Morgunblaðið - 17.04.1980, Side 32

Morgunblaðið - 17.04.1980, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 Pétur Bjarnason, ísafirði: F iskr ækt ar mál Fyrir kosningarnar í haust heyrði maður stjórnmálamenn tala mikið um norsku leiðina í baráttunni við verðbólguna. En á meðan stjórnmálamenn voru svo uppteknir af samdráttar- og niðurskurðarhugmyndum, sem tal þeirra bar vitni um, þá hefur einnig þróast í Noregi önnur framfara- og uppbyggingarstefna, sem ég held að vert væri að gefa gaum, ekki síður en samdráttar- stefnunni. Þar á ég við þá stefnu, sem Norðmenn hafa tekið í fiskirækt- armálum, hún gæti sannarlega orðið okkur til eftirbreytni. Norðmenn hafa nú um nokkurt árabil stundað laxeldi í sjó í flotgirðingum og samkvæmt frétt í Norsk Fiskoppdrett er fram- leiðslan samtals um fimm þúsund tonn á síðastliðnu ári og seldist hún fyrir fimmtán milljarða íslenzkra króna. Það má með undrum telja hvað íslenzkir stjórnmálamenn og aðrir fjármagnsráðendur gefa þessum málum litinn gaum, mitt í öllu samdráttar- og niðurskurðartal- inu og virðist þó ekki vanþörf á að hafa úr meiru að moða. I Noregi eru nú starfandi um 250 laxeldisstöðvar og fer enn fjölgandi. En þeir eru verr á vegi staddir með seiðaeldisstöðvar vegna skorts á jarðhita, og hafa því keypt allt, sem þeir hafa getað fengið frá íslenzkum seiða- eldisstöðvum, svo segja má að við höfum verið þeim hjálplegir eins og fyrri daginn. Við hófum ekki hvalveiðar fyrr en Norðmenn höfðu tekið það, sem þeir vildu, og voru hættir, síðan síldin, og nú sjáum við þeim fyrir laxaseiðum til að byggja upp atvinnuveg, sem innan fárra ára veltir meira fjármagni en allt íslenzka þjóðarbúið gerir í dag. Nú mundu margir spyrja hvers vegna við gerum þetta ekki sjálfir. Því er erfitt að svara svo að gagni Norsku leiðirnar sé. Nokkur hópur áhugamanna til og frá um landið hefur verið að gera tilraunir, en þær hafa ein- kennst af algjörum vanefnum og fjármagnssvelti. Sama er að segja um laxeldisstöð ríkisins í Kolla- firði. Vegna fjármagnsleysis eru mörg þeirra verkefna, sem hún hefði átt að vinna á þeim tíma sem hún hefur starfað, langt á eftir tímanum. Á ég þar sérstaklega við tilraunir með sjóeldi á laxi með upphituðum sjó, svo og kynbætur á laxi með tilliti til vaxtarhraða og gæða. Þó Norðmenn ali sinn fisk í flotgirðingum og fái 7—8 mánaða vaxtartíma á ári þá getum við ekki notað þá aðferð hér vegna yfir- borðskulda og veðráttu. En við getum víða með góðu móti dælt sjónum upp á land og hitað hann með jarðvarma í eldistjörnum á landi. Að Húsatóftum við Grindavík eru tvær seiðaeldisþrær, um 100 fm. hvor, sem eru reknar við borholu og framleiðslan seld á norska markaðinn. Ef dælt er efst úr holunni kemur ferskt vatn fyrir yngstu seiðin, en eftir því sem dýpra er sótt í holuna vex seltan og er að endingu hreinn sjór. Er hægt að raða slíkum eldis- þróum um Reykjanesskagann í hektara-tali eins og Norðmenn raða flotnótum og framleiða markaðsfisk í hundruðum eða þúsundum tonna? Nú eru uppi áætlanir um að veita milljörðum til að lyfta fisk- iðnaði á Suðurnesjum af því, sem ráðamenn kalla hjólbörustig, með aukinni tæknivæðingu. Vissulega er ekkert nema gott eitt um slika framkvæmd að segja, og það þó fyrr hefði verið, en hvað er langt í það að fiskvinnslustöðvarnar anni því magni, sem flotinn má fiska hverju sinni. Því hvort sem það verða bókvitsmenn hjá Hafrann- sókn eða brjóstvitsmenn í hópi útgerðar- og skipstjórnarmanna, sem ráða ferðinni, er ljóst að arðsemi fiskstofnanna verður tak- mörkuð í framtíðinni og stendur nú þegar ekki undir þeim lífsmáta, sem fólkið í landinu vill hafa. Það