Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 Þýzk flotadeild til Indlandshafs Kíl, 29. april. AP. VESTUR-bÝZK flotadeild fór frá Kil í dag áleiðis til Indlandshafs þrátt fyrir viðvaranir Rússa, en mun halda sík í burtu frá hættu- svæðinu á Persaflóa að sðgn land- varnaráðuneytisins í Bonn. Flotadeildin er skipuð tundur- spillunum „Lútjens" og „Bayern“ og hjálparskipunum „Coburg" og Spessart." Skipin koma við í Brest á Atlantshafsströnd Frakklands og í Toulon við Miðjarðarhaf, en fer síðan um Súezskurð til Karachi, Bombay, Colombo, Diego Garcia og Mombasa. Rétt fyrir brottförina sakaði sov- ézka fréttastofan Novosti Vestur- Þjóðverja um hermannskutilhneig- ingar sem stofnuðu öllum heiminum í hættu og sagði að Vestur-Þýzka- land gæti orðið skotmark í hefndar- aðgerðum úr austri ef til hernaðar- árekstra kæmi. Landvarnaráðuneytið í Bonn ítrekaði, þrátt fyrir vísbendingar frá Washington um hið gagnstæða, að þýzka flotaæfingin stæði í engu sambandi við innrás Rússa í Afgan- istan. Tekið var fram að þessi æfing fjarri heimaslóðum væri ein af mörgum ferðum sem vestur-þýzk herskip færu á hverju ári og út- heimtu mikinn undirbúning. Aherzla var á það lögð að ferðin hefði verið skipulögð áður en Rússar gerðu innrásina í Afganistan. Þýzku skipin eru væntanleg aftur til Kílar og Wilhelmshaven í ágúst- byrjun. Frelsisbátar fóru á hliðina Key West. 29. april. AP. YFIRVÖLD á Florida lögðu í gær- kvöldi hald á þrjú skip úr „frelsis- flotanum" sem hefur flutt þúsundir flóttamanna frá Kúbu og banda- ríska strandgæzian fann að minnsta kosti 26 litla báta á hvolfi í kjöifar mikils fárviðris. í einum bátnum voru tvö lík. Yfirmaður strandgæzlunnar hafði áður sagt að merkilegt mætti heita ef enginn biði bana af áhöfnum bát- anna. Skipstjóri rækjubáts sem var gerð- ur upptækur í Key West sagði að hann hefði hagnazt um 170.000 doll- ara um helgina þegar hann flutti 260 flóttamenn, þar á meðal konu sem ól barn á leiðinni. Þetta gerðist 1978 — Stjórn Bangladesh kunn- gerir að 70,000 múhameðstrúar- menn hafi flúið til landsins frá Burma vegna ofsókna. 1977 — Endir bundinn á olíuleka á norska svæðinu í Norðursjó eftir fjórar misheppnaðar tilraunir. 1975 — Víetnamstríðinu lýkur með falli Saigon. 1972 — Norður-Víetnamar um- kringja Quang Tri og Suður- Víetnamar flýja. 1970 — Nixon forseti kunngerir aðgerðir í Kambódíu. 1966 — Johnson forseti kunngerir vopnahlé í Dóminikanska lýðveld- inu. 1948 — Samtök Ameríkuríkja (OAS) stofnuð. 1945 — Adolf Hitler fremur sjálfsmorð í Berlín. 1926 — Allsherjarverkfallið mikla í Bretlandi hefst. 1919 — Japanir fá ívilnanir Þjóð- verja í Shantung, Kína, og Þjóð- verjar ganga af fundi á Versala- ráðstefnunni. 1917 — Brezkt herlið sigrar Tyrki við Abatt-el-Adheim, Mesopotamíu. 1881 — Frakkar gera innrás í Túnis frá Alsír og taka Bizerta. 1824 — Setuliðið í Lissabon gerir uppreisn gegn Jóhanni VI og viður- kennir Dom Miguel, bróður hans — Egyptar taka Krít. 1803 — Bandaríkin kaupa Louisi- ana og New Orleans af Frökkum. 1789 — Émbættistaka George Washington, fyrsta forseta Banda- ríkjanna. 