Morgunblaðið - 17.04.1980, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
Ólafur Gíslason:
Að bera fram
plastdiskinn
í nýlegum leiöara Morgunblaðs-
ins var vikið að þeim harmleik,
sem átt hefur sér stað undan-
farna daga á lóð sendiráðs Perú í
Havanha á Kúbu. Hér er vissu-
lega um harmleik að ræða, þar
sem þúsundir manna hengja sig
utan í trjágreinar og þakskegg
erlends sendiráðs til þess að
biðjast ásjár erlendra aðila. En
ég get ekki látið hjá líða að gera
athugasemdir við skýringar
Morgunblaðsins á þessum harm-
leik.
Fólkið á sendiráðslóð Perú í
Havanna er vissulega fórnar-
lömb illra afla, það hefur verið
niðurlægt og það er hjálpar
þurfi. En ég vil af eigin reynslu
og þekkingu á málefnum Kúbu
eindregið mótmæla því að þetta
fólk sé fórnarlömb grimmra
stjórnvalda í eigin landi. Því
miður er þetta fólk sem ánetjast
hefur áróðri og gylliboðum aug-
lýsingameistara kapítalismans
og selt sjálfsvitund sína fyrir
þann plastdisk sem síðar skal
vikið að.
Fyrir rúmu ári síðan voru um
3000 pólitískir fangar látnir laus-
ir á Kúbu. Þetta voru fangar sem
á sínum tíma höfðu unnið
skemmdarverk í framleiðslunni
og reynt að skipuleggja fólk til
andspyrnu gegn þjóðnýtingu og
umbótum stjórnvalda á Kúbu í
heilsugæslu, mennta- og húsnæð-
ismálum. Þeir hafa nú gengið
lausir á götum Havanna í um það
bil ár. Þeim var frjálst að
flytjast úr landi ef þeir vildu, og
margir sóttu um það, þar sem
þeir áttu erfitt með að samlagast
samfélaginu fyrir utan fangelsin
og hinn ameríski draumur sem
mafían hafði ræktað svo dyggi-
lega á Kúbu áður fyrr lifði ennþá
í hjörtum þeirra. En hvað gerð-
ist. Mannréttindapostulinn
Jimmy Carter taldi þessum
aumu handlöngurum imperíal-
ismans á Kúbu ekki of gott að
búa við sameignarkerfið og vildi
ekki sjá þá í sínum högum.
Guðseiginland var þeim lokað.
Á sama tíma og þessum föng-
um var gefið frelsi á Kúbu var
kúbönskum útlögum í Florida og
annars staðar veitt leyfi af kúb-
önskum yfirvöldum til þess að
heimsækja ættingja sína á Kúbu.
Síðan hefur verið stöðugur
straumur slíkra heimsókna til
Kúbu, og þetta fólk sem hefur
yfirgefið ættjörð sína í beiskju
fyrir ameríska drauminn ber
hann enn í brjósti sínu og níðir
niður kúbönsku ríkisstjórnina
við ættingja sína og aðra þar sem
það fær því við komið. Ég var á
Kúbu um síðastliðin áramót og
átti þá m.a. tal við unglingspilt
sem var í 2. heimsókn sinni frá
Miami á árinu. Hann átti ekki
orð til að lýsa því hvað kúbanir
ættu ljóta bíla og hvað hús
þeirra væru hrörleg. Það var nú
eitthvað annað á Miami ...
Áróðursmaskína heimsvalda-
stefnunnar starfar enn á Kúbu,
og jafnvel þar hefur hún átt sín
fórnarlömb, þótt kúbanska þjóð-
in njóti nú virðingar um allan
heim fyrir hið gagnstæða.
Öllu þessu fólki hefur verið
frjálst að fara úr iandi, en hin
sorglega staðreynd er sú að
draumaríkið handan hafsins hef-
ur hafnað þessum óskilgetnu
afkvæmum sínum og vill á engan
máta gangast við þeim.
