Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL 1980 17 Úr skýrslu um utanríkismál: Veikjum eigið öryggi og annarra ef við sker- umst úr leik í NATO Ólafur Jóhannesson leggur fyrstu utanríkisskýrslu sina fyrir Alþingi Utanríkisráðherra Ólaf- ur Jóhannesson lagði fram skýrslu sína um utan- ríkismál á Alþingi sl. mánudag. I skýrslunni er að venju fjallað um al- þjóðamál, alþjóðastofnanir og svæðasamtök, sem ís- land er aðili að, Atlants- hafsbandalagið og örygg- ismál íslands, hafréttar- mál, flugmál, þróunarað- stoð, utanríkisviðskipti og utanríkisþjónustuna al- mennt. Skýrslan er að mestu leyti frásögn af því, sem gerst hefur á ofan- greindum sviðum, síðan Benedikt Gröndal gaf Al- þingi skýrslu um utan- ríkismál fyrir ári. En einn- ig er í skýrslunni lagt nokkurt mat á þróun al- þjóðamála og áhrif hennar. I upphafi er birtur kaflinn um utanríkismál í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og síðan segir: „I þessum ákvæðum felast engin meiriháttar nýmæli og verður því fylgt í meginatriðum sömu utan- ríkisstefnu og farið hefur verið eftir á undanförnum árum. Al- kunna er að einn stjórnarflokk- anna — Alþýðubandalagið — hef- ur í grundvallaratriðum aðra stefnu í öryggis- og varnarmálum. Er sú stefna þess óbreytt þrátt fyrir stjórnarsáttmálann." Alþjóðamál Kaflanum um alþjóðamál er skipt í nokkra þætti og bera þeir fyrirsagnirnar: Málefni Afganist- an, slökunarstefnan, afvopnun- armál, Austurlönd nær, Austur- Asía, Afríka og nýskipan alþjóða efnahagsmála og orkumál. I upp- hafi kaflans segir, að mikil og alvarleg tíðindi hafi orðið í heim- inum. Þar beri að sjálfsögðu hæst hernaðarlega íhlutun Sovétmanna í Afganistan og þá versnandi sambúð austurs og vesturs, sem m.a. megi rekja til þessarar inn- rásar. Um innrás Sovétmanna í ná- grannaríki sitt Afganistan og töku bandaríska sendiráðsins í Teheran og gíslana þar segir, að í báðum tilvikum sé um að ræða gróft brot á grundvallaratriðum þeirra reglna, sem gilda í samskiptum ríkja. Og síðan: „Verði ekki brugð- ist ákveðið við er sú hætta yfirvof- andi, að áfram verði haldið á sömu braut og stoðum kippt undan þeim réttarreglum, sem þjóðir heims hafa smám saman sett sér að fenginni reynslu. Fari svo verða það smáþjóðirnar, sem mestu tapa. Þótt báðir þessir atburðir gerist í fjarlægum heimshluta hafa þeir bein áhrif á þróun heimsmála og snerta okkur því ekki síður en aðra. Samskipti austurs og vest- urs hafa beðið verulegan hnekki og jafnframt munu þessir atburð- ir vafalaust hafa áhrif á þróun annars stórmáls, samskipti norð- urs og suðurs, þ.e. þróaðra ríkja og þróunarríkja." Afganistan I þættinum um Afganistan seg- ir, að ekki hafi verið lagðar fram sannanir um íhlutun Pakistana, Bandaríkjamanna og Kínverja í málefni Afganistan, sem Sovét- menn notuðu sem yfirskin yfir innrás sína. Þá er minnt á það, að 104 ríki kröfðust þess á skyndi- fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, að allur erlendur her yrði tafarlaust og skilyrðislaust kallaður frá Afganistan. 18 ríki sátu hjá og 18 ríki voru á móti, Sovétríkin og nánustu fylgiríki þeirra. Segir síðan í skýrslunni: „Eftir þessari samþykkt hefur þó ekki verið farið til þessa.“ Þá segir þar einnig: „Athyglisverðust eru þó viðbrögð ýmissa hlutlausra ríkja þriðja heimsins, sem fram til þessa hafa oftast fylgt Sovétríkj- unum að rnálurn." Og enn „Þótt viðbrögðin í hlutlausum ríkjum hafi orðið hörð við innrás Sovét- manna í Afganistan er varla við því að búast, að þessi ríki fari að halla sér meira að Vesturlöndum, en hitt kann þó að vera, að þau sýni ekki jafn fortakslausan stuðning við málflutning Sovét- manna og reyndin hefur oftast verið fram til þessa.