Morgunblaðið - 17.04.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
23
Danska konungsfjölskyldan veifar af svölum Amalienborgarkastala til mannfjölda er þar safnaðist
saman í gær í tilefni fertugsafmælis Danadrottningar. Á myndinni eru (fv.) Jóakim prins. Margrét
drottning, Friðrik krónprins og Henrik prins. Simamynd-AP.
Eining á ný með
ítölskum og kínversk
um kommúnistum
Pekiní? 15. apr. AP.
ÍTALSKIR og kínverskir kommún-
istar hafa nú tekið á ný upp
samskipti eftir fimmtán ára fáleika
og jafnvel úlfúð. Enrico Berling-
uer, formaður italska kommúnista-
flokksins, sem hefur verið í Peking
siðustu daga ásamt sendinefnd frá
ttaliu. greindi frá þessum endur-
nýjuðu tengslum, er komið var af
fundi Hua Kuo-fengs formanns
kínverska kommúnistaflokksins i
í loftbelg til
Afríku frá Spáni
Algeciras, Spáni, 16. apríl. AP.
SPÆNSKUR sjónvarpsfrétta-
maður, Jesus Gonzales Green, fór
fyrstur manna yfir Njörvasund
milli Evrópu og Afríku í loftbelg í
dag.
Green fór frá Tarifa, syðsta odda
Spánar, og lenti í spænska landskik-
anum Ceuta á norðurströnd Mar-
okkó eftir tveggja tíma ferð.
Spænskt varðskip og þyrla fylgdust
með honum.
Green tilkynnti í 1.500 metra hæð
að hann sæi sovézka flotadeild undir
forystu flugvélamóðurskips á sigl-
ingu á sundinu.
dag. >Það var eins og ekkert hefði
gerzt — eða komið upp á siðan við
hittumst síðast,“ sagði varafor-
maður flokksins, Giancarlo Paietta,
fagnandi við blaðamenn. Hann
sagði að fullkominn einhugur hefði
verið rikjandi milli aðila um að
koma samskiptum þeirra aftur i
eðlilegt vináttuhorf.
í hófi sem Hua formaður hélt
ítölsku gestunum fór hann lofsam-
legum orðum um „jákvæðan skerf
ítalska kommúnistaflokksins í bar-
áttunni gegn fasismanum" og taldi
mikilsvert hversu forystumenn
ítalska kommúnistaflokksins hefðu
jafnan lagt sig fram um að vinna í
þjóðarþágu og reynt að efla einingu
öreiga allra landa. Væri mikils um
vert að ítalski flokkurinn héldi til
streitu sjálfstæði sínu á leiðinni til
sósíalismans. Þá notaði Hua tæki-
færið til að gagnrýna sovézka
kommúnista að venju, en vék ekki að
upphafi þess að vinslit urðu með
flokkunum.
Berlinguer og sendinefnd hans
hefur verið vel fagnað og þeir farið
víða. Á fimmtudag munu þeir hitta
Deng varaformann að máli og síðan
verður farið í ferðalag til Shanghai
og víðar.
vj
-r V
Vec Akureyri \ur 5 skýjað
Amsterdam 21 heiðríkt
Aþena 23 heiðríkt
Barcelona 15 skýjaö
Berlín 21 heiðríkt
BrUssel 20 heiöríkt
Chicago 7 heiðríkt
Oyflinni 10 rigning
Feneyjar 14 skýjað
Frankfurt 22 heiörikt
Helsinki 12 skýjaö
Jerúsalem 15 heiðríkt
Jóhannesarborg 24 heiöríkt
Kaupmannahöfn 17 heiðríkt
Líssabon 15 heiðríkt
London 22 heiöríkt
Los Angeles 27 heiðríkt
Madríd 13 heiöríkt
Mallorca 19 skýjað
Malaga 19 skýjað
Miami 22 heiðrikt
Moskva 0 heiðríkt
New York 18 skýjað
Ósló 15 heiðríkt
Parls 18 skýjað
Reykjavík 4 skýjað
Rio de Janeiro 32 rignina
Rómaborg 16 skýjað
Stokkhólmur 15 heiðrikt
Tel Aviv 20 heiðríkt
Tókýó 11 skýjað
Vancouver 14 skýjað
Vínarborg 17 heiðrikt
Maraþonfundir
um Palestínu
Washington. 16. apríl. AP.
