Morgunblaðið - 17.04.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1980
47
Einn efnilegasti handknattleiksmaður á íslandi i dag, Alfreð Gíslason KA, hefur
brotist í gegn og skorar eitt af átta mörkum sínum á móti KR í leik liðanna í
gærkvöldi. Ljósm. Emllla
Naumur KR sigur
yfir KA í bikarnum
KA misnotaði f jögur vítaköst
ÞAÐ verða lið KR og
Hauka sem mætast í úr-
slitaleik bikarkeppni HSÍ
að þessu sinni. Lið
KR-inga bar sigurorð af
KA frá Akureyri í leik
liðanna í Laugardalshöll-
inni í gærkvöldi með einu
marki. 20—19, eftir mjög
svo spennandi leik, en ekki
oft á tíðum vel leikinn,
enda leikmenn beggja liða
nokkuð taugaspenntir.
Það var norðanmönnum
dýrt í gærkvöldi að mis-
nota ekki færri en fjögur
vítaköst og sum þeirra á
mjög svo afdrífaríkum
augnablikum í leiknum.
En heilladísirnar voru
þeim svo sannarlega ekki
hliðhollar að þessu sinni.
Spennandi
lokamínútur
Þegar sex mínútur voru eftir af
leik í gær hafði KR tekist að ná
tveggja marka forystu í leiknum,
18—16, en KA-menn létu ekki
deigan síga heldur börðust af
miklum krafti. Ármann skoraði
fyrir KA og minnkaði muninn
niður í eitt mark, 18—17. Björn
skorar með einu af sínum frægu
undirskotum og enn er KR tveim-
ur mörkum yfir 19—17. KA mis-
notar næstu sókn en KR-ingar
einnig. Alfreð minnkar muninn
niður í eitt mark, 19—18 og þrjár
mínútur eru eftir. Aftur fer sókn
hjá KR forgörðum og Friðjón fær
gullið tækifæri á að jafna metin er
hann kemst einn í gegn fyrir
miðju marki en skýtur beint í
Pétur markvörð KR. Þarna fór
mikilvægt tækifæri út í sandinn.
S- 20:19
Ólafur Lárusson skorar svo 20.
mark KR og aðeins ein mínúta er
eftir af leiknum. KA sækir og
tveimur KR-ingum er vísað af
leikvelli í lokin og einum KA-
manni og allt er á suðupunkti er
Ármann skorar 19. mark KA
20—19. Aðeins 10 sek. eru eftir
þegar KR byrjar með boltann og
Björn Pétursson sá sér þann kost
vænstan um leið að rekja boltann
á undan sér út í horn með tvo
KA-menn á hælunum og láta
tímann renna út. KR-sigur var i
höfn.
KA-liðið frískara
framan af
Fyrri hálfleikur var öllu betur
leikinn en sá síðari og lengst af
voru KA-menn betri aðilinn á
vellinum þrátt fyrir að bæði liðin
færu afar illa með góð tækifæri
sín. Eftir að staðan hafði verið
jöfn um miðjan hálfleikinn tókst
KA að ná tveggja marka forystu
og með því að nýta tækifæri sín
hefði fjögurra marka forskot ekki
verið óraunhæft. En í stað þessa
var staðan jöfn í leikhléi, 10—10.
Alfreð Gíslasn var mjög atkvæða-
mikill í fyrri hálfleiknum þrátt
fyrir að hann hefði mann á sér
allan tímann. Er skotkraftur hans
geysimikill og hvað eftir annað
reif hann sig lausan og skoraði
falleg mörk. Af 10 mörkum KA í
fyrri hálfleik skoraði Alfreð 6.
Liðin
Þrátt fyrir að lið KR stæði uppi
sem sigurvegari í leiknum verða
þeir að gera betur ef þeir ætla sér
að vinna bikarinn. Ljóst er að
úrslitaleikurinn á milli Hauka og
KR verður spennandi og skemmti-
legur þar sem bæði liðin eru jöfn
að styrkleika og allt getur gerst.
Lið KR-inga getur verið mjög
harðskeytt ef það vill svo við hafa.
Það var ekki fyrr en síðari hluta
leiksins sem þeir virkilega tóku
vel á og þá sérstaklega í varnar-
leiknum enda tókst þeim þá að að
ná tveggja marka forystu. Leikur
liðsins var oft á tíðum góður en
datt niður á milli. Bestu menn
liðsins voru Pétur í markinu sem
varði þrjú vítaköst og svo Ólafur
Lárusson í sóknarleiknum og Jó-
' hannes í vörninni. Þá átti Einar
Vilhjálmsson ágætan leik i vörn.
Besti maður KA var að venju
Alfreð Gíslason. Tvímælalaust
einn efnilegasti handknattleiks-
maður á íslandi í dag. Lið KA lék
leikinn vel, en hafði ekki efni á að
láta öll vítin fara í súginn í svona
leik. Það var liðinu greinileg
blóðtaka að þeir Gunnar Gíslason
og Þorleifur Ananíasson gátu ekki
leikið með vegna meiðsla. Auk
Alfreðs áttu Ármann og Magnús
ágætan leik. Þá átti Friðjón góða
spretti.
Mörk KR: Ólafur Lárusson 5
(lv) Símon Unndórsson 4 (lv)
Jóhannes Stefánsson 3, Björn Pét-
ursson, Haukur Geirmundsson og
Haukur Ottesen 2 mörk hver og
Konráð Jónsson, Einar Vil-
hjálmsson 1 mark.
Mörk KA: Alfreð Gíslason 8 (lv)
Ármann Sverrisson 4, Friðjón
Jónsson 2, Magnús Birgisson 2 og
Hermann og Jóhann 1 hvor.
