Morgunblaðið - 30.04.1980, Page 28

Morgunblaðið - 30.04.1980, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 vt£t> MOR&UKf KAFFINU GRANI GÖSLARI Bara óska yður til hamingju með gleðskapinn og nýju íbúð- ma! ... og sóttu 77 smjörpakka í frystinn, eins og skot! Vertu óhræddur, ég er græn- metisæta! TWs, í' 4 íU * ■ I . W sæ ■ í .v; © • 2 ^ i i í í *í i i 'j ú • ’ ll ? , Þá mun félag- inu vel farnast BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eftir líflegar sagnir hafnaði suður í mjög eðlilegri lokasögn á spilið í dag. Fyrir hendi var fullt af punktum og mikið tromp en þó lá alls ekki í augum uppi hvernig ætti að skrapa saman nægilega mörgum slögum. Austur gaf, en norður og suður voru á hættu. Norður S. G10854 H. ÁK T. G3 L. D742 COSPER (C'PIB coeitixciN -mo) Vestur S. D3 H. 10987543 T. Á L. Á93 Austur S. - H. 62 T. K9876542 L. G108 COSPEK Suður S. ÁK9762 H. DG T. D10 L. K65 Austur reyndi að setja andstæð- inga sína út af laginu með því að opna á 3 tíglum. En suður reyndi 3 spaða, sem norður lét sér nægja að hækka í 4 spaða. Vestur tók fyrsta slaginn á tígulás og skipti svo í hjartatíu. Suður sá, að auk slaganna tveggja á tígul var alls ekki ósennilegt, að hann myndi tapa tveim á lauf nema eitthvert sigurbragð fyndist. Og hann kom auga á það, þegar hann spilaði næst trompi frá blindum og austur lét tígul. Hann tók slaginn, spilaði hjarta á há- spilið, sem eftir var og síðan aftur trompi, sem vestur fékk að eiga á drottninguna! Þar með var upp komin sann- kölluð óskastaða, sem gat veitt sigur ætti vestur laufásinn. Bæði opnun austurs og fyrsti slagurinn í rauninni sögðu tígulásinn vera einspil, þannig að vestur varð að spila annaðhvort hjarta út í tvö- falda eyðu eða laufi frá ásnum. Vestur reyndi það síðarnefnda og suður hleypti heim á kóng, spilaði aftur laufi og eftir þetta var auðvelt að fríspila fjórða laufið í blindum og láta í það tígultapslaginn af hendi. Unnið spil. Sjálfsagt hefur þú séð, að vestur gat hnekkt spilinu. En það er ekki auðséð við borðið, að láta verður trompdrottninguna í háspil suðurs við fyrsta tækifæri. Og nú, eftir ótal óskir og áskoranir hlustenda! Sunnudaginn 30. mars sl. fór full flugvél frá Flugleiðum til Las Palmas á Gran Canaria með glaðværan og samstilltan hóp far- þega til 3 vikna dvalar. Þegar á flugvöllinn kom beið okkur þar stúlka, sem átti að koma okkur á áfangastað, við vorum u.þ.b. 60 til 70 manns sem áttum að dvelja á „E1 Timmon" en þar eru 18 hús, 9 á hverri hlið, 2 sundlaugar eru í garðinum, og er önnur fyrir börn, og síðast en ekki síst er þarna friðsæld mikil. Ekki höfðum við lengi keyrt er fararstjórinn bauð okkur velkom- in og sagðist heita Auður Sæ- mundsdóttir, og ætti hún að vera okkur til halds og trausts meðan á dvöl okkar stæði. Og hún stóð ekki við orðin tóm, hún kom einu sinni og tvisvar á dag og spurði um líðan okkar og hvort hún gæti nokkuð fyrir okkur gjört, naut ég þar örugglega ekki minnst góðs af og þakka það hér með. Sagði Auður okkur að nú væri dvöl hennar á Las Palmas senn á enda, þar sem hún yrði á Mallorca í sumar. Kom okkur þá öllum saman um að ekki yrði farið annað í sumar en til Mallorca, fyrst Auður væri þar fararstjóri. Að endingu þetta til starfs- mannahalds Flugleiða: Flugleiðir hefir að yfirgnæfandi meirihluta úrvalsfólki á að skipa, og ef hver og einn, sem vinnur hjá félaginu og ber hag þess fyrir brjósti, er sem Auður Sæmunds- dóttir, þá mun félaginu vel farnast í framtíðinni. H. • Starf hans eigum við ekki að vanmeta Var ekki ábendingar þörf, áður en aðrir velviljaðir gerðu sömu skyssuna? Það var búið að birta myndir af skábrettunum í dagblöðum áður en hinn fatlaði kom og reyndi þau. Satt að segja var ég svolítið tortryggin þegar ég sá myndina. Hún minnti mig á það sem á einstaka stað er gert fyrir barnavagna í tröppum. Mér sýnist stundum fullstrembið að komast með barnavagna á þeim stöðum, vegna brattans! En barn í Oddfellow-stúkur: Stórgjöf til hjúkrunardeild- ar Hrafnistu í Hafnarfirði STJÓRNIR Oddfellow-stúkanna nr. 11 Þorgeir og nr. 3 Hallveig hafa undirritað samning við stjórn Sjómannadagsráðs um tvö herbergisframlög til hinnar nýju hjúkrunardeildar við Hrafnistu í Hafnarfirði, sem framkvæmdir eru hafnar við. Nemur framlagið um 43—44 milljónum króna. Pétur Sigurðsson formaður Sjó- mannadagsráðs sagði að framlag þetta væri viðurkenning á starfi ráðsins að málum aldraðra og myndi það létta undir við að koma hjúkrunardeildinni í notkun sem fyrst, sem væri mjög brýnt. í samningnum er ákvæði um ákveð- inn ráðstöfunarrétt stúkanna yfir herbergjunum að því marki sem vistunarreglur leyfa. Sagði Pétur að hér væri tiltölulega fámennur hópur að baki og væri Sjómanna- dagsráð Oddfellow-félögunum þakklátt fyrir stuðninginn, en þau hefðu oft á liðnum árum stutt dyggilega við ýmis konar líknar- mál. Fulltrúar Oddfellow-stúkanna og Sjómannadagsráðs við undirrltunina. Ljósm. Emilfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.