1650 — Franskir uppreisnarmenn semja við Spánverja. 1527 — Westminster-sáttmálinn um bandalag Englendinga og Frakka. 1524 — Chevalier Bayard felldur og Frakkar hraktir frá Langbarða- landi. 1506 — Englendingar og Hollend- ingar semja um viðskipti, en Filip- pus fríði neitar að staðfesta samn- inginn. Afmæli. J.L.David, franskur list- málari (1748—1825) — Franz Le- hár, ungverskt tónskáld (1870— 1948) — Júlíana Hollandsdrottning (1909-). Andlát. 1632 Tilly greifi, hermaður — 1912 Wilbur Wright, flugmaður — 1936 A.E. Housman, skáld. Innlent. 1615 Konungsbréf gegn Bob Graham, ríkisstjóri Florida, lýsti yfir neyðarástandi í tveimur héruðum sunnarlega í ríkinu og kallaði út þjoðvarðliða til hjálpar um 3.500 flóttamönnum sem hafa komið þangað undanfarna daga þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Graham lagði fram 50.000 dollara af opinberu fé til hjálpar flóttamönnum. í logninu sem fylgdi fárviðrinu lögðu margir bátar af stað frá Florida í dag til Kúbu til að sækja fleiri flóttamenn. í Havana var sagt að rumlega 1.700 bátar væru í Mariel-höfn og biðu þess að veður lægði svo að hægt yrði að halda flutningunum áfram. Útvarpið sagði að engum bát hefði verið gert að fara úr höfn meðan á fárviðrinu stóð. Formaður sænska verkalýðssambandsins, Gunnar Nllsson (t.h.) kemur ásamt varaformanni sambandsins, Lars Westerberg, til aðalstöðva sambandsins i Stokkhóimi tii fundar með samninganefnd Iaunþega fyrir fund sem talið var að gæti ráðið úrslitum á þriðjudagskvöld. Ef samkomulag tekst ekki fyrir hádegi á miðvikudag verður sett verkbann á 800.000 verkamenn og búizt er við að verkfall 100.000 verkamanna í viðbót hef jist 2. maí. Haddad særðist Tel Aviv, 29. aprll — AP. SAAD Haddad, leiðtogi krist- inna falangista i Líbanon, særð- ist i dag þegar sprengja sprakk skammt frá jeppa hans. Haddad var ásamt nokkrum manna sinna að elta palestfnska skæru- liða, sem höfðu farið inn á yfirráðasvæði hans. Allir sem í jeppanum voru særðust en eng- inn alvarlega. Haddad var ásamt mönnum sfnum fluttur i israelskri þyrlu til Haifa i ísrael. Jafntefli í Mexíkó Mexíkóborg, 29. apríl. AP. PORTISCH og Spassky gerðu jafntefli i 12. skákinni í einvígi þeirra i dag. 13. skákin veröur tefld á miðvikudag. Portisch bauð jafntefli eftir 18. leik og Spassky þáði boðið eftir fimm mínútna umhugsun. Báðir skákmennirnir hafa fengið 5'A vinning. Sá hefði sigrað sem fyrr hefði hlotið fimm og hálfan vinning. Samkvæmt leikreglum sigrar sá þeirra í einvíginu sem næstur fær vinn- ing. Verkföllin í Svíþjóð segja æ meira til sín 30. april Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Stokkhólmi. Sigrúnu Gísladóttur. VERKFALL opinberra starfsmanna sem hefur staðið í fimm daga segir meira til sín með hverjum deginum sem líður. Það eru ekki fleiri en 14.000 opinberir starfsmenn sem leggja niður vinnu en þeir hópar hafa verið sérlega valdir og lama mikilvæga opinbera þjónustu. Almennt yfirvinnubann er einnig í gildi ásamt banni við ráðningu nýs starfsfólks. Atvinnurekendur