Kúba er fátækt land sem á við
gífurlega efnahagsörðugleika að
etja um þessar mundir sakir
uppskerubrests og sjúkdóma sem
komið hafa upp í sykurreyr og
tóbaki. Sú öra uppbygging sem
átt hefur sér stað í menntamál-
um, heilbrigðismálum, byggingu
húsnæðis og iðnaðaruppbyggingu
hefur ekki getað orðið nema
vegna mikilla fórna alls almenn-
ings. Framboð á almennum
neysluvörum hefur verið tak-
markað og víðtæk skömmtun
verið í gangi til þess að tryggja
jafna dreifingu þess sem til er.
Ég gekk sem ferðamaður frjáls
um Havanna og Santa Clara í
desember og janú. 1. og ég sá
hvergi betlai a á gowm úti og
varð einungis einu sinni fyrir því
að vera Seðinn um að selja
erlendan gjaldmiðil. Kúba er
líklega eina landið í Ameríku þar
sem niðurlæging betlsins hefur
verið upprætt í öðrum myndum
en þeim sem við sjáum á sendi-
ráðslóðinni í Perú.
Þá er ekki síður merkilegt að
velta fyrir sér þeim óskum þessa
fólks, að flytjast til Perú eða
Venezúela, úr því að Guðseigin-
land er því lokað. Ég hef því
miður ekki nýlegar tölfræðilegar
upplýsingar um Perú við hend-
ina, en þar ríkir nú hernaðar-
einræði, og í síðustu kosningum
sem haldnar voru í landinu 1978
var 2 milljónum manna þar
neitað um kosningarétt vegna
ólæsis (íbúatala 16,5 milljónir
1977). Fátækrahverfin í útjöðr-
um Lima hafa verið orðrómuð
sem einhver mestu eymdarbæli
sem fyrirfinnast á jarðríki, þar
sem rottufaraldur hefur orðið
þúsundum barna að bana á ári
hverju. Það misrétti sem ríkir í
Perú og Venezúela tilheyrir horf-
inni tíð á Kúbu. Fólkið á sendi-
ráðslóðinni í Havanna horfir nú
til þessarar fortíðar með eftirsjá.
Tveir bandarískir hagfræð-
ingar, Richard J. Barnet og
Ronald E. Múller hafa af skarp-
skyggni lýst því hvernig auglýs-
ingatækni auðvaldsins er beitt
meðal fátækra þjóða í bók sinni
Global Rcach — The Power of
the Multinational Corporations
(New York 1974). Þeir nefna þar
m.a. rannsókn sem gerð var á
viðbrögðum fátækustu stéttanna
í Perú við bandaríska sjón-
varpsþættinum Mission imposs-
ible sem gerist í heimi hins
bandaríska millistéttardraums.
Skýringin á vinsældum þessa
sjónvarpsþáttar meðal fátækl-
inganna í Perú var talin sú, að
þessi fjarlægi draumaheimur
gæfi ímyndunarafli fólksins
kraft til að brjótast út úr þeim
föstu og órjúfanlegu viðjum
stéttamismununar sem það bjó
við og lifa sig inn í annan heim
líkt og álfatrúin var draumur
fátæka mannsins á íslandi hér
áður fyrr. Það kom fram í
umræddri könnun, að sjónvarps-
efni eins og Mission impossible
hefði marktæk áhrif á gildismat
fólksins þannig að hefðbundin
viðhorf til trúmála, hógværð í
umgengni og afslappað viðmót
vikju fyrir þeim spenningi og
glamúr sem fylgir upphefðinni,
ofbeldinu og ofneyslunni.
Þeir sölumenn fjölþjóðafyrir-
tækjanna, sem líta á flestar
þjóðir heims sem mögulega neyt-
endur á varningi sínum beita
útsmognum sálfræðilegum að-
ferðum til þess að ánetja fátækl-
inga 3. heimsins bandaríska
millistéttardraumnum um upp-
hefð, ofbeldi og ofneyslu. Einn
þeirra, Peter Drucker, segir:
„Verksmiðjustúlkan eða af-
greiðslustúlkan í Lima eða
Bombay vill eiga varalit ... Það
er ekkert sem gefur henni jafn
mikið fyrir andvirði fáeinna
centa." Jafnvel þótt hún sé að
öllum líkindum vannærð og búi í
heilsuspillandi húsnæði, þá er
það samt sem áður varaliturinn
sem kaupa skal. Þeir Barnet og
Múller vitna síðan í annan sölu-
mann, Albert Stiidsberg, sem í
bók sinni Advertising Age skrif-
aði, að „menn verði að losa sig
Ólafur Gíslason
undan hinum hefðbundnu hug-
myndum um það sem ráði efnis-
legum þörfum fátæka mannsins.
