Morgunblaðið - 17.04.1980, Síða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
25
flfofgtiltlrlaMfe
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjóm og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240
kr. eintakiö.
mm.
Þróun skattheimtu
frá 1978
Þjóðhagsstofnun áætlar brúttótekjur framteljenda, sem
koma til álagningar 1980, 820 milljarða króna, miðað við
47% tekjuhækkun milli áranna 1978 og 1979. Skatthlutfall
beinna skatta var 11.6% af brúttótekjum 1978, samkvæmt
tekjuáætlun ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar það ár. Ef það
skatthlutfall væri virt 1980 þýddi það 95 milljarða króna á
álagningu tekjuskatts, eignaskatts, sjúkratryggingargjalds,
útsvars og fasteignaskatta. Skatthlutfall núverandi ríkis-
stjórnar, sem er 14.7% af brúttótekjum, þýðir hinsvegar um
120 milljarða króna álögur, eða 25 milljarða umfram það sem
verið hefði samkvæmt álagningarreglum frá 1978.
Ekki er myndin glæsilegri þegar litið er til óbeinna skatta.
Halda á öllum skattaukum vinstri stjórnar og hækka söluskatt
um l'/2% að auki. Þetta þýðir hvorki meira né minna en 45.5
milljarða króna í verðþyngjandi skatta, aðallega í formi
söluskatts, vörugjalds og ábótar á benzínverð, umfram það
sem verið hefði ef skattareglur ársins 1978 væru enn í gildi. Sé
dregið frá þessum mismun tollalækkun, samkvæmt milli-
ríkjasamningi, og niðurfelling söluskatts á nokkrar vöruteg-
undir, samtals 14.5 milljarðar króna, stendur enn eftir
rúmlega 31 milljarður króna í umframskatta í vöruverði
miðað við árið 1978.
Tillögur sjálfstæðismanna í efri deild Alþingis um skatt-
stiga 1980 þýða í raun að horfið skuli að skatthlutföllum ársins
1978, svo sem flokkurinn hét í kosningastefnuskrá sinni. Þar er
lagt til að tekjuskattur verði 25% af fyrstu 4 m. kr., 35% af
næstu 4 m. kr. og 45% af tekjum umfram 8 m. kr. Þetta þýðir
7.2 milljörðum króna lægri tekjuskatt á einstaklinga en
stjórnarliðar stefna að. Skattalækkun einstaklinga, samkvæmt
tillögum sjálfstæðismanna, yrði 12%, skattalækkun hjóna 17%
en meðaltalslækkun 16.4%.
„Niðurtalning" bensínverðs
Skattaálögur ofan á bensínverð hafa þrefaldast að krónu-
tölu síðan 1978. Hvergi i veröldinni eru nú hærri skattar á
stofnkostnað né rekstur bifreiða en hér. Vegagjald, tollar og
söluskattur í bensínverði gáfu ríkissjóði 9 milljarða króna 1978
— en 29 milljarða 1980. Hækkunin nemur 20 milljörðum króna
eða 221%. Dálagleg „niðurtalning“ vöruverðs að tarna. Af 430
króna bensínverði ganga rúmlega 247 krónur eða 57.6% til
ríkisins. — Engu er líkara en ríkisstjórnin stefni markvisst að
því að gera heimilisbílinn að forréttindum hinna betur
megandi. Já, það virðist mega „vernda kaupmátt launanna“
með margvíslegum hætti þegar Alþýðubandalagið stýrir
ríkisfjármálunum.
Þrátt fyrir margföldun ríkisskatta í bensínverði eru bein
framlög úr ríkissjóði til vegaframkvæmda 1980 skorin niður
um 2 milljarða króna frá 1978, miðað við raungildi. Varanleg
vegagerð er svo til engin ráðgerð í ár. Slík vegagerð skilar sér
þó á undraskjótum tíma aftur í minna vegaviðhaldi. Þar að
auki er meðaltalsslit bifreiða talið 63% meira á malarvegi en
bundnu slitlagi. Bundi'ð slitlag sparar og 21% af eldsneytis-
kostnaði bifreiða. Osamræmið í skattheimtu og framkvæmd-
um, tengdum umferð, er þeim mun óskiljanlegra þegar þess er
gætt, að núverandi fjármálaráðherra er fyrrverandi sam-
gönguráðherra.