hafa svarað með verkbanni sem útilokar í dag 12.000 opinbera starfsmenn frá vinnu. Spánverjum — 1594 Konungur bannar viðskipti við Englendinga — 1873 Landshöfðingi stefnir Jóni Ólafssyni — 1880 Póstskipið „Fön- ix“ kemur með kistur Jóns Sigurðs- sonar og konu hans til Reykjavíkur — 1851 f. Indriði Einarsson — 1919 Erlendir togaramenn skjóta á íslenzka sjómenn við Vestmanna- eyjar — 1958 Brezkir fiskkaupmenn krefjast herskipaverndar — 1968 Dómur í „smyglmálinu mikla“ — 1906 f. Þorvaldur Skúlason — 1908 f. Bjarni Benediktsson — 1898 f. Loftur Bjarnason útgm. Orð dagsins. Ekkert er annað hvort gott eða slæmt, en hugsunin sker úr um það — William Shakespeare, enskur leikritahöfundur (1546— 1616). Afleiðing þessa hefur orðið sú að það er almenningur sem hefur orðið verst úti: Samgöngur hafa lamazt að mestu. Allt flug liggur niðri. Fyrstu daga verkfallsins var Kastrup-flugvöllur bókstaflega kæfður en öllu flugi var beint þangað. Eftir nokkra daga neituðu Danir að afgreiða sænskar flugvélar og nú lenda þær á Garde- moun-flugvelli 50 km fyrir utan Ósló, en óvíst er hve lengi þeir muni afgreiða sænskar vélar. Allar hafnir eru lokaðar nema Hálsingborg, en það er eina opna leiðin í S-Svíðþjóð. Mikið vandamál og reiði hefur skapazt hjá bílstjór- um flutningabíla sem bíða hundruð- um saman við sænsku landamærin. Ibúar stórborganna, og þá einkum Stokkhólms, hafa orðið illa úti þar eð neðanjarðarlestirnar, aðalsam- gönguæðir fyrir hundruð þúsunda manna til og frá vinnu, stöðvuðust þegar á fyrsta degi verkfallsins. Stokkhólmsbúar fóru ýmist hjól- andi, gangandi og jafnvel á puttan- um til vinnu. Aukin notkun einka- bíla hefur og orsakað mikið umferð- aröngþveiti í borginni. í sjúkrahúsunum er að skapast alvarlegt ástand, en þar er einungis sinnt bráðatilfellum. Mörg dag- heimili hafa orðið að loka og skólarnir eiga í erfiðleikum með að halda uppi fullri kennslu. Vakið hefur gremju að lokað hefur verið fyrir allar sendingar sjónvarps nema fréttasendingu tvisvar á dag. Aðeins ein af þremur útvarpsstöðvum hefur fengið leyfi til útsendinga. Fæstir trúðu að kæmi til verk- falla og enn færri gerðu sér í hugarlund hvernig ástandið yrði, en í Svíþjóð hafa ekki verið verkföll í rúm 70 ár. Mikið ber á milli. Ríkisstjórnin neitar að blanda sér í samningana meir en orðið er. Annan maí eru boðuð enn fleiri verkföll og verk- bönn þannig að ástandið getur átt eftir að stórversna. Almennt er talið að þar sem samningar tókust ekki í síðustu viku sé ekki ástæða til bjartsýni nú. Nú á þriðjudagskvöld er beðið eftir tilboði frá sáttanefnd en af viðtölum við forystumenn launþega- samtaka og atvinnurekenda má ráða að þeir binda ekki miklar vonir við að sættir takist. Endurskoðun fjárlaga sýnir að greiðsluhalli er enn meiri en gert var ráð fyrir og ríkisstjórnin telur að skera verði niður stórlega opin- ber útgjöld. í kvöld var einnig birt í sjónvarp- inu skoðanakönnun SIFO og þar kemur fram að aðeins 30% Svía eru fylgjandi verkföllum. Neita að hafa skotið á íranska herflugvél Teheran, 29. april. AP. ÍRANIR