Sálrænt gildi þess að hann eyði
pening sínum í transistortæki
getur fullnægt honum betur en
þótt hann eyddi sama fé í
nauðsynleg matvæli." Síðan
halda þeir B og M áfram: „Þetta
er athyglisverð kenning, sér-
staklega þegar henni er beitt á
land eins og Perú, þar sem talið
er að umtalsverður hluti allra
lifandi fæddra barna byrji líf sitt
með alvarlegum og e.t.v. ólækn-
anlegum heilaskemmdum vegna
vannæringar.
Með því að skapa þarfir fyrir
hluti eins og transistortæki eða
varaliti á meðan frumnæring-
arþörfum er jafnvel verr sinnt en
áður er verið að auka enn meira
á eymd fjöldans í hinum fátæk-
ari löndum. (I sumum þorpum í
Perú má sjá þá átakanlegu sjón
þar sem eru steinar, málaðir til
að líkjast transistortækjum.
Bændur sem ekki eru nægilega
efnaðir til þess að eignast slík
tæki bera þessa steina sem
stöðutákn). Fjölþjóðafyrirtækin
búa yfir því ótrúlega valdi sem
felst í því að ákveða hvað veiti
„sálræna fullnægju". Það er frá-
leitt að tala um „kröfur neytand-
ans“ þar sem neytandinn er
algjörlega á valdi þeirrar tækni
og sálarfræði sem auglýsinga-
mennskan beitir fyrir sér.
Hver verða félagsleg langtíma-
áhrif þess að stunda auglýsingar
og sölumennsku meðal fólks sem
hefur innan við 200 dollara í
tekjur á ári? Bóndinn sem stritar
fyrir lífsviðurværinu á einhverj-
um örreitisskika, íbúi stórborg-
arslúmmsins sem dregur fram
lífið á tilboðum dagsins á vinnu-
markaðnum og sorphaugunum,
hinn fjölmenni her farandverka-
fólks í landbúnaði, þjónustufólks
og láglaunafólks í iðnaði, allt
þetta fólk fær mesta vitneskju
sína um umheiminn í gegn um
draumamyndir og slagorð aug-
lýsiiigaheimsins. Og eitt af þeim
boðum sem hvað skírast koma
fram, er að hamingja, velgengni
og það að vera hvítur á hörund er
eitthvað sem er óaðskiljanlegt. í
löndum þar sem aðrir kynþættir
og kynblöndun er mikil eins og
t.d. í Mexíkó eða Venezúela þar
sem meginþorri þjóðarinnar ber
sterk merki um indíánauppruna
sinn eru það undantekningar-
laust ljóst og bláeygt fólk sem er
látið bjóða hið ljúfa líf til sölu á
risaveggmyndum fjölþjóðafyrir-
tækjanna. Ein af afleiðingum
þessarar „white is beautiful /
hvítur er fallegur" einstcfnu í
auglýsingum er að þröngva van-
metakennd inn í litaðar þjóðir,
en það er einmitt grundvallar-
atriði þegar gera þarf nýlendu
þegnanna pólitískt óvirka.
Það hefur verið grundvallar-
atriði í stefnumótun þeirra
þjóða, sem náð hafa langt í að
aflétta eymd fjöldans og uppræta
atvinnuleysi og misrétti að
virkja fjöldann og vekja hann til
sjálfsvitundar, bæði sem ein-
staklinga og hluta af þjóðarheild.
