Morgunblaðið - 17.04.1980, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
Viktor til
Standard
KNATTSPYRNUÞJÁLF
ARI ÍBV Viktor Helgason
hólt utan í morgun til
Belgíu. nánar tiltekiA til
Standard í Liegc en þar mun
hann dvcljast í vikutíma hjá
fólaginu og kynna sór þjálf-
un hjá Ernst Happel þeim
fræga þjálfara. Jafnframt
mun Viktor fylgjast með
æfingum og leikjum fólags-
ins.
- HKJ.
Van Der
Elst til
Cosmos
BANDARÍSKU
knattspyrnufélögin eru hætt
að gera sór að góðu að kaupa
leikmenn frá Evrópu og Suð-
ur Ameríku. sem eru meira
og minna farnir að gefa
eftir sem knattspyrnumenn
sökum aldurs. Æ meira
reyna ríkustu félögin að
lokka til sín yngri og snjall-
ari leikmenn með oft góðum
árangri. T.d. hefur stórliðið
New York Cosmos fest kaup
á belgíska landsliðsmannin-
um Francois Van Der Eist,
en hann hefur verið snjall-
asti leikmaður Belga síðustu
árin.
Woods fór
tii Norwich
ENSKI útherjinn snjalli hjá
Ipswich, Clive Woods, heíur
gert samning við nágranna-
liðið Norwieh, gott ef hann
hefur ekki þegar leikið með
liðinu. Woods, sem þykir
afburðaframherji þegar svo
ber undir. missti stöðu sína í
aðaliiði Ipswich snemma á
keppnistimabilinu og var
liðið þá við botn 1. deildar.
I>egar hann varð aftur góð-
ur af meiðsium sínum. hafði
gengið svo vel að liðið var
komið í fremstu röð og út í
hött að fara að taka ein-
hvern út fyrir Woods. Undi
hann þvi illa og heimtaði
sölu hið snarasta.
Breiöablik
AÐALFUNDUR Breiðabliks
verður haldinn að Hamra-
borg 1 í kvöld og hefst hann
klukkan 20.00.
George
lenti
í sláttuvél
CHARLIE George, knatt-
spyrnukappinn kunni hjá
Southampton, snaraði sór í
öll helstu æsifréttablöð Eng-
lands fyrir skömmu, er hann
flækti hendi sina í siáttuvél
sinni með þeim afleiðingum
að hann missti einn fingur.
George, sem átt hefur við
meiðsl að stríða síðustu vik-
urnar, var að stytta sér
stundir úti í garði. er slysið
átti sér stað. Drap hann
óvart á sláttuvólinni og er
hann hugðist gangsetja
hana á nýjan leik, tókst ekki
•tur til en svo að hann
Ai fingrinum í hreyfil-
Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, þá varð karlalið UMFL bikarmeistari með góðum 3—1 sigri gegn
brótti, en leikurinn fór fram á Selfossi í fyrrakvöld. UMFL varð því bæði deildar- og bikarmeistari og er
það mikið afrek og gott. Kvennalið Víkings lék sama leikinn.
bróttur vann fyrstu hrinuna gegn UMFL 15—9, en mátti síðan þola þrjú töp í röð, 15—6, en síðan
naumlega 16—14 og 15 — 13 í æsispennandi hrinum. í kvennaflokki sigraði Víkingur eins og áður hefur
verið skýrt frá, vann liðið brótt í úrslitum með 3 hrinum gegn engri, 15—8, 15—7 og loks 15—13.
Meðfylgjandi mynd er af liði UMFL.
ísland lagði Sviss
— og hafnaði í öðru sæti í sínum riðli
ÍSLAND vann góðan sigur, 3—2,
á Svisslendingum á Evrópumót-
inu í badminton sem fram hefur
farið í Groningen í Hollandi
síðustu dagana. Sigruðu íslend-
ingarnir í karlaflokkunum og
tvenndarleik.
Broddi Kristjánsson sigraði
andstæðing sinn 15—12, 15—8
og tapaði auk þess 15—18.
Broddi og Sigurður sigruðu í
tvíliðaleik, unnu sína mótherja
17—14 og 15—7. Sigfús Ægir
Árnason og Sif Friðleifsdóttir
Pétur ólöglegur?
