Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 18

Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRlL 1980 Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins: Hvers vegna greiddi Guðmund- ur J. atkvæði gegn stjórninni? Sl. miðvikudag var til umræðu og afgreiðslu í neðri-deild Alþing- is frumvarp ríkisstjórnarinnar um að hækka söluskatt úr 22% í 23,5% eða um tæplega 10 þús. millj. kr. á ári. Við aðra umræðu um kvöldið gerðust þau athyglig- verðu tíðindi, að þingmaður Al- þýðubandalagsins og formaður Verkamannasambands Islands, Guðmundur J. Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs til þess m.a. að taka undir ýmislegt í gagnrýni Alþýðuflokksins á hendur ríkis- stjórninni. Guðmundur sagði, eins og Al- þýðuflokkurinn, að skattahækk- anirnar væru ekki leið í baráttu gegn verðbólgu. Guðmundur sagði, eins og Al- þýðuflokkurinn, að ríkisstjórnin hefði átt að halda þannig á málum við gerð f járlaga, að þessi skattahækkun væri gerð óþörf og að hægt hefði verið að komast hjá henni. Guðmundur sagði, eins og Al- þýðuflokkurinn, að slikar skatta- hækkanir ættu eftir að framkalla enn verri hluti. Guðmundur sagðist ætla að láta ríkisstjórnina vita það, að til væru aðrir hlutir til lausnar á vanda en nýir skattar. Og Guð- mundur lýsti því afdráttarlaust yfir, að rikisstjórnin hefði ekki þingmeirihluta fyrir áframhald- andi skattahækkunum. Guðmundur J. Guðmundsson, þingmaður Alþýðubandalagsins og formaður Verkamannasam- bands íslands, fylgdi þessum um- mælum sínum eftir við 3. umræðu með því að brjótast frá öðrum stjórnarsinnum og greiða atkvæði með tillögu frá mér um að sölu- skattshækkunin félli úr gildi í árslok, en sú tillaga var rökstudd með því að söluskattshækkunin, sem þá hafði nýlega verið sam- þykkt við 2. umræðu, væri óþörf, ástæðulaus og bæri því að afnema við fyrsta mögulega tækifæri. Undir ræðu Guðmundar sátu flokksbræður hans á Alþingi fölir og fáir og þegar atkvæði hans féll með Alþýðufíokknum gegn ríkis- stjórninni við 3. umræðuna hefði mátt heyra saumnál detta í sal neðri-deildar Alþingis. Ríkisstjórn sem aðeins 2 mán. áður hafði tekið við völdum í landinu og þá talið sig hafa 22 stuðningsmenn í neðri-deild Al- þingis, átti við þessa atkvæða- greiðslu aðeins 19 stuðningsmenn eftir. Hvers vegna? Þessi tíðindi, ekki síst afstaða formanns Verkamannasambands Islands, hljóta að vera umhugsun- arefni fyrir launafólk í landinu, ekki síst þá launþega, sem stutt hafa Alþýðubandalagið með at- kvæði sínu. Hvers vegna tók fórmaður Verkamannasambands Islands, stærsta aðildarsambands Alþýðusambands íslands, þessa afstöðu í umræðum? Hvers vegna greiddi hann atkvæði gegn ríkis- stjórninni um tillögu mína? Guðmundur J. Guðmundsson hefur varið lífi sínu í baráttu fyrir málstað láglaunafólksins í þjóð- félaginu og hefur nú um nokkurt skeið verið oddviti samtaka þess. Frá stofnun Alþýðubandalagsins hefur hannr fylgt þeim flokki að málum, enda hefur þar verið að finna marga skoðanabræður hans og baráttufélaga. Alþýðubanda- laðið var lengi eitt af öflugustu baráttutækjum verkalýðshreyf- ingarinnar á hinum pólitíska vettvangi. Margir fremstu verka- lýðsforingjar landsins voru í for- ystusveit Alþýðubandalagsins og höfðu mikil áhrif á stefnu þess og störf. En hvað hefur breyst? Hvað hefur breyst svo, að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasamband Islands, stendur nú einn í ellefu manna þingliði Alþýðubandalagsins, og forseti Alþýðusambands Islands fellur í kosningum til æðstu valdastofn- ana flokksins? Það, sem hefur gerst, er, að með nýrri kynslóð hefur ný manngerð hafist þar til valda. Með kynslóða- skiptunum hefur Alþýðubanda- lagið ekki aðeins fengið nýtt andlit heldur líka nýtt innræti: Pólitískir farandsalar og flokka- flækingar með prófessoranafn- bætur, skordýrafræðingar, pappírstígrisdýr af Þjóðviljanum, hlaupastrákar úr Framsóknar- flokknum. Guðmundur J. Guðmundsson hefur sjálfur gefið þessari „nýju stétt“ nafn við hæfi. Hann kallar hana Gáfumannafélagið. Hann ætlast til þess að þegar það nafn er