Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL 1980 Flugleiðir: • • r Orn 0. Johnson stjórnarformaður Stjórnin lýsir yfir stuðningi við forstjórann MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Flugleiðum: Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Flugleiða í dag var Örn Ó. Johnson kosinn stjórnarfor- maður. Vegna gagnrýni, sem frú Krist- jana Milla Thorsteinsson, eigin- kona Alfreðs Elíassonar, bar fram á Sigurð Helgason forstjóra, sam- þykkti stjórn félagsins á fundi sínum í dag einróma eftirfarandi: „í tilefni af þessu lýsir stjórnin einróma yfir fyllsta stuðningi við forstjóra félagsins, Sigurð Helga- son, í vandasömu starfi hans“. í nýkjörinni stjórn Flugleiða eru: Alfreð Elíasson, Bergur G. Gíslason, E. Kristinn Olsen, Grétar Br. Kristjánsson, Halldór H. Jónsson, Óttarr Möller, Sigurður Helgason, Sigurgeir Jónsson, Örn 0. Johnson. Vestmannaeyjar: Slíta alþýðuflokks- menn samstarfi meirihlutans? HJÁ bæjarstjórn Vestmannaeyja stendur nú fyrir dyrum ráðning tómstundafulltrúa. Sóttu 8 manns um starfið og hefur tómstundaráð fjallað um umsóknirnar. Ekki náð- ist eining með hverjum ætti að mæla i starfið, en fulltrúar bæjar- stjórnar meirihlutans, Framsókn- arflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, mæitu með Guðmundi Þ.B. ólafssyni bæjarfulltrúa og fulltrúar Sjálfstæðisflokks með Skæringi Georgssyni trésmið og Ástþóri Jóhannssyni vélvirkja. Aðrir umsækjendur eru Guðbrand- ur Jónatansson verziunarmaður, Halldóra Magnúsdóttir kennari, Ómar Garðarsson lögreglumaður, Þorvaldur Halldórsson rafvirki og Úlfar Steindórsson íþróttakennari. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær mun alþýðu- flokksmönnum mikið í mun að Guðmundur Þ.B. Ólafsson fái starf- ið og talið er að þeir muni jafnvel hóta að slíta meirihlutasamstarfinu fái þeirra maður ekki starfið. í bæjarráði gerði Sigurgeir Krist- jánsson fulltrúi Framsóknarflokks fyrirvara um ráðningu þessa og því telja alþýðuflokksmenn leika vafa á að Guðmundur hafi nægan stuðning þegar málið kemur til kasta bæjar- stjórnar nk. föstudag. Héldu alþýðu- flokksmenn fund um þetta mál í gærkvöldi þar sem meirihlutasam- starfið var til umræðu, en ekki tókst Mbl. að afla frétta af fundinum. Sigurgeir Kristjánsson kvaðst í samtali við Mbl. ekki vilja gera mikið úr þessu máli og taldi ótrúlegt að það hefði nokkur áhrif á sam- starf meirihlutans. — Það sem mér finnst óeðlilegt er að meirihluti tómstundaráðs virtist vera búinn að ákveða þennan mann jafnvel áður en umsóknarfrestur var runninn út. En málið verður ekki til lykta leitt fyrr en á bæjarstjórnarfundi á föstudag, en ég tel fráleitt að slíta samstarfinu vegna þessa máls, það hefur alltaf verið ágætt, sagði Sig- urgeir. í öruggum höndum Þessi litla hnáta varð fyrir þeirri lífsreynslu á sumardaginn fyrsta að týna foreldrum sínum. Lögreglan kom til hjálpar og tók telpuna i sinar öruggu hendur. Og allt fór vel að lokum. I.jósm. Mbl. Ól. K. Mag. Hækkun erlends gjaldeyris 7 til 17% í aprílmánuði HÆKKUN Bandaríkjadoll- ars gagnvart íslenzkri krónu frá því í marzlok er nú orðin 7,2%, en Evrópu- gjaldmiðill hefur allur hækkað mun meira, allt upp í 17,6%, sem er hækk- un svissnesks franka á þessu sama tímabili. Inni- falin í þessari hækkun er 3,5% gengisfelling gagn- vart dollar, sem ríkis- stjórnin ákvað að gera á einum degi um síðastliðin mánaðamót. Samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans nr. 62 hinn 28. marz síðastliðinn og síðan geng- isskráningu nr. 80 frá því í gær er hækkun dollarsins 7,2%, sterlingspunds 12,5%, danskrar krónu 14,3%, norskrar krónu 12,0%, sænskrar krónu 12,4%, fransks franka 13,2%, svissn- esks franka 17,6%, vestur- þýzkra marka 15,0%, spánskra peseta 9,1% og japanskra yena 12,0%. Útflutningur til Bandaríkjanna: Jókst um 54,4% fyrstu þrjá mánuði ársins FYRSTU þrjá mánuði þessa árs nam útflutning- ur íslendinga til Banda- ríkjanna rúmlega 19 millj- örðum króna og hafði þá aukizt um 54,4% miðað við sömu mánuði í fyrra. Þá Fara fram á leiðrétt- ingu á lóðaúthlutun var flutt út til