MENACHEM Begin. forsætisráð-
herra ísraels, og Jimmy Carter
forseti tilkynntu í dag að Egyptar
og ísraelsmenn mundu þegar í
stað hefja maraþon-viðræður um
pólitíska framtíð Palestínu-Araba
á herteknum svæðum ísraels-
manna til að freista þess að ná
samkomulagi fyrir 26. maí sem
var sá frestur sem var settur í
samkomulaginu í Camp David.
Carter. sagði að Bandaríkjamenn
mundu taka fullan þátt í viðræðun-
um, sem fara fram jöfnum höndum
í Egyptalandi og Israel. Það er í
samræmi við tillögu sem Begin
kom fram með við komuna -til
Washington og Carter sagði að
bæði hann og Anwar Sadat
Egyptalandsforseti hefðu sam-
þykkt hina nýju áætlun.
Sadat og Carter munu hafa verið
því hlynntir að viðræðurnar færu
fram í Washington þar sem Banda-
ríkjamenn gætu beitt báða aðila
þrýstingi til að ná samkomulagi.
Þátttaka Bandaríkjamanna í
maraþonviðræðunum virðist eiga
að tryggja Carter og fulltrúum
hans þau áhrif em þeir hafa sótzt
eftir.
Fyrst í stað kom ekkert fram
sem benti til þess að samkomulag
hefði tekizt um lausn grundvallar
ágreiningsmála varðandi framtíð
Palestínu-Araba. En Carter sagði
að viðræðurnar hefðu verið „mjög
jákvæðar og mjög árangursríkar".
Hann sagði að svipaðir fundir með
Sadat í síðustu viku hefðu gert
kleift að bera kennsl á málin og
sundurgreina hugsanlegan ágrein-
ing Egypta og Israelsmanna.
Begin sagði að viðræðurnar
hefðu verið „mjög alvarlegar" en
vildi ekki nota orðið „vinsamlegar“
eða „hreinskilnar" þar sem þau
væru oft túlkuð þannig að ágrein-
ingur hefði ríkt. Hann kvaðst telja
að þetta hefðu verið „mjög góðar
viðræður", að áfram hefði miðað í
samkomulagsátt og að allir aðilar
mundu „gera sitt ítrasta til að
koma samkomulagi til leiðar".
Leikkona greið-
ir metverð
á uppboði
London. 16. apríl. AP.
BANDARÍSKA leikkonan Jenni-
fer Jones greiddi 1,7 milljónir
dollara á uppboði hjá Sotheby's í
London í dag fyrir málverk af
upprisu Krists eftir fimmtándu
aldar flæmska listmálarann Dirk
Bouts. Talsmaður Sotheby's
sagði, að þetta væri hæsta verð.
sem hefði verið greitt fyrir mun á
uppboði hjá fyrirtækinu.
Hæsta verð, sem hefur fengizt
fyrir málverk í heiminum, var 2,3
milljónir dollara (nú jafnvirði 5
milljóna dollara) sem var greitt
fyrir málverk eftir spænska list-
málarann Velazques á uppboði hjá
keppinaut Sotheby’s, Christie’s,
1970.
Ungfrú Jones bauð hærra verð
en brezka listasafnið. Hún er síðari
kona Norton Simon, auðmanns sem
er framkvæmdastjóri fjölþjóðafyr-
irtækja. Ungfrú Jones sagði, að
málverkið færi til Norton Simon
safnsins í Kaliforníu.
Fyrirsát í Istanbul
Istanbul. 16. apríl. AP.
FJÓRIR vopnaðir menn sem eru
grunaðir um að vera vinstrisinn-
aðir hryðjuverkamenn skutu
bandariskan sjóliðsforingja og
bilstjóra hans til bana í Istanbul í
dag.
Einn árásarmannanna beið
bana í einum af fjórum skotbar-
dögum við lögreglumenn og her-
menn eftir árásina. Tveir hinna
hryðjuverkamannanna náðust, en
sá fjórði komst undan, og þrír
öryggisverðir og einn vegfarandi
særðust.
Sjóliðsforingjanum, Sam No-
vello og bílstjóra hans, Ali Sabri
Baytar, var veitt fyrirsát þegar
þeir fóru frá heimili Novellos.
Árásarmennirnir fjórir flúðu á
vélhjóli eftir aðalveginum til
Bosporus og börðust við lögreglu á
flóttanum.