- ÞR.
Handknattlelkur
v-.. -■ ^
12 þátttakendur fra
íslandi á Ólympíu-
leika fatlaðra
A blaðamannafundi sem
íþróttasamband fatlaðra boðaði
til í gærdag var greint frá því að
ákveðið hefði verið að senda 12
þátttakendur á sjöttu ólympíu-
leika fatlaðra sem fram fara í
borginni Arnhem og nágrenni í
Hollandi 21. júní til 5. júlí í
sumar. Er þetta í fyrsta sinn sem
hópur frá íslandi verður meðal
þátttakenda í þessum leikjum.
Fram kom að mikill áhugi er á
leikunum hjá þeim keppendum
sem vaidir hafa verið til fararinn-
ar. í leikum sem þessum er mjög
mikil flokkaskipting sem fer eftir
því hversu lömun fólksins er
mikil. I sundkeppninni er um sex
flokka að ræða, mesta vegalengd
er 100 metrar. Svipuð flokkaskipt-
ing er höfð í frjálsum íþróttum og
öðrum greinum. Þá kom fram að
blindir hlaupa eftir hljóðmerkjum
eða á eftir fylgdarmanni með
band.
Oft á tíðum getur fatlað fólk
gert hina ótrúlegustu hluti í
íþróttum, og sem dæmi má nefna
Kanadamann einn sem náð hefur
þeim ótrúlega árangri að stökkva
1,96 metra í hástökki þó einfættur
sé. Hoppar hann á fætinum eina
15 til 20 metra í atrennunni áður
en hann stekkur.
Pétur Einarsson fyrrum frjáls-
íþróttamaður sem hefur starfað
hér á landi með blindu ’ fólki í
sambandi við íþróttir mun fara
utan fyrir leikana til að kynna sér
ýmis mál mótinu viðkomandi.
Reiknað er með um 2000 þátt-
takendum á leikana frá 42 þjóð-
löndum. Þjálfarar og aðstoðarfólk
verður um 600 talsins.
íslensku þátttakendurnir sem
allir hafa hlotið fötlun sina í
slysum fyrir utan einn verða
þessir:
Edda Bergmann: 100 m bringu-
. sund, 100 m baksund og 100 m
skriðsund. Elsa Stefánsdóttir:
borðtennis (H), Guðný Guðnadótt-
ir: borðtennis (H), Arnór Péturs-
son: lyftingar, spjótkast (H), Við-
ar Guðnason: borðtennis (H),
Hörður Barðdal: 100 m baksund,
100 m skriðsund, Guðjón Skúla-
son: kúluvarp, kringlukast, Guð-
mundur Gíslason: kúluvarp,
spjótkast, kringlukast, borðtennis,
Snæbjörn Þórðarson: 100 m
bringusund, 100 m baksund, 100 m
skriðsund, Sigurrós Karlsdóttir:
borðtennis, 50 m bringusund, Si-
gmar Maríusson: lyftingar, Jónas
Oskarsson: 100 m baksund 100 m
skriðsund lyftingar.
Fararstjórn: Sveinn Áki
Lúðvíksson, Páll B. Helgason
læknir, Magnús H. Ólafsson
sjúkraþjálfi, Pétur Einarsson,
fulltr. blindra.
Þjálfarar: Júlíus Arnarson, Erl-
ingur Jóhannsson, Markús Ein-
arsson.
- þr.
Liverpool og
Arsenal leika
í þriðja sinn
LIVERPOOL og Arsenal þurfa
að leika þriðja leikinn um það
hvort liðið fer á Wembley í
úrslitaleik enska bikarsins. Liðin
gerðu jafntefli. 1 — 1, í gærkvöldi
á Villa Park. Leikurinn var
framlengdur en allt kom fyrir
ekki. og liðin munu leika aftur í
næstu viku. Liverpool náði for-
ystunni í leiknum með marki á
51. minútu leiksins sem Fair-
clough skoraði. en hann kom inn
í lið Liverpool á síðustu stundu
sem varamaður fyrir Jimmy Ross
sem var meiddur. Aðeins 11
mínútum síðar jafnaði Alan
Sunderland fyrir Ársenal. þegar
honum tókst að vippa boltanum
laglega yfir Clemence í markinu.
West Ham
í úrslit
ANNARRAR deildar lið West
Ham náði að sigra Everton 2—1.
í æsispennandi leik i undanúrslit-
um enska bikarsins. Það þurfti
framlengingu til þess að ná fram
úrslitum og litlu munaði að
þriðja leikinn þyrfti til, því að
aðeins tveimur mínútum fyrir
leikslok tókst bakverðinum
Frank Lampard að skora sigur-
markið og mjög var þá dregið af
leikmönnum beggja liða. Eftir að
venjulegum leiktima lauk var
staðan jöfn. ekkert mark hafði
verið skorað. Strax á 2. mínútu
framlengingarinnar skoraði svo
Alan Devonshire og náði foryst-
unni fyrir West Ham en Bob
Latchford jafnaði metin 1 —1, en
það dugði ekki til. West Ham er
komið á Wembley í úrslitin.
Armann lagði Val
LIÐ Ármanns gerði sér litið fyrir
og sigraði Val í Reykjavíkurmót-
inu í knattspyrnu í gærkvöldi
1—0. Markið var skorað um
miðjan síðari hálfleik.
Lið Ármenninga er nú taplaust
eftir tvo leiki, en þeir burstuðu
Víkinga í fyrsta leik sínum í
mótinu 3—0.
- þr.