Morgunblaðið - 17.04.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
í óvissunni
Graham Greene: HINN MANN-
LEGI ÞÁTTUR. 297 bls. Haukur
Ágústsson íslenskaði. Almenna
bókafélagið. Rvík. 1980.
Graham Greene hefur ekki
fengið Nóbelsverðlaun. Menn
segja að skáldsögur hans séu of
reyfaralegar til að hann eigi
slíkan heiður skilið. Eigi að síður
hefur hann verið meira í sviðsljós-
inu en margt Nóbelsskáldið. Les-
endahópur hans hefur löngum
verið fjölmennur. Sennilega hefur
enginn enskur skáldsagnahöfund-
ur verið þekktari utan heimalands
síns síðustu þrjátíu til fjörutíu
árin. Þrátt fyrir reyfaraleg sögu-
efni hefur hann alltaf verið tekinn
alvarlega. Sögur hans fjalla í aðra
röndina um háalvarleg málefni.
Graham Greene hefur lag á að
höfða bæði til vinstri manna og^
frjálslyndra. Þess konar meðalveg
þræða fáir höfundar nú á dögum.
Ástæðan er meðal annars næmi
hans á smekk og hugsunarhátt
samtíðarinnar; hann finnur jafn-
an á sér hvað fólkið vill. Og fer
eftir því.
Aðalpersónan í þessari sögu er
enskur leyniþjónustumaður, starf-
andi í London. Áður starfaði hann
í Suður-Afríku. Þar kynntist hann
svartri konu — samneyti við hana
taldist þar um slóðir lögbrot —
smyglaði henni úr landi með hjálp
þarlends kommúnista og hefur nú
búið með henni í allnokkur ár í
Englandi. Hún á son, en leyni-
þjónustumaðurinn er ekki faðir
hans. Castle, en svo heitir leyni-
þjónustumaðurinn, á aftur á móti
hund sem Buller nefnist og leikur
hann verulegt hlutverk í sögunni.
Buller er enginn skemmtikraftur,
síður en svo. Hann slefar. Leyni-
þjónustumaðurinn hefur hann
ekki heldur sér til skemmtunar
heldur til — öryggis. Fyrri hluti
sögunnar líður við samfundi
Castles og ýmissa persóna þar sem
skrafað er um allt og ekkert, og þó
meira um ekkert. Hvað ætlar að
verða úr þessu? Hundrað og
fimmtíu síður um daginn og veg-
inn er ekki spennandi lestur. Þar
að auki er einhver firring yfir
söguhetjunum framan af. Þær
vinna, éta og sofa — af vana að
helst verður séð. Hugsjónir þeirra
og tilfinningar eru að sama skapi
hálfgufulegar.
Ýmislegt liggur þó í loftinu.
Castle leyniþjónustumaður er óró-
legur, kvíðir framtíðinni. Upp
kemst um »leka« frá stofnuninni.
Hver er þá sekur? Grunur fellur á
ungan mann. Honum er byrlað
eitur. Þá lekur ekki meira gegnum
hann. En lekinn heldur áfram. Að
lokum trúir Castle konu sinni,
svörtu, fyrir því að hann sé sjálfur
»undirferlismaður«. Þá fer sagan
á hreyfingu, tekur að gerast reyf-
araleg, Graham Green fer jafnan
hægt af stað, en vinnur á. Ætl
ég ekki að rekja söguþráðinn gerr
nema hvað samstarfsmenn Castl-
es uppgötva í sömu mund hvaðan
lekinn berst og er þá þegar tekið
að fylgjast með honum. Læt ég svo
hverjum og einum eftir að njóta
spennunnar það sem eftir er. Því
seinni hluti sögunnar er ekki
aðeins tilþrifameiri heldur líka
mun betri skáldskapur og á allan
hátt læsilegri.
Efnið er dæmigert enskt. Burg-
ess, McLean og Philby flýðu allir
til Moskvu eftir að hafa starfað
fyrir bresku leyniþjónustuna.
Upplýsingar þær, sem þeir komu
til húsbænda sinna austantjalds,
Bókmennllr
eftir ERLEND
JÓNSSON
ullu Bretum ekki alvarlegum bú-
sifjum. Hins vegar fóru þeir
kumpánar með traust Breta á
eigin leyniþjónustu. Menn tóku að
líta svo á að hún væri til lítils nýt
nema sem efniviður fyrir njósna-
sagnahöfunda sem aldrei virðast
munu þurrausa þann nægtabrunn.