Útsvörin í Reykjavík
Vinstri menn í borgarráði hafa lagt til við borgarstjórn að
nýtt verði að mestu hækkun á útsvör Reykvíkinga 1980.
Þetta þýðir a.m.k. 1700 m. kr. hærri heildarútsvör en vera
myndi, ef sama álagsprósenta væri notuð í Reykjavík og í þeim
nágrannasveitarfélögum sem lúta meirihlutastjórn sjálfstæð-
ismanna. Fróðlegt er að athuga þann mismun, sem er á álögum
útsvara og fasteignaskatta í sveitarfélögum, eftir því, hverjir
fara þar með meirihlutavald. Hjá sveitarfélögum speglast
sams konar ágreiningur og á Alþingi um skattahlutfall þess
opinbera af heildartekjum þjóðarinnar; en ríkjandi skatta-
stefna hverju sinni er mjög afgerandi um kjarastöðu
heimilanna í landinu, ráðstöfunartekjur þeirra og sjálfræði
um lífsstíl.
II
Ljósm.: Einar Gunnar Einarsson.
sem geta ekki bjargað sér á
markaðnum? Og hvað segir hann
um hið blandaða hagkerfi, sem
félagshyggjumenn nútímans
styðja í nafni félagslegs réttlætis?
Kverkatak verka-
lýðsforingja
Fyrstu spurningunni — um or-
sakir öfugþróunarinnar — svaraði
Hayek svo, að í því landi, sem
hann þekkti bezt til í, Bretlandi —
en Hayek varð brezkur ríkisborg-
ari 1938 og er enn — væri ægivald
eða kverkatak verkalýðsforingja á
atvinnulífinu versta meinsemdin.
Verkalýðsfélögin hafi samkvæmt
lögum sérréttindi, sem enginn
annar hafi. Þau gætu hótað of-
beldi eða beitt ofbeldi til að hindra
menn, sem kjósi að vinna.i því.
Þau gætu líka skipulagt samn-
ingsrof og útilokað menn frá
vinnu, lokað heilum atvinnugrein-
— Rætt við
Friedrich A. Hayek
Svarið við þriðju spurningunni
— um hið blandaða hagkerfi —
varð Hayek tilefni til að rökstyðja
betur svarið við annarri spurning-
unni — um lítilmagnann á mark-
aðnum. Hann sagði, að fylgismenn
„volga“ sósíalismans, stuðnings-
menn hins blandaða hagkerfis,
segðu, að einkaframtakið gæti
framleitt lífsgæðin samkvæmt
markaðslögmálunum. En ekki
væri hægt að láta það um að
dreifa þeim. Það yrðu ríkisstjórn-
ir að sjá um. Þeir væru þannig
ekki ríkisrekstrarsinnar, heldur
ríkisafskiptasinnar. Þessi skoðun
þeirra væri þó röng. Ekki væri
hægt að gera þennan greinarmun
á framleiðslu og dreifingu lífsgæð-
anna. í hinu óraflókna hagkerfi
nútímans þjónaði verðlagið því
hlutverki að leiðbeina fólki, sam-
hæfa starfsemi þeirra, flytja boð
um hagkerfið, þannig að menn
gætu brugðizt skjótt og vel við
breytingum. Sú væri skýringin á
þeim afköstum, sem náð hefði
verið, og á aðlögunarhæfni
markaðskerfisins. Þetta gilti eins
um tekjur manna og annað verð.
