Morgunblaðið - 17.04.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
33
Drög að bókyn um viðræður
ríkisstjórna Islands og Noregs
Ríkisstjórnir
Islands
og Noregs
sem viðurkenna nauðsyn á
raunhæfum ráðstöfunum til
verndunar, hagkvæmrar nýtingar
og vaxtar og viðgangs lifandi
auðæfa hafsins og ennfremur
nauðsyn á raunhæfri verndun auð-
linda landgrunnsins,
sem viðurkenna að skv. þjóða-
rétti bera löndin tvö sem
strandríki höfuðábyrgð á raun-
hæfri verndun og hagkvæmri nýt-
ingu þessara auðlinda,
sem viðurkenna mikilvægi sam-
ræmds, náins og vinsamlegs sam-
starfs milli landanna tveggja til að
tryggja að þessum markmiðum
verði náð og viðurkenna einnig
nauðsyn á skipulögðu samstarfi
við önnur lönd sem hlut eiga að
máli til þess að ná þessum mark-
miðum,
sem viðurkenna hina þýð-
ingarmiklu fiskveiðihagsmuni
Islands á hafssvæðunum við Jan
Mayen,
sem viðurkenna hinar sérstöku
aðstæður sem hafa áhrif á afmörk-
un milli landanna tveggja á hafs-
svæðum þessum bæði að því er
varðar fiskveiðar og landgrunn,
sem láta í ljós áhyggjur sínar
vegna hættu á ofveiði, sem sér-
staklega steðjar að loðnustofnin-
um á þessum hafsvæðum,
sem hafa hliðsjón af því að
ísland hefur sett 200 mílna efna-
hagslögsögu á hafsvæðum um-
hverfis ísland skv. lögum frá 1.
júní 1979 og að Noregur mun skv.
lögum frá 17. desember 1976 um
efnahagslögsögu koma á lögsögu á
hafsvæðunum umhverfis Jan
Mayen,
sem hafa í huga þau störf sem
unnin eru á 3. hafréttarráðstefnu
S.þj., og enn er ólokið,
hafa orðið ásáttar um eftirfar-
andi:
1. gr.
Báðir aðilar munu efla samvinnu
í sjávarútvegi, sérstaklega með
tilliti til verndunar, skynsamlegr-
ar nýtingar og viðgangs þeirra
fiskistofna, sem flytja sig á milli
svæða og halda sig á miðunum
innan lögsögunnar við ísland og
Jan Mayen svo og á nálægum
hafsvæðum.
2. gr.
Sett verði á fót fiskveiðinefnd.
Báðir aðilar tilnefni hvor sinn
fulltrúa og varafulltrúa í nefndina.
Fulltrúar geta fengið sér til ráðu-
neytis ráðgjafa og sérfræðinga.
Nefndin komi saman a.m.k. einu
sinni á ári, til skiptis í löndunum
tveimur. Auk þess skal nefndin
koma saman svo oft sem þurfa
þykir.
Auk nefndarinnar skal komið á
fót starfshópi fiskifræðinga frá
báðum aðilum. Hópurinn láti
nefndinni í té fræðilegar ráðlegg-
ingar varðandi störf hennar.
3. gr.
Nefndin ráðgist um þau mál er
upp koma varðandi stjórnun fisk-
veiða. Hún leggi fram tillögur
varðandi veiðar á göngufiski á
svæðinu, þar á meðal tillögur
varðandi heildaraflakvóta þegar
um er að ræða slika fiskistofna,
auk þess sem ræddar skulu og
samræmdar aðrar verndunarað-
gerðir. Nefndin leggi tillögur sínar
og ráðleggingar fyrir stjórnir
beggja ríkjanna. Samhljóða ráð-
leggingar nefndarinnar verða
bindandi innan tveggja mánaða,
hafi ekki komið fram athugasemd-
ir frá hvorugri ríkisstjórninni.
Aðilar geta falið nefndinni að
fjalla um og gera úttekt á öðrum
málum sem upp kunna að koma
vegna veiðanna.
íslenzk við-
aukatillaga
við 3. grein
Náist ekki samstaða milli aðil-
anna tveggja um ákvörðun heild-
arkvóta getur það ríkið, sem á
meiri hagsmuna að gæta varðandi
umræddan fiskistofn, tekið ein-
hliða ákvörðun um heildarkvóta.
Geti hitt ríkið engan veginn sætt
sig við ákvarðanir getur það mót-
mælt og óskað eftir því að málið
verði tekið til frekari umfjöllunar.
4. gr.
— tiilaga frá Norðmönnum
Þar til sumar- og haustvertíð
1980 hefst skuldbinda Norðmenn
sig til að takmarka loðnuveiðar
sínar innan Jan Mayen-lögsögunn-
ar og á nálægum hafsvæðum við
... tonn.
Nefndin leggi til ákveðna skipt-
ingu á heildarloðnukvótanum milli
Norðmanna og Islendinga næstu
fimm ár. Þessi skipting verði tekin
til endurskoðunar, eigi síðar en í
lok fimm ára tímabilsins, í ljósi
þeirrar þróunar sem átt hefur sér
stað á veiðisvæðunum og á grufld-
velli hugsanlegra niðurstaðna
fiskirannsókna um dreifingu loðn-
unnar á hinum ýmsu svæðum.
(Geri Danir-Grænlendingar
kröfu til hlutdeildar í loðnukvótan-
um skal á ný gengið til samninga
um kvótann).
Tillaga ís-
lendinga um aðra
málsgrein 4. gr.