er eflaust ekki vanþörf á að brýna sparnað og samhaldssemi fyrir þjóðinni og boða samdrátt og niðurskurð, eins og mest er í tísku hjá mörgum stjórnmálamönnum. En það er vani hérna fyrir vestan að lengja heldur línuna ef illa fiskast og sjá til hvort ekki fáist einn eða tveir tittir í viðbót, heldur en að segja kokknum að nú eigi að éta lítið í dag og hafa grautinn þunnan. Einn af reyndustu fiskiræktar- mönnum Bandaríkjanna, dr. Don- aldsson, lét svo um mælt eftir að hafa skoðað fiskiræktarmöguleika hér fyrir nokkrum árum að hæfi- legt væri að sleppa hér um eitt hundrað milljónum seiða með hafbeitina eina í huga. Væri nú ekki rétt, með tilliti til þeirrar arðsemi, sem aðrar þjóðir hafa af fiskirækt, að taka þau mál til rækilegrar skoðunar og sjá hvort ekki mætti með aukinni fiskirækt nýta betur þá mögu- leika, sem landkostir hafa upp á að bjóða til þess að afla þjóðinni þess lifibrauðs, að hún standi nágrönnum sínum jafnfætis um Iífsmöguleika. En á meðan við höfum þann sóunarháttinn á að renna heita vatninu einu sinni í gegnum hita- kerfi húsanna og síðan út í skólpræsin, má segja að við gerum skólpræsin að gullæðum, því ef það heita vatn, sem þangað fer væri notað til upphitunar á eld- issjó gæti það staðið undir millj- Pétur Bjarnason arða verðmætasköpun í fiskirækt. Nú að nýlokinni loðnuvertíð kemur í ljós að aflinn er um 400.000 tonn og leggur sig á um 19 milljarða til útflutnings. Þessum afla er breytt í fiski- mjöl og fluttur út, síðan er honum breytt í fóður til framleiðslu á nauta- og svínakjöti. Samkvæmt norskum upplýsing- um þarf 5 kg af loðnu til að framleiða eitt kg af laxi. Ef þessum loðnuafla væri breytt í laxfiskafurðir yrði magnið um 80 þúsund tonn og legði sig á 240 milljarða eftir norsku verðlagi. Þá legðist niður loðnubræðsla með tilheyrandi loft- og sjávar- mengun og orkubrennslu í erlend- um gjaldeyri, en á móti kæmi mengunarlaus stóriðja í frystingu og geymslu á loðnu og úrgangssíld til fiskifóðurs og sú stóriðja mundi byggjast á innlendum orkugjafa, rafmagni. Þó lesa megi í dagblöðum að sá ungi bóndi, sem nú skipar sæti landbúnaðarráðherra, hafi á nýafstöðnu búnaðarþingi flutt dýrustu ræðu landsins um niður- greiðslur og útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir, þá vona ég að seltan í blóði hans frá móðurætt- inni úr Bolungarvík sé nægileg til þess að hann kunni að meta gildi sporðfénaðar og að samtök bænda, sem eiga og ráða yfir svo til allri aðstöðu til fiskiræktar á landinu, geri sér ljóst að þar eiga þau svo gífurlegt verkefni óunnið að þáð að framleiða kjöt og mjólkuraf- urðir til þarfa landsmanna er aðeins brot af því starfi, sem bíður íslenzkrar bændastéttar í fram- tíðinni. I Noregi hefur þróunin orðið sú, að fjármagn til fiskiræktar í dreifbýlinu hefur komið frá fjár- sterkum aðilum í þéttbýli. Þeir hafa hætt fé sínu og einnig tekið arðinn. Það sem eftir verður í viðkomandi byggðarlagi er í mörg- um tilfellum aðeins leiga til við- komandi landeiganda, líkt og ger- ist með íslenzkar laxveiðiár. Stór og fjársterk fyrirtæki sækja nú í æ ríkari mæli eftir þátttöku í atvinnugreininni og fyrir skömmu var til umræðu í norska Stórþinginu aðild BP-olíu- félagsins að uppkaupum á norsk- um fiskeldisstöðvum. Það er talið að Noregur bjóði upp á bezta aðstöðu til flotnóta- eldis, en ísland til seiðauppeldis vegna jarðhitans. Það er því alveg ljóst að fyrirtæki, sem hefði að- stöðu til reksturs seiðaeldisstöðv- ar á íslandi og flotnótaeldis í Noregi ætti sterka aðstöðu. Það er því skiljanlegt að alþjóðleg auðfé- lög hafi fengið áhuga á málinu. I sjálfu sér er eðlilegt að upp