Tveir menn sem væru jafndug-
legir og -hæfir, en ynnu mis-
Stefna einstaklingsf relsis
er eina stefnan fram á við
Brezki heimspekingurinn Shirley Robin
Letwin lýsir kennara sínum, Friedrich A.
Hayek, í bókinni ESSAYS ON HAYEK. Hún
segir, að hann sé manna ljúfastur í viðmóti,
fræðilegur án þess að vera óskýr, hlutlaus án
þess að vera kuldalegur — maður, sem hefur
umfram allt lifandi áhuga á hugmyndum.
Þeir, sem ræða við Hayek og kynnast honum,
komast að því, að þessi lýsing er sönn. Hann er
hrumur við fyrstu sýn, enda að verða 81 árs, en
lifnar allur við, þegar minnzt er á hugmyndir
hans og annarra, þannig að aldurinn gleymist
áhorfandanum. Það er lögmál í heimi hug-
myndanna, að andinn lifir, þótt líkaminn
hrörni og deyi að lokum. Áhugamál hans eru
óteljandi, hann hefur skrifað bækur um hreina
hagfræði og fengið fyrir nóbelsverðlaun í
þeirri grein, um einstaka menn, stjórnmál,
aðferðir mannvísindanna (social sciences),
lögfræði og jafnvel sálfræði. En kunnasta bók
hans er LEIÐIN TIL ÁNAUÐAR ( The Road to
Serfdom), sem kom út 1944 og höfundurinn
varð í einu vetfangi heimsfrægur af. Almenna
bókafélagið og Félag frjálshyggjumanna gáfu
bókina út saman 2. apríl sl. í tilefni komu
Hayeks til landsins, og viðræður blaðamanns
Morgunblaðsins við Hayek hófust á spurningu
um tildrög hennar.
Hayek sagði, að sér hefði komið
mjög á óvart, hversu vel bókin
seldist á sínum tíma í Bretlandi og
Bandaríkjunum, en hún hefði
síðan komið út á fjölda mála, og
hann hefði frétt, að henni væri
dreift í ólöglegri útgáfu í Póllandi.
Hann hefði skrifað hana fyrir
menntamenn í Bretlandi, sem
hefðu að sínum dómi misskilið
hreyfingu Hitlers í Þýzkalandi og
Mússólínis á Ítalíu. Þeir hefðu
ekki skilið, að þýzku og ítölsku
þjóðirnar hefðu villzt af leið
frjálshyggjunnar og að þjóðern-
isstefnan (nasjónalsósíalisminn)
væri grein af sama meiði og
sameignarstefnan (kommúnism-
inn). Bókin hefði orðið tilefni til
alvarlegra rökræðna í Bretlandi
um vanda skipulagningar í lýð-
ræðisríki og margir sósíalistar eða
samhyggjumenn hefðu skilið, að
ríkisvaldið gæti verið frelsinu
hættulegt. Hann hefði verið
ánægður með móttökurnar í
Bretlandi, en þær hefðu verið með
öðrum hætti í Bandaríkjunum.
Þar hefðu menn skipzt í tvo hópa,
róttæklinga, sem hefðu hellt yfir
hann svívirðingum, og íhalds-
menn, sem hefðu ausið yfir hann
lofi, þótt hann hefði þá marga
grunaða um að hafa ekki lesið
bókina! Umræðurnar hefðu ekki
komið eins að kjarna málsins í
Bandaríkjunum og í Bretlandi. En
þakka mætti tímaritinu Reader's
Digest fyrir það, hversu vel bókin
náði til bandarísks almennings,
því að ágætur útdráttur úr bók-1
inni hefði birzt í einu hefti þess
(en þessi útdráttur var íslenzk-
aður 1945 af Ólafi Björnssyni, sem
var þá dósent við Háskóla Islands,
birtur sem framhaldsgrein í
Morgunblaðinu og gefinn út 1946 í
bæklingi). Róttækir menntamenn
hefðu ráðizt á sig, því að hann
hefði ieitt rök gegn þeim hug-
myndum, sem þeim voru kærast-
ar, og varað við þeim vonum, sem
þeir hefðu gert sér um skjótar
framfarir með notkun ríkisvalds-
ins.
