Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 JMfrtgtmlrlfifeifei Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. 'Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Lífróður Flugleiða Aldalöng reynsla hefur kennt okkur íslendingum, að forsenda sjálfstæðis þjóðarinnar er meðal annars, að við séum ekki öðrum háðir með samgöngur. Vert er að hafa þessa staðreynd í huga, þegar fjallað er um málefni Flugleiða h.f. að loknum aðalfundi félagsins, þar sem meðal annars var frá því skýrt, að á árinu 1979 hafi tap á reglulegri starfsemi félagsins numið 8 milljörðum króna. En eftir að tekjur af dótturfyrir- tækjum hafa verið notaðar til að lækka þetta tap nemur það samtals 6.8 milljörðum króna. Eignir umfram skuldir nema rúmum 1800 milljónum króna. Starfsmenn Flugleiða og sölufyrirtækja erlendis voru 269 færri í árslok 1979 en þeir höfðu verið í ársbyrjun, þar af fækkaði starfsmönnum á íslandi um 171. Af skýrslum ráðamanna félagsins á aðalfundinum er augljóst, að alls ekki er séð fyrir endann á þeim vanda, sem að Flugleiðum steðjar. Meginhluta tapsins á síðasta ári má rekja til þess, hve illa hefur gengið á flugleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. Eftir að Bandaríkjastjórn létti af hömlum á samkeppni, gripu flugfélög, sem vildu ná fótfestu á þessum mikilsverða markaði, til undirboða á sama tíma og verðlag á eldsneyti hækkaði gífurlega. Enn hefur ekki skapast jafnvægi að nýju og baráttan stendur í raun um það, hver hefur bolmagn til að þrauka lengst í taprekstri. Lakerflugfélagið, sem þekkt er fyrir lág verð sín, var rekið með 8 milljarða rekstrartapi á síðasta ári. Og bandaríska flugfélagið North- west, sem hóf flug milli Norðurlanda og Bandaríkjanna á s.l. ári tapaði 8 milljörðum króna á þeim rekstri, svo að vitnað sé í ræðu Sigurðar Helgasonar forstjóra á aðalfundi Flugleiða. Augsýnilegt er, að á Norður-Atlantshafsleiðinni er stunduð keppni upp á líf og dauða, og þar eru þeir í mestri hættu, sem minnsta möguleika hafa á því að bæta tapið upp með öðrum rekstri eða gróða á öðrum flugleiðum. Flugleiðir h.f. eru ekki þannig í stakk búnar, að annar rekstur eða áætlanaleiðir geti jafnað út gífurlegt tap á Norður-Atlantshafsflugleiðinni. Þá er einnig ljóst, að ný vandamál og ef til vill ekki auðleystari myndu skapast, ef hætt yrði flugi félagsins milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þess vegna má orða það svo, að nú stundi félagið lífróður í samkeppninni. Líklega er það eina von þess, að ytri aðstæður verði skaplegri og samkeppnisaðilar gefist upp á óraunhæfum fargjöldum. Ef til vill er þó of sterkt til orða tekið, þegar sagt er, að eina von fyrirtækisins byggist á hagstæðari ytri aðstæðum, því að þróun mála heima fyrir skiptir auðvitað mjög miklu. Efnahagsaðstæður hér á landi eru ekki með þeim hætti, að fýsilegt sé að stunda atvinnurekstur í alþjóðlegri samkeppni. Verðbólgan og spennan á vinnumarkaðnum valda því, að erfitt er að gera áætlanir fram í tímann. Þá er skilningur stjórnvalda á vanda fyrirtækisins nauðsynlegur og gætir hans greinilega bæði hér og í Luxemburg. Hins vegar mega stjórnmálamenn ekki falla í þá freistni að nota erfiðleikana til að setja fyrirtækinu skilyrði í þeirri trú, að þeir séu betur færir að meta, hvað fyrirtækinu er fyrir bestu en stjórnendur þess. Slík utanaðkomandi íhlutun er sjaldan til góðs. Viðskiptavinir Flugleiða hafa óneitanlega orðið varir við, að þjónusta fyrirtækisins hefur minnkað á liðnum vetri. í raun þarf engum að koma það á óvart miðað við hina gífurlegu erfiðleika. Hitt er ljóst, að miklar kröfur eru gerðar til fyrirtækisins