Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 13 Áttræðisafmæli: Þorgerður _ Þorgilsdóttir Hún Þorgerður Þorgilsdóttir á Rauðalæk 19, starfsmaður Alþing- is, er orðin áttræð í dag, 30. apríl 1980. Þetta mega teljast ótrúleg tíðindi, því að sannarlega ber hún ekki þann aldur utan á sér, þessi kvika og kraftmikla kona. Þorgerður Þorgilsdóttir fæddist hinn 30. apríl aldamótaárið 1900 á Stekkatúni, einu fimm býla sem þá voru á Svínafelli í Öræfum. Að henni stóðu rótgrónir skaftfellskir ættstofnar í báðar ættir. Faðir hennar var Þorgils Guðmundsson bóndi, ættaður af Síðu, dótturson- ur séra Páls Pálssonar prófasts í Hörgsdal, en við hann er kennd hin þekkta Pálsætt. Móðir hennar var Guðrún Sigurðardóttir frá Svínafelli, öræfskrar ættar, af- komandi Jóns Einarssonar, bónda og hagleiksmanns á Skaftafelli. Þorgils lést hinn 27. apríl árið 1900 frá Guðrúnu konu sinni og fjórum börnum. Þremur dögum síðar fæddi ekkjan unga fimmta barnið, dótturina sem í dag er áttræð. Guðrún Sigurðardóttir gafst ekki upp við andstreymi og erfið- leika. Hún bjó áfram á Stekkatúni með börnum sínum. Þau lærðu fljótt að vinna og hjálpa til eins og tíðkast hafði í þúsund ár á íslensk- um alþýðuheimilum. En vorið 1910 kom annað áfall. Elsti sonurinn Sigurður, stoð og stytta heimilis- ins, lést af völdum sjúkdóms. Guðrún ákvað skömmu síðar að bregða búi og flytjast með börnin fjögur sem eftir lifðu í annað hérað. Það var í fardögum vorið 1911 sem fjölskyldan reið vestur yfir Skeiðarársand og kvaddi hina fögru Öræfasveit með ljúfsárum endurminningum. Ferð Guðrúnar ásamt yngri börnunum tveimur, Gunnari og Þorgerði, var heitið alla leið vestur í Skaftártungu. Eldri börnin tvö, Sigríður og Páll, sem nú voru orðin stálpaðir ungl- ingar fóru nokkru styttra. Þau urðu eftir og tóku til starfa á Núpsstað og Rauðabergi í Fljóts- hverfi. Guðrún og yngri börnin settust að í Eystri-Ásum í Skaftártungu, hjá Sveini Sveinssyni bónda þar og fjölskyldu hans. Þeir Sveinn og Þorgils Guðmundsson voru báðir synir dætra séra Páls í Hörgsdal og hjá föður Sveins, séra Sveini Eiríkssyni á Sandfelli í Öræfum, höfðu þau Guðrún og Þorgils kynnst og bundist tryggðabönd- um. Á Flögu í sömu sveit, Skaft- ártungu bjó Sigríður, systir Sveins í Eystri-Ásum. Það var í samráði við þessa náfrændur barnanna sinna sem Guðrún hafði tekið sig upp og flust vestur yfir sandinn. Frá báðum heimilunum stafaði mikilli hlýju til ekkjunnar og barna hennar. Var þeim Gunnari og Þorgerði tekið eins og væru þau tvö systkini til viðbótar í hópi barna Sveins Sveinssonar í Eystri-Ásum. Þarna ólst Þorgerður Þorgils- dóttir upp frá 11 til 15 ára aldurs. Þau ár eru næm mótunarár per- sónuleikans og oftast við þau bundnar óbrotgjarnar endurminn- ingar. Svo varð og hér. Þá lá leið Þorgerðar vestur yfir annan sand, vestur í Mýrdal þar sem hún dvaldist og starfaði í fjögur ár, til 19 ára aldurs, lengst af á