Hlutdeild Norðmanna í heildar-
loðnukvótanum miðist við ... '/<•
næstu fimm ár eftir að sumar- og
haustvertíð 1980 er lokið. Þegar
það tímabil er á enda endurmeti
nefndin þessi hlutaskipti.
5. gr.
Islenzkir sjómenn fái aðgang að
loðnumiðunum innan norsku 200
mílnanna við Jan Mayen í sam-
ræmi við ákveðinn kvóta Islend-
inga.
Þegar um er að ræða annan
göngufisk innan 200 mílnanna við
Jan Mayen skal af sanngirni tekið
tillit til þess hve íslendingar eru
almennt háðir fiskveiðum og til
mikilvægra fiskveiðihagsmuna
íslendinga á umræddum hafsvæð-
um.
Við fiskveiðar innan norsku 200
milnanna við Jan Mayen hlíti
íslenzk fiskiskip norskum lögum,
fyrirmælum og ákvörðunum.
fi. gr.
Hvor aðilinn sem er getur ráð-
stafað sínum hluta heildarkvótans
með samningum við þriðja land.
7. gr.
Aðilarnir viðurkenna að raun-
hæf verndun og hagkvæm nýting
stofna sem ganga milli svæða
kunni að krefjast viðræðna og
samræmingar fiskveiðiráðstafana
með öðrum löndum á svæðinu.
8. gr.
Aðilar munu halda áfram við-
ræðum um kröfu Islands til land-
grunnssvæða utan efnahagslög-
sögu íslands á svseðinu milli
íslands og Jan Mayen.
9. gr.
Ekkert í bókun þessari skal hafa
áhrif á sjónarmið aðila varðandi
víðáttu og afmörkun landgrunns-
svæða þeirra.
Bókun um viðræður í tveimur
samhljóða eintökum á íslensku og
norsku.
Reykjavík, 15. apríl 1980.
Ríkisstjórn Noregs lýsir því yfir
að í viðræðum við þriðja riki um
afmörkun svæðanna við Jan
Mayen og við Austur-Grænland
svo og um fiskveiðiréttindi á svæð-
inu verður af norskri hálfu reynt
að koma á fyrirkomulagi sem
tryggi hina þýðingarmiklu fisk-
veiðihagsmuni íslands á svæðinu.
„Þar sem Island hefur með
lögum frá 1. júní 1979 um land-
helgi, efnahagslögsögu og land-
grunn ákveðið að efnahagslögsaga
skuli vera 200 mílur einnig á
svæðinu miili íslands og Jan
Ma.ven vill ríkisstjórn Noregs
minna á að skv. þjóðárétti ber að
ákveða afmörkun lögsögu á hafinu
með samningum. Rikisstjórn Nor-
egs telur því nauðsynlegt að gera
fyrirvara um réttindi sín.“
HÉR FARA á eftir drög, sem undirnefndir íslendinga
og Norðmanna fjölluðu um í Jan Mayen-viðræðunum og*
lögðu fyrir formann íslenzku viðræðunefndarinnar,
Olaf Jóhannesson, utanríkisráðherra. Sá hluti þessara
tillagna, sem fjallar um hafsbotninn var lagður fyrir
þingflokkana. eins og hann kemur hér fram, en sá
hlutinn, sem fjallar um fiskveiðar var kynntur munn-
lega í þingflokkunum. Þessum drögum og hugmyndum
var sem kunnugt er hafnað af þingflokkum Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags:
Fjáröflun
til styrkt-
ar barna-
deild S.F.A.
KVENFÉLAGIÐ Hlíf hefur frá
árinu 1973 styrkt Barnadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri af miklum skörungsskap með
veglegum, árlegum gjöfum. Það
hefur gefið ýmiss konar mjög dýr
tæki, sem í dag eru notuð á
barnadeildum með gjörgæslu á
börnum.
Barnadeildin er því nú vel búin
tækjum, sem þakka má aðallega
Kvenfélaginu fyrir.
Auk þess hefur Minningarsjóð-
ur Hlífar gefið nú nýlega vandað-
an skírnarfont úr íslensku birki,
útskorinn, skál hans er sett
íslenskum steinum. Einnig hefur
Minningarsjóðurinn gefið sjón-
varp, silfurkertastjaka, sálma-
bækur, leikföng og bækur.
Fjáröflunardagur Kvenfélags-
ins er sumardagurinn fyrsti. Um
leið og ég þakka Kvenfélaginu
fyrir hina margvíslegu aðstoð vil
ég hvetja Akureyringa til að
fjölmenna á basarinn og kaffisöl-
una í Sjálfstæðishúsinu og kaupa
einnig merki félagsins.
Agóðinn rennur óskiptur sem
áður til Barnadeildar F.S.A.
Baldur Jónsson, yfirlæknir
Barnadeildar F.S.A.
INNLENT
íf-TT t* ** WÍr'2^'1
Flugleiðaþota sett saman
Þetta er fyrsta myndin af Boeing
727—200 þotu Flugleiða, sem nú er
verið að smíða í Boeing verksmiðj-
unum í Seattle í Bandaríkjunum.
Aætlað er að vélin verði tekin út úr
flugskýli 28. apríl og að fyrsta
reynsluflugið verði 7. eða 8. maí.
Nýja þotan, sem mun hafa sæti
fyrir 164 farþega, verður afhent
Flugleiðum og er áætlað að hún
komi hingað til lands í byrjun júní.
Einkennisstafir hennar verða TF-
FLI og hún verður notuð á flug-
leiðum milli íslands og annarra
Evrópulanda.