og vandasamt er að uppfylla þær allar, þegar fylgt er stefnu samdráttar og ýtrustu hagkvæmni. Menn bregðast misjafnlega við, þegar þeir standa frammi fyrir erfiðleikum, sem sýnast óyfirstíganlegir. Sumir velja þann kostinn að leggja hendur í skaut en aðrir ákveða að berjast til þrautar. Flugleiðir hafa valið síðari kostinn. Forsendur árangurs eru ekki síst, að þolgæðið bresti ekki. Þess vegna verða allir þeir, sem vilja hag fyrirtækisins sem mestan, að taka höndum saman. Aðgerðir, sem virðast til þess helst fallnar, að grafa undan trú manna á hæfni stjórnenda og starfsmanna Flugleiða, eiga lítinn rétt á sér einmitt nú. Nauðsynlegt er að bæði inn á við og þó ekki síst gagnvart erlendu keppinautunum komi fram sá ásetningur, að náð skuli landi í lífróðrinum. Ráðherra vildi ekki breyta ákvörðun um veiðibannið S JÁ V ARÚTVEGSRÁÐHERR A hefur gefið út reglugerð, sem bannar allar þorskfiskveiðar i net sunnanlands og vestan frá hádegi 30. april og gildir bann- ið til 21. mai. Sams konar bann gengur siðan i gildi á hádegi 6. mai og gildir til 21. mai fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. í gær óskuðu þingmenn fjögurra kjördæma, Reykjaness, Reykjavíkur, Vest- urlands, og Suðurlands, eftir fundi með sjávarútvegsráð- herra vegna ákvarðana hans varðandi þorskveiðibannið. Morgunblaðið ræddi í gær við Matthías Á. Mathiesen, alþing- ismann, og spurði hann um tilefni fundarins og það sem þar gerðist. Matthías staðfesti, að þingmenn þessara kjördæma hefðu óskað eftir fundinum með sjávarútvegs- ráðherra til þess að undirstrika óskir samtaka sjómanna og út- vegsmanna, sem fram komu á fundi þessara aðila fyrir nokkru, þar sem m.a. sjávarútvegsráðherra var viðstaddur. Á þessum fundi lögðu fulltrúar þessara samtaka áherzlu á að fyrirhugað bann gilti frá sama degi um land allt og enginn ágreiningur varð um dag- setninguna, þ.e.a.s. mánaðamótin. Kom fram á fundinum, að heild- arsamtök útvegsmanna og sjó- manna höfðu samhljóða fallizt á veiðitakmarkanir frá 1. maí og ekkert haft við það að athuga, en lagt á það höfuðáherzlu að veiði- bannið gilti frá og með sama degi um land allt. Ráðherrann hafði þá kunngert ákvörðun sína um veiði- bann fyrir Suður-og Vesturlandi frá 1. maí, en síðar, 6. maí, fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- urlandi. Matthías Á Matthiesen kvað þessi samtök telja að um óréttlæti væri að ræða við slíka tímamis- munun á veiðibanninu. Hann kvað þingmennina hafa viljað undir- strika óskir þessara aðila, en ráðherrann gaf ekkert svar og kvaðst ekki reiðubúinn að tjá sig um neinar breytingar á þeirri ákvörðun, sem hann hefði tekið. J.C. Reykjavík: Börnin vita litið um brunavarnir og heimili illa búin slökkvitækjum Niðurstöður könnunar á öryggi barna á heimilum „ísland er mesta slysaþjóð í Evrópu og þótt víðar væri leitað hvað banaslys barna áhrærir," seg- ir m.a. í greinargerð frá landlækni, einnig segir: „Helztu orsakir slysa eru fall og hras, högg af hlut, bruni og eitranir." J.C. Reykjavík setti á laggirnar í vetur barnaöryggis- nefnd, sem stóð fyrir sérstakri könnun á öryggi barna á heimilum í samvinnu við landlæknisembætt- ið og fleiri aðila. Könnun var gerð í þeim tilgangi að finna út helztu ástæður barnaslysa á heimilum til að auðvelda fyrirbyggjandi aðgerð- ir. Algengustu slysastaðir barna eru heimilin og nágrenni þeirra þó sérstaklega hálfbyggð hús vegna lélegs frágangs. Sem dæmi um hversu stór hópur barna er meðal þeirra sem slasast á heimilum hérlendis má nefna að árið 1977 komu alls 32.388 sjúklingar í fyrsta sinn á slysadeildir. Af þeim komu 3.738 vegna slysa