myndarheimilinu í Suður-Vík. Veturinn 1919-’20 var hún í Reykjavík. Nú var svo komið að nýtt hlutverk í lífinu kallaði, hlutverk eiginkonu og móður. Þorgerður Þorgilsdóttir giftist árið 1920 Jóni Jónssyni frá Vík í Mýrdal. Hann var af grónum mýrdælskum ættum, sonur hjón- anna Jóns Þorsteinssonar for- manns og kaupmanns í Vík, og Guðríðar Brynjólfsdóttur. Þau ungu hjónin, Þorgerður og Jón, Kökubasar og kaffi- sala Svans á morgun LUÐRASVEITIN Svanur er 50 ára á þessu ári. Ákveðið er að minnast þessara tímamóta á ýmsa vegu. Tvær aukasýn- ingar á Stundarfriði EKKERT íslenskt leikrit á stóra sviði Þjóðleikhússins hefur fundið annan eins hljómgrunn meðal áhorfenda og STUNDARFRIÐUR Guðmundar Steinssonar. Hafa reyndar einungis tvær leiksýningar á stóra sviðinu fengið meiri aðsókn til þessa, en það eru Fiðlarinn á þakinu og My Fair Lady. Ætlunin va: að ljúka sýningum nú í apríl, rösku ári eftir frumsýningu, en aðsóknin á tvær síðustu sýningarnar varð slík að húsið var fullt upp í rjáfur rétt einu sinni. Þess vegna verða tvær aukasýningar á þessum vinsæla leik, sú fyrri sunnudaginn 4. maí og verður það 75. sýningin, og sú síðari laugardaginn 10. maí. Verða þetta allra síðustu sýningarnar. (Fréttatilkynning.) í mars voru tónleikar í Háskóla- bíói, sem sýndu vel hve sveitin hefur á skipa mörgum efnilegum tónlistarmönnum. Hljóðfæraleik- arar lúðrasveitarinnar eru 55. Innan sveitarinnar starfar 18 manna „Big band" sem leikið hefur að undanförnu í Þórskaba- rett í Þórskaffi, við mjög góðar undirtektir. í lok júní mun sveitin fara í tónleikaför til Noregs, en þá för verða félagarnir að kosta sjálfir. 1. maí verður efnt til kaffisölu og kökubasars kl. 14—18 í æfinga- húsnæði lúðrasveitarinnar að Vonarstræti 1, til ágóða fyrir utanförina. Fólki gefst kostur á að hlýða á leik lúðrasveitarinnar undir stjórn Sæbjörns Jónssonar, við kröfugönguna og síðar um daginn fyrir utan Vonarstræti 1. Við hvetjum fólk til að styrkja þetta unga tónlistarfólk með því að koma í æfingahúsnæðið Von- arstræti 1 og fá sér kaffi. (Fréttatilkynning). settust að í Vík og bjuggu þar í 18 ár, til 1938. Þá fluttust þau til Reykjavíkur. Þau áttu ekki skap saman þegar til lengdar lét og slitu samvistum skömmu eftir 1950. Þeim Þorgerði og Jóni varð fjögurra barna auðið. Börnin eru Sigrún, vefnaðarlistakona og kennari, Þorgrímur, málmsteypu- maður, Hafsteinn, starfsmaður Kassagerðar Reykjavíkur, og Bryndís, símavörður í Alþingi. Börn Þorgerðar eiga 13 börn og þau barnabörn hennar eiga nú þegar 14 börn. Þorgerður er nú, á áttræðisafmæli sínu, ættmóðir hóps sem telur 31 persónu. Meðal margra starfa sem Þor- gerður Þorgilsdóttir hefur lagt stund á um ævina er húsmóður- starfið að sönnu aðalstarfið. Því hefur hún gegnt í sex áratugi. Hún sá um heimili manns og barna. Dóttursonur hen'nar, Sigurður Vil- berg Sigurjónsson læknir, ólst upp hjá henni. Hún heldur heimili fyrir Hafstein son