Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jttorjjitntilaíiií* MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Undirbýr viðræður við Dani og Efna- hagsbandalagið „ÉG er að athuga það mál og láta undirbúa það,“ sagði ólaíur Jó- hannesson, utanríkisráðherra, er Mbl. spurði hann í gær, hvort hann teldi knýjandi að taka upp „viðræður við Dani og Eínahags- handalagið um veiðiréttindi og fiskvernd á miðlínunni við Græn- land,“ eins og Matthías Bjarna- son alþingismaður sagði i sam- tali við Mbl., sem birtist á sunnu- daginn. Ólafur sagði, að haft hefði verið samband við Dani vegna könnun- ar á möguleikum á viðræðum, en kvaðst að svo stöddu ekki vilja segja neitt frekar um málið. Sækja um lóð fyrir dómhús í Reykjavík DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur nýlega sent borgaryfirvöldum bréf og sótt formlega um lóð undir dómhús í nýja miðbænum í Reykjavík. Baldur Möller ráðuneytisstjóri Verð á neyslufiski hækkar Verðlagsyfirvöld hafa samþykkt hækkun á neyslu- fiski til samræmis við al- menna fiskverðshækkun. Nemur hækkunin að meðal- tali 2% og má sem dæmi nefna að kílóið af ýsuflökum hækkar úr 1100 í 1130 krón- ur. sagði að þetta væri í samræmi við þingsályktunartillögu frá árinu 1977 um að rísa skuli í Reykjavík dómhús fyrir héraðsdómstóla Reykjavíkur, Saksóknaraembætt- ið og Rannsóknarlögreglu ríkisins. Aðspurður sagði Baldur að í hinu nýja dómhúsi yrðu til húsa saka- dómaraembættið og borgardóm- araembættið og jafnvel borgar- fógetaembættið. Þá yrði þar hugs- anlega millidómstig ef samþykkt verður, þ.e. Lögrétta. Hins vegar hefur RLR eignast eigið hús og Saksóknaraembættið ætti tæpast heima í slíku húsi. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um það hvenær bygging dómhúss hefst enda á eftir að hanna slíkt hús og útvega fjár- magn til byggingarinnar. — Fyrsta skrefið er auðvitað að fá lóð, sagði Baldur Möller. SKIPVERJARNIR á Guðbjörgu RE voru að spúla bátinn þegar ljósmyndarann bar að síðdegis í gær. Vertíð bátanna lýkur nú um mánaðamótin og munu þeir flestir taka upp netin í dag. Tvö snjóflóð féllu á Múlaveg Ólafsfirði 29. apríi. í DAG féllu tvö snjóflóð á Múla- veg í svokölluðu Bríkargili. Fyrra snjóflóðið féll um klukk- an 13.30 en seinna flóðið um klukkan 18, en þá var nýbúið að ryðja í gegnum fyrra flóðið og voru menn frá vegagerðinni á staðnum þegar það seinna féll. Máttu þeir þegar hefjast handa að nýju og var vegurinn orðmn fær nú í kvöld. — Jakob. Geirfinnsmálið: 345 þúsund á dag — vegna gæzluvarðhalds að ósekju KVEÐNIR voru upp í bæjarþingi Reykjavíkur i gær dómar i mál- um fjórmenninganna, sem sátu að ósekju í gæzluvarðhaldi fyrri hluta ársins 1976 vegna rann- sóknar Geirfinnsmálsins, en eins og menn muna báru sakborn- ingarnir i málinu rangar sakar- giftir á þessa fjóra menn. Þeim sem lengst sátu inni, þ.e. i 105 daga, voru dæmdar 18 milljónir króna i bætur frá ríkissjóði auk hæstu vaxta og er upphæðin í dag rúmar 36 milljónir króna að meðreiknuðum vöxtum. Sam- kvæmt því eru bætur fyrir hvern dag í gæzluvarðhaldi um 345 þúsund krónur. Garðar Gislason borgardómari kvað upp dómana. Þrír mannanna, Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson og Valdimar Olsen, sátu í gæzluvarð- haldi frá 26. janúar 1976 til 10. maí sama ár eða í 105 daga en Sigur- björn Eiríksson sat inni frá 11. febrúar til 10. maí eða í 90 daga. Þeim Magnúsi og Valdimar voru dæmdar 18 milljónir króna, Sigur- birni 15,5 milljónir króna en Einari G. Bollasyni kr. 19.084.773.