SÚ SAGA hefur flogið, að Pétur
Ormslev, miðherjinn leikni hjá
Fram, hafi verið ólöglegur leik-
maður með liði sínu það sem af er
Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu, en þar hefur Fram þegar
leikið tvo leiki. Mun flugufregn
þessi stafa af því að tilskilinn
tími er ekki liðinn síðan að Pétur
lék með vestur-þýsku áhuga-
mannaliði i vetur.
Mbl. spurði Pétur um mál þetta
eftir leik Fram og Víkings á
Reykjavíkurmótinu og sagði hann:
„Ellert Schram, formaður KSI,
segir að ég sé ekki ólöglegur, en
hinir stjórnarmennirnir segja
hins vegar að ég sé það. Ég veit
ekkert hvað þeir finna út úr því,
en það hefur a.m.k. engin kæra
borist enn svo að ég viti til, og ég
mundi ekki skilja í ef svo yrði, því
að mér finnst ekki að líta beri á
þetta mót svo alvarlega." — gg.
sigruðu síðan í tvenndarleik,
unnu mótherja sína 15—9 og
15-4.
Kristin Magnúsdóttir tapaði
fyrir sinum andstæðingi 1 —11 og
1 — 11. Kristín og Kristin Berg-
lind töpuðu síðan i tviliðaleik
14-18 og 5-15.
íslendingar urðu í öðru sæti i
sínum riðli, hlutu 6 stig. Pólverj-
ar, sem unnu nauman sigur á
íslandi i fyrsta leiknum, hlutu 8
stig og urðu efstir. Sviss, Portú-
gal og Ítalía höfnuðu öll neðar i
riðlinum heldur er ísland.
Annars urðu Danir Evrópu-
meistarar, þeir sigruðu Englcnd-
inga i úrslitaleik með 3 vinning-
um gegn 2.
B-keppnin í
Frakklandi
„NÚ HEFUR alþjóðahandknatt-
leikssambandið gengið endan-
lega frá því að B-heimsmeistara-
keppnin í handknattleik fari
fram í Frakklandi og mun
keppnin sennilega fara fram á
timabilinu 5. til 15. mars. Eins og
skýrt hefur verið frá sótti hand-
knattleikssamband íslands um á
sinum tima um að fá að halda
keppnina og um tíma taldi það
góðar líkur á að það fengi
keppnina, en nú er ljóst að svo
verður ekki. — br.
Leikið
í tveimur
riðlum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að leika í
tveimur sex liða riðlum í
B-heimsmeistarakeppninni i
handknattleik sem fram fer i
Frakklandi i mars á næsta ári.
Ekki er enn búið að draga í
riðlana en ljóst er að róður
islenska landsliðsins verður ekki
léttur i keppninni.
Ekki larið
til Kína
Handknattleikssamband
íslands á inni gott boð um að
koma með stóran hóp af hand-
knattleiksfólki i keppnisferð til
Kina. Um nokkurt skeið hefur
verið unnið að þessu máli í
samráði við ÍSÍ, en nú er ljóst að
þar sem ekki kemur til styrkur
frá hinu opinbera í ferð þessa á
þessu ári mun ekkert verða úr
heimsókninni að sinni. Formaður
HSÍ sagði að áfram yrði unnið að
máli þessu og ekki væri óliklegt
að hægt yrði að hrinda þessari
heimsókn i framkvæmd i ágúst-
mánuði á næsta ári með góðri
hjálp opinberra aðila.
- þr.
Fjögur Islandsmót
fatlaóra um helgina
UM næstu helgi verða hér í
Reykjavik fjögur íslandsmót fatl-
aðra, með þátttöku hreyfihaml-
aðra, blindra, heyrnardaufra og
þroskaheftra. Keppendur á þess-
um fjórum mótum verða um eitt
hundrað talsins, og er það meiri
fjöldi en áður hefur tekið þátt i
mótum á vegum íþróttasam-
bands fatlaðra. bá má geta þess
að nú fer fram i fyrsta sinn
Sundmeistaramót fyrir fatlað
fólk, sjónskert og þroskaheft.