Árásarmennirnir virtust allir
vera á þrítugsaldri og tengdir
vinstrisamtökunum Frelsisflokk-
ur tyrknesku alþýðunnar sem eru
einnig talin bera ábyrgð á morð-
um sex Bandaríkjamanna í öðrum
árásum í Tyrklandi á undanförn-
um tólf mánuðum. Samtökin hafa
átt í höggi við hryðjuverkamenn
lengst til hægri síðan 1975.
ýtfærslan við Grænland veldur
Islendingum meiri áhyggjum
en óvissa vegna Jan Mayen
Ósló, 16. april. Frá Jan Erik Lauré íréttaritara Morgunblaðsins.
JAN MAYEN-viðræðurnar í Reykjavík hafa ekki verið settar á
oddinn í norskum fjölmiðlum. Þær hafa gjörsamlega fallið í
skugga kjaramálanna. sem nú eru í brennidepli. Norsk blöð,
sjónvarp og útvarp eru þó á einu máli um að svo virðist sem
íslendingar muni fallast á efnahagslögsögu Norðmanna við Jan
Mayen, og i fréttaflutningi um málið er megináherzla lögð á að
fyrirsjáanleg útfærsla Dana við Grænland valdi íslendingum nú
meiri áhyggjum en það hvort takast megi að komast að
samkomuíagi við Norðmenn.
Kjeld Olesen, utanríkisráð-
herra Dana, sem nú ræðir við
norska blaðamenn í Kaup-
mannahöfn, segir að um
mánaðamót maí-júní muni Dan-
ir færa efnahagslögsöguna við
Grænland út í 200 mílur fyrir
norðan 67. breiddargráðu. Ole-
sen hefur skýrt frá því að
undirbúningur að útfærslunni sé
hafinn af miklum krafti, en áður
en hún geti átt sér stað þurfi að
skera úr um mörg lagaleg og
tæknileg vafaatriði. Jafnframt
hefur Olesen skýrt frá því að
eftir 1. júní muni Danir hafa
frumkvæði að viðræðum við þau
ríki, sem eigi hagsmuna að gæta
innan hinnar væntanlegu
efnahagslögsögu.
Eina stórblaðið í Noregi, sem
fjallar um Jan Mayen-viðræð-
urnar á forsíðu, er Aftenposten.
I fyrirsögn kemur fram að
íslendingar muni fallast á
norska lögsögu og blaðið slær
því föstu að Islendingar hafi
orðið að láta af ýmsum hörðustu
kröfum sínum í málinu. Aften-
posten telur að framundan séu
verulegar deilur um málið á
íslandi þar til viðræður hefjist í
Ósló hinn 7. maí. Ennfremur að
ekki sé loku fyrir það skotið að
íslenzku samningamennirnir
verði neyddir til að draga til
baka sumar af þeim tilslökun-
um, sem þeir hafi komið með í
viðræðunum hingað til. Knut
Frydenlund utanríkisráðherra
Norðmanna kveðst ánægður með
árangur viðræðnanna, enda þótt
samningar hafi ekki tekizt að
þessu sinni. Frydenlund segir, að
lögsaga Dana við Grænland hafi
haft jákvæð áhrif á gang við-
ræðnanna, séð frá sjónarhóli
Norðmanna, og Aftenposten hef-
ur það eftir íslenzkum
samningamönnum, að íslend-
ingar séu komnir í klípu með
málið.
Næstútbreiddasta blaðið í
Noregi, Verdens Gang, skýrir frá
því að símtal íslenzkra
samningamanna við danska
utanríkisráðuneytið meðan á
næturfundi stóð í Reykjavík hafi
reynzt afdrifaríkt fyrir gang
viðræðnanna, en þar hafi komið
fram að Danir hygðu á útfærslu
við Grænland á næstunni. Hafi
þessar upplýsingar gert það að
verkum að íslenzku samn-
ingamennirnir hafi látið undan
ýmsum kröfum Norðmanna.
Aðilar í norskum sjávarútvegi
hafa ekki látið í ljós skoðun sína
á niðurstöðu viðræðnanna í
Reykjavík, en sjómenn reiða sig
á loforð Frydenlunds utanríkis-
ráðherra um að norsk fiskveiði-
lögsaga umhverfis Jan Mayen
verði gengin í gildi áður en
sumarloðnuveiðin hefst í júní,
hvort sem samningar hafa þá
náðst við Islendinga eður ei.
rVORSK SOM
ÍSLAND VIKER
kkaKU *•"!<!<• 9<U, llawn-lorlunuUhwm-
i >.»
\