“ Slökunarstefnan Um slökunarstefnuna er það sagt, að hún hafi „óhjákvæmilega beðið mikinn hnekki við innrásina í Afganistan, harkalega meðferð á sovéskum andófsmönnum og áframhaldandi aukningu víg- búnaðar í Sovétríkjunum, ekki síst uppsetningu SS-20 eldflauganna." Og síðar segir: „Enda þótt nú sé komin upp sú staða, að vestræn ríki telji nauðsyn bera til að standa þétt saman og treysta samvinnu sína, m.a. innan Atl- antshafsbandalagsins, þá munu meginmarkmið þessa bandalags standa áfram óhögguð, þ.e. að tryggja öryggi aðildarríkja sinna með vörnum annars vegar og framgangi slökunarstefnunnar hins vegar. Enginn hefur áhuga á að hverfa aftur til tímabils kalda stríðsins og þeirrar hættu á heimsstyrjöld, sem slíku ástandi fylgir.“ íslam og Kampútsea I þættinum um Austurlönd nær segir m.a.: „Byltingin í íran og fleiri atburðir í ríkjum múham- eðstrúarmanna hafa opnað augu manna fyrir því, að islam er ekki aðeins trúarbrögð heldur einnig pólitískt afl, sem þegar er farið að gæta verulega og kann að eiga eftir að hafa mikil áhrif á þróun mála í heiminum á næstu árum og áratugum.“ Og í þættinum um Austur-Asíu segir m.a.: „Kampútsea hefur enn verið í brennidepli á undanförnu ári og virðist seint ætla að linna þeim hörmungum, sem yfir þetta land hafa gengið. Rauðu kmerarn- ir, sem tóku völdin í landinu eftir brottför Bandaríkjamanna frá Suðaustur-Asíu, hófu framkvæmd kennisetninga sinna, sem leiddi til útrýmingar verulegs hluta þjóðar- innar. Með vísan til framferðis þessara valdamanna réðust Víet- namar inn í Kampútseu og hafa þeir nú meginhluta landsins á valdi sínu. Enn er barist og er talið, að allt að 200 þúsund hermenn frá Víetnam séu nú í Kampútseu. Hörmungum íbúanna hefur lítið linnt, enda var innrás Víetnama af öðrum hvötum sprottin en umhyggju fyrir mannréttindum í nágrannaríki. Flóttamannastraumurinn hefur verið gífurlegur, þótt hann sé nú nokkuð í rénum og hafa Thailend- ingar orðið að taka við mestum fjölda flóttamanna þótt þeir hafi í raun og veru átt meira en nóg með að sinna eigin málum.“ Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra Atlantshafs- bandalagið og örygg- ismál íslands I kaflanum um Atlantshafs- bandalagið og öryggismál íslands segir meðál annars: „Atlantshafsbandalagið eru samtök þjóða með svipaða menn- ingu og lífsskoðanir. Þær hafa komið sér upp varnarkeðju til að tryggja sig fyrir utanaðkomandi árás og í því skyni leggja þær allar eitthvað af mörkum. Framlag okkar Islendinga hefur aðallega verið og er aðstaðan á Keflavíkur- flugvelli. Óslitin varnarkeðja er öruggusta leiðin til að tryggja að aldrei þurfi að grípa til vopna. Ef við Islendingar skerumst úr leik höfum við veikt þessa keðju og þar með dregið úr öryggi allra þeirra þjóða, sem setja traust sitt á bandalagið, einnig okkar sjálfra. Aðalhlutverk varnarstöðvarinn- ar á Keflavíkurflugvelli er kaf- bátaleit og kafbátaeftirlit auk þess sem hún fylgist með ferðum hernaðarflugvéla. Mætti því e.t.v. allt eins vel nefna hana eftirlits- stöð eins og varnarstöð. Einnig er Teikning þessi birt- ist fyrir skömmu i hlaðinu Int* ernationai Herald Tri- bune með textanum: Khomeini leikur sér að eldinum du WASMiugipf Keflavíkurflugvöllur mikilvægur fyrir flugsamgöngur milli Evrópu og Ameríku vegna legu landsins mitt á milli þessara tveggja heimsálfa