Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 16

Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1980 Flora Lewis höfundur þeirrar greinar, sem hér birtist hefur nýlega ver- ið skipuö eftirmaður Cyrus L. Sulzberger, sem lengi var helsti dálkahöfundur The New York Times um utanrík- ismál með búsetu í París. Flora Lewis hefur um árabil veriö fréttarit- ari blaös síns í París og skrifar greinar sínar þaöan. Hér fjallar hún um þær hræringar, sem nú veröur vart í kommún- istaflokkum Evrópu vegna fyrirhugaðrar ráöstefnu þeirra í París undir lok þessa mánaö- ar. Telur húnraö raun- verulegur tilgangur hennar sé af hálfu Sov- étríkjanna aö skilja hafrana frá sauöunum og mynda nýja samfylk- ingu þeirra kommún- istaflokka, sem skilyrö- islaust sýni Kremlverj- um undirgefni. sjötta áratuginn. En Velyko Micunovic, sem var sendiherra Júgóslava í Moskvu á þeim tíma, hefur nýlega ritað í ævisögu sinni um það, hve fljótur sjálfur Krútsjoff var til þess að reyna að koma á fót nýjum valdasam- tökum, sérstaklega strax eftir blóðbaðið í Ungverjalandi 1956. Júgóslavar, Italir, Spánverjar og Rúmenar héldu, að þeir hefðu afgreitt málið í eitt skipti fyrir öll á ráðstefnu evrópskra komm- únista í Austur-Berlín 1976, þeg- ar „sjálfstæði" hvers einstaks flokks var viðurkennt. En nú skýtur málinu upp á nýjan leik. Svo virðist sem ýmsir hafi gengið hikandi til þess leiks, sem nú er að byrja. Pólski leiðtoginn, Edward Gierek, hefur endurtek- ið tillögu sína um fund ríkis- stjórna Austur- og Vestur- Evrópu í Varsjá til að ræða afvopnun, sem gefur til kynna að ef til vill sé ætlunin að breikka „friðarsveitina" fremur en þrengja. Og eftir að fyrsta til- kynningin um flokksráðstefnuna í París hafði verið gefin út, hóf franska kommúnistablaðið l’Humanité að birta — á inn- síðum — greinar, sem sögðu, að þetta yrði ekki raunveruleg „ráðstefna", hún myndi aðeins fjalla um þær ógnir (bandarísk- ar), sem nú beindust gegn friði, en ekki innri flokksmál og sam- Kremlverjar krefjast undirgefni í Evrópu Það verður æ greinilegra, að ráðamenn í Moskvu hafa markað þá ótviræðu stefnu að sýna Vesturlöndum í tvo heimana, jafnvel þótt ný forystusveit taki við völdum af Brezhnev gengn- um. Nýjustu vísbendingarnar um þetta hafa komið fram hjá kommúnistaflokkum í Austur- Evrópu. I samvinnu við Pólverja hefur franski kommúnistaflokk- urinn boðað alla evrópska kommúnista til ráðstefnu í París 28—29. apríl í því skyni að út verði gefið almennt „ávarp um frið og afvopnun". ítalski flokkurinn hefur lýst því opinberlega, að hann ætli ekki að senda fulltrúa á fundinn, og talsmenn hans sögðu, að fundarefnið væri í raun að hvetja til baráttu gegn áformum Vesturlanda um að koma sér upp kjarnorkueldflaugum gegn sov- ésku SS-20 kjarnorkueldflaug- unum, sem beint er gegn Evrópu. Auk þess töldu Italir, að með ráðstefnunni væri stefnt að því að endurreisa alþjóðasamtök kommúnistaflokka, sem væru miðstýrð frá Kreml. Leiðtogi ítalskra kommúnista, Enrico Berlinguer, sem nú er í Kína, gaf til kynna, að mikilvægur klofn- ingur væri orðinn í röðum kommúnistaflokka. Hann telur sovésku valdhafana nú hættu- lega ógnun við heimsfriðinn og þeir séu á sama báti og „banda- rísku heimsvaldasinnarnir". Júgóslavar og Spánverjar hafa einnig neitað að taka þátt í Parísar-ráðstefnunni, sem boðað var til af kommúnistaflokknum án minnsta samráðs við frönsku ríkisstjórnina. Aldrei fyrr hafa háttsettir kommúnistaforingjar nútímans komið saman til slíks fundar utan Sovétríkjanna eða fylgi- ríkja þeirra. Ráðamenn í Moskvu hafa lýst yfir stuðningi við ráðstefnuhaldiö í Prövdu, þeir hafa þannig látið af öllum tilraunum til að koma í veg fyrir frekari klofning meðal korfimún- istaflokkanna og með staðarval- inu gefið til kynna, að þeir líti á Frakkland sem einskonar hlut- laust svæði. Kvíðvænlegra er þó, að svo virðist sem- ákvörðunin um þessar pólitísku aðgerðir gegn Vestur-Evrópu hafi verið teknar í byrjun vetrar, þegar lagt var á ráðin um innrásina í Afganistan. Má ráða þetta af upplýsingum um þær leynilegu viðræður, sem fram fóru, áður en boðið var til ráðstefnunnar. Vestur-evrópskir