En þá vaknar spurningin, hvort
bók, sem gefin var út 1944 til þess
að andmæla þeim skoðunum, sem
þá voru almennastar, sé nú tíma-
bær. Hayek skýrði frá því bros-
andi, áður en hann svaraði þessari
spurningu, að tala yrði í hægra
eyra sitt, því að hann væri heyrn-
arlaus á hinu vinstra, og hefði það
ósjaldan orðið vinum sínum tilefni
til gamanmála!
Hayek sagðist búast við, að
hann hefði haft einhver áhrif á
þróunina með bók sinni. Nú ætti
„heitur" sósíalismi, sem fælist í
allsherjarskipulagningu atvinnu-
lífsins og þjóðnýtingu, sér formæl-
endur fáa. En margir fylgdu enn
„volgum“ sósíalisma. Þeir teldu,
að ríkið (eða öllu heldur ríkis-
stjórnin, því að hugtakið ríki væri
auðvitað ekki sjálfstæður gerandi)
ætti að skipta sér af tekjuskipt-
ingunni, þó að framleiðslutækin
ættu eftir sem áður að vera í
séreign. En þessi afskipti trufluðu
starfsemina á markaðnum, ein-
staklingarnir skiluðu því ekki
þeim árangri, sem vænzt væri af
þeim. Krafizt væri frekari af-
skipta ríkisstjórnar til að leiðrétta
ranglæti eða fullnægja vonum
manna. Því erfiðara yrði að snúa
við af þessari leið sem lengra væri
farið. Og þannig stefndu „volgu"
sósíalistarnir eða samhyggju-
mennirnir óafvitandi að hinu
sama og „heitu“ sósíalistarnir
höfðu gert af ráðnum hug — að
alræðisríkinu. Hayek sagðist
vondaufur um stjórnmálaþróun-
ina næsta áratuginn, en þó væri
gleðilegt, að æskan skildi betur
gildi einstaklings- og atvinnu-
frelsis en þeir, sem miðaldra væru
eða eldri.
Hayek gaf með þessari grein-
ingu sinni á stjórnmálavanda
nútímamanna tilefni til fjölda
spurninga. Hvað veldur þessari
þróun? Með öðrum orðum: hvaða
mein þarf að fjarlægja til að geta
snúið henni við? Og hvernig ætlar
Hayek að leysa úr málum þeirra,
um til að koma í veg fyrir
samkeppni. Þetta leyfðist engum
öðrum í venjulegu vestrænu lýð-
ræðisríki. Launþegar hefðu, sagði
Hayek, mestan hag af þeim vexti
atvinnulífsins, sem virkt inark-
aðskerfi sé skilyrði fyrir, en
verkalýðsfélögin torvelduðu þenn-
an vöxt og ynnu þannig í raun
gegn hag launþega. Arðrán á
vinnumarkaðnum væri umfram
allt arðrán eins hóps launþega,
sem betur sé skipulagður, á öðr-
um, sem verr sé skipulagður.
Hayek bætti því við, að hann væri
ekki viss um, hvort Margréti
Thatcher tækist að ráða við verka-
lýðsforingjana. Hann benti þó á
eitt ráð — að efnt yrði til
þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi
um það, hvort verkalýðsfélögin
ættu að njóta þeirra forréttinda
að lög um, sem þau hafa notið
síðustu þrjá aldarfjórðunga.
Sannleikurinn væri sá, að fátt
væri óvinsælla með öllum almenn-
ingi en misnotkun verkalýðsfor-
ingjanna á valdi sínu.
Hvað er
„félagslegt
réttlæti“?
