Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL 1980 5 í dag verður opnuð í Listasafni alþýðu sýning á málverkum Gísla Jónssonar frá Búrfellskoti. 66 myndir eru á sýningunni, allt landslagsmyndir og eru þær víðsvegar að af landinu. Listasafn alþýðu: Sýning á verkum Gísla Jónssonar frá Búrfellskoti Gísli Jónsson fæddist í Búr- fellskoti í Grímsnesi 4. september 1878, en lézt árið 1944. Lengst af ævi sinnar sinnti hann málaralist- inni einni, en hlaut þó aðeins nokkra tilsögn hjá Einari Jóns- syni málara frá Fossi í Mýrdal. I upphafi aldarinnar starfaði hann nokkur sumur sem ketilmaður í hvalveiðistöð Ellefsens á Asknesi við Mjóafjörð og málaði þá í hjáverkum, og segir m.a. frá honum í bók Magnúsar Gíslason- ar, Á hvalveiðastöðvum. í bók sinni í túninu heima, segir Halldór Laxness svo frá Gísla Jónssyni: „Ég gat ekki ann- að séð en húsið hér í Laxnesi væri nógu gott hús, líka veggirnir í því, en altíeinu er kominn málari sem heitir Gísli Jónsson með napó- leonstopp á hökunni og hefur með sér málningu í dollum sem var svo sterk að maður fékk lángvinna hnerra. Hann málaði listrænar æðar á skorsteinsplötuna í stof- unni og eikarmálníngu á hurðirn- ar, gerði betri stofuna bláa og íverustofuna rauða; og þessi vinnubrögð töfruðu mig svo mikið að ég hékk yfir honum þó ég feingi bæði hósta og kvef af terpentín- unni; og þó hann talaði aldrei við mig. Gísli Jónsson var einn fyrst- ur manna til að halda málverka- sýningu á íslandi og málaði fræga mynd ofanaf fjalli fyrir austan þar sem sást til sjö kirkna; því miður sá ég aldrei eftir hann nema þessar fallegu æðar á skorsteinsplötunni." Sýning á málverkum Gísla Jónssonar frá Búrfellskoti verður opin í Listasafni alþýðu, Grensás- vegi 16, daglega kl. 14—18, nema sunnudag, en þá er opið kl. 14—22. Veizlukaffi og lukkupokar í Lindarbæ KVENNADÉILD Skagfirðingafé- lagsins verður með kaffisölu í Lindarbæ 1. maí. Að venju verður hlaðborð þakið gómsætum tertum og brauði, sem konurnar hafa bakað. Ágóðinn rennur til líknar- og menningarmála. Húsið opnað kl. 14. (Fréttatilkynning). Netavertíðin stöðv- uð í 2—3 vikur Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð, sem bannar allar veiðar í þorsk- fisknet á svæði fyrir Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austurlandi frá hádegi 6. maí til 21. maí n.k. Svæði þetta markast að vestan af línu, sem dregin er réttvísandi vestur frá Bjargtöngum og að austan af línu, sem dregin er réttvísandi í austur frá Eystrahorni. Bann við netaveiðum sunnan- lands og vestan tekur aftur á móti gildi á hádegi 30. apríl n.k. og stendur til 21. maí. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ennfremur með reglugerðinni, bannað skipum þeim, er loðnu- veiðar stunduðu á sl. loðnuvertíð, að stunda veiðar í þorskfisknet frá hádegi 6. maí til 16. ágúst 1980. (Fréttatilk.) Snögg viðbrögð í Staðarbakkasókn SAFNAÐARFUNDUR var hald- inn nýverið i Staðarbakkasókn i Miðfirði. Ákveðið var að endur- byggja hina 90 ára gömlu kirkju sóknarinnar. Þrír fundarmenn lögðu fram hver sina milljónina á fundinum, en þetta kemur fram i nýútkomnu Fréttabréfi bisk- upsstofu. Þar segir einnig að kirkjan á Staðarbakka sé gott eintak af sinni gerð, en hún verður látin halda sinni upprunalegu gerð við endurbygginguna. Smíði hennar kostaði tæpar 3200 kr. árið 1890. í Staðarbakkasókn eru 116 manns og er formaður sóknarnefndar Benedikt Guðmundsson og sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur. Skgskur f jallamennskukennari til íslenzka alpaklúbbsins Kynnir auk þess f jallavörur Blacks of Greenock HINGAÐ til lands kom í gærdag skoskur fjallgöngumaður, Sam Grymble, á vegum íslenzka alpa- klúbbsins, en hann er kennari í KRISTNIBOÐSFÉLAG kvenna í Reykjavík heldur árlega kaffi- fjallamennsku við hinn kunna skóla í Glenmore Lodge í Skot- landi. Grymble mun meðan á vikudvöl sölu sína hinn 1. maí n.k. í kristniboðshúsinu Betaníu, Lauf- ásvegi 13 í Reykjavík. Ágóði kaffisölunnar rennur til starfsemi Sambands íslenzkra kristniboðsfélaga, en á vegum þess eru nú starfandi í Eþíópíu og Kenya kristniboðar. Kaffi og til- heyrandi meðlæti verður á boð- stólum frá kl. 14:30 hinn 1. maí til kl. 22 að kvöldi. STJÓRN Hvatar, félags sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, hefur „opið hús“ í dag kl. 17—19 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háa- leitisbraut 1,1. hæð. Sjálfboðaliðar og aðrir, er tekið hans stendur hér á landi m.a. halda sýningu á litskyggnum frá fjalla- ferðum í Skotlandi, Baffinslandi og Norður- og Suður-Ameríku. Sýning- in verður í kvöld í húsi Slysavarna- félags Islands við Grandagarð og hefst klukkan 20.30. Síðan mun Grymble halda tveggja daga námskeið á vegum íslenzka alpaklúbbsins í Gígjökli Eyjafjallajökuls um næstu helgi og verður þar farið í gegnum undir- stöðuatriði fjallamennsku í ís og snjó. Auk þessa mun Grymble kynna vörur brezka fjallavörufyrirtækis- ins Blacks of Greenock, sem Edda h.f. hefur umboð fyrir, en það framleiðir m.a. mjög vandaða svefn- poka og ýmiss konar hlífðarfatnað auk mjög vandaðra jöklatjalda, sem notuð hafa verið hér á landi um árabil. hafa þátt í félagsstarfinu í vetur, eru sérstaklega boðnir velkomnir. Sigríður Hannesdóttir, leikari og gamanvísnasöngvari, lítur inn og bregður á leik. Kaff isala haldin til styrktar kristniboði Síðdegisfundur hjá Hvöt Sportskór sem endast i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.