héldu því fram í dag, að tvær bandarískar orrustuþotur af flugvélamóðurskipi hefðu hafið skothríð á iranska gæzluflugvél yfir Omansundi. Þar með sögðu þeir að í fyrsta skipti hefði komið til hernaðarárekstra milli Bandaríkjamanna og írans síðan handarisku gíslarnir voru teknir fyrir tæpum sex mánuðum. Bandaríska landvarnaráðuneytið neitaði því, að nokkur skothrið hefði átt sér stað. Ráðuneytið sagði, að tvær F-14 flugvélar frá flugvélaskipinu Nim- itz hefðu stöðvað íranska C-130 flugvél nálægt Hormuz-sundi og fylgt írönsku flugvélinni aftur inn í íranska lofthelgi. Sagt var, að íranska flugvélin hefði flogið í innan við 80 km fjarlægð frá Nimitz og F-14 flugvélum verið skipað að athuga málið. íranska fréttastofan Pars haföi eftir íranska herráðinu, að banda- rísku flugvélarnar hefur hafið skothríð á írönsku flugvélina, en fjórar íranskar þotur verið sendar á vettvang og þær hefðu „hrundið árásinni." Haft er eftir hernum, að bandarísku flugvélarnar hafi breytt um stefnu þegar þotur írana fylgdu gæzluflugvélinni aft- ur til írans. Teheran-útvarpið sagði, að íranska herráðið hefði sagt að heraflinn yrði að vera viðbúinn auknum aðgerðum bandaríska hersins í kjölfar tilraunarinnar til að bjarga gíslunum. TILRÆÐI Jafnframt var gerð tilraun til að ráða Sadegh Ghotbsadeh utan- ríkisráðherra af dögum í Kuwait í dag, en hann sakaði ekki. Lögregla fann tvo bíla, sem voru notaðir í árásinni, og sagði að þeir hefðu verið fullir af vopnum og sprengi- efni. Einn öryggisvörður Kuwait- manna særðist lítilsháttar, tveir grunsamlegir menn voru hand- teknir og flugvelli og landamær- um landsins var lokað. íranska fréttastofan segir, að annar bíllinn hafi fundizt utan við sendiráð Iraks í Kuwait og farþeg- arnir hafi flúið inn í sendiráðið. írakar hafa sakað írani um tvær nýlegar tilraunir til að ráða írakska ráðherra af dögum í Bagdad. Ghotbzadeh var á leið til fundar við emírinn í Kuwait þegar árásin var gerð. Ghotbzadeh er á ferð um Mið- austurlönd til að reyna að bæta sambúð írans við Arabaríki. Blöð hafa sagt, að Kuwait muni draga taum íraka í deilum þeirra og írana ef þær snúast upp í styrjöld. STÓRSÓKN Iransher hefur uppi viðbúnað til undirbúnings stórsókn gegn upp- reisnarmönnum Kúrda í Sannan- daj. Borgarbúum var sagt í dag að yfirgefa heimili sín og fara til setuliðsins svo að stjórnarher- menn, sem hafa tekið sér stöðu víðs vegar í borginni, gætu barizt við uppreisnarmenn Kúrda. LÍKFLUTNINGUR Umdeildur kirkjuleiðtogi, grísk-kaþólski biskupinn Hilarion Capudji, kom til Teheran í dag til að taka í sína vörzlu lík banda- rísku hermannanna, sem féllu í tilrauninni til að bjarga gíslunum. Capudji sagði, að hann mundi fara með líkin til annars lands, sem hann nefndi ekki, og afhenda þau Rauða krossinum, sem síðan mundi afhenda þau aðstandendum hinna föllnu. Hann sagði, að hann stæði í engu sambandi við Banda- ríkin. Bani-Sadr forseti hefur sagt, að líkin verði afhent fulltrúum páfa, Rauða krossinum og ríkisstjórn Sviss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.