ritað fylgi því háðsmerki. Svona: Gáfumannafélagið (!) I ellefu manna þingflokki Al- þýðubandalagsins er nú aðeins einn maður, sem er virkur í réttindabaráttu láglaunafólksins. Hinir eru í Gáfumannafélaginu — flestir aðalfélagar, aðrir aukafé- lagar. Samherjarnir eru í Alþýðuflokknum En hvar eru þá samherjar Guðmundar J. Guðmundssonar á Alþingi? Þeir eru í þingflokki Alþýðuflokksins: Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verka- mannasambands Islands og for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur. Karvel Pálmason, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur og varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða. Jóhanna Sigurðardótt- ir stjórnarmaður í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. Fólk úr forystusveit samtaka láglauna- fólks á íslandi. Samherjar og baráttufélagar Guðmundar J. Guðmundssonar. Og meðal annarra þingmanna Alþýðuflokksins eru auk þessara menn, sem alist hafa upp í verka- lýðsbaráttu láglaunafólks og hafa drukkið í sig hugsjón þeirrar baráttu með móðurmjólkinni, þótt þeir hafi ekki aðstöðu til þess að geta starfað á vettvangi laun- þegasamtakanna. Er að undra þótt Guðmundur J. Guðmundsson finni sína sálufé- laga þarna en ekki í þingflokki Alþýðubandalagsins? Er furða þótt Guðmundur J. Guðmundsson sé sömu skoðunar og þessir menn þegar verkalýðshreyfinguna og þá greinir á við Gáfumannafélagið? Efnisleg rök En afstaða Guðmundar J. Guð- mundssonar byggðist á fleiru en tilfinningalegum rökum af þessu tagi — á fleiru en því, að hann fann til samstöðu með samherjum sínum úr kjarabaráttunni í þing- flokki Alþýðuflokksins. Guðmund- ur J. Guðmundsson hafði að sjálfsögðu einnig efnisleg rök fyrir þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði gégn ríkisstjórninni. Hver voru þau? Hann var minnugur þess að í athugasemdum með fjárlagafrum- varpi Ragnars Arnalds, sem AI- þingi hefur nýlega afgreitt, er fram tekið, að sú launamálastefna sé meginforsenda frumvarpsins, að á sama tíma og búist sé við að verðlag hækki um 46,5% á árinu 1980 megi laun ekki hækka nema um 42%. Þannig boðar Gáfu- mannafélagið þá stefnu þegar kjarasamningar alls launafólks í landinu eru lausir, að kaupmáttur launa eigi að skerðast á árinu um 4,5% og setur þá kjaramálastefnu Sighvatur Björgvinsson fram sem eina af meginforsendum sjálfs ríkisbúskaparins. Guðmundur J. Guðmundsson var líka minnugur þess, að ríkis- stjórnin með aðild hins nýja Alþýðubandalags hafði hækkað útsvör um 10% frá gildandi lög- um, en sú aðgerð ein mun valda 0,9% rýrnun á kaupmætti launa á árinu 1980 til viðbótar við þá kaupmáttarrýrnun sem að framan var getið. Hann var einnig minnugur þess, að ríkisstjórnin með aðild hins nýja Alþýðubandalags hafði lagt fram á Alþingi frumvarp um skattstiga við álagningu tekju- skatts, þar sem gert var ráð fyrir því að skattbyrði einstaklinga í tekjuskatti ykist úr 13,4% af tekjum greiðsluárs eins og hún var árið 1979 í 14% á árinu 1980. Þessi aðgerð ríkisstjórnarinnr ein út af fyrir sig mun rýra kaupmátt launa um u.þ.b. 1,6% á árinu. Guðmundur J. Guðmundsson hafði það einnig í huga, að ríkis- stjórnin hafði lagt til, að hækka söluskatt um 10 milljarða króna og flugvallargjald um helming, en alla þá skattahækkun þarf launa- fólk að bera alls óbætta þangað til næstu vísitölubætur hafa verið greiddar og sumt lengur. Guðmundur J. Guðmundsson var líka minnugur þess, að ríkis- stjórnin með aðild hins nýja Alþýðubandalags hafði samþykkt 8% gengisfellingu á einu bretti; þar af eru 3% þegar komin til framkvæmda; til viðbótar við ört gengissig þannig að á fyrstu 3 mán. núverandi ríkisstjórnar mun gengið falla af hennar völdum um yfir 11%. Allar þessar síðasttöldu að- gerðir — útsvarshækkun, tekju- skattshækkun, hækkun á flug- vallargjaldi, hækkun á sölu- skatti, gengisfelling — mun valda kaupmáttarrýrnun á árinu 1980 um 3—4% til viðbótar þeirri kaupmáttarrýrnun, sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi Ragnars Arnalds. Með þessum hætti hefur ríkis- stjórnin með aðild hins