Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
Hitaveita stofn-
uð í Hjaltadal
Frá norrœna fóstrunámskeiðinu að Ilótel Loftleiðum.
Ljósm. Mbl. Rax.
Norrænt fóstrunám-
skeið í Reykjavík
NORRÆNT fóstrunámskeið
er haldið þessa dagana á
Hótel Loftleiðum, en því lýk-
ur í dag. Þátttakendur eru
120 talsins, þar af 30 íslend-
ingar.
Dagskrá námskeiðsins er
með því sniði, að deginum er
skipt niður í fyrirlestra og
hópvinnu, auk þess sem farið
er í heimsóknir á dagvistun-
arheimili.
29.158 atvinnu-
leysisdagar
í janúar, febrú-
ar og marz
FYRSTU þrjá mánuði ársins
voru skráðir 29.158 atvinnuleys-
isdagar á landinu öliu, sem er
15.353 dögum færra en á sama
tíma í fyrra, en þá voru skráðir
44.511 atvinnuleysisdagar í janú-
ar, febrúar og marz.
I janúar sl. var fjöldi atvinnu-
lausra á skrá 651, í febrúar 473 og
345 í marz, eða alls 1.469 en fyrstu
þrjá mánuðina í fyrra var fjöldi
atvinnulausra á skrá 2.130.
Fyrirlesarar á námskeiðinu
eru níu talsins.
Ulla Britta Bruun frá Sví-
þjóð flytur erindi um dag-
vistarheimili frá hugmynda-
fræðilegu sjónarmiði.
Björn Eriksson frá Dan-
mörku flytur erindi um áhrif
stjórnmála á þróun dagvist-
arheimila.
Gunnel Holmström Finn-
landi flytur erindi um hvert sé
álit samfélagsins og fjölskyld-
unnar á dagvistarheimilum.
Frá Noregi koma tveir fyrir-
lesarar, þeir Peter Ville og Per
Linge. Munu þeir hafa sam-
vinnu í flutningi erindis síns
og nefna það: „Dagvistarheim-
ili sem skapandi uppeldisum-
hverfi".
Af íslands hálfu hafa 4
^slenskar fóstrur unnið að
erindi er þær kalla: „Mismun-
andi sjónarmið á uppeldislegu
starfi á dagvistarheimilum á
íslandi". í starfshópnum eru:
Heiðdís Gunnarsdóttir, Sigur-
laug Gísladóttir, Sigríður
Stefánsdóttir og Sólveig Ás-
geirsdóttir.
Geitaskarði. 16. apríl.
AÐALFUNDUR veiðifélags
Vatnsdalsár var haldinn í Flóð-
vangi 11. april sl. Teitur Eyj-
ólfsson flutti erindi á fundinum
um ræktun árinnar. en hann
hefur kannað seiðamagn á
vatnasvæðinu ofan laxgengra
fossa. í erindi hans kom fram,
að burðarás laxaræktar í
Vatnsdalsá er að sleppa sumar-
öldum seiðum í kvíslar og
seftjarnir, þar sem laxfiskur er
ekki fyrir.
Gísli Pálsson formaður stjórn-
ar Hólalax hf., sem er félag
veiðiræktareigenda í Húna-
vatnssýslum og Skagafirði, upp-
lýsti að daginn áður hefði verið
undirritaður sameignarsamning-
ur um stofnun og rekstur hita-
veitu í Hjaltadal. Ragnar Arn-
alds fjármálaráðherra undirrit-
aði samninginn fyrir hönd
ríkissjóðs, Matthías Eggertsson
fyrir hönd Hólahrepps og Gísli
Pálsson fyrir hönd Hólalax hf.
Þeir síðarnefndu undirrituðu með
fyrirvara um samþykki umbjóð-
enda sinna. Eignarhlutföll eru:
Hólahreppur 6%, Hólalax hf.
