Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL 1980 Launasjóður rithöfunda: Samanburður á úthlutunum Kanadískur píanóleikari heldur tónleika KANADÍSKI píanóleikarinn Hel- en Choi heldur tónleika á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Austurbæjarbíói föstudaginn 2. maí kl. 7 síðdegis. Helen, sem er aðeins 16 ára, er alin upp í Winnipeg og er talin meðal efnilegustu yngri píanóleik- ara Kanada. Aðalkennari hennar var vestur-íslenski píanóleikarinn Snjólaug Sigurdson, sem er mörg- um Islendingum að góðu kunn. Hún var mikils metinn píanóleik- ari vestan hafs en lézt á síðast- liðnu ári. Helen hefur unnið til fjölda verðlauna og haldið tónleika viða um Kanada. Hún er nú við framhaldsnám í London. Aðgangur að þessum tónleikum er ókeypis. MORGUNBLAÐINU hef- ur borizt samantekt yfir úthlutanir Launasjóðs rit- höfunda þau 5 ár er hann hefur starfað. En í sam- antekt þessari, sem nær yfir efstu flokkana, kemur fram hvernig hvor stjórn Launasjóðs um sig hefur hagað úthlutun sinni. Yf- irlitið tóku saman nokkrir þeirra 46 rithöfunda sem skrifuðu undir mótmæla- skjal þar sem krafizt var afsagnar núverandi stjórnar Launasjóðs rit- höfunda og greint var frá í Mbl. í gær. Fyrri listinn er yfir úthlutanir stjórnar Launasjóðs er sat árin 1976—1978, en í henni sátu: Bjarni Vilhjálmsson, Vésteinn Ólason og Guðrún P. Helgadóttir: 6 mán.: Einar Bragi, Nína Björk Árnadóttir, Einar Olafur Sveins- son, Guðmundur G. Hagalín, Hannes Sigfússon, Jóhann Hjálm- arsson, Jökull Jakobsson. 7 mán.: Guðbergur Bergsson, Kristinn Reyr, Pétur Gunnarsson, Tómas Guðmundsson. 9 mán.: Hannes Pétursson. 11 mán.: Jón Óskar. 12 mán.: Vésteinn Lúðvíksson. 13 mán.: Thor Vilhjálmsson og Ingimar Erl. Sigurðsson. 15 mán.: Þorsteinn frá Hamri. Stjórn Launasjóðs, er nú situr og hefur úthlutað tvisvar, úthlut- aði þannig efstu flokkunum, en í stjórninni sitja Sveinn Skorri Höskuldsson, Björn Teitsson og Fríða Sigurðardóttir: 6 mán.: Vésteinn Lúðvíksson, Stefán Hörður Grímsson, Njörður P. Njarðvík, Heiðrekur Guð- mundsson, Guðmundur Daníels- son, Guðlaugur Arason, Guð- mundur Steinsson, Ási í Bæ, Böðvar Guðmundsson. 9 mán.: Einar Bragi, Jakobína Sigurðardóttir, Svava Jakobsdótt- ir. 12 mán.: Þorsteinn frá Hamri, Indriði G. Þorsteinsson, Hannes Pétursson, Guðbergur Bergsson, Ása Sólveig. 15 mán.: Nína Björk Árnadóttir, Pétur Gunnarsson, Thor Vil- hjálmsson, Þorgeir Þorgeirsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Ólafur Haukur Símonarson. Leiðrétting í Mbl. í gær þar sem greint var frá málefnum Launasjóðs rithöf- unda var sagt að Ingimar Erlend- ur Sigurðsson hefði verið varafor- maður Rithöfundasjóðs. Hið rétta er að hann var varaformaður Rithöfundasambandsins og for- maður þess um skeið. Þá slæddist prentvilla inn í mál Ingimars þar sem hann ræðir um úthlutun til eins nánasta ættingja stjórnar- manns Launasjóðsins og segir hann hafa fengið 5 milljónir, en hið rétta er að laun hans hafa verið nálægt 3,6 m. kr. Landssamband iðnverkafólks: Lagafrum- varpi mótmælt FJÓRÐA þing Landssambands iðnverkafólks lítur svo á að frum- varp það, sem lagt hefur verið fram á alþingi, um hlutfallskosn- ingar í verkalýðsfélögum, sé óþol- andi afskipti af innri málum verkalýðssamtakanna, auk þess sem það myndi auka pólitíska sundrungu innan verkalýðsfélag- anna ef að lögum yrði og gera þau óhæfari til að gegna hlutverki sínu í þágu vinnandi fólks. Af framangreindum ástæðum mótmælir 4. þing Landssambands iðnverkafólks framkomnu frum- varpi mjög eindregið og skorar á alþingi að fella það. SEX Éf i l OG Leggir þú 100.000 kr. mánaðarlega í sex mánuði inná Safnlánareikning í Verzlunarbankanum,áttu rétt á láni upp á 600.000 kr. Þú hefur þá í höndunum 1.200.000 kr.-(- vexti sem þú auðvitað ráðstafar að vild. Þetta er aðeins einn möguleikinn af mörgum sem Safnlánakerfi Verzlunarbankans býður upp á, en þeir eru margir góðir. Hvernig líst þér á? ÞU SAFNAR VIÐ LANUIH V/6RZLUNRRBRNKINN Spyrjið um Safnlánið og fáið bækling í öllum afgreiðslum bankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.