Frá sjónarmiði venjulegs bresks
lesanda séð er raunsætt að líta svo
á að sérhver leyniþjónustumaður
geti jafnframt verið »undirferlis-
maður« og njósnari erlends ríkis.
Sagan af Castle þessum er því
sprottin úr breskum jarðvegi og
höfðar skiljanlega sterkar til
ensks lesanda en til að mynda
Islendings sem þekkir ekki njósn-
ara nema af erlendum fréttum,
kvikmyndum og skáldsögum.
Hvort maður hefur gaman af
þessari sögu fer meðal annars
eftir því hvernig hann metur
njósnarsögur sem slíkar. Fyrir
minn smekk er sagan einum of
langdregin og tæpast nógu lífleg
sem skemmtisaga fyrr en undir
lokin þegar líf færist loks í
mannskapinn. Grámi Lúndúna-
borgar svífur hér yfir vötnunum.
Framan af er of mikið um inni-
haldslaus samtöl en of lítið um
tilþrif.
Bætir ekki úr skák að erfitt er
að þýða skáldsögu af þessu tagi.
Enska og íslenska eru ólík mál,
talshættir mismunandi, tjáning
með ólíkum hætti. Það sem er
eðlilegt í munni Englendinga kann
að sýnast tilgerðarlegt, óeðlilegt
og — mér liggur vi að segja
þýðingarlegt þegar því hefur verið
snúið til íslensks máls. Það á t.d.
við um stutta málkæki sem eru
tamir í enskunni en verða óþjálir
þegar þeim hefur verið snúið á
íslensku. En þýðanda er vandi á
höndum því ekki er að ætlast til að
svona saga sé beinlínis staðfærð
eða efnið gert um of kunnuglegt,
hún þarf að halda sínum fram-
andleik að vissu marki. Vil ég
kalla að texti Hauks Ágústssonar
sé sæmilegur þrátt fyrir »brúð-
kaupsgjöf« (í stað brúðargjöf),
»jórturleður« og fleiri slíkar að
mínum dómi stirðlegar orðmynd-
ir.
í Djúpinn
Þjóðverji að nafni JÚRGEN
GENZEMANN sýnir grafík í
gamla kjallaranum hjá Elling-
sen, sem nú heitir DJÚPIÐ, og er
undir hinu ágæta veitingahúsi,
HORNINU við Hafnarstræti.
Það hafa verið nokkrar sýningar
á þessum stað, og hljómleikar
hafa einnig verið þarna, ef ég
veit rétt, er jass hafður þar í
miklum metum á síðkvöldum.
Þannig eru sameinuð tvö atriði
listar, hljómlist og myndlist.
Ekki verður annað sagt en að
þetta sé ágætt fyrirkomulag og
skemmtilegt. Mér er sagt, að
veitingamaðurinn á Horninu sé
potturinn og pannan í þessari
starfsemi, og væri gott, að sem
flestir notfærðu sér þá áráttu
gestgjafa til að bergja af brunni
menningarinnar.
Júrgen Genzemann mun vera
þekktur grafíker í heimalandi
sínu, og vekur það enga furðu, er
litið er á þau 20 verk, sem hann
sýnir í Djúpinu. Þar er handverk
eins og á að vera með þýskum og
mikil alúð lögð í frágang og
myndverk. Genzemann virð'.st
mikill rómantíker í sambúð v>5
náttúruna og notfærir sér g,-..m
ur og veðurfar til að koma
tilfinningum sínum til
Mynúllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
áhorfenda. Hann mun vera
menntaður umhverfismaður eða
réttara sagt vistfræðingur.
Garðyrkjumaður, er síðan sneri
sér að myndlist, og má drjúgum
sjá áhrif frá því í verkum hans.
Það er viss spenna og drama-
tískur kraftur í þessum verkum,
sem annars eru svo nosturlega
gerð, að jaðrar við, að þau verði
væmin. En hvernig sem á því
stendur, þá gengur þetta allt
saman og maður verður þess
vitandi, áður en varir, að hér er
á ferð listamaður, sem svo er
tengdur náttúru og hamförum
hennar, að ekki kemur til mála,
að hann geti tjáð hug sinn á
annan hátt en þann, er við blasir
á þessari sýningu. Titlarnir á
þessum verkum segja sína sögu:
Sólarupprás, Fjöllin í suðri,
Kvöldgola, Haust, Jónsmessu-
,’lÓtt.