rísi stóriðja í greininni, þar sem aðstæður eru til, en við höfum ekkert að gera með erlenda aðild að málinu, hvorki norska né aðra. Það þykir ein bezta trygging yrir atvinnu nú til dags að í hverju sjávarþorpi sé frystihús og einn til tveir skuttogarar. En það er svip- ull sjávaraflinn og því hefur ávallt þótt traustara að búa bæði til sjós og lands. Það hlýtur því að vera hagsmunamál landsbyggðarinnar, að upp rísi seiðaeldisstöðvar í hverjum landsfjórðungi og fisk- eldi verði rekið sem auka- eða aðalbúgrein á hverjum þeim stað, sem til þess hentar og í þeim mæli, sem við á hverju sinni. Þá liðu varla mörg ár þar til hundrað milljón seiða sleppingin hans Donaldsons yrði orðin að veru- leika og íslenzkir bændur þyrftu þá ekki lengur að sækja sér lifibrauð í illa séðar útflutnings- bætur. Á páskum 1980 Ingibjörg Þorgeirsdóttir: Góð keppni - góð verðlaun Flestir kannast við þann hvers- dagslega atburð að klappað sé á dyr eða dyrabjöllu hringt hjá honum, og þegar upp er lokið standa eitt eða tvö lítil manna- korn yfir utan með plastposa með smá-kassa milli handa og bjóða fram merki eða jafnvel happ- drættismiða til kaups. Ef gestur- inn hittir vel á getur verið að við gefum slíkri heimsókn þann gaum, að við spyrjum litla fólkið, fyrir hvað sé nú verið að selja. Undan- tekningarlítið fellur svarið þá oftast á þá lund, að það sé fyrir Hjartavernd, Styrktarfélag van- gefinna, Krabbameinsfélagiö eða Rauða-krossinn ellegar eitthvert annað áþekkt af okkar fjölmörgu líknarfélögum eða hjálparsamtök- um. Oft hefur þá þessi smávægilega forvitni okkar jsann skemmtilega endi að litlu gestirnir missa af merki eða miða en hljóta í staðinn í posann sinn nokkra lúða smá- lappa, sem eiga víst að heita peningar manna á millum. Stund- um, þegar allra best lætur, getur þeim fallið bros eða brjóstssyk- ursmoli í kaupbæti. En þessi viðskipti og samskipti geta því miður líka farið á annan veg. Ur hálfopinni dyragætt getur þá gesturinn fyrir utan ef til vill heyrt sagt stuttaralegt „Nei, takk“, og taut í þá átt, að aldrei sé friður fyrir þessu „betli" — um H.m Tl MTk Ti"1IW»ini-T •»> leið og hurðin fellur aftur að stöfum. Og hver getur láð fólki slík viðbrögð? Þær geta óneitan- lega verið þreytandi þessar „off- ur“ sníkjur, stundum hverja helg- ina eftir aðra í röð. Enda veskin hjá sumum mjóslegin, ef svo vildi til að útborgunin var væntanleg en ókomin. Til eru jafnvel þeir, sem telja allt slíkt betl leiðinda plágu, sem ekki eigi að eiga sér stað í þroskuðu safnfélagi og velferðarríki. Þeir hinir sömu hafa sennilega heldur aldrei velt því fyrir sér, hvernig umhorfs væri nú í okkar þjóðfélagi, ef slíkar og þvílíkar fjáröflunar-aðferðir hefðu aldrei verið viðhafðar. Það leitar lítt á huga þeirra sú sögulega stað- reynd, að fjárhagslegur grunnur flestra framkvæmda í menningar- og líknarmálum okkar hefur verið lagður til að byrja með úr þeim steinum, sem góður hugur og gjöfular hendur hafa lagt í hann, þ.e.a.s. með einstaklings gjöfum og almennum samskotum í ein- hverri mynd, bornum uppi af ýmsum klúbbum eða mismunandi fjölmennum áhugamannafélögum, svo sem íþróttafélögum, leikfélög- um að ógleymdum kvenfélögunum °g þó gjarna langoftast af ein- hverju hjálpar- eða líknarfél. eða samb. sem sumhver gera allt landið að söfnunarsvæði sínu, eins og Rauði-krossinn. Fyrir atbeina •WMMMWMMMMMnMu * *■ * * * * í Ingibjörg Þorgeirsdóttir slíkra samskota og safnana hefur verið ráðist í fjölmörg stórvirki og framkvæmdir, hafist handa og hrundið af stokkunum fjölmörg- um af merkustu stofnunum þessa lands sem þjóðin annars hefði mátt bíða eftir, ef til vill