Fjöldi fólks sem hefur heimsótt
lönd eins og Kína, Kúbu, Tanz-
aníu eða Norðurvíetnam hefur
orðið furðu lostið yfir þeirri
einlægu hrifningu sem fólkið
sýnir í þátttökunni í hinni nýju
þjóðfélagslegu tilraun sem það er
stöðugt minnt á. í þessum lönd-
um er því stöðugt haldið að fólki
að það eigi að trúa því að það sé
„nýtt fólk" fyrir tilverknað eigin
getu og framlags er geri þeim
kleift að umbreyta þjóðfélaginu
með þeim hætti sem ekki eru
dæmi um áður í sögu mannsins.
Ríkisvaldið í þessum löndum
leggur í áróðri sínum megin-
áherslu á persónulegt og þjóðlegt
stolt. í þjóðfélögum þar sem hins
vegar Áróðursmálaráðuneytið er
í höndum auglýsingafyrirtækj-
anna er beitt gagnstæðum að-
ferðum. Árangurinn sýnir sig í
eyðileggingu á þjóðlegri og stað-
bundinni menningarhefð og
menningu um leið og fólkið er
gert háð erlendri menningu. Sál-
fræðingurinn Michael Maccoby
hefur sagt frá því er hann
heimsótti leirkerasmið í mexík-
önsku sveitaþorpi, sem fram-
leiddi undrafagra handmálaða
diska af sömu gerð og seldir eru
dýrum dómum á verslunargötum
New Yorkborgar. Gesti sínum til
heiðurs framreiddi leirkerasmið-
urinn hádegisverð handa honum
á plastdiski frá Woolworths."
Hér lýkur tilvitnun í bók
þeirra Barnet’s og Múllers. Kúb-
anarnir á sendiráðslóð Perú í
Havanna hafa kosið plastdisk-
inn. Mér virðist að leiðarinn í
Morgunblaðinu hinn 9. apríl. sl.
hafi verið borinn fram á slíkum
diski líka, og er þá eftir að vita
hvort þjóðin tekur hann fyrir
góðan málm.
Ölafur Gíslason
Fidel ávarpar fjöldann.
Athugasemd ritstj.:
Ath. ritstj.:
Ólafi Gíslasyni verður í grein
sinni tíðrætt um auglýsinga-
skrum og áróður sem eðlilegt er,
þegar fjallað er um Kúbu, því að
ekkert land hafa kommúnistar
notað meira í auglýsingaskyni
síðustu ár. Nú er talið að Sovét-
menn greiði 2,8 milljónir Banda-
ríkjadollara til ríkisstjórnar
Fidels Castro á dag, svo að hún
geti fleytt sér áfram.
Á Kúbu hafa menn ekki tæki-
færi til að láta í ljós hug sinn til
stjórnvalda með atkvæði sínu í
kosningum. Þeir verða því að
gera það með öðrum hætti. Á 21
árs valdaferli Fidels Castro hef-
ur um ein milljón manna flúið
Kúbu. Stjórn landsins kallar þá,
sem sækjast eftir að komast
þaðan á brott „afætur, letingja
og glæpamenn" og Ólafur
Gíslason víkur að þeim í svipuð-
um dúr og bætir því við að þeir
séu „aumir handlangarar imp-
eríalismans". Fram hefur komið
í fréttum að meira en helmingur
þeirra u.þ.b. 10.000, sem leitað
hafa hælis á lóð sendiráðs Perú í
Havana eru undir 30 ára aldri.
Þetta unga fólk hefur sem sé
verið alið upp í „dýrð“ sósíalism-
ans.
Síðustu atburðir á Kúbu
svipta kommúnista mikilvægri
skrautfjöður, sem þeir hafa ekki
síst veifað framan í þriðja heim-
inn. Vonlegt er, að þeir reyni að
leita annarra skýringa á þessum
atburðum en í meininu sjálfu,
þjóðfélagsskipaninni á eyjunni.
Það er hins vegar alltof einföld
skýring á fjöldaflóttanum frá
Kúbu, að „auglýsingameistarar
kapítalismans" hafi sigrað Fidel
Castro og sovéska rúblusjóðinn
hans.