Morgunblaðið - 17.04.1980, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
Ólafur Ingi Hrólfsson:
Þeir sem ekki hafa
áhuga á almennum mann-
réttindum — félagslegum
samskiptum fólks né rétti
einstaklingsins til frjálsr-
ar hugsunar — ættu ekki
að lesa þessa grein. Hinir
ættu að lesa hana og æski-
legt væri að fólk tæki sér
penna í hönd og tjáði sig
um innihald hennar á
prenti.
Undirritaður hóf störf í ísbirn-
inum á Grandagarði í byrjun
nóvember 1979. Starfið hófst með
vinnu á flökunarvélum, síðan var
ég fluttur til og settur á „skápinn"
og síðan í það að taka fiskinn sem
var kominn í pakkningar og setja
hann í frystitækin.
Mun ég nú gera nokkra grein
fyrir þróun mála eftir tilfærslum
innan ísbjarnarkerfisins.
Sigurðar þáttur
„verkstjóra“
I flökun er maður sem Sigurður
heitir. Hlutverk hans virðist vera
það að raða fólki á hinar ýmsu
vélar sem í salnum eru ásamt því
að gera við minniháttar bilanir
sem upp koma.
„Verkstjórn" þessa manns var
með þeim hætti að sonur hans
ásamt 2—3 starfsmönnum öðrum
„lentu" sífellt í þeim störfum sem
mestan bónus gáfu af sér, þ.e.
unnu á karfavélum. Hinir skiptu
öðrum störfum á milli sín t.d.
vinnu á þorskvélum, aðstoðarstörf
o.þ.h.
Mér þótti þetta undarlegt fyrir-
komulag þar sem í samningum
stendur að skipta skuli störfum
þannig að allir starfsmenn hafi
sömu tekjumöguleika enda séu
þeir hæfir til starfsins.
Þegar minnst var á þessa hluti
við „verkstjórann“ brást hann
hinn versti við og sagðist ekki
taka vana menn af vélunum því að
hann yrði að hugsa um nýtinguna
á þessum vélum. Alveg rétt. En
eitt vantaði í þá fullyrðingu.
Þegar t.d. undirritaður og aðrir úr»
hópi hinna útskúfuðu voru settir á
karfavélar kom það í ljós að
fiskafjöldi okkar var yfirleitt
meiri en hjá syni „verkstjórans".
Að lokum var trúnaðarmaður okk-
ar Dagsbrúnarmanna beðinn um
að gera eitthvað í málinu þar sem
menn yndu því illa að vera með
helmingi minni bónus en t.d.
umræddur „verkstjóra“sonur.
Allt kom þó fyrir ekki. Þrátt
fyrir það að „verkstjóranum"
væru sýndar niðurstöður á sam-
lagningu bónusmiða sem sýndu þá
staðreynd að sonur hans væri
óeðlilega miklu hærri í bónus en
aðrir starfsmenn sagði hann þetta
bTÓ — þvætting og vitleysu, hann
hefði ekki látið son sinn né neinn
annan fá meira af „góðri" bónus-
vinnu en aðra. Þó sáust tölur eftir
vikuna eins og 23000.- krónur hjá
einum en 46000.- hjá syni hans. Ef
þessi maður er hæfur til að vera
verkstjóri þá hefur sú stétt manna
sett mikið niður og er það slæmt.
Um þetta sama leyti hafði ég svo
samband við Dagsbrún vegna
þessara mála svo og vegna
óánægju með trúnaðarmann stað-
arins. Dagsbrúnarstúlka spurði þá
hvers vegna ekki væri skipt um
trúnaðarmann. Það væri „einfald-
asta mál í heimi“. Einnig mætti ég
á fund hjá Dagsbrún í desember
og ræddi þá m.a. við Guðmund J.
Guðmundsson um þessi mál.
Þessu næst gerðist það að ég var
fluttur úr vélflökunarsal og settur
fram í sal og hefst þá í rauninni
Þáttur starfsstúlkna
í Isbirninum
Þegar starfið hófst „frammi"
var ekki laust við að starfsstúlkur,
sem heyrt höfðu ávæning af því,
sem gerðist í flökunarsal, kæmu
og bæru upp sín mál varðandi
óréttlæti sem þótti vera í starfi
starfsstúlkna. Bar þar kannski
hæst að þær töldu bónus í sumum
þáttum starfsins vera óeðlilega
lélegan og þá ekki síst vegna þess
að konur sem náðu fullum bónus í
einum þætti starfsins náðu ekki
hálfum bónus í öðrum. Einnig var
kvartað yfir framkomu verkstjóra
— erfiðleikum vegna þess að
veikindavottorð voru „söltuð" og
fleira þess háttar. Fleiri þættir
voru tíndir til en verða ekki
tíundaðir hér að sinni.
