Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980 3 Uppsagnir í stórum stíl í sælgætis- og kexiðnaði Sala á innlendu sælgæti dróst saman um þriðjung í apríl ur blasti því við. Mikið væri í húfi og mætti í þvi sambandi benda á að í sælgætisiðnaðinum væru tæplega 300 heilsársstörf en starfsmenn allmiklu fleiri. Þegar við blasti að segja þyrfti upp tugum starfsmanna í þess- um iðnaði væri vissulega hætta á ferðum. MIKILL samdráttur hefur orðið í sölu á íslenzku sælgæti og kexi að undanförnu vegna stórlega aukinnar samkeppni erlendis frá. Eru yfirvofandi uppsagnir i stórum stíl hjá íslenzkum sælgætis- og kexverksmiðjum að sögn Vals Valssonar framkvæmdastjóra Félags íslenzkra iðnrekenda, en ekki liggja þó fyrir neinar tölur í því sambandi. Eins og fram hefur komið í fréttum var innflutningur gef- inn frjáls á sælgæti 1. apríl sl. og á þeim mánuði sem síðan er liðinn hafa komið á markaðinn geysimargar tegundir af erlendu sælgæti. Valur Valsson sagði að þessi innflutningur hefði þegar haft umtalsverð áhrif á sölu á íslenzku sælgæti. Þannig hefðu íslenzkar sælgætisverksmiðjur i stórum dráttum afgreitt um þriðjungi minna til smásölu- verzlana í apríl en í sama mánuði í fyrra. Innflutningur á kexi var gefinn frjáls um sl. áramót og hafði það svipuð áhrif á innlendan kexiðnað. Valur sagði að aukin erlend samkeppni væri aðalástæðan en einnig hefði þess aðeins orðið vart að minni fjárráð fólks á undanförn- um mánuðum hefðu haft í för með sér minni sælgætissölu. — Við vonum auðvitað að íslenzku framleiðendurnir kom- ist yfir erfiðleikana þegar nýja- brumið verður farið af útlenda sælgætinu og kexinu en sú hætta er vissulega fyrir hendi að ein- hver fyrirtæki lifi þetta ekki af, sagði Valur. Hann bætti því við að rökstuddur grunur væri um að verð á sumum tegundum erlenda sælgætisins væri óeðli- lega lágt og það myndi ekki standast til langframa, þ.e. að fyrirtækin væru að kaupa sig inn á markaðinn með óeðlilega lágu kynningarverði. Væri nú unnið að verðsamanburði hér og í öðrum löndum. Valur Valsson sagði að lokum að þetta væri enn eitt dæmið um þá auknu samkeppni, sem ís- lenzkur framleiðsluiðnaður ætti við að glíma. Hann ætti í miklum erfiðleikum, því á sama tíma og erlendur gjaldeyrir hækkaði um t.d. 30% hækkaði innlendur kostnaður um 60%. Þennan mismun væri ekki hægt að brúa nema að litlu leyti með framleiðniaukningu og taprekst- Öxulþunga- takmarkanir á flestum vegum ÖXULÞUNGATAKM ARKANIR eru nú á flestum vegum að sögn Hjörleifs Ólafssor vegaeftir- litsmanns, enda v aurbleyta. Klaki hefur þó farið úr jörð á stöku stað i hlýindunum að und- anförnu og í gær var t.d. aflétt takmörkunum á öxulþunga á veginum milli Hafnar og Breið- dalsvíkur. Hjörleifur sagði að skemmdir á vegum vegna aurbleytunnar hefðu verið með minnsta móti í vor. Gripið var í tæka tíð til öxul- þungatakmarkana til þess að fyrirbyggja skemmdir og er öxul- þungi í flestum tilfellum miðaður við 7 tonn. hvílíkur munur Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax í forþvotti. Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta- stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum cíg blettalausum þvotti. I Ajax lágfre\Óandi þvottaefni fyrir allan þvott Ajax skilar tandurhreinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.