Morgunblaðið - 17.04.1980, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APR'ÍL 1980
Beinist þá áhugi þinn að dýra-
fræðinni, væna mín?
Maturinn er ekki alveg til, —
ég hef verið að bóna gólfin í
allan dag!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Að loknu spili er oft spjallað
um hvað gerst hefði ef einhver
við borðið hefði gert eitthvað
annað en hann gerði í raun. Og
þá geta uppgötvast furðulegir
möguleikar spilsins.
Norður gaf, norður-suður á
hættu.
Norður
S. KD95
H. D105
T. ÁK102
L. ÁK
Vestur Austur
S. G10832 S. Á6
H. 43 H. KG972
T. G8 T. D764
L. 10542 L. 83
♦ — Og muna nú — ekki kyssa næstu tvo tímana!
• •
Hitinn í Orfirisey
Heitt vatn fyrir hitakerfi Reykjavíkur
Eðlilegt er að ætla að mikið af
mjög heitu vatni og góðu vatni
fyrir Hitaveitu Reykjavíkur sé að
finna í Örfirisey. Hagnaðurinn er
auðséður af nýtingu þessa vatns
þar sem Örfirisey er svo að segja
rétt við Vestur-Reykjavík, sem nú
er verið að byggja upp, en hinar
stóru, víðu aðflutningspípur, sem
þarf að leggja, þegar vatnið er
fengið ofan úr sveit, eru mjög
kostnaðarsamar, svo hér er um
margra milljóna króna sparnað að
ræða fyrir skattborgara Reykja-
víkur.
Hér áður fyrr á árunum rauk
heit vatnsgufa upp úr suðvestur-
horni Örfiriseyjar, og hét þá
Reykjarnes. Þar var hola niður í
nesið og steinarnir heitir í kring.
Seinna var svo farið að keyra
grjót austan úr Öskjuhlíð — og
það gert í mörg ár — út í Örfirisey
og þar gerðar götur og torg.
Líklega hefur þá grjót dottið ofan
í holugat og stíflað útstreymið.
Ástæðulaust er að ætla að hinn
mikli hiti hafi stungið af, þó að
vatnsgufan sé hætt að rjúka.
Nú, þegar allt eldsneyti er svo
kostnaðarsamt, þyrfti sem allra
fyrst að senda stóran, fljótvirkan,
góðan bor út í Örfirisey og bora
eftir heitu vatni fyrir hitakerfi
Reykjavíkur — það myndi vafalít-
ið gefa góða raun.
Nestor.
• Hvers vegna ekki
að syngja?
Þennan greinarstúf birtir þú
fyrir mig eitt sinn, en langt er
síðan. Þar sem ég hef ekki orðið
neinna breytinga vör í þessu efni,
langar mig að biðja þig vinsam-
lega að endurtaka hann.
Oft hef ég velt því fyrir mér, er
ég hef verið við jarðarfarir, hvers
Gömul mynd af örfirisey og Reykjavik frá 1820. Grandinn
ekki upp úr, og hefur gr einilega verið háflæði.
Suður
S. 74
H. Á86
T. 953
L. DG976
Yfir opnun norðurs á einum
tígli sagði austur eitt hjarta en
síðan varð suður sagnhafi á þrem
gröndum. Út kom hjartafjarki,
tían frá blindum og austur fékk að
eiga slaginn á gosann. Hann skipti
í lauf, sagnhafi tók bæði á ás og
kóng, spilaði spaðakóngnum og
þannig reyndust níu slagir auð-
fengnir og í reynd kom sá tíundi á
tígul.
Suður benti á, að hefði austur
spilað hjartakóngnum eftir fyrsta
slaginn þá hefði orðið erfitt að
vinna spilið. Þá færi hjartaásinn
of snemma og ekki væri fyrir
hendi innkoma til að taka slagina,
sem væru nauðsynlegir á laufin.
Austur sagði það rétt vera en bætt
við að suður hefði þá getað klórað
sig áfram með því að spila lágum
tígli og láta tíuna frá blindum, léti
vestur lágt. Austur yrði þá að gefa
slaginn því annars yrði nían
innkomuspilið mikilvæga eftir að
gosinn kæmi næst í ás eða kóng.