Sigurjóns þátt-
ur yfirverkstjóra
Sigurjón heitir yfirverkstjóri
fyrirtækisins. Myndarlegur eldri
maður, mikill á velli og fyrir-
mannlegur.
Á fundum sem haldnir voru með
forsvarsmönnum Dagsbrúnar og
Verkakvennafélagsins Framsókn-
ar komu fram alls kyns ásakanir á
hendur þessum manni. Eftir fyrri
fundinn var Sigurjón kallaður til
viðræðna við fulltrúa verkalýðsfé-
laganna tveggja. Að morgni þess
dags sem hann átti að mæta
kallaði hann á mig inn á skrifstofu
sína til þess að „ræða hreinskiln-
islega og opinskátt um okkar
mál“, eins og hann orðaði það.
Spurði hann meðal annars hver
umkvörtunaratriðin væru. Sagði
ég honum þá að framkoma hans
við starfsfólkið hefði verið gagn-
rýnd, t.d. þegar menn tilkynntu
veikindi hefði hann átt það til að
hlæja að þeim, gera grín að
veikindum þeirra og hæða þá.
Einnig þegar t.d. stúlka ein kvart-
aði yfir ákveðnum þætti í starfinu,
svaraði hann því til, að ef hún
væri ekki ánægð gæti hún bara
hætt. Einnig því, að hann hefði
„saltað" vottorð um lengri eða
skemmri tíma og jafnvel neitað að
skrifa upp á þau. Þá kom líka
fram, að framkoma hans væri og
hefði verið með þeim hætti að
starfsfólkið þyrði ekki að ræða um
eitt eða neitt við hann af ótta við
að það yrði hreinlega rekið —
enda væri hann þekktur fyrir
annað en umburðarlyndi við
starfsfólk Isbjarnarins.
Ekki vildi Sigurjón fallast á alla
þessa þætti en kvartaði hins vegar
yfir slæmri mætingu starfsmanna
og á það get ég fyllilega fallist.
Mæting starfsmanna hafði verið
vægast sagt slæm. En til þess að
fyrirbyggja allan misskilning þá
tók Sigurjón fram, að sér félli
mjög vel við mig sem starfsmann
og hefði síður en svo nokkuð yfir
verkum mínum að kvarta. Þau
hefðu verið unnin með þeim hætti
að varla yrði betur gert í þeim
efnum. Þá tjáði ég honum, að
starfsmenn vildu að ég tæki við
sem trúnaðarmaður Dagsbrún-
armanna í ísbirninum. Ekki þótti
honum ástæða til þess að gera
slíkar breytingar en þó skildist
mér að hann ætlaði sér ekki að
skipta sér af þeim málum , enda
væri það ekki í hans verkahring.
Ymislegt fleira bar á góma sem
mun væntanlega koma fram síðar.
Ekki er ástæða til þess að fjalla
um þátt Gísla aðstoðarverkstjóra
fyrirtækisins enda virðist hann
aðallega vera í fyrirtækinu til þess
að segja já við Sigurjón og ekki i
aðstöðu til þess að taka ákvarðan-
ir um nokkurn hlut eða nokkurt
mál og er honum því vorkunn.
Óskars þáttur
„bónussérfræðings“
Óskar heitir maður sem sér-
staklega var fenginn að láni frá
Vestmannaeyjum til þess að
„hanna" bónuskerfi fyrir ísbjörn-
inn en það þótti ástæða til þess
vegna „þeirrar miklu tæknivæð-
ingar sem notuð er í húsinu".
Óskar þessi var lipur maður og er
væntanlega enn.
En lipurðin náði þó ekki lengra
en honum sjálfum þótti gott og
gat komið sér vel fyrir hann
sjálfan. T.d. var hann lipurðin
HVAÐ
HEFUR
ÍSBJÖRNINN
AÐ FELA?
sjálf uppmáluð þegar hann ræddi
það mál við mig að skrá þyrfti
nákvæmlega allar tafir sem fyrir
kæmu í vélflökunarsal til þess að
raunhæft afkastamat gæti átt sér
stað. Það kom reyndar seinna í
Ijós að eina ástæðan fyrir þessari
beiðni var sú að t.d. á karfavélum
var hægt að ná hámarksbónus en
ef um töf var að ræða þá var ekki
greiddur bónus fyrir þann tíma
enda þótt afköst vélarinnar væru
það mikil að heildarmagnið sem
sett var í gegn væri fyrir ofan
hámarkið. Sem dæmi: Frá kl.