í heimahúsum og af þeim voru börn undir 15 ára 1.795, eða 48%. Við J.C. könnunina voru valin 200 börn með svonefndri „random" aðferð. Af 199 heimila úrtaki náðist samband við 139, þ.e. 70% Á þessum 139 heimilum var 271 barn, þar af 139 börn 6 og 7 ára, enda úrtakið miðað við þann aldurs- flokk. Spurningarnar voru valdar í samráði við landlækni og fleiri sérfræðinga. Spurningarnar voru um ýmis öryggismál, sl. brunavarn- ir, frágang bygginga, varnir í baðherbergjum, geymslu eiturefna ýmiss konar og hættulegra áhalda, s.s. eggjárna. EF ELDSVOÐA BER AÐ HÖNDUM? Ef litið er á niðurstöðurnar kemur í ljós, að aðeins 9,65% þeirra sem spurðir voru áttu einhvers konar slökkvitæki. Þá höfðu aðeins 17,4% foreldra sýnt börnunum hvað gera skyldi, ef eldur kæmi upp, þar með hvernig þau ættu að forða sér í eldsvoða. Þá er eftirtektarvert, að aðeins 78,1% hafa heimilistryggingu og eins viðurkenndu margir að líklega þyrftu þeir að hækka tryggingar- fjárhæðina verulega. 73,6% höfðu kynnt sér slysahjálp og á flestum heimilum voru til plástrar og nauðsynlegustu sára- umbúðir. Yfirleitt virtist ástand vera gott varðandi öryggisútbúnað í íbúðum, sérstaklega í nýjum húsum, þó höfðu aðeins 5,8% still- ingu á blöndunartækjum, sem börn geta ekki breytt, 33,8% höfðu mottu í botni baðkars eða sturtu. Öryggisútbúnaður í bifreiðum virtist af skornum skammti, slökkvitæki höfðu aðeins 2,4% og sjúkrakassa 22,77%. Barnalæs- ingar fylgdu flestum nýjum bif- reiðum og sögðust 87,5% af þeim, sem þær höfðu, alltaf nota þær. Einnig var greinilegt að áróður fyrir því að hafa börn í aftursæti og í barnastólum hafði borið árang- ur. Mörg óhöpp verða, þegar verið er að sinna eldamennsku. Flestir sögðust gæta þess að láta ekki sköft standa út af eldavélum, öryggis- grind á eldavélar áttu mjög fáir, enda eru þær í lúxustolli, eins og svo margt annað er snertir örygg- ismál. VEKJA ÞARF FÓLK TIL MEÐVITUNDAR Hættulegra efna, svo sem lyfja, sótthreinsiefna og eiturefna virðist ekki nægjanlega vel gætt, 70,3% til 83,2% sögðust alltaf passa upp á þetta. Af barnahópnum sem könn- Börn eru illa upplýst á heimilum sinum um hvað gera skal ef eldsvoða ber að höndum og hafa þvi eflaust litla hugmynd um hvernig og hvert þau eiga að forða sér, ef eldur verður laus. Á myndinni má sjá hversu hrylii- legar afleiðingar eldurinn getur haft í för með sér og er áminning um að eldsvoði gerir sjaldnast boð á undan sér. unin náði til höfðu 7,2% orðið fyrir eitrunarslysum á árinu 1979. Álls höfðu 28 þeirra orðið fyrir slysum á árinu 1979, af þeim gerðust 32,1% innan veggja heimilanna. Á blaðamannafundi, sem for- svarsmenn J.C. og nokkrir aðilar, sem aðstoðað hafa við könnunina, héldu í gær, kom fram, að reglu- gerðir, s.s. byggingarreglugerðir, reglugerðir um brunavarnir og brunamál og lögreglusamþykktir stönguðust oft á hvað viðvíkur ákvæði um opnunarmöguleika glugga o.fl. Fundarboðendur sögðust vonast til, að könnunin og birting niður- staðna hennar yrði til þess að vekja fólk til meðvitundar um ábyrgð sína í að gera heimilin og nágrenni þeirra að öruggum dvalarstað ungra sem aldinna. Fulltrúar J.C. Reykjavikur og þeir sem aöstoðað hafa þá við könnunina, talið frá vinstri: Halldór Sigurðsson J.C. Reykjavik, Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri, Marta Sigurðardóttir og Halldóra Rafnar J.C. Reykjavik, ólafur ólafsson landlæknir, Árni Þór Árnason forseti J.C. Reykjavík og ólafur Þórðarson umferðarráði. Myndin er tekin í húsakynnum Slysavarnafélags íslands, en þar var fundurinn haldinn. Ljósm. Mbi. öi.K.Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.