Banda- ríkjanna fyrir andvirði 9,9 milljarða króna, en sé sú upphæð hækkuð miðað við gengishækkun dollars gagnvart krónu er upp- hæðin 12,4 milljarðar króna. Útflutningur íslendinga til Bandaríkjanna nam mánuðina janúar til marz að báðum með- töldum 19.074,2 milljónum króna, en nam í fyrra 9.883,1 milljónum króna. Gengi Bandaríkjadollars er nú 25% hærra en það var í fyrra þessa þrjá mánuði. Því var verð- mætið í fyrra á sama gengis- grunni og nú 12.353,9 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess, að útflutningur Islendinga til Bretlands jókst á sama tíma um 13,8%. INGVAR Björnsson lögmaður hefur fyrir hönd nokkurra þeirra, er sóttu um lóðir á svonefndu Rauðagerðissvæði i Reykjavík og telja að þeim hafi verið vanreiknaðir punktar þeg- ar til úthlutunar kom, ritað Reykjavíkurborg bréf og farið fram á leiðréttingu. — Svo virðist sem einhver mistök hafi átt sér stað í sambandi við punktakerfið, en á þessu stigi er mér ekki ljóst í hverju þau mistök liggja, sagði Ingvar Björnsson í samtali við Umbjóðendur mínir hafa rætt við forseta borgarstjórnar og full- trúa í lóðanefnd en töldu sig ekki fá fullnægjandi svör og því sneru þeir sér til mín og báðu um aðstoð. Ég skrifaði því borgaryfirvöldum og var bréfið tekið fyrir í borgarráði og því síðan vísað til lóðanefndar. Ingvar Björnsson kvaðst ekki vita hvort erindið hefði verið tekið fyrir af lóðanefnd og aðspurður sagði hann ekki ákveðið hvort umbjóðend- ur sínir færu fram á að fá lóðir á Rauðagerðissvæðinu eða hliðstæðar lóðir. Arnarflug: Leiguflug fyrir 750 millj. kr. í Jórdaníu Guðmundur J. um skattahækkanirnar: Leysa Astralíustúlk- urnar húsmæðurnar af hólmi í fiskinum? í S JÓN V ARPSÞÆTTI í gær- kvöldi bar skattamál mjög á góma Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands íslands, lýsti þar þeirri skoðun sinni, að skattalækkanir væru eina raunhæfa leiðin til kjara- bóta eins og efnahagsástandið væri. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, tók undir þetta með því að segja, „að það hefði verið ákaflega hyggilegt hjá ríkisstjórninni að lækka tekjuskattinn og þá á lægri launin". Hann kvaðst ekki hafa greitt atkvæði með hækkun tekjuskattsins enn og lét í ljós ótta yfir þeim skattahækkunum, sem fyrirsjáan- legar væru á útivinnandi eiginkonum svo sem í frystihúsum. Hann kvaðst „óttast að við þyrftum að flytja inn 4000 Ástralíustúlkur næsta ár.“ ARNARFLUG hefur tekið á leigu Boeing 707-þotu hjá bandariska flugfélaginu Western Airlines og verður flugvélin notuð til leigu- flugs fyrir The Royal Jordan Airlines i Jórdaniu á timabilinu frá júní—september og mögulega nokkra mánuði í viðbót. íslenzk- ar áhafnir verða í þessu verkefni, alls 25 —30 manns. Tekjur Arnarflugs af þessu verkefni fyrir rekstrarkostnað vélarinnar verða tæpar 750 millj- ónir króna. Boeing 707 320 C tekur 189 farþega. Jórdanska flugfélagið heitir öðru nafni Alia eftir elztu dóttur Husseins Jórdaníukonungs. Aðal- verkefni leiguflugsins er að flytja sýrlenzka og Jórdanska kennara heim í leyfi frá Persaflóa og Saudi-Arabíu og síðan aftur til starfa. Einnig verður um að ræða áætlunarflug fyrir Alia á miðju tímabilinu. Verkalýðsfélagið Fram, Sauðárkróki: Hafa áhyggjur af seinagangi 707 Boeing 320 C frá Western Airlines. AÐALFUNDUR Verkamannafé- lagsins Fram á Sauðárkróki, sem haldinn var 23. apríl, lýsti í ályktun, sem samþykkt var, áhyggjum sínum með seinagang i samningaviðræðum í yfirstand- andi kjaradeilu. „ , , Bent var á rýrn- andi lífskjör vegna vaxandi óða- verðbólgu og aukinnar skatt- heimtu og hve þetta ástand hefir ískyggileg áhrif á kjör og af- komu láglaunaheimila. Fundurinn telur, að niðurstaða samninga verði að leiða af sér verulega bætt kjör láglaunafólks og tryggingu þeirra kjara Og að til þess verði að beita tiltækum ráðum á sviði skattamála og félagslegra úrræða. Skoraði fund- urinn á verkalýðshreyfinguna í heild að standa vörð um þetta yfirlýsta markmið og jafnframt á samningsaðila að ljúka gerð nýrra kjarasamninga svo fljótt sem auð- ið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.