hann er til vegna þess að stefnt
hefur verið að stærri markmið-
um en venja er hjá öðrum
kirkjukórum og stjórnandinn
hefur haft bæði þrek og kunn-
áttu til að standa undir þessu
starfi.
Vorverk kórsins að þessu sinni
voru tvær kantötur eftir J.S.
Bach, en með kórnum sungu
einsöng Signý Sæmundsdóttir,
Anna Júlíana Sveinsdóttir,
Garðar Cortes og Halldór Vil-
helmsson. Lítil kammersveit að-
stoðaði við flutning verkanna.
Fyrri kantatan nr. 8, Mildi Guð,
nær mun ég deyja, var sungin
við textaþýðingu eftir Kristján
Val Ingólfsson, sem víðast hvar
féll vel að tónlistinni, nema á
nokkrum stöðum í einsöngsþátt-
unum. Samleikur kórs og hljóm-
sveitar var ekki í góðu jafnvægi
hvað snertir styrk og flutningur
eins einsöngvara ekki nógu vel
æfður eða „stúderaður", svo
boðskapur verksins kom ekki til
skila í túlkun þeirra. „Er dauð-
inn kallar, hvar er þá skjól og
sálarró“,„Er hylur jörð mín bein
í skauti sínu“, „í ástarfaðminn
Guðs ég flý“ og verkinu lýkur
með lofsöng, þar sem dauðinn er
ekki endalok, heldur líf í „eilífu
ljósi og helgum friði". Seinna
verkið var Kantata nr. 39, Miðla
hinum hungruðu af brauði þínu
og hýs bágstadda og hælislausa
menn. í dag er þessi boðskapur
nær veruleikanum en nokkru
sinni fyrr í sögu mannkynsins,
fyrst og fremst vegna þess að nú
er séð fyrir að hægt sé að
fullnægja þörf allra íbúa jarðar-
mnar. Upphafskór verksins var
vel sunginn af kórnum enda
sérlega skemmtileg tónsmíð. Og
sem niðurlag ætiað tímanum í
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
dag, má tilfæra lauslega þýðingu
á lokakórnum í efnisskrá, en þar
stendur: „Sælir eruð þér, sem
líknið nauðstöddum og hafið
meðaumkun með bágstöddum.
Þér, sem liðsinnið með orðum og
gjörðum. Þér munið uppskera
hjálp og miskunnsemi."
Jón Ásgeirsson
Frá sýningu Leikfélags Sandgerðis. Fremst eru ómar Bjarnþórsson
og Kristján Guðjónsson.
„Möppudýragarður-
innusýndur
í Sandgerði
Sandgeröi, 15. apríl.
LEIKFÉLAG Sandgerðis frum-
sýndi sl. fimmtudag revíuleikrit-
ið „Möppudýragarðurinn“ eftir
Óttar Einarsson. Einnig voru 3
aðrar sýningar á revíunni hér í
Sandgerði um helgina við mjög
góða aðsókn.
Leikritið er í mjög léttum dúr
með allmiklum söng og skýrir það
frá raunum manns, Vermundar
forstjóra, í samskiptum við hið
svokallaða kerfi og gengur þar á
ýmsu. Alls koma 18 leikendur
fram í revíunni en aðalhlutverkið,
Vermund forstjóra, leikur Ómar
Bjarnþórsson. Fer hann á kostum
í hlutverkinu og er það álit
margra er sáu leikritið að hann
gefi mörgum atvinnuleikaranum
ekkert eftir.
Revíustjóri er Ólafur Gunn-
laugsson og stjórnar hann söngn-
um af röggsemi. Leikstjóri er
Aðalsteinn Bergdal, en leikmynd
gerði Hallmundur Kristinsson.
Ákveðið hefur verið að hafa 2
sýningar til viðbótar í Sandgerði
og eru lýkur á fleiri sýningum
víðar.
Jón.
Athugasemd
Tekið skal fram að þeir aðrir
aðilar, sem talað er um í frétt
blaðsins í gær um „Hús verslunar-
innar", eru: Kaupmannasamtök
Islands, Félag ísl. stórkaupmanna,
Bílgreinasambandið og Verslun-
armannafélag Reykjavíkur ásamt
Landssambandi ísl. verslunar-
manna.
KÓNGSBAKKI
Var að fá í einkasölu mjög fallega 4—5 herb. íbúö í
þriggja hæð stigahúsi við Kóngsbakka. íbúöin er 3
svefnherb., fataherb., þvottaherb., gott bað, stór
stofa, skáli og stórt eldhús. Geymsla í kjallara. Suöur
svalir. Sérstaklega vönduð eign.
Kjartan Reynir Ólafsson,
hæstaréttarlögmaður,
Háaleitisbraut 68, sími 83111.
mmm^^m—m^mammmmmmrnmmmmmm*
LAUGAVEGI47, BANKASTRÆTI 7
6.129