sinn, sem er ókvæntur. Mörg önnur störf hefur Þor- gerður unnið. Hún var lengi vöku- kona á sjúkrahúsum í Reykjavík. Síðustu 12 árin hefur hún unnið á Alþingi við fatagæslu. Hún hefur haft mikla ánægju af þeim störf- um og eignast marga kunningja. Hún lætur þar senn af störfum af sömu ástæðu og þessi afmælis- grein er skrifuð. Það er ekki auðvelt verk að lýsa Þorgerði Þorgilsdóttur í stuttu máli. Stafar þetta einfaldlega af því að hún býr yfir svo mörgupi eftirminnilegum eiginleikum. ifng mun hún hafa verið lagleg stúlka og myndarleg. Myndarskapur, ein- stakur dugnaður, kjarkur og sjálfsbjargarviðleitni hefur jafn- an einkennt hana sterklega. Hún er áhugasöm og lifandi í hugsun, einhvern veginn síung í anda og fylgist af bjartsýni með framför- um manna í samgöngum og tækni. Hefur hún ferðast talsvert á síðari árum og skoðað heiminn, fór t.d. hina frægu Baltikuför haustið 1966 sér til mikillar ánægju og fróðleiks. Hún er viljasterk, skap- mikil og marksækin. Tryggð er henni í blóð borin og upplag gefin. Ung lærði hún að sýna húsbænd- um sínum trúskap og hollustu. Frænd- og vinrækin er hún með afbrigðum. Má þar minnast þess hversu vel hún hugsaði um Sigríði, systur sína, háaldraða mörg síð- ustu æviárin en Sigríður lést í ágúst 1978. Þorgerður er kven- skörungur í gömlum og góðum íslenskum stíl. Enda þótt lífið hafi ekki alltaf brosað blítt til Þorgerðar Þorgils- dóttur hygg ég að segja megi að hún hafi verið mikil gæfumann- eskja. Hún hefur átt því láni að fagna að njóta góðrar heilsu og vera sterkbyggð andlega sem lík- amlega. Hún á sér stóran og myndarlegan hóp afkomenda og fjölda tryggra vina og góðra kunn- ingja. Hún hefur verið starfsöm og haft ánægju af störfum sínum. Hún skilur því eftir sig mörg spor. Til þess er gott að hugsa þegar litið er yfir farinn veg. Þeir verða án vafa margir sem vilja gleðjast með Þorgerði Þor- gilsdóttur á áttræðisafmæli henn- ar. Einn úr þeim hópi — sá sem þetta skrifar — vill hér með óska henni innilega til hamingju með vegferðina til þessa og tímamótin í dag og óska þess jafnframt að hún megi enn og sem lengst lifa hér meðal okkar jafn síung og kvik og hún hefur verið fyrstu áttatíu æviárin. Andri ísaksson. Þjónustuiienð Vo)volB80 Þeir félagarnir Kristján Tryggvason og Jón Sig- hvatsson eru lagöir af staö í þjónustuferö. Feröin felst í skipulögöum heimsóknum til umboösmanna og þjónustu- verkstæöa Volvo um allt land. Þeir Kristján og Jón veröa akandi á splúnkunýjum Volvo 345, beinskiptum. Er mein- ingin aö þeir sýni nýja bílinn á viökomustööum feröarinnar. Á morgun, fimmtudaginn 1. maí, veröa þeir félagar á ferö um Austfiröi. Þeir sýna Volvo 345 fyrst á Djúpavogi kl. 11 — 12, viö Kaupfélagið, síöan á Reyöarfiröi, viö Kaupfélagiö, kl. 15—16. Á Egilsstöðum sýna þeir bílinn kl. 18—19 viö Fell s.f., og einnig kl. 10—11 f.h. þann 2. maí. VOLVO VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.