Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 31 • Nú styttist óðfluga i ísiandsmótið i knattspyrnu. Öli 1. deildar liðin æfa af miklum krafti til að undirbúa sig sem best undir leiki sumarsins. En það eru ekki bara leikmennirnir sem þurfa að spretta úr spori á vellinum. Dómarinn þarf líka að hreyfa sig. Og siðastliðinn laugardag gengu knattspyrnudómarar undir hlaupapróf á Laugardalsvellinum. A myndinni má sjá þrjá kunna dómara spretta úr spori, þá Grétar Norðfjörð lengst til vinstri, Örn Grundfjörð og Baldur Þórðarson. Ljósm. Kristján. 8 m m W9F • i --- • m'$« z „ # GER Nijboer frá Deventer í Hollandi setti um helgina nýtt Evrópumet i hinu fimmta árlega Amsterdam-maraþonhlaupi. Hvorki fleiri né færri en 521 hlauparar frá 19 þjóðum tóku þátt i mótinu að þessu sinni og var hlaupið í rigningu og leið- indaveðri. Engu að síður féll heimsmetið, Nijboer hljóp á 2:09,01 klukkustund. Annar varð Ungverjinn Ference Szekeres og hljóp hann á 2:12,31. Heimsmetið á Ástralíumaðurinn Derek Clay- ton, 2:08,34 klukkustundir sett í Amsterdam 1969. Evrópumetið átti Bretinn Ian Thompson, 2:09,12 klst. Getrauna- spá M.B.L. Morgunblaðið Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Bolton — Wolvcs X 2 2 2 2 X 0 2 4 Brighton — Everton 1 X 1 1 X 1 4 2 0 Coventry — Arsenal X 2 X X X X 0 5 1 Leeds — Man. Utd. 2 2 2 2 2 2 0 0 6 Liverpool — Aston Villa X 1 1 1 1 1 5 1 0 Man. City — Ipswich 2 2 2 2 2 X 0 1 5 Norwich — Derby 2 1 X 1 1 1 4 1 1 Nott. Forest — Cr. Palace 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Southampton — Middlesbr. X 1 1 1 1 1 5 1 0 Tottenham — Itristol 1 1 1 X 1 1 5 1 0 WBA - Stoke 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Newcastle — Luton X 1 X X 1 2 2 3 1 Þjóðsöngurinn fannst ekki og bikarinn gleymdist!! Knattspyrna 1 3ji og síöasti „bikarinn“ í Bikar- úrslitakeppni H.S.Í. Viö þökkum eftirtöldum fyrir- tækjum góöa aöstoö: NESSY ^ Veitmtjdhús J Auslurslnvii Inn sinrti snni IIUO K.R. - Haukar iöllinni kl. 20 EIMSKIP PÓSTHÖLF 220 -121 REYKJAViK - SiMI 27100 - TELEX 2022IS B.M. Vallá Jóhannes Norðfjörð h/f., Laugavegi 5 — Hverfisgötu 49. H/f Ofnasmiðjan Osram vegna gæöanna. Jóh. Olafsson h/f., Sundaborg 43. Sími 82644. Skipafélagið Víkur h/f. af 16 jijóðum enn óraónar OLYMPÍULEIKARNIR Moskvu eru alltaf jafn vinsælt umræðuefni og hrykkt hefur í stoðum þessarar iþróttahátíðar að undanförnu. Eitt sem ekki hefur komið fram í öllum þeim hótunum og yfirlýsingum um að vera ekki með, er að aðeins 8 af þeim 16 knattspyrnuþjóðum sem höfðu tryggt sér rétt til þess að leíkn i Moskvu. hafa tilkvnnt formlega að þær mæti til leiks. Hinar átta eru annað hvort hætt- ar við þátttöku eða eru að velta því fyrir sér. Það hlýtur að vera erfitt fyrir Rússana að standa í undirbúningi fyrir þetta mót og spurning hvort það yrði ekki sterkur leikur hjá þeim að til- kynna skyndilega að þeir væru hættir við að halda lcikana. Evrópumet í Maraþonhlaupi S&GT var frá því á dögunum, að færeyska kvennalandsliðið hefði þurft að syngja eigin þjóð- söng áður en að fyrsti landsleik- urinn gegn íslandi hófst. Skýr- ing hefur nú fengist. Þjóðsöngur Færeyja var sannarlega á segul- bandsspólunni sem íþróttahús Hafnarfjarðar bjó yfir, en plötu- snúðarnir þar fundu hann ekki. Fundu hann ekki þrátt fyrir að hann væri fyrsta lagið á bandinu. Þá hefur einnig fengist skýr- ing á því hvers vegna bikarinn sem veita átti eftir úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna i hand- knattleik, var ekki staddur norð- ur á Akureyri þar sem úrslita- leikurinn fór fram. Það var vegna þess að Fiugleiðir skildu bikarinn eftir í bænum. „Við alit að því bárum bikarinn sjálfir um borð,“ sagði talsmaður HSÍ, en allt kom fyrir ekki, bikarinn gleymdist. Fjórir lyftingamenn keppa a EIVI i Belgrad FJÓRIR íslenskir lyftingamenn verða meðal keppenda á Evrópu- meistaramótinu í lyftingum sem fram fer í Belgrad í vikunni. Guðgeir Jónsson og Guðmundur Sigurðsson keppa í 90 kg flokki. Birgir Þór Borgþórsson keppir í 100 kg flokki og Gústaf Agnars- son í þungavigt. AHir bestu lyftingamenn Evrópu eru meðal þátttakenda í mótinu. Mæta Kínverjar með einn upp á 2,24 m? Körfuknattleikssamband ís- lands verður 20 ára í ár og verður margt á seyði á snærum sambandsins. Má þar nefna. að Norðurlandamót unglinga fer fram hér á landi, auk þess sem fram íara hérlendis 7—9 lands- leikir í körfuknattleik. 29.—31. ágúst verður leikið við Englendinga sem eru firna- sterkir um þessar mundir. í október verður leikið við Kínverja sem eru óskrifað blað. Er lítið vitað um styrk Kínverj- ana. en heyrst hefur að í liði þeirra sé óheyrilega mikill risi. Það er ekki selt dýrara en það er keypt. en heyrst hefur að einn liðsmanna þeirra sé 2.24 metrar á hæð og fær Pétur Guðmundsson þá væntanlega að skoða á honum hálsakotið. Dagana 14. —16. nóv- ember koma Skotar síðan hingað til lands með landsiið sitt.SK-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.