Morgunblaðið - 17.04.1980, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.04.1980, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980 félk í fréttum + Fyrir skömmu fór Svisslendingur með flugdellu á mjög óvenjulegum farkosti sínum yfir Alpana. Flugkappinn Marco Broggi, sem er fertugur að aldri flaug þessari „vélknúnu svifflugu" sinni frá baenum Altdorf sem er um miðbik Svisslands yfir til Ítalíu um Gotthardskarðið og síðan aftur norður yfir Alpana og til Salzburg í Austurriki. Þar hýr Broggi ásamt fjölskyldu sinni. Var myndin tekin af honum við heimkomuna, á farkostinum góða, — ásamt fjölskyldu sinni. + Fyrir nokkru fór fram í borginni Atlantic City í Bandaríkjunum líkamsræktar-samkeppni meðal kvenna, „vöðvafjallskeppni“, sem hefur til skamms tíma verið keppni. sem karlpeningur einn hefur tekið þátt í. Til keppninnar í Atlantic City mættu alls 29 ungar konur. Á myndinni hér að ofan eru þær sem komust í þrjú efstu sætin. Sigurvegarinn er á miðri myndinni, Rachel McLish 24 ára gamalt „vóðvafjall" frá Texas. í öðru sæti var Claudia Wilborn (til v.) 29 ára gömul frá Kaliforníu og í þriðja sæti (lengst til h.) Georgia Ann Fudge 34 ára gömul frá Florida. í dómnefndinni áttu sæti fjórir karlar og þrjár konur. Hans er leitað! + ítalska lögreglan vinnur stöðugt að því að reyna að hafa hendur í hári hryðjuverkamanna Rauðu herdeildarinnar. sem hlut áttu að ráninu og morðinu á ítalska forsætisráðherranum Aldo Moro. Fyrir skömmu lét Rómaborgarlögreglan dreifa þessari Ijósmynd af manni nokkrum, Mario Moretti, að nafni. Hún telur hann vera einn af forsprökkum Rauðu herdeildarinnar. Hann hafi einnig tekið þátt í morðinu á Aldo Moro og öryggisvörðum hans, sem myrtir voru er ráðherranum var rænt á götu í miðborg Rómar vorið 1978. Um líkt leyti og þessi mynd af hryðjuverkamanninum Mario Moretti var hengd upp i Róm, hafði Franska lögreglan í ferðamannabænum Nice á Miðjarðarhafsströnd Frakklands, handtekið 7 manns. Kom í Ijós að meðal hinna handteknu voru tveir italskir hryðjuverka- menn, sem lýst hafði verið eftir í sambandi við Aldo Moro-morðið. ■.'VW&j' •n.i Fékk flensu + Frá Spáni berast þar fregnir að listamaðurinn mikli. Salvador Dali hafi veikst allhastariega af inflú- ensu. Hafi hann verið í tvær vikur að jafna sig á sjúkra- deiid. þrátt fyrir tvær vítaminsprautur á dag. Hef- ur Dali lagt allverulega af í þessari flensupest. Læknar telja hinn 75 ára gamla iistamann úr allri hættu og að hann muni á skömmum tima jafna sig að fullu. Hún leikur prinsessuna + Sagt var frá því hér i blaðinu fyrir síðustu helgi, að brezki sjónvarpsharmleikur- inn „Dauði prinsessu“ hefði valdið miklu fjaðrafoki í Saudi-Arabíu. Var þetta rak- ið ítarlega í þessari frétt blaðsins. Ekki er hugmyndin að bæta þar neinu við. — En á þessari mynd er leikkonan sem fer með hlutverk ungu prinsessunnar. Mishu. sem myrt var. en ieikkonan er egypsk. Suzanne Abou Taleb að nafni. 41 Ódýrir kjólar barna- og dömupeysur, prjónabútar í kjóla og peysur, allt á óvenju hagstæöu verði. Nýtt og •fjölbreytt úrval af kvöld- og dagkjólum. Þaö borgar sig aö líta inn. Næg bílastæöi. Opiö mánudaga til fimmtudaga til kl. 6. Föstudaga til kl. 7 e.h. Laugardaga kl. 10—12. Verksmiðjuútsalan, Brautarholti 22. Inngangur frá Nóatúni. Ci LavKó Hanskaskinnskórnir fást núna í 6 litum og þrem hælahædum, 3—5—7 cm. Rautt, hvítt, drapp, brúnt, blátt, svart. Verö frá 17.400.- Skósel, Laugavegi 60. Póstsendum. S: 21270. símanúmer 10100 22480 ArulitiilúLAi 83033 ftfofgttliHllbife

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.