Flest þau verk, sem Genze-
mann sýnir í Djúpinu, eru í lit,
og meðferð listamannsins á
sjálfum litatónunum er mjög
hæversk og gefur góða heild, en
skapar því mim. átök. Hér er
boginn ekki spenntur of hátt, en
meðalhófið valið til að koma
hlutunum til skila. í sjálfu sér er
þetta vandasamt verk. Engu má
muna, að hlutirnir verði „banal-
ir“ eins og sagt er á fráleitri
íslensku. En það er ekki í fyrsta
skipti, sem útlend sletta er notuð
í skrifum um myndlist hér á
landi, en ég finn ekki í augna-
blikinu annað orð. Það er nota-
legt þarna í Djúpinu og
skemmtilegt. Ég þakka fyrir
stutt innlit og læt lokið þessu
skrifi.
Bókmenntatímarit lifa enn
Flest bókmenntatímarit eiga
sér stutta sögu. Það hefur til
dæmis gengið fremur illa hjá
Gyldendal forlagi í Danmörku að
halda úti góðu tímarit um bók-
menntir. Síðasta tilraunin á því
sviði var Fælleden, tímarit sem
ungir rithöfundar stýrðu og var í
senn fjölbreytt og áhrifamikið við
mótun nýrrar stefnu í bókmennt-
um.
Við skulum vona að nýjasta
bókmenntatímarit Gyldendal sé
ekki aðeins tilraun heldur muni
því auðnast að ná nokkrum aldri.
Chansen nefnist ritið og eru
ritstjórar þess Inger Christensen
og Pil Dahlerup. Ætlunin er að
Chansen komi út sex sinnum á ári.
Nú eru komin út fjögur tölublöð.
Það sem vekur athygli þegar
þessu nýja tímariti er flett er hve
mikil áhersla er lögð á fagurbók-
menntir og heimspeki. Félagsleg
umræða er vitanlega í ritinu, en
mínna ber á henni en í öðrum
skandínavískum tímaritum af
þessu tagi. Ritið er í vönduðum
búningi. Hvert tölublað er ríku-
lega myndskreytt og er hið fjórða
í röðinni með teikningum eftir
Palle Nielsen.
Chansen hefst afsjö ljóðum eftir
Henrik Nordbrandt, en ljóð hans
eru í klassískum anda og yrkisefn-
in eins og löngum áður hjá honum
flest sótt til Grikklands. í einu
ljóðanna sem nefnist Beðið eftir
bréfi yrkir skáldið um fegurð
þeirra bréfa sem aldrei eru send:
„Komdu og segðu mér frá öllum
þeim bréfum sem þú hefðir viljað
senda mér“. En jafnvel klassískt
skáld eins og Henrik Nordbrandt
getur orðið pólitískt því að hann
yrkir bölsýnt kvæði í tilefni þess
að Grikkland gekk í Efnahags-
bandalagið: „Grikkland hefur
geislað frá sér svo mikilli birtu að
það er að lokum orðið blint".
I Chansen er jafnan bók-
menntaþáttur þar sem fjallað er
um ljóð sem orðið er sígilt og að
þessu sinni skrifar Tove Pilgaard
um Sorg konungsins eftir Edith
Södergran. Einnig er birt ljóð
eftir samtímaskáld að eigin vali
skáldsins og skáldið fengið til þess
að skýra tilgang ljóðsins. Síðan
segir gagnrýnandi álit sitt á sama
ljóði. I því blaði sem hér er fjallað
um er Nanna Jeiner í hlutverki
skáldsins og Marie-Louise Svane í
hlutverki gagnrýnandans.
Um samfélagsmál og heimspeki
rökræða Karen Nicolajsen og Per
Aage Brandt í formi bréfaskipta
og er óvenju hreinskilnislega tekið
á hlutunum. Tor Nörretrander
fræðir lesendur um kenningar
Frakkans René Thom sem er
stærðfræðingur og hefur áhrifum
hans á samtímann verið líkt við
það sem Isaac Newton kom til
leiðar með verki sínu Principia
1687.