Þannig yrði tían sjöundi slagurinn
og fá mætti slagina tvo, sem
vantaði með því að spila tvisvar
lágum spaða frá blindum svo, að
austur fengi ekki háspil undir
ásinn.
Þannig mátti sem sé vinna
spilið en niðurstaðan varð, að
slíkur spilamáti væri heldur of
erfiður til, að umræðan gæti talist
marktæk.
Lcikfélag Akureyrar frumsýnir á föstudag:
BEÐIÐ EFTIR
GODOT
Akurcyri. 15. april
Leikfélag Akureyrar frumsýnir á
föstudagskvöld, sjónleikinn „Beðið
eftir Godot“ eftir írska leikritahöf-
undinn Samuel Becket undir leik-
stjórn Odds Björnssonar, leikhús-
stjóra. íslensk þýðing er eftir
Indriða G. Þorsteinsson. Leikendur
eru 5: Árni Tryggvason, sem leikur
scm gestur, Bjarni Steingrímsson,
Árni Tryggvason leikur sem
gestur með L.A.
Laurent Jónsson (7 ára), Theódór
Júlíusson og Viðar Eggertsson.
Þetta er fimmta verkefni L.A. á
þessu starfsári og jafnframt hið
síðasta. Tvö verkefni hafa verið í
æfingu samtímis að undanförnu í
fyrsta sinn í sögu félagsirs, og má
kalla það gjörnýtingu á starfslið-
inu.
I tilefni þessarar væntanlegu
frumsýningar átti fréttamaður
Mbl. stutt samtal við leikstjórann,
Odd Björnsson.
— Hve lengi hafa æfingar staðið
yfir?
— Undirbúningur og æfingar
hafa nú staðið samfellt í tvo
mánuði, en vitanlega er miklu
lengra síðan farið var fyrst að
undirbúa sýninguna. Magnús Tóm-
asson gerði sviðsmynd, og ljósa-
meistari er Ingvar Björnsson, en
hans starf er mjög vandasamt og á
hann reynir mjög mikið í sýning-
unni. Ég er sérstaklega feginn að
hafa fengið Árna Tryggvason til að
leika í sýningunni, ég held, að ég
hefði ekki lagt í að fara upp með
verkið með neinum öðrum, þó að ég
hefði átt völ á því.
— Hvernig hafa æfingarnar
gengið?
— Þetta leíkrit er mjög við-
Frá vinstri: Árni Tryggvason, Bjarni Steingrímsson, Viðar
Eggertsson og Theódór Júlíusson.
kvæmt í æfingu, og það þarf að
nálgast það af mikilli gætni og
varfærni. Það þarf að finna hinn
rétta tón, sannfærandi grunn. Ég
vona, að það hafi tekist. Þessi
tilfinning þarf að nást með náinni
samvinnu við leikhópinn, og á það
hefur ekkert skort í þessum hópi
leikara. Þeir Árni og Bjarni eru að
heita má allan tímann á sviðinu,
svo að mikið reynir á þá.
— Hvernig segir þér hugur um
viðtökurnar?
— Tíminn hefur unnið með
þessu verki, allt frá því það kom
fram árið 1953. Það hefur gengið
mjög lengi í ýmsum erlendum
leikhúsum, t.a.m. í Dramaten í
Stokkhólmi. Leikfélag Reykjavíkur
sýndi það fyrir réttum 20 árum
með þeim Brynjólfi Jóhannessyni
og Árna Tryggvasyni. Viðtökur þá
voru ágætar, enda sýningin eftir-
minnileg. Höfundurinn kallar
verkið tragí-kómedíu, og þó að það
sé oft flokkað sem absúrdverk eða
fáránleikaverk, vil ég kalla það
harð-raunsætt. Kímnin er mjög í
anda gömlu þöglu kvikmyndanna
með ýmsum uppátækjum og
skringilegri umræðu, sem er speki
og fyndni í senn.
— Verður leikurinn sýndur víðar
en hér á Akureyri?
— Það hafa verið ákveðnar 3
sýningar í Iðnó á listahátíðinni í
Reykjavík í sumar, en um aðrar
sýningar hefur nú ekkert verið
ákveðið enn.
Sv. P.