og einnig er öryggi allra skipaflutninga á hættutímum mjög háð aðstöðu á íslandi eins og sýndi sig í síðari heimsstyrjöld- inni. Þegar litið er á þau atriði, sem ég hef hér minnst á má ljóst vera, að verulegar breytingar hafa orðið á hlutverki varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli í kjölfar tækniþróunar undanfarinna ára- tuga. Hún hefur færst æ meira í það horf að gegna fyrst og fremst hlutverki eftirlits og viðvörun- arstöðvar. Sem slík er hún þó ekki síður mikilvæg sameiginlegu ör- yggi allra bandalagsríkjanna en hún var fyrir 30 árum. Hlutverk þess varnarbandalags, sem við erum aðilar að, og þess hlekks, sem við erum í keðjunni, er að sjá til þess með traustum vörnum að ekki komi til styrjaldar og jafnframt er það hlutverk þessa bandalags og hlutverk, sem ég legg mikla áherslu á, að vinna að afvopnun, sem framkvæma verður stig af stigi með vönduðum samningum og raunhæfu eftirliti, sem tryggi heiðarlega og undan- bragðalausa framkvæmd slíkra samninga. Undir árangri í þessum málum er það komið hversu fljótt aðstæður í heiminum verða þann- ig, að unnt reynist að láta varnar- liðið fara frá Islandi." U tanr íkisviðskipti Ekki kemur fram í kaflanum um utanríkisviðskipti, hvað ríkis- stjórnin hyggst fyrir að því er varðar frekari aðgerðir til að beina olíuviðskiptunum til ann- arra ríkja en Sovétríkjanna. Þar er lagt mat á það hagræði, sem Islendingar hafa haft af viðskipta- samningnum við Efnahagsbanda- lag Evrópu og þar segir: „Eins og vikið var að í síðustu ársskýrslu eru tollfríðindi á íslenskum sjávarafurðum og iðn- aðarvörum í EBE- og EFTA- löndum okkur Islendingum mikils virði. Einkum hefur bókun nr. 6 við viðskiptasamning Islands og Efnahagsbandalags Evrópu sem gekk í gildi hinn 1. júlí 1976 og tekur til sjávarafurða haft vax- andi gildi fyrir okkur. Á árinu 1979 voru fluttar út sjávarafurðir sem tollfríðinda nutu í EBE-ríkjum fyrir um 52,3 milljarða króna og má lauslega áætlað meta tollaívilnanir af þess- um útflutningi á um 4,7 milljarða króna. Tollaívilnanir af útflutn- ingi iðnaðarvara til EBE-ríkja á árinu 1979, sem var að verðmæti um 35,1 milljarður króna, má meta á um 2,7 milljarða króna. Samtals verða því tollaívilnanir EBE-ríkja á sjávarafurðum og iðnaðarvörum á árinu 1979 metn- ar á 7,4 milljarða króna. Má telja að þessi tollfríðindi hafi að miklu leyti komið íslandi til góða í hækkuðum útflutningstekjum.“ í lokakafla skýrslunnar um utanríkisþjónustuna almennt er þess minnst, að utanríkisþjónust- an verði 40 ára gömul 8. júlí n.k., en bráðabirgðalög um stofnun hennar voru sett þann dag 1940 um að Island skyldi taka utan- ríkismálin í sínar hendur eftir hernám Danmerkur. í þessum kafla segir, að hvergi hafi komið fram hjá fulltrúum einstakra Af- ríkuríkja að þau teiji sér sérstak- an hag í íslensku sendiráði í Afríku, ef-það er í einhverju öðru Afríkuríki og segir í skýrslunni, að sama máli megi ætla að gegni um ríki í Suður-Ameríku. Ög síðan segir: „Samgöngum er reyndar þannig háttað enn í dag, að fljótlegra er að fara til flestra Afríkuríkja frá helstu börgum Evrópu en frá næstu nágranna- ríkjum." I lok skýrslunnar segir Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra, að hann vilji ljúka þessari fyrstu skýrslu sinni um utanríkismál með því að segja, að þegar litið sé yfir farinn veg á fjörutíu ára afmæli íslenskrar utanríkisþjón- ustu hljóti það að vera sanngjarn- ra manna dómur, að vel megi við una.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.