Morgunblaðið - 17.04.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
31
að hann vildi fá upplýsingar um
rétt sinn — vinnukjör sín og
félaga sinna???? Hvers vegna
hræddust forráðamenn Isbjarnar-
ins það að ég yrði trúnaðarmaður
með aðgang að öllu því sem
viðkemur Dagsbrúnarmönnum í
ísbirninum. Hvað hafa þeir að
fela? Hvers vegna sagðist Sigur-
jón skyldu gefa mér sín bestu
meðmæli í meðmælabréfi en þegar
til átti að taka neitaði hann að
„setja nokkuð niður á blað sem
mér við kæmi“ daginn eftir fyrri
yfirlýsingu. Getur það átt sér stað
að grunur sumra starfsmanna
fyrirtækisins um að það hafi
stórfé af starfsmönnum sé á
rökum reistur.
Getur það staðist sem ýmsir
álíta, að fyrirtækið hafi „keypt“
trúnaðarmann Dagsbrúnar til
þess að gera ekkert í málefnum
starfsmanna og jafnvel þegja yfir
alls konar vitneskju eða ósköp
einfaldlega að loka augunum fyrir
því sem er að gerast í fyrirtæk-
inu?
Er það staðreynd að mannfyr-
irlitning Jóns Ingvarssonar og
félaga hans í stjórn ísbjarnarins
sé svo sjálfsagður hlutur að ekk-
ert sé hægt að gera til þess að
starfsmenn hafi í það minnsta
málfrelsi. Er Vinnuveitendasam-
bandið sammála svona aðgerðum?
Er Dagsbrún sér þess meðvit-
andi að félagið hefur í raun samið
þannig við Vinnuveitendasam-
bandið að starfsmenn eru rétt-
lausir með öllu vegna þess að
vinnuveitandi getur sagt upp
starfsmanni án nokkurrar skýr-
ingar eftir því sem honum best
líkar á hverjum tíma????
Er almenningur á íslandi svo
steindauður að ekki sé ærlegur
dropi eftir í æðum hans???
Þeir starfsmenn sem eru í
ísbirninum í dag segja ekki orð við
því að Sigurður „verkstjóri" í
vélflökunarsal lætur enn son sinn
standa í „toppbónus" ásamt fáum
útvöldum. Þeir þora ekki.
Þeir hafa verið kúgaðir með
þvi að sá sem var kominn á
rekspöl með að fá upplýsingar og
tala máli starfsmanna var rekinn
fyrirvaralaust og það er enginn
eftir sem þorir. Þetta eru aðstæð-
urnar sem Dagsbrúnarmenn i
ísbirninum vinna við í dag.
Við þá sem hafa hugsað sér að
sækja um vinnu í Isbirninum vil
ég segja þetta — ef þú ert
reiðubúinn til þess að gefa upp á
bátinn réttindi þín sem maður þá
skaltu hefja störf í Isbirninum. Ef
þú ert reiðubúinn til þess að láta
koma fram við þig eins og einskis-
nýtan hund — þá skaltu sækja
strax um vinnu.
En i Guðs almáttugs bænum
ekki hugsa neitt — segja neitt —
álita neitt, eða gera neitt að eigin
frumkvæði — svæfðu heila þinn
og gerðu það sem þér er sagt —
hneigðu þig ef það er sparkað í
þig — segðu takk ef það er hrækt
á þig — þú verður hvort eð er
orðinn númer í keðjunni —
númer sem auðvelt er að breyta.
Til félaga minna
í Isbirninum
Ef það er einhver töggur eftir í
ykkur enn þá látið heyra frá ykkur
í blöðunum. Til þess að ykkur
verði ekki sparkað getið þið skrif-
að undir dulnefni. Ef þið hins
vegar eruð algjörlega dauðir úr
öllum æðum — orðnir það sem Jón
Ingvarsson og Sigurjón vilja að
þið séuð — það er hugsunarlausir
— skoðanalausir og volaðir vesal-
ingar sem hægt er að fara með að
eigin geðþótta, troða á eftir hent-
ugleikum og etja út í hvað sem er
þá látið þið að sjálfsögðu ekkert í
ykkur heyra. En minnist þess að
það getur orðið bið á því að það
komi einhver í fyrirtækið til þess
að tala máli ykkar.
Verkafólk — samstaða er eina
vopnið sem við höfum — ekki bara
í verkföllum heldur í hinni dagl-
egu baráttu okkar fyrir mannrétt-
indum. Læt ég þetta nægja að
sinni — Með baráttukveðjum.
Birgir Dýrf jörð:
Hundruð þúsunda sparnaður á ári
fyrir heimili utan hitaveitusvæða
í Þjóðviljanum 10. þ.m. er frétt í
hverri frá er skýrt að félagar í
Verkalýðsfélagi Rnagæinga þurfi
að verja 26,6% af launum sínum
miðað við 3. taxta Dagsbrúnar
eftir 4 ár, til að greiða upphitun-
arkostnað híbýla sinna, en sam-
bærilegt hlutfall á Reykjavíkur-
svæðinu er um 6%.