8—17 skyldu 14500 fiskar fara í
gegnum vélina til þess að ná
hámarki. Ef t.d. 1 klst. fór í töf
fengu starfsmenn ekki greiddan
bónus fyrir þá klst. Þrátt fyrir að
áðurnefndu hámarki væri náð.
Mismunurinn var þá hagnaður
hússins. Þannig sparaði Óskar
húsinu pening á kostnað starfs-
manna. Snjall strákur. Einnig var
hann lipur þegar hann reyndi að
fá mig til þess að upplýsa sig um
hverjir væru óánægðir með bón-
uskerfið eða hluta þess og þá
hvaða hluta. Ekki er að efa að
upplýsingar um hvaða þættir
kerfisins væru mönnum ekki að
skapi, hefðu farið í salt en hins
vegar hefði upplýsingum um
hvaða starfsmenn væru óánægðir
verið komið vel á framfæri. Hefði
starfsaldur viðkomandi starfs-
manns varla orðið langur eftir
það. Hins vegar brást Óskar
snilldin þegar kom að því að hann
var beðinn um upplýsingar varð-
andi staðal fyrir flökunarvélarnar
— hve marga fiska þyrfti að setja
í gegnum „þorskvélarnar" á klst.
af hverri tegund fyrir sig og fyrir
hverja vél fyrir sig. Visaði hann á
Dagsbrún og ASÍ í því sambandi.
Benti ég honum á þá staðreynd, að
ég væri í vinnu lengri tíma en
opnunartíma þessara félaga og
ætti því bágt með að nálgast þá
hluti þar. Sagðist hann samt sem
áður ekki láta mig hafa þessar
upplýsingar og vísaði til sam-
þykktar þar að lútandi um hverjir
skyldu hafa þessar upplýsingar
undir höndum.
Hafði ég þá samband við Dags-
brún og ÁSÍ símleiðis. Kom þá í
Ijós að hvorki Dagsbrún né ASÍ
höíðu fengið bónuskerfi og/eða
staðla ísbjarnarins til umsagnar.
Þaðan af síður væru nokkrar
upplýsingar til á þessum stofnun-
um um bónuskerfi fyrirtækisins.
Samkvæmt upplýsingum sem ég
fékk er bannað að láta vinna eftir
nokkru því bónuskerfi sem ekki
hefur verið samþykkt af viðkom-
andi verkalýðsfélagi.
Vinurinn snjalli, Óskar, hélt því
hins vegar fram að báðir þessir
aðilar hefðu fengið þessa útreikn-
inga sína. Meira að segja fullyrti
hann það við yfirverkstjóra fyrir-
tækisins sem síðan stóð í þeirri
meiningu þar til hið sanna kom í
ljós. Eftir fund starfsmanna með
verkalýðsfélögunum mun hins
vegar hafa verið bætt úr þessu
enda ekki seinna vænna eftir að
allt starfslið Isbjarnarins hafði
unnið eftir þeim í meira en eitt ár.
Snjall strákur, Óskar, og lýkur
hér hans þætti.
Á áðurnefndum fundum nokk-
urra starfsmanna ísbjarnarins og
verkalýðsfélaganna kom í ljós að
ekki voru allar ásakanir starfs-
manna á rökum reistar og var því
komið á framfæri við starfsmenn
sem tóku því að sjálfsögðu misvel
en rétt er rétt og ekkert við því að
segja því að lög og siðgæði ber þó
að viðhafa. Ekki er við fyrirtækið
að sakast þótt Dagsbrún geri
óhagstæða og lélega samninga
heldur er það mál starfsmanna að
þrýsta á félagið og leggja fram
kröfur sínar þar og sjá síðan um
að félagið framfylgi þeim kröfum.
Einnig var kvörtun Sigurjóns
varðandi slæmar mætingar
starfsmanna komið á framfæri og
gaf hann út þá yfirlýsingu í
samtali við starfsmann Dagsbrún-
ar nú fyrir skömmu að mætingar
hefðu lagast og er það ánægjulegt.
Þá er komið að þætti Jóns
Ingvarssonar o.fl. yfirmanna
Isbjarnarins og þeirri spurningu
hvað ísbjörninn hafi að fela.
Mánudaginn 25/2 stóð til að ná
fundi Dagsbrúnarmanna með for-
ráðamönnum Dagsbrúnar yrði ég
formlega kosinn bónustrúnaðar-
maður Dagsbrúnarmanna í
ísbirninum.