embættis- menn hafa búist við nýrri „frið- arsókn" af hálfu Sovétmanna síðan þeir réðust inn í Afganist- an. En ráðagerðirnar um ráð- stefnuna eru alls ekki í samræmi við sýndarmennsku, sem slíkri blíðmælgi í garð Vesturlanda fylgir. Þær minna miklu fremur á stormhviðurnar, sem leiddu til kalda stríðsins, en vinarhót slök- unarstefnunnar. Atburðarásin minnir helst á það, þegar Tító var rekinn úr Kominform 1948 og „friðarávarpið" var sent frá Stokkhólms-ráðstefnunni. Ein- Harkan eykst í garð Vesturlanda eftir Floru Lewis hvern tíma kunna sagnfræð- ingar og endurskoðunarsinnar að deila um það, hver það var, sem stuðlaði að þessum nýja afturkipp í samskiptum austurs og vesturs, og hver það var, sem greip til gagnráðstafana. Hitt er augljóst, að ráðamenn í austri eru að loka gluggahlerunum í vestur um óákveðinn tíma. Grip- ið hefur verið til áhrifamikilla stjórnmálaaðgerða til að skilja hafrana frá sauðunum, skipa þeim, sem sýna Moskvu skilyrð- islausa undirgefni í fylkingu í fjarlægð frá hikandi meðreiðar- sveinum, og á það bæði við um sósíalista sem kommúnista. Sov- éskur stjórnarerindreki í París sagði hreint út: „Á hættutímum verðum við að vita, hverjir eru vinir okkar.“ Þar að auki hafa ýmsar lykil- upplýsingar síast út úr Austur- Evrópu. Alvarlegur skortur er á neysluvörum í Austur-Þýska- landi, sömu sögu er að segja um Pólland eins og jafnan áður en þar magnast spennan stöðugt. Ibúar landanna hallast helst að því, að vegna hernaðaraðgerð- anna í Afganistan hafi orðið að þrengja að lífskjörum þeirra eða matvælum sé safnað til Moskvu vegna Olympíuleikanna þar í sumar, svo að unnt verði að hrífa gesti þar með glæsilegu vöruvali. Harðneskjan í garð andófs- manna eykst líka í öllum komm- únistaríkjunum í Evrópu. Ýmis- legt bendir til þess, að nú ráði kennisetning Stalínismans: „Sá, sem ekki er með okkur, er á móti okkur." Enginn annar en Nicolae Ceausescu leiðtogi rúmenska kommúnistaflokksins hefur sagt gestum frá Vestur-Evrópu, að hann hefði áhyggjur af því að hernaðarsinnarnir hafi náð traustum yfirburðum meðal þeirra, sem móta stefnu Sovét- ríkjanna. Og það er þessi harði kjarni, sem krefst aukins vígbúnaðar, sem ávallt hefur lagt áherslu á það að efla beri sameinaðan mátt kommúnism- ans gegn þeim röksemdum, að slökunarstefnan gefi meira í aðra hönd. Viðleitni Sovétmanna til að skipuleggja alþjóðlegan komm- únisma á þann veg, að hann sé undirgefinn undir sovéska stefnumörkun hefur þróast stig af stigi. Fyrst var Komintern stofnað, það var síðan lagt niður, þegar efnt var til samvinnu við Vesturlönd á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, skömmu eftir að henni lauk kom svo Kominform til sögunnar. Það var einnig lágt niður, þegar Nikita Krútsjoff leitaði sam- starfs við Júgóslavíu um miðjan skipti flokkanna, niðurstaða hennar þyrfti ekki endilega að vera bindandi fyrir alla þátttak- endur. Tass endurbirti þennan boðskap frá París. Italir, Spánverjar og Júgóslav- ar eru engu síður andvígir ráð- stefnunni. Svo virðist sem Rúm- enar og flokkarnir í Svíþjóð og Bretlandi hefi í hyggju að taka ekki þátt í henni. Boðskapur l’Humanité kann að vera saminn til að lokka þá. Þessar hræringar verða ekki metnar rétt nema menn geri upp við sig, hvernig kommúnistar líta á eðli og þróun heimsmála um þessar mundir. Franski kommúnistaleiðtoginn Georges Marchais telur, að nú hrjáist heimurinn vegna þess, að kapí- talistarnir séu að missa tökin og þess vegna sé rétti tíminn fyrir kommúnista að sýna, hvað í þeim býr. Svo virðist sem Marchais haldi með þessu á loft sjónarmiði ráðamanna í Moskvu pg hann hefur sagt Berlinguer í Ítalíu þessa skoðun sína. Slík viðhorf hafa áður heyrst frá Moskvu, þar hafa menn veðjað á „andstæður" og „hnign- un“ kapítalismans til að vinna málstað sínum fylgi. Fram til þessa hefur þessi misskilningur hvatt Vesturlönd til að sýna andstöðu í verki. Enn einu sinni kunna Kremlverjar að hafa rangt fyrir sér, en það eitt að þurfa að sýna fram á það sýnir, að Vesturlönd verða að takast á við alvarlega og langvinna hættu. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.