Karen Nicolajsen skrifar um
Roland Barthes og „gleði textans"
sem þessi franski bókmennta-
frömuður er kunnur fyrir. Hún
birtir líka sýnishorn þess sem
Barthes hefur skrifað um þetta
efni, en gerir sér ljóst að Barthes
muni varla fá mikinn hljómgrunn
meðal Dana. Fagurfræði hans og
heimspeki eru í mótsögn við það
sem venjulegast er í þessu efni í
Danmörku.
Meðal efnis sem má hafa gaman
af í Chansen er ritdómur eftir
Suzanne Brögger um danska þýð-
ingu skáldsögu De Sade: Justine.
De Sade samdi Justine tveimur
árum fyrir stjórnarbyltinguna
miklu í Frakklandi, en þótt hann
sé byltingarmaður að vissu marki
er það ekki mannúð samkvæmt
hefðbundum skilningi sem hann
boðar heldur frelsi langana okkar
og girnda. Og Suzanne Brögger
virðist himinlifandi yfir þörf hans
til að spilla konum og „óhreinka"
þær.
Chansen sker ,sig úr öðrum
bókmenntatímaritum að því leyti
að birta framhaldssögu. Sagan
nefnist á frummálinu Kein Ort,
Nirgends og er eftir austurþýsku
skáldkonuna Christa Wolf. Bókin
sem kom út 1979 hefur vakið
mikla athygli, enda fjallar hún um
örlög tveggja kunnra skálda,
Bókmennllr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Heinrichs von Kleist og Caroline
Gúnderode sem bæði fyrirfóru sér
á unga aldri. Þetta er söguleg
skáldsaga án þess að vera um of
háð fyrirmyndum.
I Newcastle eru gefin út mörg
tímarit um bókmenntir og listir.
Eitt þessara rita er nú að verða
meðal þekktari bókmenntatíma-
rita í enskumælandi heimi. Það
heitir Stand, útg. Stand, 19 Hald-
ane Terrace, Newcastle upon
Tyne, NE2 3AN. Ritstjórinn er
skáldið Jon Silkin, en aðrir í
ritstjórn Loma Tracy, David Wise
og David McDuff. Sá síðastnefndi
er íslendingum að góðu kunnur,
dvaldist hér við nám í íslensku og
hefur þýtt íslenskar bókmenntir.
Stand virðist mér ákaflega
breskt tímarit, ef það segir þá
nokkuð. Einkum gildir þetta um
nýjasta tölublað þess sem helgað
er skáldum sem af eigin raun
kynntust fyrri heimsstyrjöld.
Grein er í blaðinu um Isaac
Rosenberg sem féll 1918 og
Wilfred Owen sem féll sama ár.
Rosenberg er meðal þeirra skálda
sem hafa fengið nokkra endur-
reisn á síðari árum, en hann var
aðeins 27 ára þegar hann lést.
I Stand er leitast við að kynna
nýja ljóðlist hvaðanæva að úr
heiminum þótt varla komi það á
óvart að þessu sinni að lesa í
þýðingum ljóð eftir jafn kunn
skáld og Giuseppe Ungaretti og
Eugenio Montale frá Ítalíu, Alex-
ander Blok og Maríu Tsvetayevu
frá Rússlandi eða Frakkann Jean
Follain. Þá finnst mér meira um
vert að lesa ljóð austurþýskra
skálda í enskum þýðingum í fyrsta
tölublaði þessa árs og sömuleiðis
þýðingu eftir David McDuff á ljóði
eftir Rússann Jósef Brodskí.
Ljóst er að Stand hefur haft
gildi sem tengiliður milli Eng-
lands og Bandaríkjanna, enda
hafa mörg bandarísk skáld fyrst
verið kynnt fyrir enskum lesend-
um í Stand. Meðal þessara skálda
má nefna Robert Bly.
Stand birtir umsagnir um bæk-
ur, einkum ljóðabækur og oft
hressilega umræðu um bókmennt-
ir og samfélag eins og sjá má í
nýjustu tölublöðum þess. Oft eru
líka góðar smásögur í Stand.
Þegar á allt er litið er tímaritið
meðal þeirra sem ómissandi eru
fyrir þá sem vilja fylgjast með
enskum bókmenntum og fá nasa-
sjón af því sem er að gerast utan
landamæra Englands.