Annarri spurningunni — um
lítilmagnann á markaðnum —
svaraði Hayek svo, að hann væri
síður en svo á móti því, að þeim
yrði hjálpað, sem hjálpar væru
þurfi og gætu ekki bjargað sér á
markaðnum. En sú hjálp yrði að
vera ulan markaðarins, ef svo
mætti segja, hún yrði að vera í því
fólgin, að sett yrði tekjulágmark,
lágmark mannsæmandi afkomu,
og þeir, sem ekki gætu aflað sér
slíkra lágmarkstekna, fengju
hjálp. Þessu mætti líkja við að
strengja „öryggisnet" um þjóð-
lífið. Þeir, sem gætu ekki keppt,
lentu í öryggisnetinu, en féllu ekki
niður. En Hayek kvaðst andvígur
því, að ríkisstjórnir hefðu önnur
afskipti af tekjuskiptingunni en
að strengja „öryggisnetið". Hann
væri á móti því, að valdsmenn
reyndu að sníða tekjuskiptinguna
að einhverjum hugmyndum sínum (
um „félagslegt réttlæti". Hugtakið
félagslegt réttlæti væri ónothæft,
enda hefði engum tekizt að skil-
greina það, svo að viðunandi væri.
Tekjuskiptingin yrði að vera sam-
kvæmt markaðslögmálunum.
munandi vinnu, fengju mishátt
kaup, vegna þess að meiri eftir-
spurn væri eftir manni í aðra
vinnuna en í hina. Tekjumunurinn
fæli í sér upplýsingar um þetta, og
þær upplýsingar væru nauðsyn-
legar. Verðlagið væri viðmiðun
eða leiðarvísir einstaklinganna og
kæmi engu réttlæti við fremur en
áttaviti, sem notaður væri til
siglinga á hafi. Þetta upplýs-
ingastreymi mættu ríkisstjórnir
ekki stöðva, og því væru öll
verðlagshöft óæskileg, ekki sízt
afskipti ríkisstjórna af tekjuskipt-
ingunni. Hayek sagðist kalla
kenningar þeirra, sem skildu þetta
ekki og berðust því fyrir „blönd-
uðu“ hagkerfi og „félagslegu rétt-
læti" og öðru þvíumlíku, „miðju-
moðið" eða „the muddle of the
middle".
Leiðin til
velmegunar
Hayek var sagt, að margir
hneyksluðust á þeim ummælum
hans, að hinir ríku hefðu gefið
hinum snauðu tækifæri. Hann
brosti og sagði, að hann þekkti
þessa hneykslun af langri reynslu.
En sannleikurinn væri sá, að
öreigastéttin, sem svo væri kölluð,
hefði aldrei orðið til — sá fjöldi,
sem lifði á jörðinni, hefði aldrei
komizt af — ef hinar miklu
framfarir hefðu ekki orðið, sem
stundum væru nefndar einu nafni
„iðnbyltingin", þegar skipulag sér-
eignar og samkeppni eða „kapítal-
ismi“ hefði sprottið upp. í þeim
skilningi væri það rétt, sem Marx
hefði sagt, að borgarastéttin hefði
skapað öreigastéttina. Vestur-
landabúar hefðu óvart ratað á
réttu leiðina til velmegunar, þegar
þeir hefðu leyst fjötra af atvinnu-
lífinu á seytjándu og átjándu öld í
baráttu sinni gegn konungsvald-
Marx hefði snúið öllu við, þegar
hann hefði sagt, að tækniþróunin
hefði skapað skipulag viðskipta og
samkeppni og skipulagið skapað
frjálshyggjuna eða hugmyndina
um atvinnufrelsið. Reyndin væri
sú, að baráttan við konungsvaldið
hefði getið af sér hugmyndina um
einstaklingsfrelsið og atvinnu-
frelsið, með takmörkun ríkisvalds-
ins hefðu orðið vaxtarskilyrði
fyrir atvinnulífinu og vöxtur at-
vinnulífsins krafizt tækniþróunar.