um ófyrirsjáanlega framtíð, sér til óbætanlegs tjóns. Ég minni á Vífilstaðahæli, Landspítalann, sem Hringskonur í áframhald- andi trúfesti leggja lið, Reykja- lund, Hjartavernd svo eitthvað sé nefnt. Jafnvel upphafið að Há- skóla íslands átti m.a. að nokkru rætur í áhugasamtökum íslenzkra kvenna. Seinast vil ég minna á nýjustu stórframkvæmdina, sem nú stendur yfir og vafalaust má telja með nauðsynlegustu fram- kvæmdum, sem ráðist hefur verið í til hjálpar og heilsubótar þeim, sem hvað örðugast eiga um eigin björg. Á ég hér við sundlaugina við Sjálfsbjargarhúsið Hátúni 12, sem nú er í smíðum. Það er löngu viðurkennt að sund er ein fegursta, ánægjulegasta og hollasta íþrótt, sem um getur. Bara vatnið sjálft er eitt merki- legasta þjálfunartækið handa hreyfihömluðu fólki, sem fyrir- finnst. í því sambandi vísa ég til ágætrar greinar eftir Maríu Skag- an í Morgunblaðinu 14. marz. Þar tekur hún m.a. upp kafla úr stórfróðlegri grein Kristínar Ernu Guðmundsdóttur sjúkraþjálfara, sem út kom í bl. Sjálfsbjörg á sl. hausti. í nefndum kafla lýsir Kristín vel og skilmerkilega fjölþættum eigindum og möguleikum vatnsins til þjálfunar og heilsubótar gigt- arsjúkum og hreyfihömluðum. Verð ég að segja, að nú varð mér eftir en áður enn betur augljós gagnsemi sundlauga, og einkum þó ómetanlegt gildi þeirra fyrir dvalarstaði og hæli gigtsjúkra og hreyfihamlaðra. Gefur því auga leið að hvergi er vönduð og fullkomin sundlaug nauðsynlegri, hvergi sjálfsagðari en við Sjálfs- bjargarhúsið í Hátúni, vistheimili fatlaðra. Flestir heimilismanna þar eru þeim annmörkum háðir að þeim er lítt fært, sumum jafnvel ógerlegt að sækja fjarlægar sund- laugar. Enda þær of kaldar jafn- framt því sem aðstöðu vantar. Auk þessa býr margt fólk í næsta nágrenni t.d. í háhýsum Öryrkja- bandalagsins, sem ágæt not hefðu af sundlaug Sjálfsbjargar vegna þess„ Jvve. auðvelt. þeim væri að sækja hana. Eðlilegast var að sundlaugin hefði verið byggð og tekin í notkun samhliða sjálfu heimilinu. en hér sem oftar skorti fé til svo stórra framkvæmda. Byrjað var aðeins lítillega á grunni hinnar verðandi sundlaug- ar, og þar við sat næstu 10 árin allt fram til 1978. Þá urðu merki- leg þáttaskil. Þá tókst svo ræki- lega að vekja athygli almennings á þessu máli að gjafir, stórar og smáar, tóku að steyma hvaðanæva að í sundlaugarsjóð, bæði frá einstaklingum og félagasamtök-1 um. Og bráðlega hófst vinna við sundlaugina af miklum krafti. Nú er hún komin undir þak, og með því er verkið komið drjúgan spöl yfir í seinni helminginn, enda kostnaðurinn orðinn um 144 millj- ónir. Af þeirri upphæð eru gjafir um 70 milljónir. Og enn er fjár vant. Framlög hins opinbera þrotin í bili, lána- möguleikar sömuleiðis og sund- laugarsjóður tæmdur. Útlit er því tæplega fyrir annað en stöðvun á smíði þessa mikilvæga hollustu- og heilbrigðismannvirkis nema skilningsríkt, gott fólk hlaupi hér undir bagga eins og fyrri daginn. Og ég treysti fólkinu, þjóðinni, minnug þess hve mörgu grettis- takinu hún getur lyft, hve mörgu menningar- og mannúðarmálinu hún hefur komið í höfn með frjálsu, sameiginlegu átaki. Þess vegna hefi ég örugga von um að hún hlaupi ekki frá hálfnuðu verki hér heldur sýni rausn sína og skilning á þessu málefni með því að sjá um að sundlaugin þeirra í Hátúni 12 verði fullgerð til afnota á þeirra stóra alþjóðaári 1981. Með því gæfi þjóðin sjálfri sér stóra gjöf og —verðug verðlaun — fyrir að hafa képpt að og náð góðu marki. Ingibjörg Þorgeirsdóttir Ath. Tekið er á móti gjöfum í sundlaugarsjóð á skrifstofu Sjálfsbjargar Hátúni 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.