nýja Alþýðubandalags nú þegar ráð- gert að skerða laun alls almenn- ings í þessu landi um 7,5—8,5% á árinu 1980 og eru þó öll kurl enn ekki til grafar komin. Þegar alþingismaðurinn Guð- mundur J. Guðmundsson, forystu- maður samtaka láglaunafólks á Islandi, greiddi atkvæði gegn ríkisstjórninni og Gáfumannafé- lagi Alþýðubandalagsins sl. mið- vikudagskvöld þá hafði hann þess- ar aðgerðir í huga — aðgerðir sem heita umbúðarlaust kauprán á mæltu máli. Þegar umræðurnar um sölu- skattshækkunina fóru fram á Al- þingi s.l. miðvikudag lágu á borð- um þingmanna harðorð mótmæli við stefnu ríkisstjórnarinnar frá samtökum launafólks — Alþýðu- sambandi íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Eins og fram kom í þeim mótmælum var ljóst að ágreiningur var risinn milli verkalýðshreyfingarinnar og Gáfumannafélagsins í Alþýðu- bandalaginu. Tíu af ellefu þing- mönnum Alþýðubandalagsins tóku afstöðu með Gáfumannafé- laginu á móti verkalýðshreyfing- unni í þeim ágreiningi. Aðeins einn þingmaður Alþýðubandalags- ins, Guðmundur J. Guðmundsson, reyndi að virða hvorttveggja í senn — hollustuna við sinn gamla flokk með hinu nýja innræti annars vegar, og hins vegar að varðveita trúnað við umbjóðendur sína, láglaunafólkið í landinu með samstöðu við Alþýðuflokkinn. Guðmundur J. Guðmundsson, alþingismaður Alþýðubandalags- ins, er sammála þvi áliti íslenskr- ar verkalýðshreyfingar, að með skattastefnu ríkisstjórnarinnar og afgreiðslu skattafrumvarpa henn- ar sé ekki aðeins verið að hella olíu á verðbólgueldinn og rýra að ástæðulausu kjör almennings, heldur einnig verið að torvelda gerð kjarasamninga. Guðmundur J. Guðmundsson vildi ekki bera ábyrgð á slíku. Þess vegna greiddi hann atkvæði gegn ríkisstjórninni í neðri-deild Alþingis sl. miðviku- dagskvöld en með Alþýðuflokkn- um. Það er umhugsunarvert fyrir íslenskt láglaunafólk, að þar stóð Guðmundur J. Guðmundsson uppi sem eini Alþýðubandalagsþing- maðurinn sem þá afstöðu hafði. Hvar voru hinir tiu? Haraldur Blöndal: Finnst skátum rétt að hafa fé af litlum börnum? Nokkur undanfarin ár hafa skátar í Reykjavík haldið skemmtanir á sumardaginn fyrsta og hafa haft af því nokkurt fé. Er ekki nema gott eitt um það að segja. Skátarnir leggja talsverða vinnu í að reisa tjöld í miðbænum og selja þar pylsur og kók og annað sælgæti og blöðrur til þess að mynda stemmningu, en lúðrasveit skemmtir á einum stað, og annars staðar er stiginn dans. Þannig verður ys og þys og hver skemmtir sér sjálfur, en mest er þó um vert, að börnin losna við hin leiðinlegu uppeldisatriði, sem kölluð eru skemnitun fyrir börn á 17da júní. Skátar gera sér ennfremur fé úr sumardeginum fyrsta með því af afnema íslenzku krónuna en nota eigin mynt — sumarkrónu. Hún er seld börnum á töluvert hærra verði en íslenzka krónan og var gengið í fyrra að ég held 1:100. Þessi skátamynt er síðan nothæf til þess að greiða fyrir ýmsa skemmtan, eins og t.d. að henda blautri tusku framan í Haraldur Blöndal fórnfúsan dróttskáta, að skvetta vatni á sjálfan sig, slökkva á kerti með vatnsbyssu, skjóta niður dósir, fara í kúluspil eða láta spá fyrir sér. Mörg börn kaupa margar sumarkrónur til að eiga, ef eitthvað óvænt ber fyrir augun, en með því að stundum er kalt og biðraðir eru langar og eldri börnin troða sér fram fyrir þau yngri, þá vill oft henda, að þeim sé orðið kalt og vilji fara heim áður en öllu er eytt. Og þá kemur babb í bátinn. Skátarnir vilja nefnilega ekki kaupa sumarkrónurnar sinar til baka og þannig tapa mörg lítil börn aurunum sínum. Fyrir nokkrum árum gerði ég athugasemd við þessa afstöðu við einn skátaforingja, og ég fékk þau svör, að þetta væri ekki mikið hjá hverjum og einum, og þar fyrir utan væri málstaður- inn góður. Má vera. Hins vegar eiga lítil börn, söm fengu aura í sumargjöf frá frænku eða afa og ömmu, ósköp erfitt með að skilja þetta sjónarmið. Eg vil þess vegna mælast til þess við skátahöfðingjann, að hann banni þessar sumarkrónur nú á sumardaginn fyrsta. Haraldur Blöndal, lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.