- en hann gerði einnig skaðabótakröfu vegna brottvikningar úr starfi. Þá ber þess að geta að fjórmenningarnir urðu að sæta frelsisskerðingu í 50 daga eftir að þeim var sleppt úr gæzluvarðhaldi og urðu þeir að tilkynna sig til lögreglu vikulega. Auk bóta var ríkissjóður dæmdur til þess að greiða hæstu vexti frá 10. mái til greiðsludags. Þá varð niður- staða dómsins sú að gjafsóknar- kostnaður skyldi greiðast úr ríkis- sjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjenda fjórmenninganna en þau voru á bilinu 2,2—2,4 milljónir króna til hvers um sig. Sigurlaug Bjarnadóttir: Alþingi kanni ásak- anir rithöfunda „Krefst könnunar sem alþýðubandalags- maður,“ sagði félagsmálaráðherra • Sigurlaug Bjarnadóttir krafðist þess utan dagskrár á Alþingi í gær að þingið kannaði ákæru 46 rithöfunda um meinta pólitíska mismunun í úthlutun starfslauna rithöfunda. • Svavar Gestsson, félagsmálaráð- Óslitin varnarkeðja NATO öruggasta trygging friðar herra, krafðist þess að menntamála- ráðherra kannaði þessar ásakanir til hlítar, þar eð hann vildi ekki sem alþýðubandalagsmaður liggja undir ásökunum af þessu tagi. • Halldór Blöndal taldi kjör aðal- fundar Rithöfundasambandsins á nefnd til athugunar á úthlutunarregl- um, þar sem gagnrýnendur ættu sæti, í kjölfar ásakana um mismunun, viðurkenningu á því að endurbóta væri þörf. • Ingvar Gíslason, menntamálaráð- herra, sagðist sjá veilur í málflutn- ingi hinna 46 rithöfunda, en eðlilegt væri að Alþingi ræddi málið og hann mundi nota aðstöðu sína til að þingmenn fengju öll gögn og málsat- Blikur á lofti i alþjóðamálum segir utanríkisráðherra í tilefni skýrslu sinnar til í TILEFNI af skýrslu sinni um utanrikismál, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi. sagði Ólafur Jóhannesson í viðtali, að blikur væru á lofti í alþjóðamálum. Er þetta undirtónn skýrslunnar og hið ótrygga ástand rakið til innrásar Sovétmanna í Afganist- ' an og töku bandarísku-gíslanna í íran. Þá segir einnig í skýrslunni, að framlag okkar íslendinga til Atl- antshafsbandalagsins hafi verið og sé aðstaðan á Keflavíkurflug- Alþingis velli og síðan segir orðrétt: „Óslit- in varnarkeðja er öruggasta leiðin til að tryggja að aldrei þurfi að grípa til vopna. Ef við íslendingar skerumst úr leik höfum við veikt þessa keðju og þar með dregið úr öryggi allra þeirra þjóða, sem setja traust sitt á bandalagið, einnig okkar sjálfra." I upphafi skýrslunnar segir, að ríkisstjórnin muni í meginatriðum fylgja sömu utanríkisstefnu og farið hefur verið eftir á undan- förnum árum. Á það er lögð áhersla, að sú hætta sé yfirvofandi verði haidið áfram á sömu braut og í Afganistan og íran, að stoðum verði kippt undan þeim réttarregl- um, sem þjóðir heims hafi smám saman sett sér að fenginni reynslu. Og smáþjóðirnar muni tapa mestu, ef þannig verði að málum staðið. í skýrslunni er fjallað um fram- gang slökunarstefnunnar í sam- skiptum austurs og vesturs og sagt, að hún hafi „óhjákvæmilega beðið mikinn hnekki við innrásina í Afganistan, harkalega meðferð á sovéskum andófsmönnum og áframhaldandi aukningu vígbún- aðar í Sovétríkjunum, ekki síst uppsetningu SS-20 eldflauganna." Um aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu segir utanríkis- ráðherra: „Hlutverk þess varnar- bandalags, sem við erum aðilar að, og þess hlekks, sem við erum í keðjunni, er að sjá til þess með traustum vörnum að ekki komi til styrjaldar og jafnframt er það hlutverk þessa bandalags og hlut- verk, sem ég legg mikla áherslu á, að vinna að afvopnun, sem fram- kvæma verður stig af stigi með vönduðum samningum og raun- hæfu eftirliti, sem tryggi heiðar- lega og undanbragðalausa fram- kvæmd slíkra samninga. Undir árangri í þessum málum er það komið hversu fljótt aðstæður í heiminum verða þannig, að unnt reynist að láta varnarliðið fara frá íslandi." Sjá nánar úr skýrslunni á bls. 17. vik til könnunar. Sjá nánar frá þessari umrœðu á þin(?siðu - bl». 18. Alvarlegt slys í Keflavík ALVARLEGT slys varð í Keflavík á fjórða tímanum í gær. 14 ára piltur var að leik í ónotaðri skemmu nálægt Eyjabyggð er hann féll af lofti niður á gólf og var fallið um þrír metrar. Hann slasaðist alvar- lega, hryggbrotnaði m.a. Pilturinn var fluttur til Reykjavíkur til að- gerðar. Að sögn lögreglunnar er þessi skemma mikil slysagildra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.