Ekki þarf að efa að hér er rétt
með farið og fremur reiknað van
en of. Með þessa staðreynd í
höndum styðja Rangæingar það
fullum rökum, að nauðþurftaút-
gjöid markast af búsetu og eru að
þessu leyti afar mikið hærri hjá
þeim og fjölmörgum öðrum úti á
landi, en hjá sambærilegum stétt-
um á hitaveitusvæði Stór-Rvk. Og
með þennan mismun sem rök
reyfa þeir þá hugmynd að þeirra
félagsmenn og aðrir, sem eins er
fyrir komið ættu með réttu að
hljóta hærri laun en viðmiðunar-
hópurinn í Rvk. Ég mun leiða hjá
mér að fjalla um þessa hugmynd,
en vil þó benda á, að það mun
ljósast ef til kemur, að þurfi
fyrirtæki að greiða hærri laun
fyrir það eitt að vera staðsett utan
hitaveitusvæða, þá er líklegt að
ýmsum þætti skaðaminnst, að
forða fyrirtækjum sínum frá
slíkum svæðum.
En er þá ekki annar valkostur
til, sem gæti minnkað þennan
kostnaðarmun? Jú hann er svo
sannarlega til og það er erindi
þessara tilskrifa að benda á hann.
Með sömu fjölskyldu og híbýla-
stærð og Rangæingar nota sem
viðmiðun má spara um 600 þús. kr.
á ári, rúmar 300 þús. kr. fyrir
félagsmanninn og tæpar 300 þús.
kr. fyrir ríkissjóð.
Og skal það nú útskýrt frekar.
Þessi sparnaður felst í því að
nota rafmagn til upphitunar og
notast við, og það undirstrika ég,
svo nefndan marktaxta eða taxta
4.3. sem hann heitir í gjaldskrá
Rarik. í sínum útreikningum ætla
Rangæingar olíunotkun á ári
848.400 kr. og hefur þá verið
dreginn frá olíust.yrkur að upphæð
291.200 kr. Þannig að tilkostnaður
olíunnar er á ári samtals kr.
1.139.600 kr.
í dæmi Rangæinga áætla þeir
að jafngildi olíunnar muni vera í
rafmagni um 40.000 kw.st. á ári og
tel ég ekki ástæðu til að vefengja
þá tölu.
Ef viðkomandi heimili kaupir
þessar 40.000 kw.st. eftir mark-
taxta 4.3. og gengið er út frá 8 kw.
marki, sem gefur möguleika á
61.320 kw.st. á ári miðað við 3
tíma rof á sólarhring, þá kostar
ársnotkun þessa heimilis á raf-
magni til hitunar, samtals kr.
537.528 og er þá mælaleiga og
fastagjöld innifalin.
Og nú skulum við bera þessar
tölur saman.
I fyrra tilvikinu
er olía ..............1.139.600
I síðara dæminu
rafmagn 40.000 kw.st.
taxti 4.3............. 537.528
Mismunur kr. 602.072
Hlutur skattgreiðanda
í mism. (olíu-
styrkur) ..............291.200
Sparnaður
húseigandans ..........310.872
Sparnaður samtals: . . .602.072
Nú er það svo að ekki hafa allir
tök á að nýta sér rafmagn til
upphitunar, bæði er að dreifikerfi
rafveitna eru víða vanbúin til
þeirra verkefna. Þá er og stofn-
kostnaður nokkur og ef til vill
efnin minnst hjá þeim er helst
þyrftu að njóta. T.d. kostar 10 kw.
raftúba fyrir lokað vatnskerfi frá
320 til 340 þúsund kr. að viðbætt-
um uppsetningakostnaði, sem þó
er tiltölulega lítill.
Sjálfsagt má benda á fjölda
leiða til að létta fólki að breyta
yfir í rafhitun, það má til að
mynda leiða að því ljós rök að það
borgaði sig fyrir ríkissjóð að gefa
mönnum rafhitaketil fyrir það eitt
að þeir hætti að brenna dýrmæt-
um gjaldeyri og þiggja til þess
styrk uppá 300 þús.kr. á ári. Þá
hygg ég til dæmis að ég sé ekki
einn um þá hugmynd að þykja það
skynsamleg ráðstöfun, að ef menn
skiptu úr olíuhitun yfir í rafmagn
þá gætu þeir fengið að láni
upphæð, sem næmi tveggja ára
olíustyrk, og þannig má áfram
telja því aðferðirnar eru nægar, ef
Vararektor Moskvu-
háskóla í heimsókn
SOVÉSKI hagfræðiprófessorinn
dr. Felix Volkov, einn af vara-
rektorum háskólans í Moskvu,
er væntanlegur hingað til lands
í dag, 17. apríl. Flytur hann
fyrirlestra í boði MÍR, Menning-
artengsla Islands og Ráðstjórn-
arríkjanna, og verður viðstadd-
ur aðalfund félagsins.