Föstudaginn 22/2 var ég hins
vegar kallaður á fund Jóns Ingv-
arssonar, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins. Hafði sá ágæti
maður vart getað valið verri tíma
en rétt fyrir kl. 17 þegar allir eru í
óðaönn að ganga frá og þá ekki
síst við sem störfuðum við það að
flytja fullunninn fisk fram í fryst-
itæki. Jón tilkynnti mér þar að
ákveðið hefði verið að segja mér
upp störfum hjá fyrirtækinu. Ég
sagði honum, að það kæmi mér
ekkert á óvart en spurði um
ástæðu fyrir uppsögninni. Einnig
spurði ég hann að því hvers vegna
Sigurjón hefði ekki séð um þessa
brottvikningu eins og allar aðrar.
Jón svaraði því til að „álitið hefði
verið að betra væri að hafa
þennan háttinn á“ varðandi upp-
sögn. Um ástæðu vildi hann lítið
segja en þó hafðist það út úr
honum að lokum, að ég hefði
„valdið ákveðinni óánægju í fyrir-
tækinu". Ekki treysti hann sér til
þess að nafngreina þá sem höfðu
látið þessa óánægju í ljós og
sagðist ekki bregðast trúnaði
þessara manna. Ég spurði hann þá
hvort hann hefði ekki athugað
trúnað og sannleika þessara ásak-
ana og svaraði hann því til að
hann treysti þessum mönnum. Þá
spurði ég hann að því hvort hann
vissi að það hefði staðið til að
kjósa mig trúnaðarmann Dags-
brúnarmanna og hefðu um 30
þeirra nú þegar skrifað undir lista
því samfara og að fundurinn ætti
að vera næstkomandi mánudag.
Sagði hann það engu skipta, upp-
sögnin stæði og yrði ekki breytt.
Sagði ég honum þá frá uppruna
þessara mála og virtist honum
ekki kunnugt um hann né heldur
vita um hvað þessi mál snerust.
Uppsögnin tók þegar gildi og var
uppsagnartíminn greiddur
skilvíslega en ekki var óskað eftir
því að undirritaður ynni út frest-
inn. Nú vildu sumir starfsmenn
ganga út í mótmælaskyni en
fengust þó til þess að fresta því
fyrir mín orð gegn því að til þeirra
kæmi maður frá Dagsbrún vegna
þessara mála strax morguninn
eftir (laugardag) en þann dag var
unnið. Gekk ég í það mál og mætti
Halldór Björnsson starfsmaður á
skrifstofu Dagsbrúnar til við-
ræðna á laugardagsmorgninum.
Þar var ákveðið að Halldór
ræddi við Jón næsta mánudags-
morgun. Mánudagsmorgunninn
rann upp, en fleira hafði runnið.
Jón Ingvarsson hafði þá um helg-
ina runnið af hólmi til útlanda og
tekið bróður sinn Vilhjálm með
sér þannig að fátt var um svör. Sá
ruddaskapur sem þessir menn
sýndu best þegar á það er litið, að
á þriðjudeginum átti að vera
fundur með öllu starfsfólki fyrir-
tækisins ásamt forsvarsmönnum
þess og þar skyldu málin rædd.
Ekki höfðu þessir „háu“ herrar
fyrir því að tilkynna verkalýðsfé-
lögunum um þessa fjarveru sína
sem standa skyldi í eina viku. Var
því starfsmannafundurinn hald-
inn án þeirra. Nokkru síðar eftir
að Barði Friðriksson hjá Vinnu-
veitendasambandinu hafði rætt
við Jón hringdi ég til Jóns eftir
fyrirmælum Barða. Hann vildi þá
að ég gerði grein fyrir mínu máli í
símanum sem ég gerði enda þótt
sá háttur væri mér ekki að skapi.
Að lokum spurði Jón hver krafa
mín væri. Sagði ég honum að þó
ekki væri annað en „móralsins"
vegna vildi ég að hann drægi þessa
uppsögn til baka. Tók hann sér
eins dags frest til þess að svara.
Daginn eftir hljóðaði svar hans
á þessa leið: „Við teljum það
óheppilegt bæði okkar vegna og
þín vegna að þú hefjir aftur störf
hjá fyrirtækinu." Ekki útskýrði
hann á hvern hátt það væri
óheppilegt.
Sagði ég honum þá að ég myndi
þá þessu næst fara með þetta mál
í blöðin. Sagði hann að það væri
auðvelt að vera með slíkar hótan-
ir. Vissulega er auðvelt að vera
með hótanir. En þetta var ekki
hótun heldur einfaldlega skýrt frá
staðreyndum. Hvað var það sem
fékk Jón Ingvarsson & Co. til þess
að leggjast það lágt að reka
starfsmann fyrir þær sakir einar
MM •%. «,•.-« «JKM '*■ JM* I
..... 11 ...... I
■W-f-WP-W