Menn hefðu haft sama hugvitið
fyrir tvö þúsund árum og á
nítjándu öld og þeir hefðu ekki
síður erfiðað þá en nú, en munur-
inn væri sá, að i hinu opna kerfi
tilrauna, sem markaðskerfið væri,
nýttist hugvitið og erfiðið bæri
ávöxt, sem ekki yrði í lokuðu kerfi
tilskipana.
Adam Smith og hugsuðir og
stjórnmálaskörungar nítjándu
aldar hefðu verið frjálshyggju-
menn, því að þeir hefðu orðið vitni
að því, að stefna einstaklingsfrels-
isins væri eina stefnan fram á við.
Enginn hefði grætt eins mikið á
þessari þróun, á þessum vexti
atvinnulífsins og launþegar.Én á
tuttugustu öld hefðu vesturlanda-
menn villzt af leið og ætlað sér um
of, kastað trúnni á einstaklings-
frelsið og tekið trú á ríkisvaldið
sem bót allra meina. Hayek kvaðst
sjálfur vera nítjándu aldar frjáls-
hyggjumaður í þeim skilningi, að
hann aðhylltist sömu skoðanir í
eðlilegri verkaskiptingu ríkis-
stjórnar og einstaklinga og
frjlslyndir menn nítj.ándu aldar:
Einstaklingarnir ættu að hafa
frelsi til að keppa að markmiðum
sínum innan almennra leikreglna
réttarríkisins.
Askorun á
sósíalista
Hayek var að lokum spurður,
hvað hann hygðist fyrir í næstu
framtíð. Það þykir sennilega með
ólíkindum að spyrja mann, sem er
að verða 81 árs um slíkt — en ekki
Hayek, sem flutti tvo langa fyrir-
lestra hér á landi (blaðlaust) og
sat hverja veizluna af annarri án
þess að láta sér bregða, snæddi
sjávarrétti í Nausti og Hótél Holti
af beztu lyst og drakk ljúfar
veigar á við hvern íslending, ók til
Þingvalla og flaug til ísafjarðar
og notaði morgnana til ritstarfa!
Hayek svaraði því til, að hann
hefði líklega gert eina uppgötvun
um ævina og flutt tvö nýmæli.
Uppgötvunin væri, að verðlagið
samhæfði starfsemi á markaðnum
og flytti þekkingu á milli manna,
en með því að í hagkerfi sósíalista
gæti verðlagið ekki orðið til við
samkeppni á markaði, yrðu allar
ákvarðanir valdsmanna um fram-
leiðsluna því út í loftið. Þessa
hugmynd, sem hinn ágæti kennari
sinn, Ludwig von Mises, hefði
fyrstur komið til skila, hefði hann
reynt að skýra og þróa.
Annað nýmælið væri samkeppni
í útgáfu peninga til að koma í veg
fyrir þá misnotkun stjórnmála-
manna lýðræðisríkjanna á valdi
sínu yfir peningamagninu, sem
hefði valdið verðbólgu síðustu ára.
Fyrir þessu gerir Hayek nánari
grein í bókinni The Denationaliza-
tion of Money.
Hitt nýmælið væri betri
aðskilnaður hins hreina lagasetn-
ingarvalds og valdsins yfir rekstri
ríkisins til að koma í veg fyrir, að
stjórnmálamenn gætu við
atkvæðakaup sín truflað markaðs-
öflin. Um þetta ræðir Hayek í 3.
bindi ritsins Law, Legislation and
Liberty, sem kom út 1979.