Laugardaginn 19. apríl kl. 15
flytur F. Volkov erindi sem
hann nefnir „Meginreglur Len-
ins um sósíalíska hagfræði“.
Verður erindið flutt að Lindar-
götu 48. Daginn eftir flytur
hann erindi í MIR-salnum við
Lindargötu og ræðir þá um
Moskvuháskóla. Á sumardaginn
fyrsta verður opnuð mynda- og
bókasýning í MIR-salnum.
Afmæli í Óslandshlíð
hlýhug og árnaðaróskir á þess-
um merkisafmælum þeirra.
— Björn í Bæ.
NÝLEGA áttu merkisafmæli
sæmdarhjónin Sigurbjörg Hall-
dórsdóttir, 75 ára, og Magnús
Hartmannsson, sjötíu ára, í
Brekkukoti í Óslandshlíð. Hafa
þau stundað þar búskap óslitið
frá 1933. Nú hafa þau að nokkru
afhent búsforráð dóttur sinni og
tengdasyni.
Sigurbjörg og Magnús hafa
ætíð notið að verðleikum sér-
stakrar hylli sveitunga sinna og
t verið með beztu búendum sveit-
* arinnar, vinföst og traust. Sér-
staklega hafa þau látið sér annt
um ungmennafélagið sitt,
Geisla.
Þau báðu mig að koma á
framfæri alúðarþökkum til
sveitunga sinna og vina fyrir
Nokkuð úrval er af rafhitakynding-
um. 10 kw. ketill af þessari tegund
fyrir lokað vatnskerfi kostar 320 til
340 þús. kr.
ráðamenn öðlast skilning á vilja
til framkvæmda. Og það er ákaf-
lega verðugt verkefni fyrir laun-
þegahreyfingu að leiða þeim slíkt
fyrir sjónir.
Ef til vill er þó brýnast í dag
fyrir samtök launþega og neyt-
endasamtök að standa vörð um þá
orkusölutaxta, sem til eru í gjald-
skrá Rarik, því af fenginni reynslu
er rökrétt að álykta, að þegar fólk
gerir sér grein fyrir hagkvæmni
þess að nota taxta 4.3. og eftir-
spurn eftir honum ' eykst, þá
standist ekki seðlasugur yfirvalda
þá freistingu, að hækka taxtann
eða beinlínis að leggja hann niður.
Eins og fram er komið í þessum
skrifum er hér um hundruð þús-
unda króna spursmál að ræða
fyrir heimili utan hitaveitusvæð-
anna. Megi Verkalýðsfélag Rang-
æinga hafa heila þökk fyrir að
koma þessum málum ærlega til
umræðu.
Birgir Dýrfjörð
rafvirki.
Kaj Ernest Andersen
Danskur
Islands-
vinur látinn
SÍÐASTLIÐINN sunnudag lézt í
Kaupmannahöfn Kaj Ernest And-
ersen, fyrrverandi eigandi verk-
smiðjunnar „Schubert & Co“.
Hann var mikill aðdáandi mynd-
lista og átti orðið mikið og gott
safn, þar á meðal voru mörg verk
eftir íslenzka myndlistamenn. Jón
Engilberts og Erro skipuðu þar
heiðurssess. Kaj Ernest Andersen
kom nokkrum sinnum í heimsókn
til íslands og eignaðist hér trygga
og góða vini, sem senda nú ekkju
hans og börnum samúðarkveðjur.
Háskólafyrirlestur:
Lækningar
Indíána
HÉR ER á ferð um þéssar mundir
Grant Thomas Edwards lyfja-
fræðingur frá Alexander Mac-
kenzie Commemorative Pharmacy
við Bella Coola General Hospital,
British Columbia í Kanada. Grant
T. Edwards mun flytja fyrirlestur
í boði Félags áhugamanna um
sögu læknisfræðinnar í Árnagarði
(herbergi 104) mánudaginn 21.
þ.m. og hefst hann kl. 20.30.
Fjallar erindið um lækningar
Bella Coola-Indíánanna (The trad-
itional medicine of the Bella Coola
Indians) og verður flutt á ensku.
Öllum er heimill aðgangur að
fyrirlestri þessum.
FÆREYJAR
M/s Lagarfoss fer 23. apríl n.k. frá Reykjavík til Færeyja.
Vörumóttaka í A-skála, dyr 2, frá kl. 8—12 og 13—16.
Haföu samband
EIMSKIP
Sími 27100.
*