Mótin sem fram fara á fjórum
stöðum í borginni verða öll sett
kl. 20.00 í SundhöII Reykjavíkur
á föstudagskvöld. Og síðan mun
meistaramótið i sundi hef jast.
Laugardaginn 19. apríl kl. 14.00
fer svo fram keppni í Boccia í
íþróttahúsi Álftamýrarskóla, og
eru þar mjög margir keppendur
skráðir. Á sunnudag verður svo
keppt í bogfimi og borðtennis í
Laugardalshöllinni kl. 16.00.
Á sunnudagskvöld verður svo
lokahóf á Hótel Loftleiðum þar
sem afhent verða verðlaun, gull-,
silfur- og bronsverðlaun í öllum
flokkum, svo og glæsilegir far-
andgripir sem Kiwanisklúbburinn
Esja gaf sambandinu og var það
mikill og góður stuðningur.
- þr.
Hvi þetta
fargan aukaleikja?
f FYRRAKVÖLD léku bróttur
og ÍR fyrri leik sinn um laust
sæti í 1. deildinni i handknatt-
ieik. í kvöld leika þau siðari
leikinn. ÍR hafnaði i næst
neðsta sæti 1. deildar, en brótt-
ur varð i næst efsta sæti 2.
deildar.
Nú hefur undirritaður ýmis-
legt við þetta aukaleikjafyrir-
komulag að athuga. bess ber þó
strax í upphafi að gcta, að það
er í alla staði samkvæmt regl-
um HSÍ og það sem hér kemur á
eftir er einungis persónuleg
skoðun blaðamannsins sem það
ritar.
Nú, ÍR og Þróttur eiga að leika
tvo leiki. I sjálfu sér er minnst
við það að athuga, sérstaklega ef
annars vegar væri um utanbæj-
arlið að ræða og hins vegar iið úr
Reykjavík. En bæði ÍR og Þrótt-
ur eru Reykjavíkurfélög eins og
aliir vita sem á annað borð
fylgjast með handknattleik hér á
landi. Það kemur hins vegar
spánskt fyrir sjónir að ef liðin
sigra sinn leikinn hvort, þá
gildir ekki betri markatala,
Þróttur myndi því ekki njóta
þess að hafa unnið fyrri leikinn
með tveimur mörkum ef ÍR ynni
síðari leikinn með einu marki.
Vinni ÍR í kvöld, verður því að
leika þriðja leikinn og má þá
segja að málið sé orðið æði
iangdregið og bjóði upp á leiki
sem eru ekki lengur handknatt-
leikur, heldur stríð.
Það er ekki ætlunin að skrifa
langhund um mál þetta, best að
láta reglur HSÍ einar um slíka
hunda. En undirritaður vill endi-
lega láta frá sér fara eftirfar-
andi skoðanir á aukaieikjafarg-
ani þessu. — í fyrsta lagi finnst
mér út í hött að leika aukaleiki,
vegna þess að næst neðsta lið 1.
deildar, ÍR í þessu tilviki, er búið
að hafa heilan vetur til þess að
sýna fram á að liðið eigi heimt-
ingu á að vera áfram í 1. deild.
Því þykir mér ósanngjarnt gagn-
vart því liði, sem verður í öðru
sæti í 2. deiid, að stilla upp enn
einni hindrun í 1. deildina og
gefa þannig botnliði 1. deildar-
innar enn einn óverðskuldaðan
möguleika á því að halda sæti
sínu. Á þessi skoðun ekki síður
við um aðrar deildir handknatt-
leiksins, bæði í karla- og kvenna-
flokki.
En fyrst veriö er að leika
aukaleiki, því þá ekki að láta
einn slíkan nægja, á hlutlausum
velii, það hlýtur að hafa minnsta
kostnaðinn í för með sér. Og
fyrst verið er að puða með tvo
aukaleiki, hvers vegna er þá
boðið upp á þriðja aukaleikinn
með því að láta markatölu ekki
ráða ef liðin ynnu hvort sinn
leikinn? Þetta er slík endaleysa,
að breytinga er þörf. Þaö er
a.m.k. skoðun undirritaðs.
- gg.
V* <•< VA '.»» ,
Yt yj* T& Wft