Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 97. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stúdentar mótmæla í Kabúl: Dauði yfir Rússum“ Nýju Dehlí, 29. april. AP. STÚDENTAR í Kabúl efndu í dag til mótmælaað- gerða í Kabúl, höfuðborg Afganistans, og hrópuðu „Dauði yfir Rússum“, Dauði yfir Karmel“, „Rússar snautið heim“. Hitchcock látinn Los Angeles, 29. april. AP. SIR ALFRED Hitcheock. meistari hrollvekjunnar á hvita tjaldinu, lést í dag í Los Angeles. Undaníarið átti sir Alfred við vanheilsu að stríða en hann varð áttræður í ágúst siðastliðnum. Sir Alfred Hitchcock var frægur fyrir hrollvekjur sínar. Hann leikstýrði yfir 50 mynd- um. Hann þótti snillingur í að skapa spennu og fyrir það voru myndir hans feikilega vel sótt- ar. Þrátt fyrir það vann hann aldrei til Oskarsverðlauna. Þó var hann fjórum sinnum til- nefndur til verðlauna. Hann var aðlaður á síðasta ári af Elísabetu Englandsdrottningu en hann fæddist í Lundúnum og starfaði framan af ferli sínum í Bretlandi. Alfred Hitchcock Mótmælaaðgerðirnar í Kabúl eru hinar mestu frá því í febrúar er hundruð Afgana féllu í bardögum við sovéska innrásarliðið á götum Kabúl. óstaðfestar fréttir hermdu í kvöld, að nokkrar stúlkur hefðu beðið hana í mótmælaað- gerðunum en meðal mót- mælenda voru að minnsta kosti 200 unglingsstúlkur úr kvennaskóla í borginni. Vitni sögðust hafa séð al- blóðugar unglingsstúlkur en ekki var ljóst hvernig mótmælaaðgerðirnar í Kabúl enduðu. Samkvæmt fréttum frá Kabúl, hefur undanfarið verið mikil ólga meðal stúdenta í háskólum og menntaskólum borgarinnar. Fréttir höfðu borist um, að Sovét- menn hefðu myrt sjö afganska stúdenta sem höfðu verið fluttir til Sovétríkjanna. Samkvæmt heimildum sem hafa reynst áreiðanlegar, hefur kennsla legið niðri í skólum í borginni frá 18. apríl. Þegar orðrómur barst um borgina, að hermenn Karmels hefðu skotið nokkra skóladrengi til bana síðastliðinn sunnudag og myrt skólastýru kvennaskóla í borginni í gær, hafi soðið upp úr og stúdentarnir fóru um götur borgarinnar. Stúdentarnir köst- uðu grjóti að brynvögnum stjórn- arhermanna, sem tóku sér stöðu skammt frá mótmælendum. Afg- anskir hermenn skutu yfir höfuð mótmælenda, sem köstuðu grjóti og öðru lauslegu á móti. Enn nær Kara- manlis ekki kjöri Aþenu, 29. apríl. AP. CONSTANTINE Karamanlis tókst ekki að ná kjöri í annarri umferð grísku forsetakosn- inganna á gríska þinginu í dag. Karamanlis fékk 181 atkvæði i kosningum í dag en þurfti 200 atkvæði til að ná kjöri. Sjálfur var Karamanlis ekki viðstaddur kosninguna. í fyrstu umferð fékk Karamanlis 179 atkvæði. Aðeins 200 þingmenn greiddu atkvæði en 300 þingmenn eiga sæti í griska þingingu. Því þarf að kjósa í þriðja sinn í gríska þinginu og þá þarf Kara- manlis aðeins 180 atkvæði og virðist stefna í það. Fari þó svo, að hann nái ekki kjöri, verður þingið leyst frá störfum og efnt til þingkosninga. Sósíalistaflokkur Andreas Papandreou hefur ekki viljað styðja Karamanlis og greiddu þingmenn hans ekki at- kvæði. Svo virðist einnig vera um kommúnistaflokk landsins, en kommúnistar eiga 11 menn á þingi. Karamanlis er einn í kjöri til forseta. Sadegh Ghotbzadeh, utan- ríkisráðherra írans á fundi með Al-Sabah, utanríkisráð- herra Kuwait, skömmu eftir morðtilraunina. Sjá fréttir af atburðunum i íran á bls. 12. Símamynd AP. m Amnesty um ofsóknir í Sovét: Yfir 100 andófsmenn nú á geðveikrahælum - Yfir 400 fangelsaðir eða settir í einangrun síðustu fjögur árin Lundúnum, 29. apríl. AP. SOVÉSK yfirvöld hafa fangelsað cða sett í einangrun yfir 400 andófsmenn í Sovétríkjunum síðustu fjögur árin, að þvi er kemur fram í skýrslu Amnesty International samtakanna, sem birt var f Lundúnum í dag. Sam- tökin