50% og rikissjóður 44%. Veitan
er frumhönnuð og gert ráð fyrir
að hún verði lögð í sumar, en það
er þó háð gerð lánsfjáráætlunar.
Fjölhönnun hf. annast hönnun og
áætlanagerð við veituna.
Lýður Björnsson og fleiri
Reykvíkingar hafa annað og
fjórða svæði árinnar á leigu
næstu tvö ár. Leigan er 35.500.000
krónur fyrir árið 1980, auk þess
sem leigutakar greiða viðhald og
rekstur Flóðvangs og kostnað við
að breyta olíukyndingu í rafhit-
un. Leigðar verða sex stangir
samtímis í ánni á þessum tveim-
ur svæðum.
Ágúst.
Stofnfundur Fiskeldis hf. í kvöld:
Stofnf élagar úr
50 byggðarlögum
— hlutafé orðið meira en 100 milljónir króna
STOFNFUNDUR félags áhuga-
manna um fiskeldi hér á landi,
Fiskeldi hf., verður haldinn á
Hótel Sögu, Súinasai, klukkan
20.30 í kvöld. Undanfarið hefur
söfnun stofnfélaga átt sér stað en
einnig geta menn gerst stofnfé-
lagar á stofnfundi í kvöld.
Hilmar Helgason, sem er einn
þeirra sem unnið hafa að undir-
búningi stofnunar félagsins, sagði
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær, að undirtektir
landsmanna hefðu verið mjög góð-
ar. Alls hefðu á sjöunda hundrað
manns skrifað sig á lista úr um
fimmtíu byggðarlögum á landinu,
og hlutafé sagði hann þegar vera
orðið um 100 milljónir króna.
Lágmarksupphæð sem hver stofn-
félagi getur lagt fram er 100
þúsund krónur, en stærsta aðilann
til þessa kvað Hilmar hafa lagt
fram fimm milljónir króna.
Þá kvað Hilmar allmörg félög
og fyrirtæki hafa sýnt stofnun
félagsins áhuga, svo sem fyrirtæki
á markaðs- og flutningasviði.
Mætti þar meðal annars nefna
Hafskip, SÍS, SH og fleiri. Þessi
fyrirtæki biðu hins vegar eðlilega
eftir stofnfundinum og því að
stjórn yrði kjörin, stefnan mörkuð
og markmið skilgreind.
Stofnfélagar munu þurfa að
greiða 25% hlutafjár innan hálfs
mánaðar frá stofnfundi en af-
ganginn innan tveggja ára eftir
því sem síðar verður ákveðið og
tilefni þykir gefast til.
Hilmar sagði að lokum, að
stjórnarkjör yrði á dagskrá fund-
arins í kvöld og ætti hann von á að
tillaga undirbúningsnefndar
myndi vekja mikla athygli. Þar
væri stungið upp á til stjórnarsetu
mörgum kunnum mönnum í at-
vinnulífi hér á landi, mönnum,
sem kunnir væru að því að geta
tekið til höndunum.
Peysufata-
dagur upp á
gamla móðinn
NEMENDUR fjórða
bekkjar í Verzlunarskóla
íslands héldu hátíðlegan
peysufatadaginn í gær
eins og þeir hafa gert
árlega í áratugi. Fjöl-
menntu nemendur um
bæinn og komu víða við,
auk þess sem dagamunur
var gerður í skólanum.
Piltarnir klæddust kjól-
fötum og skörtuðu að
sjálfsögðu tilheyrandi
pípuhatti, en stúlkurnar
voru þjóölegar í peysuföt-
um með rós í barmi.
Sjálfsagt hefur einhver
amman þurft að sjá af
djásnum sínum þennan
dag eða þá að piltarnir
hafa leitað til feðra sinna
og afa. Meðfylgjandi
myndir eru teknar í mið-
bænum í gær og sannar-
lega settu nemendur
Verzlunarskólans svip
sinn á bæinn.