Hayek sagði, að hann ætlaði að
reyna að þróa þessar hugmyndir
betur næstu árin. Hann væri að
skrifa bók, sem ætti að heita „The
Immense Conceit" (Ofmetnaður-
inn óskaplegi), þar sem hann
leiddi rök að því að sósíalisminn
væri rökvilla, mistök, eitt af
víxlsporum mannkynsins, en ekki
aðeins önnur stjórnmálastefna en
frjálshyggja, hann væri rangur
frá fræðilegu sjónarmiði. Bókin
ætti að koma út samtímis á
nokkrum höfuðtungum Vestur-
landa á næsta ári, og hann ætlaði
að skora á sósíalista að reyna að
svara rökum sínum. Hann sagði,
að hann hefði misst vinnuþrekið
eftir 70 ára aldur, en fengið það
allt aftur um 75 ára og væri nú
önnum kafinn að glíma við fræði-
leg viðfangsefni. Hann sagði í
gamni um þetta, að hann hefði
reynt ellina, en ekki geðjazt að
henni og því hætt við hana!
u
8
S:f
s
I
Óskar Jóhannsson, kaupmaður:
Hvar er
réttlætiö?
Til ritstjóra Morgun-
blaðsins:
Fórmáli
Mánudaginn 14. apríl
komu tveir kunningjar
mínir til mín með þessa
sakleysislegu nótu, sem þó
virtist vera að breýta
margra ára vináttu þeirra í
fullan fjandskap.
Þrátt fyrir æsinginn
hafði þeim komið saman
um að leita álits míns, þar
eð ég stunda verslunarstörf
og ætti því að hafa þekk-
ingu á þessum málum. Eft-
ir að hafa hlustað á mála-
vexti, taldi ég álit mitt ekki
duga í þessu máli, það ætti
sér dýpri rætur og snerti
fleiri aðila en þá tvo.
Ég ákvað því að biðja
Morgunblaðið að birta hina
hörmulegu sögu vina minna
og fá svör ábyrgra aðila við
spurningunni. „Hver á að
borga brúsann?" Ég vil ekki
auka á hugarangur vina
minna með því. að nafn-
greina þá, og nota í þess
stað gömlu góðu nöfnin
Pétur og Páll.
Málavextir eru þessir —
Bíll Péturs bilaði fyrir
helgi. Honum var boðið í
fermingarveislu til Kefla-
víkur á sunnudaginn. Pétur
bað vin sinn Pál að lána sér
hans bíl til að skreppa á
suðureftir og bauðst að
sjálfsögðu til að borga
bensínið. Páll sagði vel-
komið að lána honum bíl-
inn, hann væri nýbúinn að
fylla tankinn, því bensínið
ætti víst að fara að hækka.
Á sunnudagskvöld skilaði
Pétur bílnum og bað Pál að
fylla tankinn um leið og
hann færi til vinnu á mánu-
degi. Það gerði Páll, en þá
um morguninn hafði bens-
ínlítrinn hækkað úr 370 kr.
í 430 kr. Þegar Páll kom
með reikninginn til Péturs,
dundu ósköpin yfir. Pétur
sagði: „Bensínið sem ég
eyddi í ferðalaginu kostaði
370 kr. lítrinn. Eg borga þér
þess vegna 3.700 kr. fyrir
þessa 10 lítra sem ég
eyddi."
Páll sagði hins vegar:
„Hefði ég ekki lánað þér
bílinn ætti ég fullan tank á
mánudagsmorgni. Það
kostar kr. 4.300 að láta í
hann það magn sem þú
eyddir, og þú átt að borga
það, en ekki ég.“ Þær 600
óskar Jóhannsson
kaupmaður.
krónur sem þarna ber á
milli skipta í raun litlu
máli, heldur spurningin:
Hvar er réttlætið í þessu
máli?
Nú bið ég Morgunblaðið
að beina þeirri spurningu
til eftirtalinna aðila:
1. Viðskiptaráðherra
2. Formanns verðlags-
nefndar .
3. Hæstaréttardómara
og birta svör þeirra hvers
og eins sem allra fyrst, því
það eru fleiri en vinir mínir
fyrrnefndu sem eiga fullan
rétt á að vita hvar réttlætið
er í þessum málum sem
öðrum.
í von um fljót og skýr
svör og að fyrrnefndir heið-
ursmenn megi sem allra
fyrst taka gleði sína aftur,
þakka ég fyrir hjálpina.
óskar Jóhannsson,
kaupmaður