segja, að minnsta kosti 100 andófsmenn séu nú i haldi á geðveikrahælum og að yfirvöld beiti „likamiegu ofbeldi, svelti fanga og noti hættuleg lyf til að þagga niður i föngum". Carter útnefnir Muskie sem utanríkisráðherra Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. í Washington, AP. 29. apríl. JIMMY Carter forseti Bandaríkjanna valdi i dag Edmund Muskie, öldungadeildarþingmann frá Maine, til að gegna utanríkisráðherraemb- ætti i stað Cyrus Vance. Val forsetans kemur öllum mjög á óvart hér í Bandarikjunum og Muskie hafði ekki verið í hópi þeirra, sem nefndir voru sem hugsanlegir arftakar Vance. Muskie er virtur öldungadeildar- þingmaður, Hann er kunnur af afskiptum sínum af utanríkis-og efnahagsmálum í öldungadeildinni. Hann sóttist eftir útnefningu demó- krata sem forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum 1972 og hafði þá mikla yfirburði í skoðanakönn- unum. Sumir segja, að ótti Richards Nixons við Muskie hafi leitt til Watergatehneykslisins. Muskie dró sig til baka úr baráttunni 1972 þegar tilfinningarnar yfirbuguðu hann á kosningafundi í New Hamþ- shire. Muskie er álitinn viljasterkur og einarður og talið er, að hann muni ekki láta í minni pokann fyrir Zbigniew Brzezinski, öryggismála- ráðgjafa forsetans, eða nokkrum öðrum. Hann er ekki eins kunnur og Warren Christopher, sem nú gegnir embætti utanríkisráðherra, meðal bandamanna í Evrópu en honum er spáð velgengni í starfi. Jimmy Carter sagði í dag á fundi með sérfræðingum á sviði flutn- ingamála, að hann væri ekki í minnsta vafa um, að hann hefði gert rétt þegar hann ákvað að senda hermenn til írans til að freista þess Edmund Muskie að frelsa gíslana. Carter hugðist halda fund með fréttamönnum í nótt til að skýra frá atvikum í íran. Bandarísk útvarpsstöð, KCBS, hafði það eftir leyniþjónustuheimildum í dag, að CIA hefði áætlað, að 60% af gíslunum í sendiráðinu í Teheran myndu hafa beðið bana í tilraun til að frelsa þá. Útvarpsstöðin sagðist hafa þetta eftir áreiðanlegum heim- ildum. CIA, sagði útvarpstöðin, gerði áætlun um árás til að frelsa gíslana. Það hafi verið mat leyni- þjónustunnar, að vonlaust hafi verið að frelsa alla gíslana samtímis, þar sem þeir hafi verið dreifðir um hinar ýmsu byggingar sendiráðsins. Námsmennirnir í sendiráðinu hefðu umsvifalaust tekið gísla af lífi, þegar þeim hefði orðið ljóst, að verið var að frelsa gíslana. Samtökin lögðu á það sérstaka áherzlu, að tala samviskufanga hefði hækkað verulega frá því samtökin birtu síðast skýrslu um ofsóknir sovéskra yfirvalda á hend- ur andófsmönnum síðastliðið sumar. Samtökin segja að auknar ofsóknir séu vegna Ólympíuleik- anna, sem fara fram í Moskvu í sumar. I skýrslunni segir: „Tala samviskufanga er mun hærri en 400 þar eð yfirvöld halda hinni réttu tölu leyndri og þeir, sem skýra frá ofsóknum, eigi á hættu að lenda í fangelsi." Þá sagði í skýrslu Amnesty, að þeir, sem berjist fyrir auknum réttindum þjóðarbrota, hafi orðið að sæta ofsóknum og margir orðið að sæta fangelsisvist. Amnesty International samtökunum var út- hlutað friðarverðlaunum Nóbels 1977. I skýrslu samtakanna í dag sagði, að frekari sannanir hefðu borist fyrir misbeitingu yfirvalda á geðlækningum til pólitískra of- sókna. Einnig kom fram í skýrsl- unni, að margir hefðu orðið að sæta ofsóknum fyrir það eitt að sækja um heimild til að yfirgefa landið og stimplaðir geðveikir. Samtökin segjast ekki vita þess dæmi, að sovéskir dómstólar hafi sýknað þá, sem hafa verið ákærðir fyrir póli- tísk eða trúarleg afbrot. Þá sagði, að geðveikrahæli þau, sem and- ófsmenn væru settir á, væru undir stjórn innanríkisráðuneytisins en ekki heilbrigðisráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.